Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 2
2
MORGU NBLADIÐ
Þriðjudagur 19. janúar 1965
Lán Stofnlánadeildar landbún-
aöarins nær 110 millj. kr.
Starfsemi BúnaðarbaTskans í örum vexti
BANKASTJÓRN BÚNAÐAR-
BANKANS hefur lagt fram
retkninga bankans fyrir s.l. ár.
Þar kemur fram, að starfsemi
bankans er i mjög örum vexti og
hefur heildarvelta bankans auk-
izt um 18:50% frá árinu áður og
varð nú 28.3 milljarðar kr. Stofn
lánadeild Iandbúnaðarins veitti
á árinu samtals 1399 lán að fjár-
hæð 102:5 miUj. kr. I»á hefur að-
staða bankans gagnvart Seðla-
bankanum batnað mjög á árinu.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
bankans.
Á fundi bankaráðs Búnaðar-
banka Islands sl. fimmtudag
lagði bankastjórnin fram reikn-
inga bankans fyrir árið 1964.
Starfsemi bankans 'hefir auk-
izt mjög mikið á árinu. Heildar-
velta bankans varð 28,3 milljary-
ar króna, og er það 18,5% aukn-
ing frá árinu óður, en það ár
varð aukningin 11,3%.
Yöxtur sparisjóðsdeildar bank-
ans varð meiri en nokkurt ár
áður. Samtals varð aukning inn-
stæðufjár í bankanum um 2(29
millj. króna eða rúm 34%, en eif
frá er dregi'ð innstæðufé spari-
sjóða þeirra, er bankinn yfirtók
á árinu, eins og þeir voru við
yfirtökuna, varð hrein aukning
innstæðufjár 170,4 millj. en varð
á árinu 1963 alls 73,8 millj.
Heildaraukning sparifjár varð
144,6 millj. eða 23%. Veltiinnión
jukust um 25,8 millj. Heildarinn
stæður í bankanum námu í árs-
lok 912 millj. kr.
Reksturshagnaður sparisjóðs-
deildar varð 3,2 millj. kr. Eigna-
aukning bankans á árinu vadð
24,3 millj. kr., þar af eignaaukn-
ing Stofnlánadeildar landibúnað-
arins 23 millj. kr.
Er hrein eign stofnlánadeildar
nú 57,7 millj. kr.
Búnaðarbankinn setti á stofn
þrjú.ný útibú á árinu. á Sauðár-
króki, Stykki9hólmi og Hellu.
Yfirtóku útibú þessi jafnframt
starfsemi sparisjóða á viðkom-
andi stöðum. Starfrækir bank-
inn nú sex útibú utan Reykja-
víkur. Hefir orðið mjög hagstæð
þróun hjá útibúum bankans á
árinu, og innlánaaukning útibú-
anna orðið samtals rúmar 50
milljónir króna.
Véðdeild bankans lánaði á ár-
inu til jarðakaupa 83 lán, sam-
tals að fjárhæð 5,6 millj. kr. Er
það jafnhá upphæð og árið áðuv.
Stofnlánadeild land/búnaðarins
lánaði á árinu 1964 sámtals 1399
lán, að fjárhæð 102,5 millj. kr.
Hannes Kjartansson
Formadur sendi-
nefndar íslands
hjá S. Þ.
BLAÐINU barst í gær svofelld
fréttatilkynning frá utanríkis-
ráðuneytinu:
„Hannesi Kjartanssyni aðal-
ræðismanni íslands í New York,
sem um mörg undanfarin ár hef-
ur átt sæti í sendinefnd fslands
hjá Sameinuðu þjóðunum hefur
verið falið að vera fyrst um sinn
formaður sendinefndarinnar.
Gekk 5 km. skíðagönguna
92 ára gamall og fótlama
Akureyri, 18. jan.
UNGLINGU'R á tíræðLsaldri
Páll Jónatansson, Sólvölum 8
Akureyri, vann í dag það af-
rek (þó honum sjálfum þyki
það lítið afrek) að ljúka sín-
um hluta norrænu skíðagöng-
unnar og stuðla með því að
sigri þjóðar sinnar í keppn-
inni við frændþjóðirnar um
sæmd og vaskleik. Má margur
sá sem yngri er að árum en
snauðari að metnaði hafa af
þessu dæmi Páls hina skörp-
ustu skömm meðan hann rek-
ur ekki af sér slenið og slyðru
orðið, spennir á sig skíði sín
og gengur þessa 5 kílómetra
eftir ghtrandi fannbreiðunni,
eflir með því hreysti sjálfs sín
og sóma þjóðar sinnar.
Gönguna þreytti Páll á
fþróttavellinum, en annars eru
göngubrautir á tveimur öðr-
um stöðum, og hægt að leggja
upp bæði við iþróttahúsið
uppi á Brekkunni og við skíða
hótelið í Hlíðafjalli.
Ég hitti garpinn við hús-
dyrnar heima hjá honum, þeg
ar hann var að koma þangað
úr göngunni með skíðin á öxl
inni, rjóður og sællegur, með
sólskinsbros á vöngum og blés
ekki úr nös.
— Til hamingju Páll minn,
þú ert ekki sérlega þreytu-
legur.
— Nei, nei, blessaður vertu.
Ég er ekkert þreyttari en þeg
ar ég lagði af stað. Ég held
að það sé svo sem ekki erfiði
að rölta þetta í blessuðu logn-
inu og hreina loftinu.
— Hvað hefurðu mörg ár á
bakinu?
— Ég verð 92 ára þann 7.
febrúar, og var nú að hugsa
um að láta gönguna bíða þang
að til, en þorði ekki almenni-
lega að eiga undir því að snjór
inn héldist á vellinum svo
lengi. Það er nefnilega nærri
brjósklaus annar mjaðmarlið
urinn nú orðið, svo að ég
treysti mér ekki til að ganga
annars staðar en á jafnsléttu.
Ég verð t.d. að ganga við staf
að öllu jafnaði, bæði úti og
inni. Ef mjöðmin væri í lagi
treysti mér ekki til að ganga
upp í fjall og ganga þar eins
og hinir strákarnir.
—• í>ú ert náttúrlega fædd-
ur á skíðum ef svo.má segja?
— Já, ég er búinn að ganga
mikið á skíðum, allt frá því
að ég var barn vestur á Búða-
nesi í Hörgárdal.
— Þú hefur þá þreytt nor-
ræna skíðagöngu áður?
— Já, ég hef lokið henni í
öll skiptin, segir Páll Jónatans
son í því hans snarast hlæj-
andi inn í húsið, þar sem
Gestur sonur hans og Kristín
Sigurbjörnsdóttir tengdadótt-
ir hans bíða eftir honum með
ilmandi kaffi.
Er þáð jafnhá upphæð og deild-
in lánaði árið áður.
Eftir var að afgreiða um ára-
mót lán, er numu rúmum 7 millj.
kr., sem bankastjórnin hafði sam
þykkt að veita, en annaðhvort
hafði ekki verið vitjað fyrir árs-
lok éða einstök lánsskjöl vantaði.
Afstaða bankans gagnvart
Seðlabankanum hefir enn batn-
að mikið á árinu 1964.
Innstæða á bundnum reikn-
ingi var í árslok 158,8 millj. kr.
og hafði hækkað um 61,7 millj.
kr. á árinu.
Innstæða á viðskipiareikningi
var í árslok 63,5 miiij. kr. og
hafði hækkað á árinu um 10
millj. kr.
Heildarinnistaéða Búnaðar-
bankans í Seðlabankar.um var
því í árslok 222 millj. kr.
Endurseldir afurðaiánavíxlar
námu í árslok 60 millj. kr.
Yfirdráttarskuld við Seðiabank
ann varð aldrei á árinu.
Páll Jónatansson að lokinni göngunni.
Ralph Weymouth aðmíráll.
ðbreytt starf varnarliðsins
Engin kafbátastöð í Hvalfirði
f VIÐTALI við fréttamenn sJ.
laugardag sagði hinn nýi yfir-
maður vamarliðsins, Ralph Wey
mouth aðmíráll, að hernaðarlegt
mikilvægi íslands væri sízt
minna nú en í síðustu styrjöld.
Hann sagði einnig, að ekki væri
ráðgert að gera neinar breyting-
ar á starfsemi vamarliðsins hér
eða fjölda vamarliðsmanna, og
að Bandaríkjamenn hefðu engan
áhuga á að koma upp bækistöð
fyrir kafbáta í Hvalfirði.
Rajlph Weymouth aðmíréll
!kom fréttamönnum fyrir sjónir
sem mjög traustur og aðlaðandi
maður og virðist við fyrstu kynni
vera vel til þess fallinn a'ð hafa
á hendi yfirstjórn varnarliðsins
hiér, ekki síður en fyrirrennari
hans.
Weymiouth aðmáráll var að því
spurður, hvort hann teldi mikil-
vægi íslands frá hernaðarlegu
sjónarmiði hafa minnikað frá því
sem var I síðustu heimsstyrjöld.
Svaraði hann því, að vegna legu
landsins miðja vegu milli
tveggja heimsiálfa væri það mjög
mikilvægt við varðveizlu friðar-
ins í þessum hluta heims. Með
tilkomu nýrrar tækni, svo sem
langdrægra flugvéla og eld-
flauga hefði hins vegar eðli hins
hernaðarlega mikilvægis breytzt
verulega. Mesta þýðingu nú á
tímum hefði eftirlit þáð með kaf
bátum á AtlantslhaÆi, sem varnar
liðið hér annast.
Þá vaT yfirmaður vamarliðs-
ins spurður um, hvort nokkrar
meiri háttar breytingar væru
fyrirhugaðar á starifsemi varnar-
liðsins eða fjölda varnarliðs-
manna hér á landi. Sagði hann,
áð ekkert slikt væri fyrirhugað
í náinni framtíð. Þær einu breyt-
ingar, sem gerðar hefðu verið á
herstyrk Bandaríkjamanna í
Ewrópu stöfuðu einvörðungu aí
breyttri tækni eins og til dæmis
því, að nýjar tegundir fiugvéla
leystu öðru hverju eldri gerðir
af hólmi. Það hefði hins vegar
stundum minni háttar breyting-
ar í för með sér á þeim f jölda her
manna, sem nauðsynlegt væri að
staðsetja í Evrópu. Engar slíkar
breytingar væru þó fyrirhugað-
ar hér, og yrði því herstyrkur
Bandaríkjanna óbreyttur hér í
næstu framtíð, eða um þrjú þús-
und manns.
Þegar Weymouth aðmíráll var
spurður um byggingu olíugeym-
anna í Hvalfirði sagði hann að
engu væri við fyrri yfirlýsingar
íslenzkra og bandarískra aðila
um iþetta mál að bæta. Bandarík-
in og Nato hefðu enga þörf fyrir
kafbátastöð í Hvalfirði, og hinir
nýju olíugeymar ættu aðeins að
koma í staðinn fyrir eldri geyma,
sem ekki væru lengur hentugir
fyrir varnarli'ðið. Fullyrðingar
um væntanlega kafbátastöð í
Hvalfirði ættu því eklki við xök
að styðjast
Sjúklingurmn lézt
skömmu eftir að
haldið var úr liöfn
FYRIR nokkrum dögum var
beðið um varðskip til Vopna-
fjarðar til að flytja þaðan sjúkl-
ing, sem koma þurfti á sjúkrahúa.
Skipið komst ekki til Vopna-
fjarðar fyrr en í fyrradaig og tók
þá sjúklinginn.
Nokkru eftir að varðskipið
sem var Ægir, lagði úr höfn, and-
aðist sjúklingurinn og var lik
hans þá flutt aftur til Vopna-
fjarðar.
NORÐANÁTT var í gær á Frost var víða allmikið á lanri
öllu svæðinu milli Grænlands inu, mest 15° á Þingvöllum
og Noregs og veitti köldum kl. 11, en á sama tíma var
éljum langt suður um haf. aðeins 2° frost á Stórhöfða.