Morgunblaðið - 13.12.1964, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.12.1964, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ l Sunnudagur 13. des. 1964 Anna í Grœnuhlíð Fyrsta og önnur bók eru komnar út. Bækurnar um önnu í Grænuhlíð eru einhverjar allra vinsælustu bækur sinn- ar tegundar, sem út hafa komið, enda eru þetta sígildar bækur handa telpum og unglingsstúlkum. Fyrsta bókin var flutt sem framhaldsleikrit í barnatíma útvarpsins við óskiptar vinsældir jafnt barna sem fullorðinna. — Kr. 120,00 ib. hvor bók. CULARFULLA HALSMENIÐ sem h var f -\ Anne-Cath. Vestly Oii Aiexander fiytiir Fimm í hers höndum Ný bók um félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabókanna, prýdd mörgum myndum. Hörkuspenn- andi og skemmtileg eins og allar Blyton-bækur. — Kr. 110,00 ib. Dularfulla hálsmenið Fimmta bók í bókaflokknum um fimm menningana og hundinn þann sjötta eftir Enid Blyton. Þessir félagar taka sér fyrir hendur að upplýsa ýmis dul- arfull mál í samkeppni við Gunnar karl inn lögregluþjón. Afar spennandi og mjög vinsælar bækfur. Myndskreytt. — Kr. 110,00 ib. Dagbók Evu Mjög skemmtileg og þroskandi bók handa unglingsstúlkum eftir Moilie Faustman sem hlaut fyrir þessa bók verðlaun í sænskri samkeppni um beztu bókina handa unglingsstúlkum. — Kr. 92,00 ib. Eyja útlaganna Hörkuspennandi drengjabók úr norska skerjagarðinum eftir Magnus Thingnæs. — „Svona á að skrifa drengjabækur“, sagði norskur gagnrýnandi um bækur Thingnæs, og áreiðanlega munu allir röskir drengir taka undir það. — Kr. 92,00 ib. Óli Alexander flytur Þetta er fimmta og síðasta bókin um uppáhaldssöguhetju yngri barnanna, Óla Alexander, sem nefndi sig Fíli- bomm-bomm, ídu og Mons. Ennþá eru til örfá eintök af fyrri bókunum fjór- um. Fjöldi mynda. — Kr. 65,00. Margt er sér til gamans gert Gátur, leikir og þrautir, valið úr safni Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar. Hér eru verkefni til hollra og þroskandi dægrastyttinga fyrir börn og unglinga. Þessi þjóðlega bók ætti að vera til á sérhverju barnaheimili. — Kr. 80,00 ib. Dansi, dansi dúkkan mín Sögur handa litlum börnum eftir Davíð Áskelsson. Fjöldi mynda eftir Halldór Pétursson. — Kr. 65,00 ib. Litlu börnin leika sér Sögur handa litlum börnum eftir Davíð Áskelsson. Fjöldi mynda eftir Halldór Pétursson. — Kr. 65,00 ib. Puti r kexinu Skemmileg saga eftir Bjöm Daníelsson skólastjóra, prýdd fjölda mynda eftir Sigrid Valtingojer. Ætluð byrjendum í lestri. — Kr. 40,00. Bangsabörnin Bráðskemmtilegt ævintýri eftir Önnu Brynjúlfsdóttur, prýtt mörgum mynd- um eftir Bjarna Jónsson. — Kr. 35,00. I 0 U N N lslenzkur fróölcikur gamalt ocj nýr 1 1 1 ... f • ÍÍMíh u "1 % «11; ■■ Heimdragi Þetta er fyrsta bindi nýs safnrits, er flytja skal ís- lenzkan fróðleik, gamlan og nýjan, eftir ýmsa höf- unda og víðs vegar af landinu. í þessu bindi birtist m.a. dagbók Nínu, dóttur Gríms amtmanns Jóns- sonar, rituð árið 1839, fróðlegar endurminningar frá öldinni sem leið, allýtarleg ritgerð um skreið- arferðir Norðlendinga, frásöguþættir ýmis konar, dulrænar sagnir o. fl. Ritstjórn Heimdraga annast Kristmundur Bjarnason. — Kr. 325,- ib. Reimleikar ÁRNI ÓLA gerir í bók þessari skil allmörgum kunn um íslenzkum fyrirbærum, sem eru af sama toga spunnin og hin alþjóðlegu „Poltergeist“-fyrirbæri. Höfundurinn rekur hvert mál fyrir sig eftir beztu fáanlegum heimildum. Þarna er því að finna skil- ríkar og sannfróðar upplýsingar um frægustu reim- leika á íslandi, s. s. Hjaltastaðafjandann, Garps- dalsdrauginn, Núpsundnin, undrin í Hvammi í Þistilsfirði o. fl. — Kr. 265,- ib. Lífsorrustan Ný skáldsaga eftir Óskar Aðalstein Fyrst og síðast er þetta saga um mann og konu, máttugur óður um ástir tveggja einstaklinga, sem sæta hörðum örlögum, en njóta þó mikillar ham- ingju, bera höfuðið hátt í hverri þolraun og fara í rauninni með sigur af hólmi, þótt annað kunni að virðast við fljóta sýn. Jafnframt er Lífsorrustan ádeila á stjórnmálaspillingu og stjórnmálamenn, og mun bókarinnar verða lengi minnzt fyrir það. — Sagan er bráðskemmtileg og pevsónurnar ljóslifandi. Kr. 280,- ib. Neyðarkall frá norðurskauti Ný æsispennandi saga eftir Alistair MacLean, -höf- und bókanna Byssurnar í Navarone og Til móts við gullskipið. Hver er Carpenter læknir, og hvað geymir harðlæst taska hans? Hvað hefur gerzt í veðurathugunar- stöðinni á ísnum og hvað er að Höfrungi? Hver gæti lagt þessa bók frá sér fyrr en hann hefði fengið þeim spumingum svarað? Þetta er margslungin, hárnákvæm, hröð og átaka- mikil saga. — ICr. 265,- ib. Brúðarleit Hörkuspennandi saga eftir L. T. White, sem segir frá ævintýrum, hættum og mannraunum. Frásögn- in er hfandi og fjörleg og aldrei slaknar á eftir- væntingu lesandans. Mjög sambærileg við hinar vinsælu sögur Shellabargers, Sigurvegarann frá Kastilíu og Bragðaref. — Kr. 185,- ib. Ofantaldar bækur fást hjá bóksölum um land allt. Sendum einnig burðargjaldsfrítt gegn póskröfu. I Ð U N N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.