Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. janáar 1965 k að leyfa íslenzkum fiskiskipum veiðar með botnvörpu innan fiskveiðimarka landhelginnar? Framhaldi aí bls. 13 Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, gaf falað íbo eftirfarandi svar: — Frá sjónarmiði Landhelg- isgæziunnar skiptir það ekki máli, hvaða veiðitækni er leyfð innan íslenzku íiskveiði- takmarkanna á hverjum tíma, nema að því leyti, sem hún er háð eftiriiti gæziunnar, — og því minna, sem hægt er að komast af með af slíku, því betra fyrir alla. — Ég býst við, að allir geti verið sammála um, að fiski- mönnum komi bezt sem mest frjálsræði í vali sínu bæði á veiðítækjum og veiðisvæðum. — Og sem góðir búmenn eig um við auðvitað að reyna að nýta það fiskmagn sem bezt, sem er hér við land. Eflaust er þó bezt að gæta hófs í þess- um málum sem öðrum. — Ég býst við, að eitthvert aðhaid verði nauðsynlegt, ef skipta á þessum þjóðarauði sem jafnast milii þegnanna. Steindór Árnason, skip- stjóri, svaraði þannig: — Ég áiít hið mesta glap- ræði að leggja niður útgerð stórra togara. >eir eru beztu tækin sem við eigum til þess að stunda veiðar á djúpmiðum og fjarlægum miðum. — En þótt þeir hafi yfir- burði á þeim vöstum, er ekk- ert réttlæti að meina þeim hin grynnrj miðin. — Hin hefðbundnu fiski- mið togaranna voru ranglega af þeim tekin með útfærslu landhelginnar. Við það verður ekki unað. Sveinn Benediktsson, for- maður útgcrðarráðs Reykja- vikurfaorgar, svaraði þannig: — Togaraútgerðin hefur lengzt af verið öflugasti þátt- urinn í sjávarútvegi íslend- inga frá því að hún hófst með útgerð fyrsta nýja togarans, Jóns forseta, árið 1907. — Togararnir stunduðu að langmestu ieyti veiðar hér við land þar til afli tók enn að tregast á ísiandsmiðum þegar kom fram á sjötta tug aldar- innar. — Fóru togaramir þá að sækja á fjarlæg mið að stað- aldri. Náði afli þeirra og sókn á þau mið hámarki árið 1958, en eítir það tók aflinn að bregðast þar að verulegu leyti. Fór þá að syrta í álinn fyrir alvöru um aflabrögð togar- anna, því að eftir útfærslu fiskveiðimarka landhelginnar 1952 og 1958 er talið, af kunn- ugustu mönnum, að togurun- um sé bannað að stunda veið- ar á þeim fiskimiðum hér við land, þar sem þeir veiddu áð- ur 60—80% af ársafla sínum. — Er þetta aðalorsökin til hins alvarlega aflabrests hjá íslenzka togaraflotanum síð- ustu 5—6 árin. — Þegar aflabrögð togar- anna eru mjög rýr, þá er það Oftast hagstæðara fyrir útgerð þeirra og áhafnir, að aflinn sé seldur isaður erlendis heldur en heima, þótt veiðiferðir verði færri, þar sem verð á ís- uðum fiski er miklu hærra i Bretlandi og í X>ýzkalandi en hér. — Hefur þetta leitt til þess, að meginhluta afla togaranna hefur verið landað erlendis undanfarin ár. — Útfærsla landhelginnar hefur þannig leitt til hvort tveggja í senn, að afli togar- anna hefurtítórlega rýmað, og togararnir hafa siglt með þann litla afla, sem fengizt hefur, á erlendan markað í tiltölulega miklu rikara mæli en áður. — Þrátt fyrir það, að tog- árarnir hafa þannig reynt að sæta hinum hagkvæmasta markaði og þrátt fyrir bætur úr ríkissjóði og aflatrygginga- sjóði, þá er togaraútgerðin nú komin í þrot vegna langvar- andi aflabrests og tapreksturs og mun leggjast niður, verði ekki þegar í stað hafizt handa til þess að koma í veg fyrir að svo farL — Ástæðan fyrir útfærslu íiskveiðimarka landhelginnar var fyrst og fremst sú, að vemda þurfti fiskveiðistofn- ana fyrir ofveiði eriendra fiskiskipa hér við land. — Taiið er, að nú sæki á fs- landsmið og á hafið umhverfis landið um 800 erlend fiski- skip, þar af 300—400 togarar. — Engum manni getur blandazt hugur um, að nauð- synlegt var að gera þær ráð- stafanir, sem gerðar voru með útfærslu landhelginnar til þess að varðveita eftir föngum hrygningar- og uppeldis- stöðvar fisksins, svo og stofn- inn sjálfan fyrir svo gífurlegri ásókn fiskveiðiflota margra þjóða, enda viðurkennt, að fisfestofnarnir í Norður-At- lantshafi fari þverrandi, sök- um oíveiðL — Hins vegar er á það að líta, að íslenzku togararnir eru ekki nema örlítið brot af þeirri mergð erlendra og inn- lendra fiskiskipa, sem sækja á íslandsmið. Þeir eru nú að- eins 39 talsins og af þeim eru ekki gerð út nema 30 skip, en ekki eru á veiðum samtím- is nema helmingur til tveir þriðju hlutar þeirra eða ails 15—20 skip. Hinir eru á sigl- ingu eða í höfn. — Togaraútgerðin olli ger- breytingu á atvinnuháttum þjóðarinnar. Nú var sótt á sjó- inn á stórum og velbúnum skipum og vélaaflinu beitt til þess að færa björg í bú. Efna- hagur landsmanna gjörbreytt- ist til batnaðar á nokkrum ára tugum. Breyttir atvinnuhættir sköpuðu grundvöllinn fyrir sjálfstæðu menningarríki á ís- landi. — Togaraútgerðin hefur ekki aðeins verið hjálparhella • þjóðarinnar í meira en hálfa öld, heldur er hún enn í dag ómissandi til þess að afla hrá- efnis fyrir hraðfrystihús og aðrar fiskvinnslustöðvar í þétt býlinu, einkum að sumarlagi, þegar meginhluti vélbátaflot- ans stundar síldveiðar við Norður- og Austuriand. — Togararnir eru meðal þeirra fáu íslenzku fiskiskipa, sem geta sótt.á fjarlæg mið, ef nauðsyn krefur og þar er einhvern afla að haía. — Þegar framangreint er haft i huga, þá er einsætt, að nauðsyn ber til þess að koma í veg fyrir, að togararnir hverfi úr sögunni. — Þetta er unnt og þarf að gerast með því að veita þeim rétt til þess að veiða með botn vörpu og flotvörpu að vissri markalínu og á vissum svæð- um innan fiskveiðimarka land helginnar, eins og hún er nú. Að sjálfsögðu yrði að' gæta þess að flóar og firðir yrðu áfram friðaðir innan landhelg innar, eins og þeir hafa verið síðan 1952, og eins að aðal- hrygningarstöðvar fisksins yrðu friðaðar fyrir öllum veið um um hrygningartímann, og taka tillit til sérstöðu vissra landshluta. Að öðru leyti tel ég, að íslenzku togararnir þyrftu að hafa sama rétt til veiða með botnvörpu og flot- vörpu við strendur landsins og þeir höfðu frám til ársins 1952. — Hér er um tvo kosti að velja: að leggja íslenzku tog- araútgerðina að velli með því að hnika engu til, eða kema til móts við þarfir hennar með því að skila henni aftur hluta af því, sem áður hefur verið af henni tekið. Það er unnt að gera öðrum að meinfanga- lausu. — Að sjálfsögðu verði þá jafnframt gerð sama breyting á regium um botnvörpuveiðar vélbáta. Sverrir Jnlíusson, formaðnr Eandssambands ísl. útvegs- manna, gaf eftirfarandi svar: — Árið 1957, þegar sjávar- útvegsmáiaráðuneytið boðaði til ráðstefnu um útfærslu fisk- veiðitakmarkanna, þá sagði ég, að að því myndi koma að tog- veiðar yrðu leyfðar í einhverj- um mæli innan fiskveiðimark- anna, þegar sú útfærsla, sem þá var ráðgerð, kæmi til fram- kvæmda. — Ég er ennþá á þeirri skoð un, að það sé sjálfsagt að leyfa . togveiðar á vissum svæðum og vissum tímum innan núver- andi fiskveiðitakmarka undir vísindalegu eftirliti. — Á þessari stundu hef ég ekki tillögur fram að færa í smáatriðum, en tel rétt að leit að verði eftir tillögum fróð- ustu manna svo bæði togarar og a.m.k. smærri bátar geti hagnýtt sér þann hagnað sem útfærsla landhelginnar hefur haft í för með sér. — Við ísiendingar höfum unnið stóra og mikla sigra í sambandi við útfærslu land- helginnar og vissulega er það rétt, sem Jón Jónsson, fiski- fræðingur, sagði á sinum tíma, að við værum ekki að færa út landhelgina vegna fisksins sjálfs heldur til að geta hag- nýtt okkur þau auðævi innan þeirra marka, sem skynsam- legt er taiið á hverjum tíma. Móðir reynir að ná barni frá fósturforeldrum SÍBASTI.IÐINN snnnadag var gerð tilraun til að nema finriini ára gamlan dreng á brott af beimiii fósturforeldra sinna norður á Sauðárkróki. Vegna beimilisástæðna hefur birting fréttarinnar dregizt, en hér verð- ur sagt frá höfuðatriðum máls- ins. Bam það, sem bér um ræðir, er sonur íslenzkrax konu oig út- lends eiginmanns hennar, en þau hafa nú slitið samvistum. Við skjlnað hjónanna ráðstafaði Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þremur börnum þeirra árið 1962. Drengnum var komið í fóstur hjá hjónum á Sauðárkróki. Þar hefur hann dvalizt síðan. Laust eítir hádegið á sunnu- dag var fósturfaðir barnsins á gangi ásamt drengnum, sem ér fimm ára að aldri. Ók þá bíl 1 að þeim, og út úr honum steig móð- ir bamsins. Hafði hún komi'ð þangað norður um morguninn ásamt karlmanni. Vildi bún fá drenginn til að þýðast sig og koma með sér inn í bilinn, en eitth'vað mun það hafa gengið stirðlega. Kom þá ferðafélagi hennax út úr bílnum og bland- aði sér í miáJi'ð. Elkki ber aðiljum saman um næstu atburðL Fóst- urfaðirinn segir, að maðurinn hafi spurt sig, hvort hann viJdi ekki Iáta barnið af hendi með góðu. Þegar hann neitaði því, hafi maðurinn greitt sér hvert höggið á íætur öðru. Ma'ðurinn ber hins veigar, að hann hafi stjakað við fósturföðurnum, unz barnið var laust. Aila vega náðu þau barninu inn í bilinn og óku í burtu. Fósturfaðirinn kærði bamsrán og líkaimsárás til sýslumanns. Voru gerðar ráðstafanir til að stöðva bíl fólksins á suðurleið. Bill þeírra íannst skammt norð- an Varmahiíðar, þar sem þau (höifðu ekið út aí veginum og sátu föst i skafli. 10 ára gömui dóttir konunnar og systir drengsins var með í förinnL Eftir nokkurn mótþróa karimannsins var fólk- ið allt fiutt aftur til Sauðárkróks þar sem drengurinn var afhent- ur fósturforeldruim sínum. Yfir- heyrsiur fóru fxam á sunnudag og mánudiag. Ber talsvert á milli í framburði málsaðilja, og mun t.d. ekki hafa komið glöggt fram, hvort ferðaféiagi konunnar er núverandi eiginmaður hennar eða ekki. — Málið «nu» nú verða sent saksóiknara ríkisins. Ummæli Izvestia Izvestia, málgagn sovézku stjórnarinnar, gerði í dag að um- talsefni stefnu brezku stjómar- innar í heimsmálunum og sagði að verkamannastjórnin fylgdi sömu heimsveidisstefnu í málum landanna austan Súez-skurðarins og ihaldsstjórnin, sem áður hefði setið að völdum í Bretlandi. — Þjóðkirkjan tekur við ráðlegginga- stöð um fjölskylduáætlan- ir og hjúskapar- vandamál EINS og kunnugt er af fréttum, hóf Félagsmálastofnunin rekstur ráðleggingarstöðvar um fjöl- skylduáætlanir og hjúskapar- vandamál á sl. vori. Um líkt leyti bauð Félagsmálastofnunin þjóð- kirkjunni að taka við þessari stöð til fullra eigna og umráða. Biskup og Kirkjuráð ákváðu að þiggja þetta boð, og hinn 4. janú- ar sl. fór fram formleg afhending stöðvarinnar. Hannes Jónsson, fé- lagsíræðingur, íorstöðumaður Fé- lagsmálastofnunarinnar, afhenti ráðleggingarstöðina, og biskup- inn, herra Sigurbjöm Einarsson tók við henni fyrir hönd þjóð- kirkjunnar. Læknir stöðvarinnar verður á- fram Pétur H. J. Jakobsson, yfir- læknir, og honum til aðstoðar Steinunn Finnbogadóttir, ljós- móðir. Prestur stöðvarinnar hef- ur verið ráðinn fyrst um sinn sr. Hjalti Guðmundsson. Ráðleggingarstöðin er til húsa að Lindargötu 9, 2. hæð (Lindar- bæ). Viðtalstími læknis er mánu- daga kl. 4—5. Viðtalstími prests er þriðju- daga og föstudaga kl. 4—5. (Frá biskupsstofu). SAMSÆRI Budapest, (NTB): FIMM Ungverjar bafa hlotið frá tíu mánaða til tíu ára fang elsisdóma fyrir samsæri. — Leiðtogi þeirra er dr. Ferene Metheovits.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.