Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 1
24 síour 52. árgangur. 14. tbl. — Þriðjudagur 19. janúar 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líf Sir Winstons f jarar hægt út London, 18. jan. — AP-NTB LÆKNAR í London telja víst, að líf Sir Winston Churchill muni fjara hægt og rólega út, úr því sem komið er. I til- kynningu Morans lávarðar í kvöld — sem lesin var klukku stund seinna en vænzt hafði verið — sagði að Sir Winston hefði átt rólegan dag og líðan hans væri óbreytt frá því í morgun. En þá var sagt, að hann hefði sofið rólega í nótt, en væri nokkuð máttfarnari. Að öllu óbreyttu verður ekki gefin út tilkynning um líðan hans fyrr en á hádegi á morg- un. — Eiginkona Sir Winstons Chur- chills, lafði Clementine, hefur vart vikið frá sjúkrabeði manns síns frá því hann veiktist S.l. föstudag. Á laugar daginn brá hún sér þó að heiman stundarkorn —• og var þá þessi mynd tekin. — Til vinstri er leynilögreglumaður inn Murray sem jafnan er í fylgd með Churchill. Thor Thors minnst á Allsherjarþingi S. Þ. - sem kom saman á ný í gær Ótfast átök vegna fjár- hagsvandrœða S.Þ. Tönnes Andenæs ráðgjafi norska menntamála- ráðh errans Tönnes Andenæs, forstjóri háskót'ibokaforlagsins < Osló var s.l. föstudag skipaður „statssekretær" þ.e. persónu- legur ráðgjafi norska mennta málaráðherrans, Helge Sivert sen. Mun aðal verkefni hans vena að f jalla um málefni hins nýstofnaða norska menningar sjóðs, sem ætlað er það hlut- verk að styrkja listir og al- menn menningarmálefni í Noregi. Tönnes Andenæs er fslend ingum að góðu kunnur. Hann hefur oft dvalizt hér á landi, á hér marga vini og er sjátf- ur mikill vinur íslands. Hann er formaður norsk-islenzka fé lagsins í Osló. New York, 18. jan. — (AP) ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna kom saman að nýju í dag kl. 3.25 að stað- artíma. Hófst fundur þingsins með því að Alex Quaison- Sackey, forseti, minntist hins nýlátna formanns íslenzku sendinefndarinnar, Thors Thors. Kvaðst hann fyrir hönd Allsherjarþingsins flytja aðstandendum hans samúðar- kveðjur og bað þingheim heiðra minningu hins látna með því að rísa úr sætum. Hannes Kjartansson, sem nú gegnir störfum formanns, þakkaði fyrir hönd íslands. Forseti minntist einnig hins myrta forsætisráðherra Bur- undi og harmaði örlög hans. Óttast er að fjárhagsvand- ræði Sameinuðu þjóðanna verði tilefni átaka milli full- trúa Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna áður en langt um líður. Blæs nú ekki byrlega fyrir samtökunum, þar sem þau hafa nú aðeins yfir að ráða 14 milljónum dollara, að því er U Thant framkvæmda- stjóri upplýsti í ræðu sinni í dag. — Á dagskrá fundarins í dag voru einungis ræður þeirra Quai son Sackey, forseta og U Thants, frkv. stj. Á morgun hefjast stjórnmálaumræður og er full- trúi Bretlands Caradon, lávarð- ur, fyrstur á mælendaskrá. Mun hann gera fjármál S. P. að um- ræðuefni. ? • O Allar tilraunir til að leysa fjárhagsvandræði samtakanna hafa farið út um þúfur. Banda- ríkin, Bretland og fleiri vestræn ríki halda nú fast við þá kröfu sína, að þau aðildarríki, er skuldi tveggja ára tillög til samtakanna verði svipt- atkvæðisrétti á Alls- herjarþiriginu í samræmi við 19. grein sáttmála S. Þ. Þau ríki sem svo er ástatt um eru nú Sovét- ríkin séx A-Evrópuríki — Framh. af bls. 3' Eiginkona Churchills, lafði Clementine hefur vart vikið frá sjúkrabeði hans. Og börn þeirra, Randolph, lafði Sarah Audley og frú Mary Soames hafa stöðugt samband við heimilið að Hyde Park Gate 28. Churchill svaf rólega í nótt Með líðan hans fylgdust gjörla hjúkrunarkonur þær, sem hafa stundað hann síðasta árið. í morgun kom læknirinn i vitjun og stóð við hjá sjúklingnum i hálfa klukkustund. Hann vildi fátt segja fréttamönnum, en haft er eftir áreiðanlegum heimild- um, að heilablóðfallið hafi haft áhrif á alla líkamsstarfsemi sjúkl ingsins. Segir, að Sir Winston geri sér ekki ljost, hvernig kom- ið er — en sýni eftir sem áður það mótstöðuafl, sem einkennt hafi líf hans allt. í>ó megi telj- ast óhugsandi, að maður á svo háum aldri geti unnið bug á slík- um sjúkdómi. —•— Símskeyti, bréf, póstkort og blóm berast stöðugt til Hyde Park Gate 28 hvaðanæfa að úr heiminum. í gærkveldi höfðu safnast úti fyrir húsinu um það bil fimm hundruð manns. Er á leið kvöldið fækkaði smám sam- an í hópnum, en þó stóð all margt manna, auk fréttamanna frá ýmsum löndum þögulir úti fyrir húsinu í alla nótt, þrátt fyrir rigningu og kalsaveður. Meðal þeirra, sem komu til Hyde Park Gat 28 í dag voru frú Mary Soames, og maður hennar Ghristopher Soames, ásamt fjór- um börnum þeirra, — og Winst- on Spencer Churchill, 22 ára, sonarsonur sjúklingsins. • Wilson frestar Þýzkalandsför Wilson, forsætisráðherra til- kynnti í dag, að frestað yrði út- varps- og sjónvarpsræðu þeirrl er hann hugðist halda á þriðju dagskvöld um aðgerðir stjórnar- innar til að efla brezkan útflutn- Framhald á bls. 28 Árás nazista á sr. King Selma, Alabama 18. jan. AP-NTB ÞAÖ bar við í dag, er Nóbels- verðlaunahafinn sr. Martin Lut- her King, var að skrá sig á gisti- hús eitt í Selma, þar sem ein- göngu hvítir menn hafa fengið aðgang til þessa, að ungur banda- riskur nazisti réðist á hann með barsmiðum. Féll sr. King við, Framhald á bls. 23. Krúsjeff rauk burt í fússi - segir Ekstrabladet ef tir dönsk- um vini Sovétleiðtagans Kaupmannahöfn, 18. jan. — (NTB) — „EKSTRABLADET" í Kaupmannahöfn hefur í dag eftir dönskum vini Nikita Krúsjeffs, að Sovét- leiðtoginn fyrrverandi hafi sagt af sér embættum sín- um í ofsareiði og komið með því nánustu samstarfs mönnum sínum algerlega á óvart. Sé sú skýringin á því hversu langur tími leið, þar til skýrt var frá því, hverjir hefðu tekið við af honum. Blaðið segir, að umræddur Dand sé einn aif nánustu vin um Krúsjeffs og haifí heim- sótt hann eftir að hann fór fré vödduim, fyrstuir vest- rænna manna, en birtir ekki niafn hams. Samkvæmt 'hans frasögn hafi Krúsjeftf horfið af sviði stjórnimálanina von- svikinn og bitur. Haíi ihann orðið æíareiður á fundi í stjórn Æðsta ráðsins, þar sem stefna hans var gagn- rýnd — r>g nokið út aí fumd iniuim með orðunium „þá fer ég". Segir blaðið, að þeir, sem eftir sátu, hafi verið gapandi a£ undrun, — við- brögð forsætisráðlherrains hafi komið þeim mjög á ó- vart og þeir hafi í fyrsrtu ekki haft hugmynd um, hvaö tid bragðs ætti að taka. Að sögin „Ekstrabladet" hafði Leonid 3rezhnev lagt fram fyrirsögn uim það, hvort fyrir hendi væri fé tM þess að standa straium atf kxforði Krúsjeffs við Nasser um 18 milljarða króna (ísl) fjárveitingu til Aswanstifl- unnar. Við atkvæðagreiðslu um iþað, hvort loforð þetta skyídi efnt, voru aðeins þrir stjwnarmeolimir því með- mæltir. Nokkru síðar hafði Miko- jan spurt hvort stjórnin hefði verið saimþykk for Alexei Adsjubei ritstjóra „Isvestija" og tengdasonar Krúsjeffs til Bonn, — og því svoruðiu aðeins tveir játandi. Þá hafði Krúsjeff spurt hinn reiðasiti, hvort stjórnin væri yfirleitt samþykk utamríkis- stefnu hans. Atkvæða- greiðsia leiddi í ljós, að stefna hans átti aðeins einn fylgismann. — Stundarkorni síðar fóo- Krúsjeff út með fyrrgireindum umimælum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.