Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 16. janúar 1965 MORGU NBLADIÐ 17 Hér verja ÍR-ingar sína körfu, en táknrænt er að tveir Frakkar eru óvaldaðir undir körfunni. Myndln er tekin í leik ÍR og ASVEL í Keflavik s.l. sunnudag. Pilturinn 17 ára l«t MOLAR Pilturinn 17 ára lét lífið Hnefaleikamaðurinn 17 ára frá Yongsbown í Ohio sem við sögðum frá að vakinn hafi verfð til lífs á ný eftir að hann var af lækni sagður lát inn eftir mörg högg er hann hlaut í hnefaleikahring, lézt s.l. nótt. Hann komst aldrei til meðvitunöar eftir hjartahnoð ið sem vakti hann til lífs á ný og lézt þremur stundum síðar. — Faðir drengsins var hnefaleikaþjálfari hans og var aðstoðarmaður hans í einu horni hringsins er drengurinn hné saman í hringnum. Pilt- urinn hét Jarry Como og var 17 ára. Var hann á síðasta ári við fra.m)haldsskólanám og hafði fram til þess einungis tekið þátt í 7—8 kappleikjum í hringnum. „Chuvalo er eins og þvottakona66 — segir Clay Cassius Clay hefur tilkynnt að Ihann sé reíðubúinn að mæta Sonny Liston 6 vikum eftir að læknar hafa úrskurðað að hann megi taka til æfinga eins og ekkert hafi í skorizt. Clay fer innan skamms í læknisskoðun I Kjúkrahúsinu þar sem hann var *korinn. Hann bætti því við að þessi tfrestur standi svo fremi að hann tfari ekki í fangelsi en hann er einn í hópi „múslim-manna“ sem Btefnt hefur verið fyrir rétt fyr- ir að hafa vopn undir höndum. Clay hefur einnig lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að mæta Kanadamanninum Chuvalo sem er einn af 4 köppum er til- nefndir hafa verið til að berjast Um heimsmeistaratign.. Clay eegir að það verði ekki erfiður keppinautur fyrir sig, því Ohuvalo berjist eins og Þvotta- kona. SIXTEN Jemberg var kjör- inn „íþróttamaður ársins 1964“ í Svíþjóð. 204 íþrótta- fréttamenn tóku þátt í kjör- inu og hlaut Jernberg 103 þeirra. Assar Rönnlund (einn- ig skíðakappi) var næstur með 41 stig. I.ennart Brunnhagen hefur gefið verðlaun þau er íþrótta- fréttamenn veita „íþrótta- manni ársins" hverju sinni. Norska kvennaliðið í hand- knattleik sem á laugardag tap- aði mjög naumlega fyrir landsliði V-Þýzkalands, fékk óvenjulegt burst móti A- Þýzkalandi eða 3—16. í hálf- leik stóð 10—2 fyrir A- Þýzkaland. Eins og tölurnar sýna höfðu a-þýzku stúlkum- ar algera yfirburði. Uruguay og A-Þýzkaland skildu jöfn í landsleik í knatt- spyrnu í Montevideo í gær. Skoraði hvort liðið eitt mark. Pele og tveim öðrum leik- mönnum var vísað af velli í þýðingarmiklum leik í Rio de^ Janeiro í gær. Botafogo vann Santos 3—2. Pele átti lélegan leik. GaVrincha lék nú aftur með eftir meiðsli í hné, en varð að yfirgefa völlinn stundarfjörðungi fyrir leiks- lok. V-Þýzka frjálsíþróttasam- bandið hefur ákveðið að ,,Evrópubikarkeppni“ frjáls- íþróttamanna fari fram í Stutt gart 11. og 12. september. Vladimir Kutz fyrrum Ol- ympíumeistari í 5 og 10 km hlaupum hefur skrifað grein í Izvestia þar sem hann ræðst harkalega á þjálfunarkerfi það er Rússar notuðu fyrir Tokíóleikana. Hann bendir á að Rússum hafi aðeins tekizt að krækja í 23 stig af 418 mögulegum í 12 frjálsíþrótta- greinum, meðan Bandaríkja- menn hlutu 116. Don Schollander, sundmað- nrinn frægi sem vann fern gullverðlaun í Tókíó, var kjörinn „íþróttamaður árs- ins“ í Bandaríkjunum. Næst- ir komu rúgbýmaðurina Hús Mjólkursamsölunnar við La ugaveg 162. — Mjólkursamsalan Framhald af hls. 6. Þorsteinsson, þá Halldór Eiríks- son og hinn þriðji Árni Bene- diktsson. Fyrstu stjórn samsöl- unnar skipaði hin svonefnda mjólkursölunefnd, en hana skip- uðu Sr. Sveinbjörn Högnason, Egill Thorarensen, Eyjólfur Jó- hannsson, Hannes Jónsson, Guð- mundur R. Oddsson, Árni G. Eylands og Guðmundur Ásbjörns- son., Á blaðamannafundinum barst í tal skrif og ræð<ur vísindamanna um cholesterol, sem kæmi af neyzlu mj ólkur og dýrafeiti, cxg væri mönnum, sem kyrrstöðu- vinnu stunduðu hættulegt. Stef- án Björnsson kvað vísindamönn- um ekki bera saman í því efni og sýndi ýms rit máli sínu til sönn- unar svo og’ sagði hann að til stæði að Mjólkursamsalan gæfi út rit eftir þýzkan vísindamann, Svissneskur námsstyrkur SVISSNESK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1965—66. Ætlazt er til þess, að umsækjendur hafi lokið kandi- datsprófi eða séu komnir langt áleiðis í háskólanámi. Styrkfjár- hæðin nemur 550—600 frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 700 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra f járhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum. —Þar sem kennsla í svissneskum háskólum fer annaðhvort fram á frönsku eða þýzku, er nauðsyn- legt, að umsækjendur hafi nægi- lega þekkingu á öðru hvoru þess ara tungumála. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 1. marz n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Menntamálráðuneytið, 29. desember 1964. Bílasala á * Akranesi AKRANESI, 13. jan. — Bérgur Arnbjarnarson, sem um langa hríð hefur verið bifreiðaeftir- litsmaður hér á Akranesi, hefur nú látið af því starfi og tekið við vátryggingarumboðsskrif- stofu Sjóvá hér í bæ. Jafnframt hefur hann opnað bílasölu undir nafninu Bílasala Akraness. Ann- ast hún kaup og sölu á notuðum bílum og auk þess hefur hún söluumboð fyrir Svein Egilsson h.f. — G.S. Unitas og „baseball“ maður- inn Dean Chance. Peter Snell var eini maðurinn sem fékk atkvæði auk Bandaríkja manna. Ilver þátttakandi í hópi íþróttafréttamanna átti aðeins að tilnefna einn mann. Said Brahimi, 18 ára gamall áhugahnefaleikamaður, lézt í sjúkrahúsi í Alsír 48 stundum eftir að hann hafði verið rot- aður i hnefaleikakeppni þar í borg. sem telur mjólk- og mjólkurvör- ur blátt áfram nauðsynlegar til heilsugæzlu. Kl. 5 síðdegis í gær hafði Mjólkursamsalan boð inni að Laugavegi 162 þar sem margir gestir voru mættir í tilefni þess- ara tímamóta fyrirtækisins. Systir mín, RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR lézt í Landakotsspítala 15. janúar. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Jónas Guðmundsson, Hávallagötu 23. Hjartkær faðir minn, GUÐMUNDUR PÁLSSON varð bráðkvaddur um borð í M.s. Gullfoss þann 14. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðrún S. Franklín. Maðurinn minn og faðir okkar SVEINN SVEINSSON frá Fossi, andaðist að heimili dóttur sinnar, Fjólugötu 19 B, fimmtud. 14. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Jóhanna Sigurðardóttir, börn og tengdabörn. Jarðarför móður okkar, ÓLAFÍU EINARSDÓTTUR Hofi, Sóivallagötu 25, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. janúar kl. 14. Kirstín Pétursdóttir, Einar Pétursson. Innilegar þaljkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og bróður okkar HANNESAR HKLCASONAR trésmíðameistara. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Soffía Jacobsen, Heiga Helgadóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNÍNU s. guðlaugsdóttur frá ísafirði. Böm, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SESSELJU STEFÁNSDÓTTUR , Arnargötu 12. Aðstandendur. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim — vinum og félög- um — fyrir auðsýnda samúð og virðingu við fráfall og útför eiginmanns míns GÍSLA ÞÓRÐARSONAR trésmíðameistara. F. h. aðstandenda, Guðmundína Þ. Bjömsdóttir. Við þökkum hjartanlega samúð auðsýnda við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu MARGRÉTAR FINNSDÓTTUR Finnur Árnason, Aðaisteinn Árnason, Jón Árnason, Lárus Ámason, Gíslína Kristjánsdóttir. tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.