Morgunblaðið - 13.12.1964, Page 14

Morgunblaðið - 13.12.1964, Page 14
14 Sunnudagur 1S. dea. 1964 MORGUNBLAÐIto Fullveldisfagnaöur Islendinga í Osló Osló, 2 desember. Á LAUGARDAGINN var héldu fslendingar í Osló aðalfagnað ársins, sem miðast við 1. des- ember, en af hagkvæmum ástæð .um fer fram næsta laugardag undan eða eftir deginum. f þetta sinn varð fjölmennari mann- íagnaður en nokkumtíma áður, svo að við lá að þröngt væri í húsnæðinu á veitingastað stú- dentabæjarins á Sogni, en þar f SJÖUNDU umferð sigruðu fs- lendingar í viðureigninni við ''Venezuela. Eftirfarandi skák var tefld á fjórða borði. Hvítt: Hemandez Svart: Jón Kristinsson Sikileyjarvörn 1. «4, c5; 2. Rf3, Rc6; 3. d4. cxd4 4. Rxd4, g6; 5. Rc3, Bg7; 6. Be3 Rf6; 7. Rxc6, bxc6; 8. e5, Rg8 9. f4. Betra var hér 9. Bd4 9, — Rh6; 10. Be2, 00; 11. 0-0, d6 12. exd6, exd6; 13. Bd4, Bxd4f 14. Dxd4, Rf5; 15. Df2, d5; 16. g4 Rd6; 17. Khl, Bd7; 18. Hadl, De7 19. Bf3, Hfe8; 20. Hfel, Df6 21. Dg3, Rc4; 22. g5, Df5; 23. b3 Re3; 24. Hd2, Rxc2; 25. Hce2 Re3; 26. Hf2, He7; 27. h4, Hae8 28. Re2, Dblf; 29. Rgl, Rfl 30. Hxfl, Dxfl; 31. Hf2, Del 32. Kg2, Re3; 33. Rh3, d4; Hvítur féli á tíma. Eftirfarandi skák er úr viður- eign U.S.A. og Tékka. Hvítt: Reshewsky Svart: Dr. M. Fiiip Nimzoindversk vörn 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4 4. e3, 0-0; 5. Bd3, c5; 6. Rf3, b6 7. 0-0, Bb7; 8. Ra4, De7; 9. a3 Ba5; 10. Hbl, Re4; 11. Rel, Bxel 12. Hel, d6; 13. b4, Rd7; 14. f3 Ref6; 15. Bb2, Hfd8; 16. e4, cxd4 17. Bxd4, Hac8; 18. Hcl, Re5 19. Bfl, Rh5; 20. Í)d2, Df6; 21 De3, Rf4; 22. Hedl, Rfg6; 23. Khl De7; 24. c5!; De8; 25. Db3, dxc5 26. bxc5, Bc6; 27. Rc3, bxc5 28. Bxc5, Hb8; 29. Dc2, a5; 30. a4 Hxdl; 31. Hxdl, Hc8; 32. Bb6, h5 33. Ba6, Hb8; 34. Bxa5, De7 35. Bb5, h4; 36. h3, Rf4; 37. Dd2 Dg5; 38. Bxc6, Rc4; 39. Df2 Rxa5; 40. Bb5, Hc8; 41. Ra2, Rb3 42. Rb4, Rc5; 43. Rc6, Rcd3 44. Bxd3, Hxc6; 45. Bfl, Rh5 46. Kgl, Rf4; 47. Kh2, Hc5 48. Hbl, Rg6; 49. Khl, Rf4 50. Dd2, Hc8; 51. a5, De5; 52. a6 Rh5; 53. Kgl, Rg3; 54. Df2, Kh7 55. a7, Dc7; 56. Ba6, Hd8; 57. e5! g6; 58. Kh2, Dxe5; 59. Í4, Da5 60. Bb7, Da4; 61. Hel!, Da5 62. Bf3, Hc8; 63. Hdl, Da6 64. Ðd4, Rf5; 65. Dd7, gefið. Einkennandi Reshewsky skák. IRJóh. Sauðfé op; mink fjöi «ar Þúfum, 9. desember. HAUSTVEÐRÁTTAN hefur ver- ið fremur mild, þó nokkrir um- .hleypingar hafi verið. Búið er að taka sauðfé á hús og dálítil fönn er nú á jörðu. Allir vegir eru þó færir bílum. Fóðurskoðun hefur farið fram og reyndust fóðurbirgðir með bezta móti. Fóðrum búfjárins tekst vonandi vel, þar sem hey em vel verkuð. Sauðfé hefur fjölgað nokkuð, en minkurinn virðist einnig vera í fjöigun, þótt nokkuð hafi verið gert til að eyða honum. — P. P. hafa þessar samkomur verið haldnar undanfarin ár. Þó staf- aði þetta fjölmenni varla af því, að fleiri fslendingar séu í Osló og grennd nú, en stundum áður. En ég get vel hugsað mér, að umræður í norskum blöðum um Leif heppna og handritamálið hafi rumskað við þjóðernis- kenndinni í sumum gömlum Noregs-íslendingum, sem annars eru vanir að sitja heima. Að minnsta kosti voru þarna komn- ir ýmsir, sem eiga heima „suður með sjó“, þ.e.a.s. Oslóarfirði — frá Austfold, Vestfold og Ögð- um, og jafnvel úr vesturátt líka —alla leið frá Bergen. En aðal skýringin er sú, að það er líf og fjör í íslendinga- félaginu í Osló núna, eins og síðastliðin ár. Og það held ég að liggi m. a. í því, að landar i Osló hafa eignast einstaonar „miðstöð" inni í hjarta borgar- innar, þar sem er skrifstofa Flug félags íslands — „Icelandair". Þar koma margir landar inn, til þess að fá að lesa ný blöð og spyrja frétta, því að þótt ný blöð og upplýsingar séu jafnan til reiðu á skrifstofu sendiráðsins, eru ýmsir ungir íslendingar svo „feimnir", að þeim finnst þægi- egra að fara til „Icelandair“. En sú gestrisni, sem þar er sýnd, hefur komið óþægilega niður á forstöðumönnunum, bæði Vil- hjálmi Guðmundssyni og þeim núverandi Skarphéðni Árnasyni, sem að vísu er líka fyrrverandi, því að hann var þarna næst á undan Vilhjálmi, og komst ekki hjá því að vera kosinn formaður íslendingafélagsins á síðasta aðal fundi. Þriðja fslendingamiðstöðin er svo Stúdentabærinn á Sogni, og þar fór hófið fram. Kl. 19 á laug- ardagskvöldið varð örtröð bif- reiða við inngöngudyrnar á Sogni, og þar sá ég fyrstan manna Guðna Benediktsson, stofnanda og margra ára for- mann íslendingafélagsins. Og von bráðar fylltist eldaskálinn, sem Norðmenn kalla „peisestue“, af fslendingum og norskum vandamönnum og kunningjum þeirra. Þar var boðið upp á hana stél, sem sendiherrann mun hafa verið valdur að, og síðan sezt að borðum, að al-íslenzkustu mál- tíðinni, sem hægt er að fá hér í Noregi: hangiketi og skyri. Og þeim góða mat mun formaður félagsins nú sem fyrr hafa verið valdur að, og gamlan mann, sem ekki sat langt frá mér, heyrði ég segja í hálfum hljóðum: „Guð blessi hann Örn Johnson og Flug félagið og alia hluthafana og hann Skarphéðin". Ef hann hefði staðið upp og beðið sér hljóðs og haldið þessa stuttu ræðu, er áreiðanlegt að allir við staddir hefðu hrópað dynjandi húrra, því að hangiketið og skyr ið var hvort öðru betra. Ólafur Hallgrímsson 'læknir stjórnaði veizlunni, eftir að for- maður hafði boðið gesti vel- komna. En þegar hangiketið (fyrsta umferð!) var komið á diskana flutti Hans G. Ander- sen sendiherra ræðu dagsins — minni ættjarðarinnar. Hann minntist fortíðarinnar og hinna líðandi ára og órólegu tíma í heiminum og fagnaði því, að ís- lendingar stæðu enn ósárir í þeirri baráttu, en hefðu þó unn- ið sigra (t. d. í landhelgisdeil- unni). En baráttan fyrir lífi og þjóðarþróun héldi áfram og yrði að halda áfram, því að ef henni lyki nokkurntíma, hættu íslend- ingar að vera til sem þjóð. Hann minntist í þessu sambandi ungra íslenzkra námsmanna í Noregi, sem væru að viða að sér vegar- nesi til þess að láta þjóðina njóta góðs af því síðar, og kvað það vera gleðiefni, hve vel þessi unga kynslóð rækti nám sitt 11 Síðasti gestur Krúsjeffs Sagt frá hinum örlagarika degi, er Krúsjeff var nauöugum vikið frá völdum í Sovétrikjunum (Richard Growaid, Moskvu-fréttaritari UPI segir frá) SÍÐASTI gestur Krúsjeffs var franski vísindamálaráðherr- ann, Gaston Palewski. Honum þótti Krúsjeff óvenjulega taugaóstyrkur og vissi ekki hverju sætti. Hann hafði ekki hugmynd um að Krúsjeff var nýbúinn að frétta af ráða- bruggi óvildarmanna sinna í Moskvu um að víkja honum frá völdum. Krúsjeff vissi þá að hann átti í vök að verjast og grunaði kannski það sem Palewski hafði ekki hugmynd um, að hann væri síðasti gestur Krúsjeffs suður við Svartahaf. Uggði ekki að sér. Þagar Krúsjeff hélt suður til Svartahafs á dögunum sér til hvíldar, vissi hann ekki betur en hann hefði ennþá töglin og hagldirnar í Kreml. Hann var svo grunlaus um að setið væri að svikráðum við sig þar, að hann gáði ekki að því að flestir nánustu ráðgjafar hans og aðstoðar- menn voru líka fjarverandi, tengdasonurinn Adsjúbei í sumarleyfi, Kharlamov sjón- varpsstjóri í Noregsferð, Satuykov ritstjóri Pravda í París og enn fleiri úti um hvippinn og hvappinn. Þá var það sem látið var til skarar skríða í höfuðborg Rússaveldis. Þar áttu hlut að máli menn, sem orðnir voru þreyttir á skrumi Krúsjeffs og spakmæla-orðræðum hans. Það var ekki óalgengt, að miðstjórn kommúnistaflokks- ins kæmi saman til fundar að Krúsjeff fjarstöddum, þegar hann var á ferðalagi, hvort heldur það var erlendis eða innanlands oig þessvegna veitti því enginn sérstaka athygli, er stóru svörtu stjórnarbílarnir fóru að hópast að Starayagötu nr. 4, þar sem miðstjórnin er til húsa. Fundurinn í Staraya nr. 4. Þegar menn höfðu tekið sér sæti, beindust allra augu að Mikoyan, hinum gamalreynda meistara í þeirri erfiðu list að lifa allt og alla. Mikoyan stýrði fundinum, sem ekkert hafði á dagskrá sinni utan eitt mál: Krúsjeff. Gagnrýn- inni rigndi niður yfir hann fjarstaddan. Það voru ekki stjórnmálasyndir hans, sem félagarnir í forsætisnefnd miðstjórnarinnar tóku harð- ast á, þeir voru samábyngir hvað þær varðaði allir sam- an, heldur tóku þeir hann til bæna fyrir persónuleg afglöp, fyrir einþykkni og sérlyndi, Krúsjeff. persónudýrkun og fyrir að blanda fjölskyldumálum sín- um saman við störf sín sem leiðtogi flokksins og stjórnar- innar, m.a. með skipun tengdasonar síns, í embætti ritstjóra Izvestia. Síðan ákvað forsætisnefnd- in að kalla alla miðstjórnina til fundar til þess að fá sam- þykkta ákvörðun um að víkja Krúsjeff frá. Flestir mið- stjórnarmenn, sem eru 330 talsins, búa í nágrenni Moskvu, en nokkrir þeirra og þar á meðal sendiherra Sovét- ríkjanna í Nýju Dehli og for- stjóri vísinda-akademíunnar í Novosibirsk — voru víðs fjarri. Einn miðstjórnarmanna sat suður við Svartahafið, í Pitsunde. Honum voru gerð boð að koma til Moskvu í skyndingu eins og öðrum. Sögusagnir herma, að Krús- jeff hafi sézt á ferð í bifreið í Moskvu þegar á þriðjudags- kvöld, en það er álit flestra, að hann hafi ekki komið þangað fyrr en á miðvikudagsmorgun. Ekki fara af frjálsum vilja. Meðan stóðu viðræður þeirra Gaston Palewskis og Krúsjeffs í Pitsunde, suður við Svartahaf, sagði Palewski, að De Gaulle hefði enn ekki gert það upp við sig, hvort hann myndi leita eftir kosn- ingu á ný. Lét Krúsjeff þá þau orð falla, að stjórnmálaleið- togi skyldi aldrei láta af völdum eða ganga úr embætti af fúsum vilja. Krúsjeff virtist taugaóstyrk- ur, að því er Palewski sagðist frá síðar og stóð fundur þeirra skemur en við var búizt. Bar Krúsjeff við önnum og kvaðst þurfa að fara til Moskvu í skyndingu til þess að vera við hátíðahöidin vegna komu geimfaranna þriggja þangað. Ekki gat Palewski séð neitt bogið við það og hafði ekki minnstu hugmynd um að sjálfur væri hann síðasti gest- ur Krúsjeffs. Svörtu bílarnir koma aftur til Staraya. Landsmenn voru grunlausir um það sem til stóð, er verið var að undirbúa móttöku geimfaranna á miðvikudags- morgun í Moskvuborg. Blöðin skrifuðu varla um annað en geimfarana og fyrirhuguð hátíðahÖld vegna komu þeirra. En Krúsjeff var þá þegar vel á veg út í yztu myrkur. Právda og Isveztia gátu hans að engu þann daginn, útvarp og sjónvarp ekki heldur og enginn utan „Kiev Pravda“ sem varð á sú skyssa, að birta lofgrein um Krúsjeff þennan dag. Og svörtu bílarnir komu aftur til Staraya nr. 4, miklu fleiri en fyrri daginn. Suslov, hinn hávaxni, fá- skipti hugmyndafræðisérfræð- ingur rússneska kommúnista- flokksins, ávarpaði miðstjórn- ina fyrir hönd forsætisráðs hennar og kvað upp dóminn „Krúsjeff verður að' fara“, sagði Susloff, og mælti fyrir hönd félaga sinna. Ræða hans stóð í fimm tíma. Krúsjeff yfirbugaður. Krúsjeff hélt sjálfur fjög- urra tíma ræðu sér til varn- ar og vísaði til alls þess sem hann hefði áður gert flokki sínum og föðurlandinu, hann hefði gert upp reikningana við óignarstjórn Stalins, á veldistíma hans hefði þjóð- inni vegnað æ betur efnahags- lega, hann hefði helgað flokknum allt sitt líf..... Trúnaðarmenn hans voru þarna allir, mennirnir sem komizt höfðu til virðingar og valda fyrir tilstilli hans. En aðstoð þeirra var honum ekki föl þann daginn. Svo segja fróðir menn um fund þennan, að framan af hafi þeir verið í minnihluta sem vildu Krús- jeff vikið frá, en þeim hafi fljótlega unnizt fylgi. And- stæðingar hans hafi gengið skipulega til verks — ag það hafi verið fyrirfram ákveðið, að ekki skyldi koma til vald- beitingar og ekki kallað á leynilögregluna, heldur skyldi atkvæðagreiðsla skera úr um málin. Þegar að henni kom, fékkst að vísu ekki einróma samþykkt allra viðstaddra, en örlög Krúsjeff voru engu að síður ráðin. Daginn eftir kom Æðstaráð Sovétríkjanna saman til fund- ar og sat þá Mikoyan einnig þar í forsæti. Á fundi þeim var einróma samþykkt að taka til igreina lausnarbeiðni Krús- jeffs. Þá var Kosygin skip- aður forsætisráðherra í stað Krúsjeffs og þakkaði hann til- lit það sem honum væri sýnt með embættisveitingu þessari. Noregi. — Ræðu sendiherrans var ágætlega tekið. Þá var haldið áfram með hangi ketið, en síðan komu fleiri ræð- ur. Skúli Skúlason minntist Noregs, og minnti viðstadda Norðmenn á að Leifur heppni hefði verið fslendingur. Gutt- ormur Sigurbjörnsson jarðfræð- ingur mælti fyrir minni kvenna, mjög svo skemmtilega og sniðug- lega, en kvenþjóðin lét ekki á sig halla, því að Ingibjörg Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona tók til máls á eftir og mælti fyrir minni karla af þeirri kænsku, að ýmsir voru i vafa um, hvor aðilinn hefði fengið betri ræðu, kvenfólkið eða karlmennirnir. Yfir borðum ,var mikið sungið, og færðist stórum fjör í söng- listina eftir að „Kátir voru karl- ar“ hljómaði um salinn. — Gunn ar Rogstad deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu þakkaði fyrir matinn af „sannfæringingarinn- ar krafti“ (hann hefur átt heima á íslandi í mörg ár, og kann að meta gott hangiket og gott skyr!) Síðan voru borð rudd, og svo hófst dansinn. Einhverjir höfðu orð á því, að hljómsveitin væri ekki góð, en samt var oftast meira en nóg af fólki á gólfinu. Hófinu lauk ekki fyrr en á 3. tímanum, en nokkru áður var elzta deildin farin að tínast heim. Ég hugsa að Paul Smith hafa verið aldursforsetinn þarna. Hann er 84 ára en heldur sér vel og sækir alltaf íslendinga- samkomur. Hann bað mig um að skila hjartans kveðjum heim — og það gerðu svo margir fleiri, að ég hef ekki tök á að nefna nema aidursforsetann. SK. SK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.