Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 15
JLaugaraagur lö. jamiar 1965 MORGU NBLAÐIÐ 15 Símamaður fékk höf- uðhögg uppi í staur Snjóbill sækir sjúklinga AKUREYRI 14. jan. — Snjóbíll Flugbjörgunarsveitar Akureyrar fór í gær út að Dal í Höfðahverfi o.g sótti þangað veikan mann sem komast þurfti í sjúkrahús. Gekk ferðin vel, en hún tók tæpa 4 tíma hvora leið. Gífurlegt fannfengi er nú í Höfðahverfi og þar hefur snjóað nærri látlaust í samfellt 4 daga. Segja má að samgöngur á landi liggi niðri. Enginn vöruskortur er þó á Grenivík, en legið hefur við mjólkurleysi. Vélbáturinn Sævar fór í dag til Akureyrar með farþega og flutti mjólk og aðrar vörur til baka. Símabilanir hafa verið miklar og erfitt um viðgerðir vegna ó- færðar og ótíðar og símasamband ið lélegt. Svo illa vildi til um daginn, er símstöðvarstjórinn á Grenivík, Magnús Jónsson, frá Skógi, var að vinnu uppi í staur, að símaiþráður, sem verið var að strengja, festist á staurstagi, en hrökk allt í einu laus og slóst í höfuð Magnúsi. Hlaut hann skurð í andliti og mikið höfuð- högg og féll fram á símalínurnar, en datt ekkj ofan úr staurnum. Læknir varð að sauma saman skurðinn á andlitinu. Snjóbíll kemur í góðar þarfir. Snjóbíll flugbjörgunarsveitar- innar hefur komið í góðar þarfir eftir að vegir tepptust milli jóla og nýjárs, en til hans er þó að- eins gripið þegar mikið liggur við. Hann flutti viðgerðarflokka rafveitu og síma út með austan- verðum Eyjafirði þegar bilanirn ar urðu mestar í desembermán- aðarlok, sótti brennt bam að Skriðulandi við Hjalteyri á gamlaársdag og sængurkonu að Lækjarmóti í Köldukinn 4. jan. svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem hann sótti sjúklinginn að Dal í gær, eins og áður er getið. Bifvélavirkjarnir Bragi Svan- laugsson og Svanlaugur Ólafsson sjá um rekstur bíLsins. Þeir eru nú að vinna við yfirbyggingu há- fjallabíls fyrir flugbjörgunarsveit Akureyrar, en hún á tvo slíka (Dodge Weapon). — Sv.P. Nýr sorpblll á Akranesi AKRANESI, 14. jan. — Nýverið hafa verið teknir í 'notkun í Bjarnalaug tveir 40—50 manna búningssalir, annar fyrir karla, hinn fyrir konur. í hverjum bún- ingssal eru 17 klæðaskápar. . Nýr sorphreinsunarbíll, sænsk- ur Volvo, hefur verið keyptur til bæjarins, sá gamli orðinn 10 ára og úr sér genginn. Sá nýi tekur 5 tonna þyng í ferð. Greiður eru innbyggðar, vélvirkar, sem jafna til sorpið jafnóðum og í bílmag- ann kemur. Sjálfur kassinn vegur 3 tonn. Áhöfnin er 3 menn, bíl- stjóri Þorsteinn Magnússon. Nýi sorpbíllinn kostaði 830 þús. kr. — Oddur. KEFLAVIK — SUÐURNES Mánudaginn 18. janúar hefst okkar árlega ÚTSALA Gerið géð kaup Hefst h manuda^ Herraföt frá 1000,— Frakkar frá 900,— Stakir jakkar frá. 800,— Skyrtur frá 50,— Sokkar frá 30.— Drengjaföt frá 900,— Drengjabuxur frá 175,— Drengjaskyrtur frá 85.— Drengjapeysur frá 150.— Drengjablússur frá 210,— Kvenkápur frá 1000,— Kvenkjólar Kvenundirkjólar frá 50,— Kvenblússur frá 290,— Kvenstakkar frá 20,— Telpnapeysur frá 100,— Ullarteppi Terylenebútar 4 LESBÓK BARNANNA Hector Malot: Remi og vinir hans 14. Einu sinni sagði ég bonum, hvað mér þætti Igaman að heyra hann syngja. Þá varð hann mjög alvarlegur. „Eitt sinn söng ég fyrir fursta og konunga", sagði hann. „En ég missti röddina og nú verð ég að flakka um á þjóðvegunum". f október komum við til Biarritz og þar vorum við í hálft ár. Það var bað- staður, þar sem ríkisfólk eyðir vetrinum, í mildu og þægilegu loftsilagi. Sérstaklega voru þar margir Englendingar. Þeir gáfu mér sælgæti og pen- jnga, þegar við sýndum, en ég gat ekki skilið mál þeirra. Vitalis keypti þá enska lestrarbók hjá fornbók- sala- og tók að kenna mér ensku. Með vorkomunni tóku baðgestirnir að tínast á brott og Vitalis fylgdi þeim. Janko, hundarnir oig ég tókum aftur upp flökkulífið. 15. Seinna fórum við norður á bóginn. En um þetta leyti lentum við í slæmri klípu. Það gerðist í borg skammt frá Biarritz. Meðan á sýningu stóð | kom lögregluþjónn til ! Vitalis og sagði: ..Hund- arnir yðar eru ekki með munnkörfu, en það eiga þeir að vera samkvæmt lögreglusamþykktinni“. Áhorfendur létu í ljósi óánægju yfir þessari truflun á sýningunni, en allt í einu fóru allir að hlægja. Janko stillti sér upp óg apaði allar hreyf- inigar lögregluþjónsins eftir honum. Lögreglu- þjóninn varð öskureiður, þegar hann sá, að hann varð að athlægi. Ég hló líka og þá barði hann mig með prikinú sínu. SKRÝTLA Móðirin: „Hvaða gaura- gangur er þetta í köku- skápnum mínum?“ Óli: (innan úr búrinu) „Það er ég, mamma, ég er í hörkuslag við freist- ingarnar". 9. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 16. jan. 1965

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.