Morgunblaðið - 16.01.1965, Side 3

Morgunblaðið - 16.01.1965, Side 3
LaUgardagur 16. janúar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 Utai, LAUG'AROAGINN, næstan eftir „þrettánda“ fór fram Álfadans og brenna á íþrótta- vellinum þar. Lúðrasveit og Karlakór Keflavíkur stóðu fyrir álfadansinum og hafa gert það undanfarið, annað hvert ár. Álfadansinn hófst með blys- för frá miðbænum og á íþrótta svæðið, var á göngu mikil fylking álfa og púka með kon ung og drottningu í farar- broddi ásamt fylgdarliði sínu. — Á undan þeim fór hesta- sveit, svo og lúðrasveit. — Var þetta mikil fylking og nýstárleg. Skuggasveinn óð þar um með tröll og Ketil í eftirdragi. Þegar á völlinn kom var þar fyrir mikill fjöldi fólks, og Áliakon&ur ávarpar lýðinn. Dansflokkur til hægri, hirðmcnn konungs til vinstri. (Ljósmyndir Heimir Stígsson). Alfadans og brenna í Keflavík var blysförinni heilsað með flugeldum. — Síðan hófst skemmtunin á vellinum. Var þar dansað og sungið í skyni frá voldugum bálkesti sem brann við ann- an enda svæðisins. — Álfa- kóngur flutti ávarp til álfa og manna, Skuggasveinn, púk ar og smásikrattar léku laus- um hala, Karlakórinn ~og ‘Mðrasveitin sungu oig léku undir stjórn Herberts H. Ágústssonar og skátastúlkur dönsuðu vikivaka. Kvöldinu lauk með mikilli fluigelda- sýningu og fóru allir 'heim — bæði álfar og menn — glaðir og ánægðir, þótt kalt væri og gola að norðan. — Allir eru þakklátir Karla- kórnum og lúðrasveitinni fyrir framtak þeirra og fyrir- höfn og hlakka til er álfa- dansinn verður næst. — h.s.j. — írum- 2 einfiáttungar sýndir í Lindarbæ BreYtingar gerðar á sviði og í sal NÆSTA fimmtudag verður frum- Eýning á tveimur einþáttungum í Lindarbæ og er það i 'fyrsta skipti, sem frumsýnt er þar. Um það bil 40 ára aldursmunur er á þessum einþáttungum og eru þeir því gott sýnishorn á breyt- ingum í meðferð svipaðs efnis. Þjóðlei’khússtjóri, Guðlaugur Rósinskrans kynnti þessa ein- þáttumga á blaðamannafundi í gær. Einþáttungarnir eru „Sköllótta söngkonan“ eftir Eugéne Ionesco og „Nöldur“ eftir Gustav Wied. Ionesco er íslenzk- um leikhúsgestum kunnur, því lei'krit hans, „Nashyrningarnir“ var sýnt í Þjóðleikhúsinu ekki fyrir löngu. Gustav Wied var danskur að þjóðerni og leikari að atvinnu. Hann mun hafa skrifað „Nöldrið“ 1007 eða 1908. Þetta er eina leikrit hans, sem notið hef- ur vinsælda fx-am á þennan dag. Leikstjóri beggja einþáttung- anna er Benedikt Árnason, en þýðingar hefur Bjarni Benedikts- son frá Hofteiigi gert. Leikendur í „Nöldrinu" eru Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Nína Sveinsdóttir, Brynja Benediktsdóttir og Gunn- ar Eyjólfsson, en í „Sköllóttu *öngkonunni“ leika þau Herdís Þorvaldsdóttir, Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfs- son, Brynja Benediktsdóttir og Arni Tryggvason. Leiktjöld hefur s Ingólfsson gert. Þetta leikrit hefur vakið mikla athygli þar sem það hefur verið leikið, og má m.a. nefna að -það hefur nú verið sýnt í tíu ár í tilraunaleik- húsi nokkru í París. Frumsýning á þessum leikþátt- um verður fimmtudaginn 21. janúar kl. 20,00 í Lindarbæ. Nú er verið að vinna að breyt- ingum í sal oig á leiksviðinu í Lindarbæ Fimm öftustu bekkir fyrir framan upphækkunina verða hækkaðir, og mun ekki hafa verið vanþörf á því. Einnig verða settir pallar upp á upp- hækkun þá, er fyrir var í salnum. Þá verður leiksviðið breikkað um h.u.b. tvo metra Einnig má búast við breytingum til /batnað- ar á ljósatækjum hússins. Þjóð- leikhússtjóri tók það sérstaklega fram, að í Lindarbæ væru engir fastir frumsýningargestir, en af því hefur oft orðið misskilningur. Þjóðleikhúsið hefur margt á verkefnaskrá sinni í vetur. Eftir rúmlega viku hefjast æfingar ^ leikriti Beeketts „Krapps last tape“ (Síðasta segulband Krapps) í þýðingu Indriða G. Þorsteins- sonar. Einnig verða brátt hafnar æfingar á leikritinu „After the Fall“ eftir Arthur Miller í þýð- ingu Jónasar Kristjánssonar. Leikstjóri verður Benedikt Árnason. Þá er væntanlegt ís- lenzkt leikrit, „Sannleikur úr gipsi“ eftir Agnar Þórðarson og Skuggasveinn óð um raðirnar. Gromyko og Kolher ræðost við Elcki minnzt á heimsókn Sovétleiðtoga til USA Moskvu 15. jan. (NTB) Sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjúnum, Foy Kohler, ræddi í dag við utanrikisráð- herra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko í tæpa klukkustund. Áður en viðræðurnar hófust, var talið, að Iíohler myndi ræða boð Johnsons Bandaríkjaforseta en Kohler færi til Bandaríkj- um a® heimsækja Bandaríkin, en að þeim loknum skýrði Kohler frá því að ekki hefði verið á þetta minnzt. Hann sa.gði, að viðræðumar við Gromyko í daig, hefðu ekki verið frábruigðnar þeim viðræð- um, sem þeir ættu alltaf áður til æðstu manna Sovétríkjanna stjórnar því Gísli Alfreðsson, en það verður fyrsta leikrit, sem hann stjórnar hjá Þjóðleikhús- inu. Um næstu mánaðamót hefjast að nýju sýningar á Karde- mommubænum, en hann var frumsýndur hér fyrir fimm ár- um. anna og kæmi þaðan aftur. En hann kom heim úr Bandaríkja- för fyrir viku. Som kunniugit er, bauð Johnspn forseti leiðtogum Sovétríikjamna óformlega, að heimsækja Banda- ríkin, er hann ffluttá þinginu ársskýrs u sína. Kohler, sem þá var í Bamdarikjunum, afhenti sendihei-ra Sovétríkjanna þar hið óformlega boð. mkmiNAR Síldarflutningar Blaðið Vesturland á ísafirðt birti síðastliðinn þriðjudag ára- mótahugleiðingu eftir Sigurð Bjarnason, alþingismann, þar sem að hann ræðir efnahags- og atvinnumál almennt og ennfrem ur ýmis hagsmunamál Vestfirð- inga. Þegar Sigurður Bjamason ræðir um atvinnumálin kemst hann m.a. að orði á þessa leið: „f sambandi við síldveiðarnar ber nú að leggja höfuðáherzlu á aukna síldarflutninga milli lands hluta. Sú tilraun sem Einar Guð- finnsson og fyrirtæki hans gerðu á síðastliðnu sumri bendir langt áleiðis um það, sem koma skal í þessum efnum. Ekkert vit er í því að kasta hundruðum miU- jóna króna í nýja fjárfestingu til byggingar auknum verksmiðju kosti á Austf jörðum, meðan næg- ur kostur verksmiðja er fyrir hendi á Norðurlandi, hér á Vest- fjörðum og á Suður- og Suð- vesturlandi. Heildarafköst sildarverksmiðj- anna í landinu nema nú um 100 þúsund málum í bræðslu á sól- arhring. Verður að leggja kapp á að hagnýta sem bezt þennan verksmiðjukost og stuðla jafn- framt að atvinnuöryggi í sem flestum byggðarlögum landsins. Engum heilvita manni kemur heldur til hugar að síldargöng- urnar muni um allan aidur fyrst og fremst eða eingöngu beinast að Austfjörðum. I marga ára- tugi kom sumarsíldin fyrst upp á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi og færði sig síðan austur með landinu". Sukarno og Rauða Kína New York Times birtir síðast- liðinn mánudág forustugrein um atferli Sukarnós Indónesíuforseta Segir blaðið að Sukarnó virðist hafa skapað fyrsta meiriháttar vandamálið í allþjóðamálum á árinu 1965. Hann hafi ekki að- eins lýst yfir brottför þjóðar sinnar úr Sameinuðu þjóðunum og stofnunum þeirra heldur hafi hann með liðssamdrætti við landamæri Malasíu vakið ótta um að hann hafi í hyggju innrás og ófrið á hendur þessu nýstofn- aða Asiuríki. New York Times bendir á að þetta atferli Indónesíuforseta hafi aflað honum hróss leiðtoga Rauða Kína. Svo virðist sem nú sé að skapast öxull milli Jakarta og Peking. Atferli Sukarnós hafi hinsvegar vakið ugg og kvíða í flestum öðrum heimshlutum. Bæði Sovétríkin og sum ríki í Afríku og Asíu hafi tekið undir með U-Thant og Adlai Stewen- son og reynt að telja Sukarnó af að yfirgefa Sameinuðu þjóð- irnar. Engin önnur þjóð hafi heldur fylgt fordæmi Sukarnós. ekki einusinni nánasti banda- maður Rauða Kína í Evrópu, Albanía. New York Times telur það fullvíst að hin ábyrgðar- lausa framkoina Sukarnós hafi frekað skaðað Indónesíu en orð- ið þeim til stuðnings. Indónesar lifi í landi, sem sé ríkt frá nátt- úrunnar hendi ef það sé rétti- lega nytjað. Þjóðin sé hinsvegar fátæk og lifskjör hennar bágbor- in. Rauða Kina geti alls ekki hjálp að Indónesum svo neinu nemi. SSlarnó fari viilur vegar «r hann leggur sligandi byrðar hernaðarútgjalda á þjóð sína «a skeyti litt um að bæta Iiískjör henmar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.