Morgunblaðið - 13.12.1964, Side 24

Morgunblaðið - 13.12.1964, Side 24
24 MORGUNBLAÐI0 Sunnudagur 13. des. 1964 Ályktanir Bandalags kvenna TILLÖGUR samþykktar á fundi Bandalags kvenna í Reykjavík 2. og 3. nóv. sl.: l. Barnagæzla. 1. Fundurinn telur, að fjöldi skólabarna hér í borg búi við þær aðstæður á heimilum sín- um, að þeim sé þörf á athvarfi og handleiðslu fullorðins fólks utan skólatímans. Fundurinn telur að heppilegast væri, að börnin ættu þetta athvarf innan skólans eða í beinu sambandi við hann. Meðan þær aðstæður eru ekki fyrir hendi, að skólarnir geti sinnt þessu verkefni, telur fundurinn hagkvæmast að þessi starfsemi sé tengd dagheimilum borgarinnar a.m.k. fyrir þau börn, sem þurfa að fá hádegis- mat utan heimilis síns. Fundur- inn harmar ,að ekki hefur tekizt að koma á rekstri dagvistarheim- ilis fyrir börn á skólaaldri og skorar á borgarstjórn að gera nýja tilraun með slíka starfsemi, þó að í smáum stíl væri fyrst í stað. Leggur fundurinn áherzlu á, að slík starfsemi verði vel und irbúin og kynnt rækilega meðal borgarbúa áður en starfsemin hefst. 2. Funndurinn skorar á borg- arstjórn Reykjavíkur að koma upp mæðraheimili, þar sem ein- stæðar mæður geta dvalið fyrir og eftir barnsburð. Við mæðra- heimilið verði starfandi dag- vöggustofa, svo að mæðurnar geti stundað vinnu. 3. Fundurinn telur æskilegt, að tekin verði upp barnagæzla á vinnustöðum þar, sem margar konur vinna. II. Áfengismál. 1. Funndurinn harmar sívax- andi áfengisneyzlu þjóðarinnar og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera allt, sem unnt er til þess að breyta ástandinu. Fundurinn telur nauðsynlegt: a. Að komið verði á vegabréfa- skyldu sem fyrst. b. Að hert verði á eftirliti með vínveitingahúsum og fjölgað eftir litsmönnum þeirra. Gengið verði hart eftir því, að unglingum sé ekki selt þar áfengi og ekki fleira fólki hleypt inn í veitingahúsin en lög og reglugjörðir leyfa. 2. Fundurinn skorar á borgar- stjórn Reykjavíkur að auka og endurbæta löggæzlu í borginni. Árásir á vegfarendur, rán og þjófnaðir gerast óhugnanlega tíð- ir. Háreysti er víða mikil á göt- um á næturþeli, einkum í ná- grenni skemmtistaða. Eftirlit með útivist barna á kvöldin og með ferðum unglinga á vínveitinga- staði virðist mjög áfátt. m. Tryggingarmál. 1. Fundurinn fagnar því, að við síðustu endurskoðun tryggingar- laganna voru tekin upp ýms atriði, sem Bandalag kvenna hef ir bent á í álytkunum sínum und anfarin ár. Fundurinn telur það mikils virði, að nú hefir verið viðurkenndur réttur húsmæðra til sjúkradagpeninga, þótt sú upp hæð, sem miðað er við, sé of lág. Jafnframt leyfir fundurinn sér að vekja eftirtekt á eftirfarandi at- riðum, sem hann telur, að þurfi breytinga við: a. 16. gr. 4. málsgr. orðist þann- ig: Greiða skal ekkli allt að full- um barnalífeyri. Skal það einnig ná til ananrra feðra, sem einir hafa börn á framfæri sínu. b. Barnalífeyrir vegna munað- arlausra barna sé greiddur tvö- faldur. í stað heimildar komi full ur réttur. c. Heimilt sé að greiða lífeyri með ófeðruðum börnum, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, sem tryggingarráð viðurkennir. d. Stefnt sé að því, að elli- tryggingum sé breytt í það kerfi, að komið sé á lífeyrissjóðstrygg- ingum fyrir alla þegna þjóðfé- lagsins. e. Heimilt sé að láta rétt til ellilífeyris haldast við sjúkrahúss vist allt að 26 vikum á árL f. Fundurinn telur, að sú upp- hæð sem sjúkradagpeningar hús- mæðra er miðuð við, sem sé líf- eyrisupphæð elli- og örorkulíf- eyrisþega, sé of lág. g. Fundurinn telur sjálfsagt og eðlilegt, að bótagreiðslur trygg- inganna verði verðtryggðar í samræmi við samninga, sem rík- isstjórnin hefir gert við Alþýðu- samband íslands og Vinnuveit- endasamband íslands. 2. Fundurinn leggur áherzlu á, að fram fari athugun á því, hvort ekki sé unnt að taka tannvið- gergir inn í hinar almennu s j úkratry ggingar. IV. Heilbrigðismál. 1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náðst hef- ir með þeirri upplýsingaþjón- ustu, sem Krabbameinsfélag ís- lands hefir veitt um skaðsemi tóbaksreykinga á heilsu barna og unglinga. '2. Fundurinn skorar eindregið á konui að notfæra sér þá þjón- ustu, sem Krabbameinsfélagið veitir þeim til verndar heilsu og lífi. 3. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að veittar eru á fjárlögum 7 millj. króna til á- framhaldandi byggingu Hjúkr- unarskóla Islands. Jafnframt von ast fundurinn til þess, að bygg- ingu skólans verði hraðað eins og unnt er vegna mikillar vönt- unar á hjúkrunarfólkL V. Verðlags- og verzlunarmál. 1. Hreinlæti afgreiðslufólks í meðferð matvæla í matvörubúð- um virðist ennþá vera mjög á- bótavant. Fundurinn skorar því á Mjólkursamsöluna og eigendur matvörubúða að herða á eftirliti með því, að framfylgt sé settum reglum. Ennrfemur skorar fund- urinn á borgarlækni að herða á eftirliti með framleiðslu og með- ferð matvæla í brauðgerðarhús- um, eldhúsum verzlana og annars staðar, þar sem unnið er að fram- leiðslu og dreifingu tilbúins mat- ar. Bannað sér að handfjatla um- búðalausan mat jöfnum höndum og peningagreiðslur fólks, og skylt sé afgreiðslufólki matvöru- búða að hafa kappa, sem hylji hárið. 2. Funduriinn skorar á verð- lagsstjóra að hlutast til um það, að verzlunareigendur framfylgi reglugerð um verðmerkingar og verðmerki allar vörur, sem þeir hafa til sölu og sýnis í gluggum. 3. Fundurinn skorar á verðlags stjóra að herða á eftirliti með verðlagi á vörum og þjónustu, þar sem vöruverð virðist vera mjög misjafnt í verzlunum. 4. Fundurinn skorar á kaup- mannasamtökin að koma á nám- skeiðum fyrir verzlunarfólk í vöruþekkingu, þar sem kunnáttu þess á því sviði virðist mjög ábótavant. Jafnframt skorar fundurinn á kaupmannasamtökin að gera ráðstafanir til þess, að neytendur fái í hendurnar allar upplýsingar, sem fylgja vörunni frá framleiðanda. 5. Fundurinn tekur undir marg endurteknar kröfur Neytenda- samtakanna um það, að sett verði reglugerð um vörumerkingu og skorar á viðskiptamálaráðherra að hraða framkvæmd þessa máls. 6. Fundurinn skorar á borgar- yfirvöld Reykjavíkur að beita sér fyrir því, að sérverzlanir hafi opið eitt kvöld í viku, og að mat- vöruverzlanir skiptist á um að hafa opið á kvöldin í öllum borg- arhlutum. 7. Vegna dýrtíðar, sem mynd- azt hefur á undanförnum árum og eðlilega kemur mjög við heimilm í landinu, skorar fundr urinn á stjórn og löggjafarþing að aflétta að verulegu leyti sölu- skatti og innflutningsgjöldum á brýnustu nauðsynjum. 8. Fundurinn mótmælir afnámi ákvæða um hámarksálagningu verzlana á ýmsum nauðsynjavör- um, s.s. búsáhöldum, glervörum, kvenskófatnaði og byggingarefni og krefst þess, að aftur verði sett ákvæði um hámarksálagningu á þessar vörur. 9. Fundurinn leggur áherzlu á, að leitað verði allra tiltækra leiða til þess að lækka húsnæðiskostn- að, sem er mjög verulegur hluti af útgjöldum fólks og fer sífellt hækkandi. Jafnframt bendir fund urinn á, að hinn tilfinnanlegi skortur á leiguhúsnæði bitnar ekki hvað sízt á ungu fólki, sem er að hefja búskap og beinir þeim tilmælum til borgarstjórn- arinnar, að hún láti einnig byggja leiguhúsnæði, sem ætlað sé ungu fólki fyrstu búskaparárin og ein- stæðum mæðrum. Greinargerð: Óhóflegur gróði er tekinn af sölu húsa og sést gleggst á því, að rúmmeter í sam býlishúsi kostar, samkv. útreikn- ingi Hagstofu íslands, kr. 1.828,00, en algengt er, að rúmmeter í slíkum íbúðum sé seldur á kr. 2.200,00—2.600,00 eða með 20— 42% gróða. Þetta brask veldur síhækkandi húsaleigu. 10. Fundurinn skorar á borgar- stjóra að láta fara fram athug- un á því, hvort ekki sé hægt að setja á fót stofnun, sem hafi milligöngu með sölu og leigu húsnæðis í borginni til þess að fyrirbyggja húsabrask og okur. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi og borgarstjórn að stuðla að því, að byggingarsamvinnufé- lögum verði gert kleift að annast byggingu verulegs hluta þess hús næðis, sem byggja þarf, og tryggja, að íbúðir, sem þannig verða byggðar, lendi ekki í braski, en verði seldar eða leigð- ar á kostnaðarverði. 11. Fundurinn fagnar fram- komnu stjórnarfrumvarpi til staðfestingar á því samkomulagi, sem náðist sl. vor milli verkalýðs samtakanna og ríiksstjórnarinn- ar um aukin framlög til íbúða- bygginga og betri lánakjör. Fund urinn telur frumvarp ríkisstjórn- arinnar um hækkun hámarks- lána til bóta, en fagnar jafn- framt framkomnu frumvarpi Brekkukotsannáll á norsku 1 ÖLLU jólabókaflóðinu norska í ár fer að þessu sinni fremur lítið fyrir íslandi. Ég hef ekki rekið mig á nema eina bók af íslenzkum upp- runa. Það hefði gjarnan mátt vera meira. En huggunin er sú, að „det var litt, men gott“, eins og þeir segja hér austan hafs. Það er betra að opna norsk- um lesendum eina verulega góða íslenzka bók á ári en tiu miður góðar eða lélegar. — Það er sá góði „brúar- srniður" í samgönguleið ' ís- lenzkra bókmenntaleið austur um haf, Ivar Eskeland, sem þýtt hefur bókina, en hún heitir á norsku „Liv og lagnad í Brekkukot“. Þegar ég hef verið að lesa sumar sögur Laxness, hefur mér stundum dottið í hug, að það væri ó- gerningur, að koma sumu í stíl hans á erlent mál þannig, að þýðingin yrði nema svip- Ur hjá sjón. En Eskeland er að sínu leyti galdramaður, eins og höfundurinn, að þvi er mér finnst, eftir „harðlest- ur“ þýðingarinnar. En ég er tæplega nógu mikill smekk- maður á norskan stíl til að geta dæmt um þetta, svo að því væri treystandi, og þess vegna vitna ég til skáldsins Rangvalds Skrede (sem er vel íslenzkufróður) og drep á rit dóm hans, sem „Dagbladet" birti 30. nóv. „De smá í det store og det store i det smá“, er fyrirsögn Skredes. Hann rekur fyrst efni bókarinnar, en óþarft er að endursegja ísl. lesendum það. En lokahugleiðingar rit- dómarans eru þessar: „Það sem fyrst og fremst gefur bókinni gildi, er sam- spil framadrauma Álfgríms við umhverfið sem hann elst upp L Nú, eins og oftast, er uppáhaldsþráðurinn hjá Lax- ness „það smáa í því stóra og það stóra í því smáa; fá eru Iþau skáld, sem ráða jafn drottnanlega við það frum- og þjóðlega og það speki og al- þjóðlega umhverfi sitt í sömu andránni. Og auk þess stíllinn! Svo að segja hver einasta setning glitrar frá sér gamanseminni og djörfu hugmyndaflugi, sem leikur sér að því að gera hliðarhopp og koma aftur eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Laxness er stílisti af Guðs náð, og það er sannköll uð unun að lesa hverja ein- ustu blaðsíðu í „Liv og lagnad í Brekkukot", sem tvímæla- laust er einn af hátindunum í skáldskap hans. Þýðing Ivars Eskeland á norskt bókmál er afrek. Hér hittir maður tungu, sem svar ar til sérkenna höfundarins, safamikils og formríks máls, sem sýnir að bókmálið („riks norsk“) getur innbyrt alþýð- leg orðatiltæki án þess að springa." — Fyrr í grein Skredes má skilja, að hann meti þó að sumu leyti „Ólaf Kárason — ljósvíking“ enn meir en Brekkukotsannálinn. — — Teikningin, sem hér fylg ir, er ein af mörgum, sem birzt hafa í Norðurlandablöð- unum undanfarin' ár. Hún er frá 1959. SK. SK. þriggja þingmanna um, að ríkið sjálft láti byggja 500 leiguíbúðir. VI. Safnaðarmál. 1. Fundurinn leyfir sér að fara þess á leit við fræðslustjóra Reykjavíkur og skólastjóra barná- og gagnfræðaskólanna i Reykjavík, að þeir beiti sér fyrir því, að skólastarfið hefjist dag hvern með bæn og sálmasöng I samkomusölum skólanna eða i hverjum einstökum bekk. 2. Funduriinn lítur svo á, að þátttaka barnakóra í guðsþjón- ustum sé mjög æskilegur þáttur í safnaðarstarfinu og vill í þvi sambandi benda á, að auðvelda má söfnuðunum stofnun barna- kóra með því, að upp verði tekin samvinna milli söngkennara barnaskólanna og söngstjóra kirknanna. Fundurinn vill því beina þeim eindregnu tilmælum til söngkennara barnaskólanna, að þeir leggi sérstaka áherzlu á kennslu sálma og sálmalaga. 3. Fundurinn fagnar því, að prestastétt landsins hefir á fund- um sínum þetta ár fjallað um undirbúning fermingarbarna og væntir þess, að niðurstöður þeirra funda marki sem fyrst spor í framfaraátt í þessum efn- um. Jafnframt beinir fundurinn því til prestastéttarinnar og kenn arasamtakanna að taka upp náið samstarf um kristindómsfræðsl- una í heild. Greinargerð: Þar sem vitað er, að kristindómsfræðslan frá skól- ans hendi er aðeins 2 tímar á viku veturinn fyrir ferminguna, og að fermingin er fullnaðarpróf barnanna í kristnum fræðum, þótt aldur þeirra sé aðeins 13 til 14 ár, verður að teljast nauðsyn- legt ,að kristindómsfræðslan nái út skyldustigið. Augljóst er, að með því fá þau varanlegri undir- búning og veganesti út í lífsbar- áttuna. 4. Fundurinn beinir þeim til- mælum til biskups landsins, að hann ákveði í samráði við prest- ana, að barnaguðsþjónustur verði í framtíðinni haldnar í öllum söfnuðum borgarinnar á hverjum helgidegi ársins. VII. Skólamál. 1. Fundurinn fagnar því, að komið er fram nýtt frumvarp til laga um vernd barna og ung- menna. Fundurinn vonar, að frumvarpið hljóti góða afgreiðslu i á Alþingi og verði sem fyrst að lögum. Fundurinn leyfir sér að gera eftirfarandi álytkanir og athugasemdir: a. Við 1. gr. frv. bætist ný máls grein, sem verður 8. töluliður og hljóðar þannig: Eftirlit með efni, sem flutt er í útvarpi og sjón- varpi og börnum er ætlað. b. Funduriinn fagnar því, að samkv. 4. gr. frv. á nú að skipa sérstaka barnaverndarnefnd í hverjum hreppi á landinu, og að það skuli vera bundið í lög- um, að konur eigi þar ávallt sætL c. III. kafli frv. sem fjallar um skipun barnaverndarráðs, lög- bindur ekki, að konur eigi þar sæti, þrátt fyrir upptalningu um félagasamtök, sem tilnefna eiga fulltrúa í ráðið. Fundurinn gerir þá kröfu, að lögbundið sé í þess- um kafla, að barnaverndarráð skuli jafnan vera skipað konum og körlum. d. Þar sem barnaverndarráð fær til úrlausnar viðkvæm og ör- lagarík mál einstaklinga, álítur fundurinn, að það ætti að vera grein í V. kafla laganna um á- kveðna skyldu ráðsins til þess að leita álits sérfræðinga utan ráðs- ins, svo tryggð sé sem bezt lausn vandamálanna. 6. Fundurinn vill vekja sér- staka athygli á 38. gr. frv. Hún minnir óþarflega mikið á gamla hreppaflutninginn. Fundurinn álítur, að meðlög þau, sem grein- in ræðir um, eigi að vera rífleg og greiðast úr ríkissjóði, hafi framfærandi ekki fjárhagsgetu til greiðslu. f. Fundurinn telur 39. gr. a. allt of óákveðna og leggur til eftirfar- andi breytingar við fyrstu máls- grein: Skylt er hverju barni eða ungmenni landsins á aldrinum 10 Fraimhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.