Morgunblaðið - 31.12.1964, Page 31

Morgunblaðið - 31.12.1964, Page 31
Fimmtudagur 31. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Vexfir Framhald af bls 32 fljótt sem verða má, og verður breyting á þeim vöxtum að bíða þess tíma. Bankastjórn Seðlabankans hef- ur talið þær vaxtabreytingar, sem nú hafa verið raktar, tímabærar með tilliti til hins aukna jafn- vægis, sem náðst hefur í þjóðar- búskapnum á því ári, sem nú er að líða. Þótt endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir, er ljóst, að raunverulegur greiðslujöfnuður þjóðarbúsins við útlönd hefur orðið mun hagstæðari á þessu ári en árið 1963, enda mun gjald- eyrisstáðan væntanlega batna um a, m. k. 200 millj. kr. á árinu. Jafnframt hefur betra jafnvægi náðst í verðlags- og kaupgjalds- málum síðustu sex mánuði en um langt skeið undanfarið, og er það að verulegu leyti að þakka því samkomulagi í launamálum, sem gert var í júní sl. Þrátt fyrir það, sem áunnizt hefur að undanförnu, er banka- stjórn Seðlabankans þeirrar skoðunar, að enn sé veruleg Ihætta á nýrri verðþenslu. Það er því full þörf, að haldið verði á- fram þeirri stefnu aðhalds í pen- ingamálum, sem fylgt hefur ver- ið að undanförnu, og reynt verði eftir föngum að draga úr út- gjöldum ríkis- og sveitarfélaga. Seðlabankinn mun því leggja á- herzlu á, að útlánastefna bank- anna breytist ekki og þeir bank- ar, sem verr hafa staðið, bæti stöðu sína gagnvart Seðlabankan- um. Hækkun vanskilavaxta og fleiri breytingar, sem nú hafa verið gerðar á vaxtakerfinu, eru til þess ætlaðar, að bankarnir geti haft meira vald á útlánum sínum en oft hefur orðið reyndin á að undanförnu. Eitt erfiðasta vandamálið, sem nú er við að glíma í efnahagsmál- um, eru áhrifin af hinum vax- andi framleiðslukostnaði útflutn- ingsatvinnuveganna. Það hefur því verið lögð á það megináherzla að sú vaxtabreyting, sem nú hef- ur verið ákveðin, komi þessum atvinnuvegum sérstaklega til góða. í tilefni þessarar vaxtabreyt- ingar er rétt að leggja áherzlu á það, hve náið samband hlýtur ætíð að vera á milli þróunar verð lagsins annars vegar og þess, hvaða vextir séu eðlilegir og rétt- látir. Háir vextir eru á verðhækk unartimum nauðsynlegir til þess að tryggja eigendum sparifjár hæfilegan afrakstur af eign sinni, svo að eðlileg fjármagnsmyndun geti átt sér stað í þjóðfélaginu. Það byggist því fyrst og fremst á því, hvort takast muni að halda verðlagi sæmilega stöðugu á næstunni, hvort hægt verður að halda þeim vöxtum, sem nú hafa verið ákveðnir eða lækka þá enn frekar. Hinn hagstæði árangur, sem meira jafnvægi í launa- og verðlagsmálum hefur þegar haft í för með sér, ætti að hvetja alla aðila til þess að sameinast um áframhaldandi stefnu. Um leið og þessar breytingar eru gerðar á vöxtum banka og sparisjóða, hefur bankastjórn Seðlabankans talið æskilegt, að gerðar yrðu frekari ráðstafanir til þess að verðtrygging í pen- ingasamningum verði tekin upp í framtiðinni í ríkara mæli en hingað til. Með verðtryggingu má lækka vexti á lánum til langs tíma verulega, eins og þegar hef- ur verið gert á húsnæðislánum, en jafnframt er verðtrygging mikilvægur grundvöllur aukins sparnaðar til langs tíma, eins og sala verðtryggðra spariskírteina nú að undanförnu sýnir. Banka- stjórnin hefur því beint þeirri beiðni til ríkisstjórnarinnar, að undirbúin verði almenn löggjöf, er skapi grundvöll notkunar verðtryggingarákvæða í peninga- samningum, eftir því sem heil- brigt væri talið á hverjum tíma og undir traustu eftirliti. Seðlabanki íslands“. Þarna halda félagar úr Frjálslynda flokknunt í Kanada sigri hrosandi uppi nýja, rauð'a ríkisfánanum, með laufi af hlyn, þjóðartré Kanada, í miðju. Fána þennan hefur neðri deild Kar.adaþings nýverið samþykkt eftir harðar umræður og deilur þingmanna. Þessi nýi fáni verður einnig að ná samþykki öld- ungadeildarinnar og er því engan veginn útséð um hvort hlyn- urinn muni um síðir skáka gamla, rauða fánanum með „XJnion Jack“ brezka heimsveldisins í horninu. IVIiklar framfarir i Kín- verska Alþýðulýðveldinu — segir Chou En-lai Tókíu 30. des. (AP). í RÆÐU, sem Chou En-Iai, for- sætisráðherra Kínverska Alþýðu lýðveldisins, hélt á fundi þjóð- þings I.andsins, sem nú stendur yfir, sagði hann m. a., að í grund vallaratriðum væri nú lokið end- urskipulagningu efnahags lands- ins og á undanförnum árum hefðu orðið miklar framfarir á sviði landbúnaðar og iðnaðar. Chou viðurkenndi, að fyrir nokkrum árum hefðu mikiir erf- iðleikar steðjað að efnahagslífi Kínverja, t. d. • uppskerubrestur 1959, 1960 og 1961 og ákvarðanir Krúsjeffs, fyrrv. forsætisráð- herra Sovétríkjanna, um að rifta fjölda samninga við Kínverska alþýðulýðveldið, kalla heim tæknifræðinga og hætta að láta Kínverjum í té ýmsar vélar og tæki. „En kínverska þjóðin lét hina miklu erfiðleika ekki buga sig“, sagði Chou,“ hún hófst handa um endurskipulagningU efnahags síns og því starfi er nú lokið í meginatriðum. Mest áherzla hef- ur verið lögð á eflingu land- búnaðarins.“ Fundur í ráð- lierranefnd RÁÐHERRANEFND Evrópuráðs ins hélt fund í París 18. og 13. desember. Norski ráðherrann Halvard Lange stjórnaði fund- inum. Fulltrúar íslands voru am bassadorarnir Pétur Eggerz og Pétur Thorsteinsson. Ráðherrarnir ræddu um tolla- viðræðurnar, sem fram fara á vegum GATT, og um viðskipta- bandalögin í Evrópu. Þá fjölluðu þeir um samstarf ríkjanna í V- Evrópu og Norður-Ameríku og þann áhuga, sem fram hefur kemið á að þingmenn í þessum ríkjum haldi með sér fundi. Rætt var einnig um þróun mála í A- Evrópu og hugsanlegar afleiðing ar þeirrar þróunar. Kom glöggt fram í umræðunum, að Evrópu- ráðsríkin eru ekki sem slík aðili að flokkamyndun á alþjóðavett- vangi, en eru reiðubúin til sam starfs við önnur riki innan þeirra marka, sem stofnskrá Evrópuráðs ins setur. Chiu minntist á kjarnorku- sprengju Kínverja og bar lof á kínversku þjóðina fyrir að hafa framleitt slíkt vopn upp á eigin spýtur. Forsætisráðherrann sagði, að frá 1961 hefðu Kínverjar ekki stofnað til skulda á erlendum vettvangi, en þvert á móti borg- að nær allar skuldir sínar við erlend ríki. Auk þess hefðu þeir veitt mörgum ríkjum efnahags- aðstoð, og væri hún samtals hærri, en skuldagreiðslurnar. Aðalfundur Lands sambands raf- virkjameistara 15. AÐAEFUNDUR L.Í.R. var haldinn hér í Reykjavík dagana 25. og 26. september s.l. Sóttu fulltrúar víðsvegar að af land- inu. Voru þar rædd ýms mál raf- virkjameistara og gerð um þau ályktanir. Þau mál, sem sérstaklega voru til umræðu voru: löggildingar- skiiyrðin og samning nýrrar reglugerðar um raforkuvirki, sem rafvirkjameistarar telja að alls eigi megi lengur fresta. Þá var samþykkt áskorun til stjórnskipaðrar nefndar, er semja á reglur um útboð og til- boð um að ljúka störfum sem allra fyrst, þar eð vöntun á slík- um reglum er mjög tilfinnanleg og veldur töfum á heilbrigðri þróun á þessum vettvangi. Nú í sumar var haldið norrænt rafvirkjameistara, og rafvirkja- verktakamót á vegum L.Í.R., hið fyrsta hér á landi. Sóttu fulltrúar frá öllum hinum Norðurlöndun- um mót þetta. Gísli Jóhann Sigurðsson, sem verið hefir formaður L.Í.R. s.l. 9 ár baðst eindregið undan end- urkjöri og var honum við fund- arlok þakkað mikið og gott starf í þágu samtakanna. Núverandistjórn L.Í.R. skipa: Gunnar Guðmundsson, Reykja- vík, formaður, Aðalsteinn Gísla- son, Sandgerði, varaformaðui, Gissur Pálsson, gjaldkeri, Reykja vík, Hannes Sigurðsson, ritari, Reykjavík og Sigurjón Guð- mundsson, Hafnarfirði, með- stjórnandi. 3ja—4ra herb. íbúð óskast sem fyrst. — Þrennt fullorðið í heimili. Upplýsingar í síma 17333. Kniítiir Þorsteíassan: Ná ungskákfin ekki ti þjóðarinnar? EINN HINN ritfærasti biaða- maður okkar nú og bókmennta unnandi, s.a.m., gaf þá yfirlýs- ingu á bókmenntaþroska þjóð- arinnar nú í dag, í „Rabbi'* í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skömmu, að góðborgarar lands- ins svöluðu nú lestrarþorsta sín um með ritverkum „8 eða 10 kerlimga“, sem vart væru sendi- bréfsfærar á íslenzkt mál. — En við verkum hinna ungu Ijóð- skálda liti helst en.ginn maður. „Og er þetfca þá ekki aillt í lagi, góðir hálsar", spyr greinarhöf- undur. Urn sendibréfshæfni þesarra „8-10 kerlinga“ ætla ég ekki að ræða. — Hitt get ég þó sagt, að það lítið, sem ég hef gluggað í ritverk þeirra, hefur það hvorki orðið til að svala lestrarþrá minni, né heldur til að hvetja mig að lesa þær bókmenntir gaumgæfkega. — Hlýt ég því að far á mis við þann heiður, að lenda í tölu „góðborgara“, Þeirra sem slíku sálar góðgæti renna niður , sv(o sem væru það „heit- ar lummur". En þau ummæli greinarhöf- undar, að hin un.gu ljóðsikáld okkar lesi naumast nokkur — og þau ummæili eru því miður a.llt- of sönn—, hafa endurvaxið í ihuga mér spurningar og þankar, sem að visu hafa oft skotið þar upp koltinum áður, og ekki ein- ungis hjá mér, heldur hjá fjölda' manns, sem ljóðum og Ijóðskáld um unna. — Hversvegna líta ís- lendingar ekki leng'ur við ljóð- um sinna upprennandi skiáilda? Löngum höfum við íslending- ar stært okkur af því, að við værum skáldlhneigð og Ijóðelsk þjóð. — Og gegnum nálega allar aldir hafa uppvaxið með þjóð- inni skáld, sem með Ijóðum sín- um hafa sungið sig svto inn í hug hennar og hjörtu að hún geymir á vörum sér kvæði þeirra löngu eftir að þau hafa safnast till feðra sinna. — Það hlýtur því eitfchvað að hafa skeð, sem „ekki er í lagi“, þegar ná- lega enginn leggur lengur eyr- un við þegar ung skáld hefja hér upp rödd sína. — Er raunin sú, að þjóðin sé svo „forpokuð" orðin, svo fjarlæg sínu fyrra eð!i, að hún meti ekki lengiur þá tegund bókmennta, sem löng um var hennar ljúfasta yndi, sá „sólskinsblettur í heiði“, sem hún vermdist við á skammdægr- um oks og örbirgðar? Eða er ástæðan sú, að hin upprennandi skáld nútímans eigi ekki þá list tjáningu í ljóðum sínum, eða hafi þann boðskap að bera, sem snortið geti þjóðina og feng ið hana til að hiusta, lesa og læra? Því er títt haldið fram — og vissulega með réttu — að með fjölbreytileika skemmtanalífs, auknu þéttbýli, kvikmyndahús- um, útvarpi, sjónvarpi og ann- arri háreysti þessarrar hávaða- sömu atómaldar, hafi hneigð þjóð arinnar til lestrar og kynningar bókmennta goldið afhroð. Þó mun nú svo, sem betur fer, að enn sé til almikill þorri fólks, er les og íhugar bókmenntir og finnur yndi við þá hiuti. — Ummæli s.a.m. um það hversu ljúfsætt góðborgurunum renni niður rit- verk hinna „8-10 kerlin,ga“ renna og síioðum undir þá skoðun. — En hví eru þá hin ungu skáld, svo áfcakanilega sniðgengin, — hví standast þau ekki samkeppni við hinar lítt „sendibréfsfærar kerlingar". — Hljótuim við ekki að verða að álykta, að ástæðan sé sú, að þessir ágætu umgu me-nn eigi ekki í hörpum sínum þá strengi, sem seitt gieti frarn þá töfrafcóna, er snerti hjörtu þjóðarinmar, eða þann boðskap, sem ljóðelskir lesendur brífíst aí og hrærist til fylgís við? Ég held að hér, — og hér fyrst oig fremst sé röksemdauna að leita. Þessi skáld, — þó mör.g þeirra geti orkt og yrki prýðisanotiur kvæði — vantar það líf, þann kraft og þá vígðu strengi í :ist sína, sem þeir fyrirrennarar þeirra áttu, sem sungu sig inn í hug og líf og tilfinningar þjóð ar sinnar, svo að þeir urðu henn ar ástmegir — sumir á auga- bragði. — Og þá 1 s m.um við að einni spurningu enn — og e.t.v. þeirri, sem mestrar íhygli er verð: Hversu má það ske, að þjóð, sem svo mörg góð»káild heíur alið á umliðnuim öldum og árum, sé nú svo heillum hor£ in í Ijóðrænum efnum, að hún geti ekki enn fóstrað upp skáld er hún vilji heyra og nertm? Aldrei frá því er byggð þessa lands hófst hefur þjóðin haflt þau efni, að hún gæti búið svö fjárhagslega vel að skáldum sínum sem nú. Nú þurfa ekki skáld að svelta í beitarhúsum, svo sem Bólu- Hjálmar forðum. — Nú þurfa þau ekki að láta sér nægja einn baunadisk á dag til matar, svo sem snillingurinn Gunnar Gunn- arsson hefur sagt að þeir Jóhann Sigurjónsson og hann hafi stund- um orðið að gera, er þeir voru úti í kóngsins Kaupmannahofn að hefja fræigðargöngu sína. — Mörg okkar stærstu ljóðskáld hafa ort sum sín fegurstu og þróttmestu kvæði um náttúru- töfra og gæði lands síns. — Aldrei hefur íslenzk náttúra skartað meiri fegurð og fjölbreytileik en nú, er framtakssamar hendur hafa aukið fegurð hennar með ræktun og gróðri um auðnir og sanda. En hver eru þau hin ungu skáld nú, er þangað leita yrkis- efna? Og þó margrætt sé um spillingu og siðgæðisskort æsk- dinnar er það víst að aldrei hafa íslenzkar stúlkur verið fegurri, kurteisari, né gæddar meiri yndis þokka en nú. — En hvar og hver eru þau hin ungu skáld nútím- ans, sem frá sér senda heillandi ástarljóð, á borð við t.d. Davíð Stefánsson, sem á fyrstu irafcug- um aldarinnar kvað svo ódauð- leg Ijóð um ástir og munað, að ekki einungis við, sem þá vorum ung og ógefin, fengum örari hjart slátt ,heldur jafnvel nýgiftu fólki og harðsoðnum piparmeyj- um hitnaði um hjartarætur. — Nei hér er ekki „allt í lagi“, hvað snertir hin ungu skáld. En hvar og hver er meinsemdin er því veldur að þjóðin getur ekki enn sem fyrr, fóstrað upp skáid sem með boðskap og list Ijó'ða sinna, ná til sin hugum hennar og hjörtum? Er það svo að þessi hugsjúka og hávaðasama öld atóms-geimflauga og annarra óskapa geti ekki skapað ijóðræna list, svo sem hinar fyrri aldir? — Er það svo, að fjárausturinn braskhyggjan, fégræðgin, munað arsýkin og hóglífið, sem á síð- ustu 20-25 árum hefur gegnsýrt þetta þjóðfélag, hafi skörið svo á rætur okkar andlega þroska, að þjóðin sé þess eigi lengur megn- ug að framleiða þá ljóðrænu föfra, sem löngum hafa verið hennar auður og aðall. Er það máske svo, mitt í öll- um lúxusnum, allri velsældinni, öllum praktugheitum að á okkur séu að sannast orð íslenzka stór- skáldsins, sém lengtan hluta ævi innar bjó við Klettafjöll vestra og svo kvað: „Við syngjum, er sorgirnar mæða, en n utninnar ræna okkur róm.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.