Morgunblaðið - 31.12.1964, Side 18
18
MQR6UNBLAÐID
Fímmtudagur 31. des. 1964
var um, hvernig verkalýður-
inn skyldi íá þær bættar.
Það er alveg rétt, sem Eð-
varð Sigurðsson sagði í út-
varpsumræðunum frá Alþingi
á dögunum, að í júní-sam-
komulaginu var aldrei um það
samið, að verðlagi skyldi hald
ið; niðri með niðurgreiðslum
úr ríkissjóði, heldur að ef
verðlagshækkanir yrðu, þá
skyldu þær bættar eftir á-
kveðnum reglum. Jafnvíst er
hitt, að ríkissjórnin áskildi sér
að greiða verðlag niður, ef
hún teldi þáð henta. Um hitt
var deilt, hvort hún hefði gef-
ið ádrátt um að afla ekki fjár
með nýjum sköttum í því
skyni á þessu ári. Sá ágrein-
ingur skiptir ekki lengur
máli, því að öllum kemur sam
an um, að ríkisstjórnin hafi
gert beinan fyrirvara um, að
shk skattheimta mundi óhjá-
kvæmileg á árinu 1965, ef
auknum niðurgreiðslum yrði
haidið áfram.
Öllum var því ljóst, að ríkis
stjórnin hefði á hendi sér að
velja á milli
1) að auka niðurgreiðslur
þegar í stað og halda þeim,
2) eða láta kaup hækka,
3) eða láta hvorttveggja
verða, vaxandi niðurgreiðslur
eða kauphækkun samkvæmt
vísitölu.
Um vísitöluna og útreikn-
ing hennar var samið og er
þá einkum athyglisvert, að af
hálfu ríkisstjórnarinnar var
eftir því sótt, að hún yrði end
urskoðuð en því lítill áhugi
sýndur af fulltrúum Alþýðu-
sambandsins, þó að þeir féil-
ust á, að mæla með því, að
slík endurskoðun væri hafin.
★
Eftir á hefur því verið hald
ið fram, að beinir skattar,
tekjuskattur og útsvör, hafi á
sL sumri hækkað gagnstætt
því, sem ráðgert hafi verið,
þegar júní-samkomulagið var
gert.
Hér er staðreyndum alveg
snúið við. Tekjuskattsstigi
hafði verið samþykktur á Al-
þingi og lögfestur nokkrum
vikum áður en samið var. Af-
sláttur á útsvarsstiga í Reykja
vík varð meiri en ráðgert var
í maí- og júníbyrjun. í þeim
útreikningum, sem aðilar
höfðu til athugunar við sarnn-
ingsgerðina, var m. a. s. gert
ráð fyrir, að vísitala mundi
nokkuð hækka vegna hækk-
unar þessara skatta, en þegar
til kom verkuðu þeir til lækk-
unar vísitölunnar, — þeirrar
vísitölu, sem verkalýðsfélögin
voru ekki áköf í að endur-
skoða. í heild urðu verðlags-
hækkanir án niðurgreiðslna
hinsvegar nokkru meiri en í
vor hafði verið ráðgert. Sam-
kvæmt þeim áætlunum, sem
þá voru lagðar fyrir aðila, var
búizt við, að vísitala mundi
frá 1. maí til ársloka hækka
um 6,2 stig en í framkvæmd
hefði hækkunin orðið 8,4 stig,
hvorttveggja miðað við, að
niðurgreiðslur yrðu ekki aukn
ar. Vegna aukinna niður-
greiðslna hefur hækkunin í
raun og veru einungis orðið
1 stig.
Hækkunin umfram það, sem
í vor var ætlað, er eingöngu
að kenna meiri hækkun land-
búnaðarvöruverðs en reiknað
hafði verið með. Aðrir liðir,
þ. á m. þeir, sem helzt eru á
valdi stjórnarinnar, hækkuðu
þvert á móti minna en búizt
hafði verið við. Alls reyndist
hækkunin vegna landhúnaðar
vöruverðsins 5,7 stig. Um
þessa hækkun sömdu fulltrú-
ar neytenda, þ. á m. umboðs-
menn Alþýðusambandsins,
við fulltrúa framleiðenda. Að
vísu með fyrirgreiðslu ríkis-
stjórnarinnar, því að framleið
endur höfðu gert kröfur um
miklu meiri hækkun og héldu
fast-við hana fram á síðustu
stund.
í haust heyrðust engar, eða
a. m. k. fáar og lágværar,
raddir um, að þessi hækkun
væri of mikil. Var þá svo að
heyra sem flestir teldu vel
sloppið. Og má þó ,hvað sem
gildandi verðákvörðunarregl-
um líður, deila um, hvort sann
gjarnt sé, að bændur fái
tekjuhækkun vegna vinnu-
tíma-styttingar verkamanna.
Menn létu þetta og hið gamla
deilumál um áhrif sjávarafla
á kaup bænda liggja í láginni
m. a. vegna þess, að hinar
auknu niðurgreiðslur gerðu
hækkun landbúnaðarvaranna
ekki eins tilfinnanlegar og
ella.
★
Eðlilegt er, að um það sé
spurt, hvernig á því standi,
að ríkisstjórnin hafi fremur
valið að auka niðurgreiðslur
og halda þeim með nýrri
skattálagningu, sem umdeild
er, heldur en að láta verðlagið
hækka samkvæmt óniður-
greiddri vísitölu. Þessu er því
til að svara, að fram eftir ár-
inu var það býsna almenn
skoðun, að gengi krónunnar
yrði ekki haldið óbreyttu.
Til þess að koma í veg fyrir
þann óróa, sem af þessu staf-
aði, varð í lengstu lög að
halda verðlagi stöðugu og
endurvekja þar með traust á
krónunni. Það hefur tekizt og
eiga niðurgreiðslurnar á verð-
hækkun landbúnaðarvöru
drjúgan þátt í því.
Þeim varð hinsvegar ekki
með neinu móti haldið lengur
en til áramóta án skattahækk-
unar. Þá kom að nýju að vali.
Söluskattshækkun til að
halda óbreyttum niðurgreiðsl
um leiðir til minni vísitölu-
hækkunar og þar með minni
almennra verðlagshækkana
en brottfall niðurgreiðslna og
þar með verðlagshækkun
landbúnaðarvara. — Segja
mætti, að þetta sýni, að vísi-
talan sé rangt reiknuð og
skýri þess vegna af hverju um
boðsmenn Alþýðusambands-
ins séu þessari leið mótfallnir.
Gegn því stríðir aftur á móti,
að þeir, eins og áður segir,
hafa verið tregir til endurskoð
unar vísitölunnar og vissu þó
fullvel, að ríkisstjórnin hafði
áskilið sér að velja þann kost,
sem hún teldi heilladrýgstan.
Hér sem oft ella getur góð-
viljuðum mönnum sýnzt sitt
hvað um hver úrræði séu væn
legust. Villan er að segja ekki
hreinlega hvað fyrir hverjum
og einum vakir og láta í stað
þess eins og menn séu komnir
ofan af fjöllum, þegar þeir
sjá það, sem þeir hlutu ætíð
að vera viðbúnir.
★
Þó að játa verði, að þeir
verkalýðsforingjar, sem hlut
áttu að júní-samkomulaginu,
hefðu mátt vera fastari í rás-
inni, verður því aldrei móti
mælt, að þeim ber að þakka
merkilegt nýmæli, sem verð-
ur talið marka tímamót í
kjarabaráttunni, ef vel tekst
til um framhaldið. Þessir
menn hafa og í fleiru sýnt, að
þeir vilja koma á betri starfs-
háttum innan Alþýðusam-
bandsins. Kosningar til þess
voru á sl. sumri með friðsam-
legasta móti og þegar á þingið
kom, reyndi Hannibal Váldi-
marsson að efna til samvinnu
allra flokka um stjórn sam-
bandsins, sennilega ekki sízt
í því skyni að jafnhliða nauð-
synlegri endurskoðun á skipu
lagi þess yrði áfram unnið að
lausn kaupgjaldsmála í anda
j úní-samkomulagsins;
Hinn góði ásetningur um
allsherjarsamstarf fór hins
vegar út um þúfur. Hann
strandaði ekki fyrst og fremst
á línu-kommum, eins og sum-
ir hefðu ætlað, heldur á Fram
sóknarmönnum. í kosningun-
um til Alþýðusambandsþings
höfðu þeir haft náið samstarf
við kommúnista og aðrar
deildir Alþýðubandalagsins.
Allar líkur benda til þess, að
án þess samstarfs, hefðu lýð-
ræðissinnar, þ. e. Sjálfstæðis-
menn og Alþýðuflokksmenn,
orðið í rífum meiri hluta á
þinginu. Framsóknarmenn
töldu þess vegna bandamenn
sína eiga sér líf að launa og
voru ófeimnir að ganga eftir
gjaldi fyrir lífgjöfina. Fram-
sóknarmenn settu algera synj
un á öllu samstarfi við lýð-
ræðissinna sem úrslitakosti af
sinni hendi. Fyrir þessum hót
unum gugnuðu hinir og hélzt
stjórn Alþýðusambandsins ó-
breytt.
Úrslitakostir Framsóknar
eru því lærdómsríkari sem
hún hefur lengst af eftir upp-
gjöfina 4. des. 1958 hamrað á
nauðsyn samstarfs allra
flokka til lausnar verðbólgu-
vandans. Á Alþýðusambands-
þingi átti hún kost á að sýna
hver hugur fylgdi máli. Raun
in varð sú, sem flestir skyni-
bornir menn höfðu séð fyrir.
Samtímis samvinnuhjali öðru
hverju, þá hafa hóflaus yfir-
boð einkennt málflutning
Framsóknar hin síðustu miss-
eri. Aldrei hefur þetta komið
Ijósar fram en á Alþingi und-
anfarna mánuði. Þar hefur
talsmaður hennar ögrað for-
ystumönnum Alþýðusam-
bandsins með því, að þeir
hafi verið allt of linir í kröfu-
gerð á sl. vori. Þá hefði verið
sjálfsagt að knýja umsvifa-
laust fram styttingu vinnu-
tíma ofan í 48 stundir viku-
lega í mesta lagi. Málssvari
Framsóknar fagnaði og fögr-
um orðum tillögu Einars Ol-
geirssonar um verkfallsrétt til
handa opinberum starfsmönn
um og taldi þá hafa verið setta
hjá um kjarabætur.
Út yfir tók þegar Framsókn
vildi við afgreiðslu fjárlaga
bæta a. m. k. 550 milljónum
við útgjöld án þess að ætla
einn eyri til að standa undir
þeim. í stað þess að fara í fel-
ur með ábyrgðarleysið leggur
hún allt kapp á að kynna það
sem flestum.
Framsókn lætur sig þá
engu skipta, þó að allur mála-
tilbúnaður hennar hljóti að
leiða til þess að vekja urg
gegn þeim reglum, sem fylgt
er við ákvörðun landbúnaðar-
vara, og veikja á ný traustið á
gildi krónunnar. Verður ekki
annað séð, en a. m. k. suma
forystumenn Eramsóknar
fýsi í allsherjaröngþveiti,
vegna þess að það muni skapa
ríkisstjórninni örðugleika.
Það höfuðmarkmið við-
rcisnarstefnunnar, að tryggja
athafnafrelsi inn á við og við-
skiptafrelsi út á við, hefur að
vísu náðst. Gagnstætt því,
sem margir ætluðu fyrir ári,
þá hefur einnig tekíst að
tiyggja gengi krónunnar.
Gjaldeyrisstaðan út á við hef
ur aldrei verið sterkari en nú
frá því stríðsinnieignunum
lauk. Jafnvægi á verðlagi er
ólíkt meira en áður eins og
sést af því, að nú er gert ráð
fyrir að vísitala framfærslu-
kostnaðar hækki á tímabilinu
l. maí 1964 til jafnlengdar
1965 um 8 stig gagnstætt 32
stigum á sama tíma 196.3—
1964. Nú liggja fyrir upplýs-
ingar um vöruskiptajöfnuð
fyrstu 11 mánuði ársins 1964,
og reyndist hann hagstæður
um 114 millj. kr. (án skipa og
flugvéla, en innflutningur
þeirra sveiflast mjög á milli
ára).
Það er og til marks um þá
miklu breytingu, sem orðið
hefur, að á 5 ára tímabilinu
1955—1959 var vöruskiptajöfn
uður fyrstu 11 mánuði ársíns
að meðaltali óhagstæður um
650 m. kr. á núverandi gengi
(án skipa og flugvéla) en á 5
ára tímabilinu 1960—1964 að
meðaltali óhagstæður um 150
m. kr. en er í ár, eins og áður
er sagt, hagstæður um 114 m.
kr. Orsök breytingarinnar er
ekki góðæri, því að á báðum
tímabilunum voru áraskipti
eins og gengur, heldur breytt
stjórn efnahagsmála. Af þess-
ari breytingu hefur svo leitt
gjörbreytingu gjaldeyrisstöð-
unnar.
Nú er inneign, er nemur
um 1500 m.kr., þar sem
gjaldeyriseignin komst aldrei
á tímabilinu 1955—1959 yfir
300 m. kr. og snerist í 144 m.
kr. hreina skuld í árslok
1959.
í framhaldi alls þessa hef-
ur Seðlabankinn nú ákveðið
verulega vaxtalækkun. A'llt
er þetta til mikilla bóta.
En við margan vanda er
enn að glíma. Það sést bezt
af yfirvofandi verkföllum
bátasjómanna nú um ára-
mótin, óvissu um fiskverð og
þar með útgerð á hinu nýja
ári. Öll er þessi vandamál
þó vafalaust hægt að leysa
með einbeitni og góðvild. Rík
isstjórnin mun ekki víkjast
undan þeirxi ábyrgð, senx
hún hefur á sig tekið, heldur
óhikað ganga að lausn þeirra
verkefna, sem að steðja.
Þrátt fyrir allar ögranir
Framsóknar hefur Sjálfstæð-
ismönnum aldrei komið til
hugar að setja Framsóknar-
menn „til hliðar“ í þjóðfélag-
inu eins og á árinu 1958 var
af hálfu Framsóknar hælzt
um að búið væri að gera við
Sjálfstæðismenn. En Fram-
sókn á hvorki til þess heimt-
mgu né hefur hún til þess
unnið, að henni séu nú feng-
in aukin völd yfir ýmsum
helztu fjármálastofnunum og
atvinnufyrirtækjum á vegum
ríkisins. Þvert á móti skyti
það mjög skökku við, eftir að
hún hefur tryggt Alþýðu-
bandalagsmönnum æðstu
völd í Alþýðusambandinu, að
þeim væri þá ýtt frá aðild að
stjórn þessara stofnana og fyr
irtækja, sem ekki eiga sízt
hagsæld sína undir að vinnu-
friður haldist í landinu og
miklu ráða um hvort svo
verður.
Þrátt fyrir þá örðugleika,
sem yfirboð Framsóknar og
valdabaráttan innan hins
marg-klofna Alþýðubanda-
lags skapa, er enn óreynt,
hvort þeir verkalýðsforingjar,
sem beittu sér fyrir júní-sam-
komulaginu, láta hrekjast af
réttri braut og hverfa frá
þeirri stefnu, sem líklegust er
til að tryggja umbjóðendum
þeirra varanlegar kjarabætur.
'k
Lausn dægurmála og það
þvarg, sem henni fylgir, tek-
ur sinn tíma en má aldrei
draga hugann um of frá því,
sem meira máli skiptir. ís-
ienzkt þjóðfélag verður með
engu móti styrkt með skiótari
og öruggari hætti en nýtingu
allra okkar auðlinda.
Lang-mikilvægasta verk-
efnið, sem nú er framundan,
er stórvirkjun í Þjórsá og
bygging alumíníum-verk-
smiðju, sem geri þá virkjun
fjárhagslega kleifa. Sumir
segja, að með því verði hall-
að á aðrar atvinnugreinar
svo sem sjávarútveg, því að
mikið skorti á, að afurðir
hans séu enn full-unnar í
landinu. Vafalaust er þar mik
ið verkefni fyrir höndum.
En léleg vetrar-síldveiði hér
við suðvesturland undanfarn
ar vikúr minnir okkur enn á,
að óviss er sjávarafli. Engin
veiðitækni og vinnslustöðvar
koma að gagni, þegar fisk-
ur gengur ekki á miðin. Þess
vegna verðum við umfram
allt að skapa fleiri öruggar
atvinnugreinar, sem geti orð-
ið burðarásar í okkar veik-
byggða þjóðfélagi.
Fæstir ókunnugir trúa. að
svo lítið og fábreytt þjóðfé-
lag fái staðizt, og ýmsir ætla,
að það sé þrjózka og oflæti af
okkur að ætla að halda því
uppi. Við skulum ekki loka
augunum fyrir veikleikanum,
en vera því eindregnari í að
beita öllum okkar kröftum,
þekkingu og vilja til að
styrkja það svo, að það megi
standa um allan aldur.
t mjtt cír!