Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. janöar 1965 MORGUN BLAÐIÐ n þeirra á laariidhelgisregixiig'ert^- íjmeú hafa sem kunnuigt er verið mj'öig tíð, sem bendir ó- tvírætt á, að aflavonin irman við þau taikmörk, sem botn- vörp'Uvt-iðar earu n.ú k'yf&ar, sé mtm meiri en utan þeinra. Eítir 19&8 hatfa þeð því að- allega verið togararnir, sem etundaö hafa botnvörpuveið- ar. Þeir voau flestir árið 1960, 48 aö töfJiu. Síðan hefir þeim farið færkkandi jafnrt og þétt, sem geroir hafa verið út, bæðd af því að raokkrir hafa verið .seldir úr landi og ögr- urn hefir verið lagt. Nú er svo komið að togarar í eigu landsjnanna eru ekki nema 39, en taia þeirra togara, sem gerðir eru út mun ekki vera nerriia uœn 30. í>á er þess að gæta, að al'.l- ir þessir togajrar eru á aldar- inum 13-17 ára, nemc 7, sem eru 4—8 ára gaimlir. Er með- eialduír hinna fyrrtöldu nær 36 ár. Af þessiu er augljóst, að einungis líða fá ár þangað til meginihiluti núverandi flag- ewafiota verður kóiminn á þann aflidiur, að skipin nounu ef þeim sökum, hverfa úr sögunini. Eins og nú er ástatt með útgerð togara af þessari 6tærð og gierð við N-Atflants- haf, á þeaim svæðuim, seim ís- lenzkir togarar hafa aðallega stundað veiðar, virðist flest benda til, að við endumýjun Cotans verðd bygigð minni Skip, sem hægt verði að nota til fjöilbreiytilegri veiða en nú er unnt með togarana, en þó þann ig, að þau skip geti stiund eð veiðar á öllu landgrunninu við Island. .Botnvörpuveiðar muniu því verða stundaðar að eJ.leg'a af minni skipum, ef J>ær verða leyfðar innan fisk- veiðgtJamdftiieJiginnar meira en nú er. Verðrur þar aðQlJlega um að ræða véí.báta af þeim ste'iröuim, sem erfitt ei.ga með eð fá áhafnir til línu- og netjaveiða eins og nú er, en geta þá komizt af með 5-6 manrua áhöfn í stað 10-12 á línu og netjum og svo hin nýjH skip, sem að vísu eru eðaUaga keypt til að srtunda á þekn síldveiðair og þorsk- veiðar með nót en mundu geta með hægu móti breytt yfir á botnvörpuveiðar ef þetta aamaðhvort eða hvort- tveggýa brygðist, en giexa verður ráð fyrir, að slíikt geti komið fyrir, fyrr e'ða síðar. Að öllu því athuiguðu, sem hér hefir sagt verið, má teija eðlilegt, að gerð verði tilra-un *neð það nú að bretyta núgiid- andi reglum um botnvörpu- veiðar innan fiskveiðiland- helgjnin.ar í þá átt að rýrnka veiðiiheimildimar án tillits til Stærðar þeirra skipa, sieim veiðaimar stunda. Guðfimmr Einarssoit. út- gerðarmaður í Bolungarvik, nvaraði: — Ég. hef alltaf litið með tortryggni a botnvörpuveiðar á grunnrniðum. Ágangi er- lendra togara hér við land er svo mikil, einkum út af Vest- fjörðum, að það er hreint og beint lífsskilyrði fyrir báta- útgerðina og fiskiðnaðinn að okkar takist að friða fiski- miðin umhverfis landið fyrir útlendingum stórlega umfram það sem nú er. — Fiskimiðin ber okkur að hagnýta þannig, að við forð- umst rányrkju, en skilum á land sem mestum gæðaafla með sem minstum kostnaðí og fyrirhöfh. — Það kann vel að vera, að botnvörpuveiðar geti gegnt mikilvægu hlutverki hjá okk- ur við hagnýtingu landhelg- innar. Mitt svar er því: Fær- um landhelgina út og leyfum íslendingum togveiðar í land- helgi í tilraunaskyni á mjög takmörkuðum veiðisvæðum vissa tima árs. Guömundur Jörundsson, út- gerðarmaSur, gaf þessi svör við spurningunni: — Útfærsla landhelgislín- unnar við strendur fslands mun vera eitt af þeim fáu stór málum þjóðar okkar, sem all- ur almenningur var sammála um að nauðsynleg og sjálfsögð hefði verið, þótt síðar hafi nokkur ágreiningur um það orðið á hvern hátt „nýrækt- inni“ skyldi skipt til afnota á milli hina ýmsu veiðiað- ferða, er tíðkast hjá íslenzka fiskveiðiflotanum. — Friðun fiskimiða hlýtur setíð að vera eitt helzta áhuga- mál hverrar fiskveiðiþjóðar, em þó eimkum og sér í lagi til að verjast með lögum og rétti ágengni fiskiflota erlendra þjóða, er á miðin sækja. Það hlaut þvi að koma að því, að við íslendingar gerðum tilraun til að hrinda af höndum okk- ar ákafri ásókn að meðaltali 3—400 erlendra botnvörp- unga, er hér skófu landgrunn- ið á ári hverju fyrrr siðustu heimsstyrjöld. Á styrjaldarár- traum voru hér á roiðunum að- eins örfáir erlendir botnvörp- ungar ásamt þoim íslemzku. Kom þá greinilega í Ijós, að veiðar þess takmarkaða ftota höfðu afarlitil áhrif á afla- magnið á miðunum ©g fiskur var þá að jafnaði allmikill. — Það mætti þvi álíta, að þótt hinum fáu íslenzku tootn- vörpungum, sem nú eru í eigu ©kkar íslendinga, yrðu leyfð- at veíðar upp að sex sjó- milum á ákveðnum veiðisvæð- um allt árið, þá mundi það ekki toafa nein teljandi skað- leg áhrif á fiskistofninn. — Það er álit flestra sér- ftróðra manna, er vel til þekkja, að veiðar svo fárra botnvörpunga, myndu hafa óveruleg ábrif til bins verra á fiskstofnana, ef slík tilraun yrði gerð. Þó yrði í öllum tilfellum að hafa vísindalegt eftirlit með slíkum veiðum, sem yrði í höndum fiskifræð- inga okkar, en þeir hafa nú þegar sýnt það með störfum sínum í þágu fiskirannsókn- anna, að við getum borið fullt traust til þeirra , m efnum. Hafa rannsóknir þeirra í ýros- um tilfellum beinlínis stuðlað að aukinni veiði íslenzka fiski flotans og munu gera þáð í enn ríkari mæli í framtíðinni, ef við íslendingar eins og aðr- ar fiskveiðiþjóðir, lærum að gera okkur grein fyrir því, að fiskveiðar eiga að byggjast á vísindalegum rannsóknum, eft irliti og stöðugri tækniþróun, en ekki á æfafornum tilvilj- unum og ágizkunum, þess tíma, er veiðimaðurinn drap fingri sinum niður í sjóinn og áleit sig finna bragð eða lykt af fiskinum undir bátnum. — í framtíðinni skulum við vera þess mirmugir að ennþá bíða óleyst verkefni við út- færslu landhelgislínunnar, sem ekki verður leyst fyrr en við getum sagt: „íslenzkt land grunn eingöngu fyrir íslend- inga", en jafnframt skal í huga haft, að friðun fiskimið- anna er nauðsynleg svo lengi sem húm ekki skaðar sjálfa okkur. Gunnar Hermannsson, skip- stjóri i Hafnarfirði, svaraði á þennan hátt: — Ég myndi segja, að það yrði öllum til ills að leyfa botnvörpuveiðar fyrir innan landhelgi. Við höfum áþreif- anlegt dæmi um þetta, t.d. þegar flotvarpan var notuð sem mest á Selvogsbanka hér um árið minnkaði upp úr því stórlega afli Eyjabáta, en jókst hins vegar smátt og smátt aft- ur eftir að fiskveiðimörkin voru færð ut. Hafa sérlega góð aflabrögð verið við Eyj- ar sl. þrjár vertíðir. — Þá vil ég benda á, að botnvarpan nær til fisks, sem ekki fæst á línu, í net eða nót. Með botnvörpu er hægt að hreinsa allan fisk á stóru hafsvæði á skömmum tíma. — Ég vil gera það að til- lögu minni, að fiskifræðingar okkar og þeir, sem halda að botnvarpan muni bjarga tog- araflotanum ©g smærri bátom, að koroa með okkur í róður á vetrarvertíðinni, svo þeir geti af eigin raun séð og kynnzt hverjum skaða maður getur hugsað sér að þetta veiðar- færi valdi. — Þá má benda á, að full ástæða er til að fiskifræðing- arnir fái eitt, helzt tvö, rann- sóknarskip svo þeir geti fylgzt roeð göngum og hegðun fisks- ins og magninu á hverjum tíma. Þá geta þeir sagt flot- anum, hversu mikið fiskmagn óhætt er að veiða hver ju sinni. Halldór Jónsson, rHstjóri Sjómannadagsblaðsins, svar- að'i þannig: —• Ef íslenzku togararnir gætu selt afla sinn ísaðan er- lendis allt árið' um kring til jafns við enska og þýzka tog- ara myndi íslenzk togaraút- gerð ekki vera í neinum fjár- hagsvandræðum, þrátt fyrir ýmsan meiri tilkostnað en er- lendir togarar hafa og ýmis hlunnindi, sem þeir njóta í heimalandi sínu. — Fjárhagserfiðleikar ís- lenzku togaraútgerðarinnar hljóta því að vera innlends eðlis og hafa verið að mynd- azt undanfarin áratug, aðal- lega vegna bins fastákveðna hráefnisskorts, sem þeim hef- ur verið skammtað án tillits til aflamagns og raunverulegs reksturskostnaðar. — Allir íslendingar voru sammála um nauðsyn útvíkk- unar fiskveiðilandhelginnar. Þeirri þjóðarlegu aðgerð var aðallega beint gegn erlendum togveiðiskipum, en kom harð- ast niður á íslenzkri togaraút- gerð án þess að nokkuð kæmi á móti af landsmanna hálfu. — Það hefur verið bent á ýmsar leiðir til lækkunar reksturskostnaðar togaranna hér innanlands og hækkað fiskverð í einhverri mynd. Þetta heíur ekki fengizt fram- kvæmt vegna ýmissa inn- lendra hagsmuna. — Meðan slík eðlileg fjár- hagslausn hefur ekki fengizt tel ég eðlilegt,- að íslenzkum togurum sé leyfð tíma- og svæðisbundin fiskveiði innan landhelgi til jafns við önnur íslenzk fiskiskip, allt undir skipulögðu vísindailegu eftir- liti. Halldór Jónsson, útgerSar- maður í Ólafsvík, svaraði á eftirfarandi hátt: — Þar sem þessir togarar okkar voru byggðir á sínum tíma sem úthafsskip finnst mér ósennilegt, að þjóðin fari að tildra þeim upp undir land- steina, enda lifa þeir á styrkj- um frá ríkinu og meginhluta afiatryggingarsjóðs. — En hins vegar finnst mér ekki nema eðlilegt, að báta- stóllinn, sem ekki er sambæri- legur til að stunda síldveiðar miðað við hina miklu nýsköp- un okkar á síldveiðibátum, fái tilhliðranir og sérrétt til tog- veiða innan við 12 mílurnar svo unnt verði að halda þeim úti sem lengstan tíma ársins. Haraldur Böðvarsson, út- gerðarmaður á Akranesi, var ekki lengi að hugsa sig um og svaraði skýrt og skorinort: — Þessu er fljótsvarað af rninni hálfu. Ég er algjörlega mótfallinn öllum togveiðum innan landhelgi. Ég hef alltaf verið mótfallinn slikum veið- um innan hennar og hef ekki skipt um skoðun. Jón Ármann Héðinsson, út- gerðarmaður frá Húsavik, svaraði þannig: — Spurningin er almenns eðlis og takmarkast ekki við ákveðna skipsstærð. Með hlið- sjón af því get ég ekki svarað henni játandi þannig, að öll- um íslenzkum fiskiskipum, stórum og smóum, væru heim- ilaðar togveiðar' ótímabundið og frjálst allan ársins hring. — Ég álít, að frelsi fyrir öll veiðarfæri óhindrað innan ís- lenzkrar landhelgi, fyrir hvaða skipastærð sem vera skal, muni skapa meiri ©g roinni vandræði í framkvæmd veið- anna. — Það hefur sýnt sig, að ekki er unnt að veiða á tak- mörkuðu veiðisvæði á sama tíma með línu, netum eða þorsknót og ef nú ætti að gefa frjálsa veiði með botnvörpu tel ég óhjákvæmilegt, að mjög alvarlegir árekstrar mundu eiga sér stað. — Valið um veiðarfæri á að vera að mínu áliti þetta: Hafa ber í huga, hversu kostnaður er mikill við útgerð, bæðí varðandi rekstor skipsins ©g mannahald og hversu góðan fisk viðkomandi veiðarfæri gefur. — Ef unnt er að færa rök að því, að meginhluti íslenzkra fiskiskipa geti með góðum árangri veitt jafnmikið fisk- magn og gert hefur verið und- Framh. á bls. 13 í » I ! . i * i i . * i . . i . i i i i i i i ■ ! ,i i' i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.