Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. Janúar 1965 MORGU NBLAÐIÐ 13 Á aö leyfa íslenzkum fiskiskipum veiöar með botnvörpu innan fiskveiðimarka landhelginnar? Framhald af 11. siðu. anfarin ár, með botnvörpu, þá er eðlilegt að veita botnvörp- unni aukið eða frjálst svig- rúm innan íslenzkrar fiskveiði lögsögu. — Mitt sjónarmið er, að fiskveiðar verði stundaðar eins arðbærar og framast er mögulegt að gera hverju sinni. Séu takmarkanir nauð- synlegar á veiðarfærum til að ná þessum árangri fyrir heild- ina verður að setja nauðsyn- legar reglur varðandi notkun þeirra. Jón Jónsson, forstjóri Fiski- deiidar, gaf blaðinu þessi svör: — Það er skoðun Fiskideild- ar að nýta beri eftir beztu getu og því sem fiskstofnarn- ir frekast þola, allt svæðið innan 12 mílna fiskveiðilög- sögunnar. — Dragnótaveiðar á grunn- miðum eru að áliti Fiskideild- ar skynsamleg ráðstöfun til þess að nýta sem bezt fisk- stofnana á þessu svæði og ekk ert hefur ennþá komið í Ijós er bendir til þess að veiðar þessar hafi skaðleg áhrif á þá fiskstofna, sem hér um ræðir. — Möguleikar til dragnóta- veiða eru ekki fullnýttir enn- þá, en þess verður að vænta að afstaða manna til þessa veiðarfæris mótist af meiri skynsemi en verið hefur hing- að til, þegar komin er frekari reynsla af veiðunum. — Að því er snertir frekari beitingu botnvörpu innan fisk- veiðilögsögunnar, þá er æski- legast að til að byrja með sé sótt í eldri hluta . stofnsins, þ. e. fisk, sem orðinn er kyn- þroska. Hér er því aðallega um að ræða hrygningarsvæð- in 1 hlýja sjónum allt frá Hornafirði og vestur að Snæ- fellsnesi. — Þær tegundir sem hér yrðu aðallega nytjaðar eru þorskur og ýsa. — Fiskideildin telur að auka megi sóknina í hinn kyn- þroska hluta þorskstofnsins um a.m.k. 20% frá því sem nú er, án þess að honum verði misboðið. Raunar er hér mið- að við meðalsókn nokkurra ára áður en 12 mílna fiskveiði- lögsaga tók gildi fullkomlega og ber því að telja umrædda sóknaraukningu sem lágmark, vegna þess að allir útlending- ar eru nú horfnir af þessum miðum. — Það er ekki ástæða til þess að ætla að viðkomu stofns ins sé stefnt í voða með auk- inni sókn á hrygningarstöðv- um hans. Eins og nú er hátt- að mun veiðast á hverri ver- tíð 40—50 % af þeim f iski, sem kemur til hrygningar. — Endanlegar tölur eru enn þá ekki fyrir hendi um heild- arþorskveiði íslendinga og út- lendinga á sl. vetrarvertíð, en það er ekki fjarri lagi að áætla, að fyrstu fimm mánuði ársins hafi aflast um 300 þús. tonn af óslægðum þorski og að hlutur okkar í þeirri veiði sé um 80%. — Samkvæmt lengdardreif- ingunni mun þessi tonnafjöldi samsvara um 43 milljón fisk- um og má því reikna með að a.m.k. jafnmargir fiskar hafi ekki veiðzt og því getað lagt sinn skerf til viðhalds stofnin- um. Meðaleggjafjöldi í hverri hrygnu var 3—4 milljónir og mun því láta nærri að 75— 100 milljón milljón eggjum hafi verið gotið. —Það er því greinilega vel séð fyrir framtíð stofnsins, jafnvel með meðal hrygning- arstofni. Hinsvegar koma hér til greina ýmiss ytri skilyrði sem orsaka sveiflur . í styrk- leika hinna ýmsu árganga, al- gerlega óháð sókn veiðanna í stofninn. Að því er snertir þorskinn, geta þessi ytri skil- yrði orsakað sveiflur í stærð árganganna er nema allt að einum á móti fimmtíu. — Rannsóknir á ýsustofnin- um benda til þess að hann sé í vexti og ekki ofnýttur. Sveifl ur í árgangaskipan eru hér tíðari en hjá þorskinum, en ýmislegt bendir til þess að hinn kynþroska hluti þessa stofns sé minna nýttur en þorskurinn. — Það álit fiskimanna, að dragnót og botnvarpa eyði- leggi „gróður“ botnsins, er byggt á misskilningi. Hinn raunverulegi gróður á botnin- um, þang og þari, nær ekki lengra niður en 30—40 metra, vegna þess að geisla sólarinn- ar gætir ekki dýpra, og allir, sem til þekkja, vita, að fisk- veiðar með botnvörpu og drag nót eru ekki stundaðar í þessu gróðurbelti Það, sem fiski- menn nefna gróður, eru hins vegar dýr af ýmsu tagi, smá- dýr úr flokki kóralla og marg- littna, sem oft lifa saman í bú- um, er mynda greinar og jafn- vel stærri hríslur. Þessi dýr hafa sárálitla þýðineu, ef þá nokkra, sem fiskafæða. — Þau dýr, sem lifa á sand- og leirbotni og þýðingu hafa fyrir nytjafiska okkar, eru t.d. ails konar skeldýr: kúskel, tígulskel o.fl. Þessum skelium er engin hætta búin af tog- veiðum; þær eru veniuleea niðri í leirnum og verður fisk urinn því að róta þeim unp til bess að ná þeim, og koma botnvarnan oe drasnótin hon- um bar til hiáinar, að svo miklu levti sem þær róta upp botninum. — jAðrar dvrateeunðir sem lifa á botnínum og þvðiomi þata sem fiskaf"°ða, eru t.d. alls konar slöneustiörnur. krabbadyr og marear t°«und- ir af ormum. og má h'klaust fullvrða. að bessum dvrum sé enein hmtta búin af dragnót og bntnvörpu. — Það er ástaeða til bocss að taka hér skvrt fram að tn»- veiðar eru í siólfu sér alls ekki hættuleeri fiskstofninum en aðrar vpiðar, séu b-»r stund aðar á réttan hátt. Þáð er rétt, að með lítilli möskvastærð er hægt að hlífa smáfiskinum. M.jög yfirgripsmiklar rann- sóknir, bæði hér við land og annars staðar, hafa sýnt, að náið samhengi er á milli þess fisks, sem fæst í botnvörpu og dragnót og möskastærðarinn- ar. Fram til ársins 1954 var möskvastærðin hér við land 70—80 mm, en er nú orðin 120 mm. Það má nefna að með 70 mm möskvastærð sleppur að- eins þorskur undir 22 cm úr pokanum, en úr p.oka með 120 mm möskvastærð sleppá allir fiskar undir 38 cm. — Að lokum er rétt að benda á, að sóknin í fiski- stofna okkar á grunnmiðum í dag er á engan hátt sam- bærileg við það sem var, áð- ur en landhelgin jvar færð út og útlendir togarar stunduðu veiðar inn að þrem mílum og hver gat haft þá möskva- stærð, sem honum sýndist. Það er sjálfsagt að fara að öllu með gát, en hitt er jafn slæmt að nýta ekki til fulls afkasta- getu stofnanna. Við vitum, að hjá fullorðna þorskinum t.d. hirðir náttúran sjálf einn fisk á móti hverjum fjórum sem við tökum og að þetta hlutfall er enn hagstæðara fyrir nátt- úruna hjá yngri hluta stofns- ins. — Frá stærðfræðilegu sjón- armiði eru tvær meginreglur um nýtingu fiskstofnanna: Hrygningarstofninn verður að vera það stór að viðkomu stofnsins sé ekki stefnt í voða af þeim sökum og fiskurinn verður að fá að ná þeirri stærð að hann gefi af sér há- marksarð. Það er engin ástæða til þess að láta hann lifa eftir að hann hefur uppfyllt þessi tvö skilyrði. — Hvaða veiðarfæri er not- að til þessa er í raun réttri líffræðilegt vandamál. Þorsk- ur sem veiddur er af botn- vörpu er ekki dauðari en þorskur sem tekinn er á hand- færi. Réttlát skipting veiði- svæðanna milli einstakra veið arfæra er því eitt af brýnustu vandamálum íslenzkrar út- gerðar í dag. þannig, að við ætluðum að nýta hana til eigin þarfa. — A haustin vantar okkur verkefni fyrir smábátana, þ.e. báta frá ca. 12—50 tonn og jafnvel upp í 100 tonna báta, og einnig hráefni fyrir frysti- húsin, því reynslan sýndi sl. haust að síldin gaf sig ekki til svo æskilegast hefði verið að leyfi hefði verið veitt fyr- ir botnvörpubátana innan land helgi. — Frá febrúarbyrjun til 15. maí væri ekki óæskilegt, að taka eitthvað af þeim afla sem þá gefst í botnvörpu og tryggja með því betra hráefni heldur en netin gefa. — Botnvarpan er ódýrt veið arfæri, krefst ekki mikils mannafla og síðast en ekki sízt skilar 1. flokks hráefni. Kristján Jóhannsson, sjó- maður, svaraði spurningu blaðsins á eftirfarandi hátt: — Það liggur í augum uppi, að nauðsynlegt er að opna landhelgina á vissum tímum og á vissum svæðum. Reynsl- an frá sl. hausti sýndi, að tals- vert ýsumagn var á línunni og innan við hana, sem tog- ararnir náðu ekki, en sjómenn urðu varir við. Og frá sjón- armiði okkar Islendinga er ekki ástæða til að láta hana fara út til að Englendingurinn taki hana, enda hef ég alltaf skilið útfærslu landhelginnar Loftur Bjarnason, formaður Félags ísl. botnvörpuskipaeig- enda, svaraði spurningunni þannig: — Ég tel, að nauðsyn beri til þess að friða aðalhrygn- ingarstöðvar nytjafiska hér við land fyrir allri veiði með botnvörpu, flotvörpu, drag- nótum, síldarnótum, þorska- nótum og þorskanetum. — Að öðru leyti tel ég að íslenzk fiskiskip eigi öll að hafa sama rétt til fiskveiða í íslenzkri landhelgi. — íslenzka togaraútgerðin er nú að þrotum komin, vegna þess að tekin hefur verið af henni rétturinn til fiskveiða á meginhluta fyrri fiskimiða með útfærslu landhelginnar. Þetta verður að leiðrétta með því, að hún haldi fyrri rétti, án fjarða og flóa, sem henni ber eins og öðrum landsmönn- um, nema fullar bætur komi fyrir réttindasviftinguna. — Því hefur verið kastað fram af þeim sem vilja tog- araútgerðina feiga, að ísl. tog- ararnir veiði með gömlum og úreltum tækjum, og að betur myndi aflast á skuttogara. — Þetta. er ekki rétt. fs- lenzku togararnir eru útbún- ir með fullkomnustu tækjum og veiðarfærum, hliðstætt við það, sem er á togurum ann- ara þjóða. Skuttogarar eru að- allega reknir sem-verksmiðju- skip, sem ætluð eru til langs úthalds á fjarlægum miðum, og mjög dýrir í stofnkostnaði og rekstri, og henta því ekki þeim þjóðum, sem skammt eiga að sækja á beztu fiskimið in, og geta unnið aflan heima. — íslendingar þurfa að at- huga vel hvort hyggilegt sé, að leggja togaraútgerðina að velli með því að svifta hana þeim rétti til fiskveiða við landið, sem hún naut til skamms tíma og gerði henni kleift að vera um hálfrar ald- ar skeið aðalhornsteinninn undir framförum landsins. — Úr því fæst skorið á næstu mánuðum hvort tog- araútgerðin á að hverfa úr sögunni eða fá aftur tækifæri til þess að verða einn traust- asti þátturinn í sjávarútvegi íslendinga. Magnús Z. Sigurðsson, for- stjóri Atlantors h.f., sagði eft- irfarandi: — Með útfærslu fiskveiði- takmarkanna í 12 mílur var stígið stórt og heillavænlegt spor til að skapa íslenzkum fiskveiðum tryggari grund- völl en þær áttu áður við að búa. Því var þá haldið fram með réttu, að með því að banna allar togveiðar innan 12 mílnanna, væri verið að koma í veg fyrir að ungfisk- urinn væri drepinn áður en hann næði fullum eða nægi- legum þroska. Yeiðibannið gilti þannig jafnt fyrir íslenzk skip sem erlend, er veiddu með botnvörpu. — Á þeim fáu árum, sem liðin eru síðan 12 mílna mörk- in gengu í gildi, hefur komið greinilega í Ijós, að fisksæld hefur aukizt á hinum friðuðu svæðum. Þetta kemur fram í aukinni veiði með öðrum veiðarfærum en botnvörpu. Þannig er augljóst, að friðun- in hefur þegar borið veruleg- an árangur. — Tilgangurinn með út-. víkkun fiskveiðitakmarkanna var auðvitað sá — þegar litið er á lengri tíma — að tryggja íslenzkum fiskiskipum að þau sætu ein að miðunum á þess- um svæðum. En það mun hafa þótt nauðsynlegt að banna skipum allra landa togveiðar á þessum svæðum um nokk- urn tíma. — Það er að sjálfsögðu helzt á færi fiskifræðinga okk ar að dæma um það, hvort nú er kominn tími til að byrja aftur togveiðar innan fisk- veiðilögsögunnar án þesS að fiskistofninum sé af því hætta búin. Sennilegt tel ég þó, að ekki fáist úr þessu skorið nema með tilraunum. Þess vegna tel ég, að rétt sé að heimila nú þegar smærri bát- um togveiðar á vissum svæð- um og á vissum tímum til reynslu, t.d. í 2—3 ár til að byrja með og dæma síðan eft- ir þeirri reynslu og taka ákvarðanir fyrir framtíðina samkvæmt henni. — Afkoma fjölda smærri báta, sem ekki hafa aðstæður til að sækja á fjarlæg mið, mundi væntanlega gjörbreyt- ast til hins betra, ef þeir gætu stundað togveiðar innan 12 mílnanna, en eins og kunnugt er, eru slíkir bátar nú reknir með stórkostlegu tapi. Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.