Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 1«. janúar 1965 Skólastjóri, kennarar og frúr þeirra- (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Frá árshátíð Stýrimannaskólans ÞAÐ var sannarlega glatt á hjalla. þegar nemendur Stýri- mannaskólans héldu árshátíð sína sl. fimmtudagskvöld. — Fagnaðurinn fór fram í Súlna sal Hótel Sögu og var þar mikið fjölmenni. Auk stýri- mannsefna var mikill fjöldi eldri nemenda og skemmtu allir sér hið bezta. Sitthvað var til skemmtunar: Lordadeildin svokallaða — skipstjóraefni Landhelgisgæzlunnar: Kristinn Árnason, Þorvaldur Ax- elsson, Guðjón Pedersen og Ólafur Valur Sigurðsson. Lúkas Kárason kannar inni hald koppsins. vel, að stofnkostnaður vannst upp á einum mánuði. Þarna seljum við gosdrykki, sælgæti, tóbak og ritföng, en stefnt er að þvj, að kennslubækur verði einnig seld- ar þar. Helmingur af ágóða verzl- unarinnar rennur til styrktar- sjóðs nemenda, og geta þá fjöl- skyldumenn og menn, sem búa við erfiðar heimilisástæður, feng- ið lán úr þessum sjóði vaxtalaust. Er óhætt að segja, að almenn á- nægja sé ríkjandi með þetta framtak. > Eins og að framan getur, fór árshátíðin hið bezta fram, en hér á síðunni eru myndir, sem sýna þá skemmtilegu stemningu, sem Bára Magnúsdóttir sýndi módel- dans, Klemenz Jónsson og Árni Tryggvason fóru með gamanþátt og Ómar Ragnarsson hafði einnig margt skemmtilegt í pokahorn- inu. Samt vöktu atriðin, sem nemendur lögðu til sjálfir, mesta ánægju. — Þreyttu nemendur keppni við kennara sína í koppa- hlaupi, en leikurinn fór þannig fram, að keppendur hlupu með koppana fulla af vatni. Þá flutti söngsveit nemenda og kennara nokkur lög, en undirleik annaðist Þorsteinn Valdimarsson, skáld, sem er dönskukennari við skól- ann. Við spjölluðum stundarkorn við hinn ötula formann skólafélags- ins, Guðmund Hallvarðsson, og höfðum orð á því, að ekki væri hörgull á kvenfólki, — Ja, það er nú einu sinni svo, að meðal sjómanna gætir svona mikils frískleika, eins og þú sérð. Segir ekki Alfreð Clausen líka í kvæðinu: „og því elskum við heit ar en hinir!“ Við báðum Guðmund að segja okkur frá félagsstarfseminni í Stýrimannaskólanum. — Félagslífið stendur með miklum blóma hjá okkur, sagði Guðmundur. Það ríkir einstak- lega góður andi í skólanum og áhugi mikill að vera samtaka. I haust var stofnuð verzlun í skól- anum, en hún hefur gengið svo Guðmundur Hallvarðsson, for- maður skólafélags Stýrimanna- skólans. — eða hvernig víkur því við, að kvenfólk er hér í meirihluta, spurðum við. Guðmundur brosti og sagði: Nemendur og kennarar kepptu í koppahlaupi. Ke nnarar sigruðu. — var ríkjandL — Indónesía Framhald af bls. 1 athugunar tillögur um, að SÞ eða einhverjir aðrir hlutlausir aðilar miðluðu málum í deilu Malaysíu- og Indónesíu, en með því skil- yrði, að þar yrði fjallað um vandamálin frá rótum. • Þegar Súkarnó sagði frétta mönnum, að hann væri hlynntur því að rannsóknarnefnd frá SÞ kæmi til N-Borneó, bætti hann því við, að könnun á afstöðu íbú- anna til aðildarinnar að Mala- ysíu yrði að fara fram á lýðræðis- legan hátt, eins og gert væri ráð fyrir í Manila- samkömulaginu. Það samkomulag var undirritað 1963, og samkvæmt því var þess farið á leit við SÞ, að þær létu kanna afstöðu íbúanna á Norður- Borneó. Þessi könnun fór fram og voru niðurstöður hennar þær, að íbúarnir væru fúsir að gerast að- ilar að sambandsríkinu Mala- ysíu. Er könnunin hafði farið fram, lýsti Súkarnó því yfir, að ekkert mark væri á henni tak- andi. • Súbandríó, utanríkisráð- herra, ræddi, sem fyrr segir, við fréttamenn í dag. Sagði hann, að Indónesíumenn vildu leysa deil- urnar við Malaysíu á friðsamleg- an hátt. Þeir myndu engu að síð- ur halda áfram að senda skæru- liða til N-Borneó vegna þess að íbúarnir þar æsktu hjálpar Indó- nesíumanna. Súbandríó kvaðst vita, að aðgerðir Indónesíumanna gegn Malaysíu gætu leitt til styrjaldar og þess vegna reyndu Indónesíumenn að draga úr við- sjám. Hann kvaðst ekki mótmæla því, að liðssafnaður væri mikill á landamærunum á Borneó, en það væri ekki styrjaldarundirbúning- ur, heldur aðgerðir til varnar, ef til árásar kæmi. Indónesíumenn gerðu sér ljósa grein fyrir því að deilurnar væri ekki unnt að leysa með styrjöld, en brytist styrjöld út, myndu þeir leita að- stoðar annarra ríkja. Utanríkis- ráðherrann vildi ekki skýra frá hvaða ríki það væru. - • Síðan sagði Súbandríó, að Indónesíumenn væru fúsir að ræða við Breta og Malaysíumenn þegar 1 stað um friðsamlega lausn. ^ Hann sagði, að Indónesía væri ennþá aðili að SÞ, að formi til, og yrði það þar til úrsagnarbréf hefði verið sent samtökunum. Bréfið hefði enn ekki verið sent vegna þess að um samningu slíkra bréfa giltu fastar reglur, sem stjórn Indónesíu kynnti sér nú. Ekki kvaðst Súbandríó gera ráð fyrir að til mótmæla kæmi innan SÞ, ef Indónesíumerm sæktu um aðild að samtökunum á ný. Þingkosningar í Noregi 13. sept. Osló 15. janúar (NTB) í dag var ákveðið að kosninig- ar ti'l stórþings í Noregi skuli faira fraim 13. september n.k. Um leið var lögð fram tillaga uim breytingar á kosmingalögun- úm, og fela þær meðal annar* í sér, að kosninigarnar standi yf- ir í tvo daga í stað eins. BANDARÍKJAMENN SPRENGJA KJARNORKU- MÓTOR Nevada, 13. jan. (NTB): BANDARÍSKA kjarnorku- málanefndin sprengdi í gær kjarnorkumótor úr eldflaug. Eftir tilraun þessa var skýrt frá því, að menn hefðu getað verið í 2,5 km fjarlægð frá sprengingarstaðnum án þess að þá sakaði. Eftir að spreng ingin varð, sögðu vísinda- menn, að alls eltki hefði verið um kjarnorkutilraun að ræða, þar sem enginn kjarnaklofn- ingur hefði átt sér stað, heldur hefði hitageisli valdið spreng ingunni. Tilraunin hefði verið gerð til þess að rannsaka hvað gerðist, ef slíkur mótor spryngi af slysni, þegar eld- flaug væri skotið á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.