Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 16
18
MOHCU N BLAÐIB
Fímmtudagur 31. des. 1964
títgefandi:
Fr amkvæmdas t j ór i:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslus t j óri:
Ritstjóm:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 3.
Aðalstræti 3. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
UM ÁRA
UM áramótin líta menn til baka yfir farinn
veg, og huga að framtíðarhorfum. Stjórn-
málaleiðtogar setja fram sjónarmið sín og þjóðin
leitast við að gera sér grein fyrir aðstöðu sinni allri;
það er líka hollt að staldra við öðru hvoru, og reyna
að líta lengra en til hinna daglegu viðfangsefna,
sem í önn og ys dreifa hugum manna.
Síðustu dagana höfum við íslendingar verið
minntir óþyrmilega á það, að við búum í norðlægu
og harðbýlu landi. Ef til vill má líka segja, að tíma-
bært hafi verið að það agaði oss öll með sín ísköldu
él, því að sannast sagna, hættir okkur í góðærinu
til að gleyma því, að óvænta erfiðleika getur að
höndum borið hér norður við íshaf, enda má segja
að yngri kynslóðin þekki naumast annað en góðæri.
En þótt við hljótum auðvitað að vona og treysta
að gott veðurfar og aflasæld haldist í framtíðinni
eins og að undanförnu, er varlegra að eiga nokkra
varasjóði til að mæta hugsanlegum skakkaföllum.
Þótt ætíð sé nóg við fjármunina að gera, og flestum
finnist víst oftast, að þeir beri helzt til lítið úr
býtum, eigum við að hafa næga forsjálni til að eyða
ekki öllu, þegar vel gengur, heldur hugsa fyrir nokkr-
um fyrningum. í því efni má segja að á síðustu ár-
um hafi okkur búnazt vel, því að nú á þjóðin um
1500 milljón króna gjaldeyrisvarasjóð, og er staðan
við útlönd betri en nokkru sinni, síðan við lok
heimsstyr j aldarinnar.
Ýmislegt fleira bendir til þess að þrátt fyrir mis-
tök, sem auðvitað hafa orðið, séum við á réttri leið.
Við höfum haft ár vinnufriðar og aukins skilnings á
nauðsyn þess að setja niður deilur. Að vísu eru nú
um þessi áramót blikur á lofti, en vonandi tekst með
góðvilja og þjóðhollustu að stýra fram hjá þeim
vanda.
Þá er þess að geta, að æ fleiri gera sér grein
fyrir því, að stórauka þurfi vísindarannsóknir og
bæta skilyrði til mennta. Horfur eru á því, að unnt
muni verða að koma upp stóriðju og virkja fallvötn-
in í miklu ríkari mæli en áður. íslenzkt efnahagslíf
er nú, þrátt fyrir allt, svo miklu traustara en fyrir
nokkrum árum, að við erum orðnir hlutgengir í al-
þjóðlegu samstarfi á sviði efnahags- og fjármála.
Atvinna er mikil og tækifærin ótæmandi.
Allt þetta og margt fleira bendir til þess, að lífs-
kjör muni enn batna stórum á næstu árum og ára-
tugum og sjálfstæði þjóðarinnar eflast, ef við
kunnum fótum okkar forráð. í þeirri von, sendir
Morgunblaðið landsmönnum öllum óskir um
9
Hvar má vænta
átakaárið 1965?
ÁRTÐ 1964 hefur á mörgum
sviðum haft í för með sér
framfarir fyrir mannkynið.
Enda þótt viða hafi verið
róstusamt, hafa engir meiri
háttar atburðir orðið til þess
að stemma stigu fyrir fram-
förum, hvorki í Austri né
Vestri, Yfirlit yfir ársfram-
leiðslu þjóða heims sýnir, að
á siðasta ári hafa verið fram-
leiddar um það bil 15 miljónir
bifreiða, 20 miljónir sjón-
varpstækja, 1 miljón kg gulls
hefur verið unnið úr jörðu óg
2 miljónir lesta af kolum,
1 miljarður lesta af jarðolíu
og 230 miljónir lesta af járni.
240 miljónir lesta af hrís-
grjónum hafa verið ræktaðar,
235 miljónir lesta af hveiti,
59 miljónir lesta af sykri og
veiddar hafa verið 40 miljónir
lesta af fiski, Af sígarettum
hafa verið framleiddar u»
það bil 1900 miljarðar stk.
Heildaraukning iðnaðarfram-
leiðslunnar á árinu nemur um
það bil 4%.
• Og hvrað tekur nú við,
árið 1965?
A kortinu hér að ofan er
reynt að gefa yfirlit yfir
nokkra þá staði, þar sem
vænta má átaka á komandi
ári. Þeirra á meðal eru, eins
og sjá má á kortinu, nokkur
svæði í norðurhluta Kanada,
þar sem meirihluti íbúanna
eru af frönskum uppruna.
Átakasvæðin í Bandaríkjun-
um eru þau, sem byggð eru
miklum fjölda blökkumanna
og þegar hafa verið vett-
vangar óeirða. Á karabíska
svæðinu má vænta margra
átakasvæða. Einkum er á-
stæða til að óttast alvarleg
vandræði í Venezuela. Neð-
anjarðarstarfsemi kúbanskra
kommúnista mun'halda áfram
að breiðast út.
íbúðum heims fjölgar óð-
fluga — skýrslur sýna, að
aukningin nemur 5.100 manns
á mínútu. Skipting jarðar-
auðsins er alvarlegt mál —
þróunin sýnir, að hinar betur
megandi þjóðir verða æ auð-
ugri en hjá fátækari þjóðun-
um er ýmist kyrrstaða eða
afturför. Nú er svo komið, að
28% íbúa heims ráða yfir
75% heiidartekna heims.
Hin svonefndu Bandung ríki
eru smám saman að láta
meira að sér kveða á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna —
auka áhrif sín sem þriðja
ríkjaheildin og hafa tekið sér
stöðu milli Austurs og Vest-
urs. Hin nýja ríkjaheild verð-
ur því öflugri sem sjálfstæð-
um ríkjum fjölgar. Bandung
ríkjunum er það sameiginlegt
að vera skammt á veg komin
í efnahagsþróuninni. í Kairo
hefur verið sett á laggirnar
nefnd, sem hefur það hlut-
verk að rannsaka efnahags-
þróun ríkjanna og finna ráð
tit úrbóta.
Um miðbik meðfylgjandi
korts sjáum við merkt hugs-
anleg átakasvæði við Gíbralt-
ar, — vegna herstöðva Banda-
ríkjanna á Spáni. Á kortinu
er Suður-Týról einnig merkt
sem hugsanlegt átakasvæði.
i Arabaríkjunum eru mörg
svæði, þar sem til átaka getur
komið, einkum í þeim lönd-
um, þar sem mestur áhugi er
á einingu Araba. Stjórnirnar
í Egyptalandi, Túnis og Mar-
okko eru málsvarar mismun-
andi lausna á því vandamáli.
Egyptar berjast fyrir samein-
ingu Sýrlands, Líbanon, írak,
Jemen og Egyptalands.
í Suður-Afríku munu kyn-
þáttamálin efiaust verða efst
á baugi í nánustu framtið.
Þær vísbendingar, sem sam-
skipti Kínverja og Rússa hafa
gefið um átökin í heimi
kommúnismans verða án efa
æ Ijósari. Ágreiningurinn,
sem komið hefur fram, jafnt
í hugtakadeilum sem pólitísk-
um þrætumálum, er fyrst og
fremst sprottinn af tortryggni
Kínverja gagnvart stefnu
Krúsjeffs um friðsamlega sam
búð við kapitalísk ríki. Ágrein
ingurinn kom fyrst berlega i
ljós í október 1959, þegar
Krúsjeff heimsótti Peking í
tilefni 10 ára afmælis komm-
únistastjórnar í Kína. Síðan
hefur deilan þróazt á mörg-
um sviðum og má nú segja,
að hún sé eins og eldur, sem
hefur læst sig um alla suð-
austur Asíu. Það er greini-
lega takmark Kinverja að
hafa valdastöðuna í allri
Austur-Asíu í sinum höndum.
Enda þótt ennþá megi líta
á Sovétríkin sem forystuþjóð
hins kommúníska heims verð-
ur þó deginum ljósara, að
Rússar geta ekki, þegar til
lengdar lætur, hjá því komizt,
að taka tiilit til sjónarmiða
Kínverja. Þróunin mun hafa
í för með sér, að önnur komm
únísk ríki verða að gera upp
við sig, hvorum aðilanum þau
vilja fylgja. Munu kornmún-
istaríkin i Evrópu og Asíu því
fara hvert sína leið, — sum
munu fyigja Rússum, önnur
Kínverjum og einhver þeirra
munu e. t. v. reyna að vega
salt þeirra í milli.
Þess ber að gæta, að um það
bil helmingur jarðarbúa bygg-
ir aðeins fjögur lönd, Kína,
Indland, Sovétríkin og Banda-
ríkin. Því er sérstök ástæða
til þess að fylgjast vel með
þróuninni í þessum ríkjum ■
árið 1965.
(Nordisk Pressebureau).
ísland slaðfestir
AL.ÞJÓÐASAMÞYKKTIN urn
öryggi mannslífa á hafinu var
gerð í London á alþjóðaráðstefnu
sem haldin var á vegum IMCO,
þ.e. siglingamálasbofnum samein
uðu þjóðanna í maí/júní 1960.
Samþykktin var undirrituð af
alþ j óðasamþykkt
fuUtrúum landa þeirra, er þátt
bóku í ráðstafnunni þann 17.
júní 1960. Af fsilarvds íháMu undir-
rituðu samþykktina þeir Hjátan-
ar R. Bárftarson skipaskoðunar-
stjóri og Pálil Ragnars.son, sikrif-
sbofustjórL
Þann 11. desember 1964 stað-
festi ríkiastjórn íslands þessa
allþjóðasamþykkt, með því að
aflhenda IMCO þann dag í Lonid-
on fullgildingarskjal íslands.
Alþj óðasamþyk kt þessi tekur
giLdi hinn 26. maí 1965, en nú er
í .gildi allþjóðasamlþyklkt um ör-
yggi mannslífa á hafinu fxú 1948,