Morgunblaðið - 06.12.1964, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. des. 1964
JÓLABÆKUR FRÁ
Ævisaga John F. Kennedy
Bandaríkjaforseta eftir Thorolf Smith. — I
hókinni er m.a. rakin ætt hans og uppruni,
lýst heimilislífi hans og þrotlausri haráttu
fyrir friði og réttlæti og hinum válegu ör-
lögum hans. Sjaldan eða aldrei hefur andláts-
fregn vakið jafn djúpan og almennan harm,
eins og þégar það spurðist hinn 22. nóv. 1963,
að John Fitzgerald Kennedy hefði verið skot-
inn til bana í Dallas í Texas. Ævi og forseta-
ferill John F. Kennedy varð ekki langur, en
minning hans mun seint fyrnast.
Bókin er byggð á traustustu heimildum, sem
höfundi voru tiltækar. Thorolf Smith, höf-
nndur bókarinnar, er iandskunnur blaða- og
útvarpsmaður. Árið 1959 kom út bók eftir
hann um annan Bandaríkjaforseta, Abraham
Lincoln, er vakti mikla athygli.
Ævisögu John F. Kennedy prýða yfir
100 myndir.
Úr myndabók læknis
Höfundur þessarar bókar, Páii V. G. Kolka,
er einn af þekktustu læknum landsins, kunn-
• ur ræðuskörungur og útvarpsfyrirlesari. Páll
lifði bernsku sína í sveit, en kom til Reykja-
víkur rétt áður en vatnsveita, hafnargerð,
gas og rafmagn, hófu að breyta ásýnd höfuð-
staðarins. Læknisstarf sitt stundaði hann á
annan áratug í stærstu verstöð landsins, Vest-
mannaeyjum, og síðan í rúman aldarfjórð-
ung í einu af stærstu sveitahéruðum þess. Á
báðum þeim stöðum tók Páll verulegan þátt
í almennum málum og sat ekfki alltaf á frið-
arstóli. Hann hefur því haft allgóð skilyrði
til að fylgjast með þeirri framþróun, sem
orðið hefur hér á landi síðustu hálfa öldina,
auk þess sem hann hefur kynnzt miklum
fjölda manna.
Karlotta Lövenskjöld
er skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf, í þýðingu
Arnheiðar Sigurðardóttur. Fjölmörg verka
hennar hafa verið þýdd á íslenzku, þeirra
á meðal Gösta Berlingssaga og Jerusalem.
1 skemmtilegu viðtali við skáldkonuna, sem
birtist í sænsku dagblaði sama árið og hún
andaðist, víkur hún að því í gamansömum
tón, hversu sumar af sögupersónum sínum
hafi reynzt sér baldnar og óstýrilátar við
nánari kynni og samskipti. Nefnir hún þar
fremstan í flokki Karl Arthúr, sem lesend-
ur eiga nú fyrir höndum að kynnast í sög-
unni um Karlottu Lövenskjöld. Um hann
segir hún, að hann hafi blátt áfram neitað að
segja sér sumt, er hún hafi ætlað að leggja
honum í munn. Karlottu Lövenskjöld gefur
hún hins vegar þann vitnisburð, að hún væri
gull af manni. — Karlotta Lövenskjöld er
stórbrotin ættar- og ástarsaga.
Um ársins hring
eftir Sigurbjörn Einarsson biskup
•
Undirtitill bókarinnar er: Úr stól — frá altari
— yfir moldum. Fyrsti kafli bókarinpar eru
ýmsar prédikanir á stórhátíðum ársins og
öðrum tyllidögum. Annar hlutinn nefnist
^astir í daganna rás“, og eru það nokkrar
merkar ræður og loks siðasti kaflinn minn-
ingarorð um 4 látna heiðursmenn: Stein
Steinarr skáld, séra Friðrik Friðriksson,
John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Davíð
Stefánsson skáld.
Grær undan hollri hendi eftir Viihj. s. viihjáimsson
Þessi bók er safn viðtala við 28 menn og kionur, sem búið hafa við hin ólíkustu lifskjðr.
Eitt á allt þetta fólk sameiginlegt: Það hefur gegnt hlutverki sínu af skyldurækni og
samvizkusemi, — það hefur gróið undan höndum þess. í bókinni er m.a. rætt við Bjarna
Björnsson leikara, Jón Erlendsson verkamann, Ásgrím Jónsson listmálara, Bríeti Bjarn-
héðinsdóttur, Ludvig Kaaber bankastjóra Ara Arnalds bæjarfógeta, Pál fsólfsson tón-
skáld, Friðfinn Guðjónsson leikara, Ragnar Jónsson í Smára, Magnús Jónsson prófessor,
Sigurbj. Á. Gíslason, Martein Meulenberg biskup, Gunnar Andrew og læknana Sæ-
mund Bjarnhéðinsson, Sigurð Magnússon og Þórð Sveinsson, svo nokkur séu talin. —
Til hægri að ofan eru myndir af öll'WJt sögumönnum og konum.
SETBERG
k