Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUHBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. janúar 1965 fflöt&mM&bib Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur; Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. LAUSN SJOMANNA- DEILUNNAR CJjómannadeilan er nú farin®* 3 að dragast svo á langinn, að menn eru orðnir áhyggju- fullir. Útvegsmenn missa tekj ur, sjómenn eru atvinnulaus- ir, og miklu minna er um at- vinnu í landi en ella, einkum meðal kvenna. — Og auðvitað missir svo þjóðin í heild af dýrmætum gjaldeyristekjum. Má því ekki við svo búið standa öllu lengur. Lausn sjómannadeilunnar á heldur ekki að vera svo mikl- um vandkvæðum bundin. Út- vegsmenn og sjómenn sam- þykktu báðir það fisK'verð, sem nú hefur verið ákveðið, og er því ekki um neina deilu að ræða við fiskkaupendur eða ríkisvald, heldur einung- is skiptingu fengsins á milli sjómanna annars vegar og útgerðarinnar hins vegar. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá eru hagsmunir út- gerðarinnar og sjómannanna svo samofnir . að ekki á að þurfa að stöðva fiskiskipaflot- ann í margar vikur til þess að þrátta um þessa skiptingu. Þannig er ljóst að það er ekki hagur sjómanna, að hlutur út- gerðar sé svo lítill, að hún hafi ekki nægilegt fjármagn til að kaupa fullkomnustu fiskiskip, búa þau béztu tækj- um og veita sjómönnunum góðan aðbúnað um borð. A hinn bóginn getur það ekki verið hagur útgerðarinnar að kjör sjómanna séu svo skorin við nögl, að ekki fáist bezta vinnuaflið á skipin, því að þá verður fengurinn takmarkað- ur. Það er einnig alkunna, að fjöímargir sjómenn eru um leið útgerðarmenn. Þeir hafa brotizt í að eignast sína eigin báta, smáa og stóra, og aðrir í hópi sjómanna munu síðar jafnframt gera út. Hagsmun- ir þessara aðila eru því sam- tvinnaðir, og með það í huga eiga þeir að ræðast við um þau mál, sem á milli ber. Það er að vísu oft svo að þegar út í vinnudeilu er kom- ið þá þykir sá mestur sem óbilgjarnastur er, en eftir á sjá menn, að þeir, sem mest lögðu sig fram um happasæla lausn deilumálanna, höfðu rétt fyrir sér. Nú má ekki lengur dragast að aðilar taki höndum sam- an um happasæla lausn ágrein ingsmálanna. Með hliðsjón af því, sem nú hefur verið sagt, hlýtur það að geta tekizt, en þar að auki krefst þjóðarheill þess að deilan sé ekki dregin á langinn. UMRÆÐUR UM VJSINDA- STARFSEMl liforgunblaðið hefur nú hafið birtingu greinaflokks um vísindastarfsemi hér á landi. Leggur blaðið spurninguna: Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvísindi? fyr- ir ýmsa vísindamenn og á- hrifamenn um vísindamál- efni. Það er ætlun blaðsins að þessar umræður geti orðið til þess, að enn fleiri geri sér grein fyrir nauðsyn þess að stórauka vísindastarfsemi hér á landi. Háskólastúdentar hófu þessa sókn 1. desember með háskólarektor Ármann Snævarr í broddi fylkingar, og henni má ekki linna fyrr en verulegur árangur hefur náðzt. Blaðið vekur hér með at- hygli á þessum greinum í leið ara, og skorar á menn að kynna sér sem bezt þau- sjón- armið, sem þár eru fram set.t. TOGARARNIR OG LANDHELGIN Iler í blaðinu voru fyrir - skömmu birt sjónarmið fjölmargra manna, sem sér- þekkingu hafa á fiskveiði- og útvegsmálefnum, varðandi af stöðuna til þess, hvort heim- ila ætti íslenzkum togveiði- skipum frekari veiðar innan landhelginnar en nú er. Taldi blaðið eðlilegt að hafnar yrðu umræður um þetta, og sér- stakt tilefni gafst þegar dóm- ur féll í máli togarans Péturs Halldórssonar, þar sem því var slegið föstu að hin nýju veiðisvæði, sem fengust með samkomulaginu við Breta, væru friðuð fyrir togveiðum, gagnstætt því sem menn höfðu álitið. Það var athyglisvert að langflestir þeirra, sem svör- uðu spurningu Morgunblaðs- ins, töldu sjálfsagt að heim- ila meiri togveiðar innan landhelginnar en nú er, hvort heldur um var að ræða fiski- fræðinga, sjómenn eða út- gerðarmenn. Morgunblaðið hefur auðvit- að enga sérþekkingu í þessu efni, en afstaða þess hlýtur að markast að því, sem hinir m* UTAN ÚR HEIMi ÓLAFUR Noregsfconungur hefur verið í opinberri heim- sókn í íranundanfarna tl.iga og myndin er tekin er Ólafur þiggur forkunnarfagurt pers- neskt teppi að gjöf frá Irans- keisara. Standa þeir þarna þjóðhöfðingjarni'r og skoða teppið en álengdar stendur Farah Diba, frúin keisarans og bróðir hans en yzt beggja vegna eru borðalagðir em- bættismenn sem ekki voru nein deili á sögð. Mafvæli breyfa bragli í Ijóskæliborðum UNDANFARIÐ hefur verið um það rætt í dönskum blöð- um, að margar tegundir Ijós- kæliborða, sem ryðja sér nú mjög til rúms þar eins og annars staðar, séu ekki sem heppilegust til geymslu á mat vörum. Tilraunir hafa leitt í ljós, að sum matvæli breyta bragði fyrir tilverknað ljóss- ins, einkum smjör og ostur. Frá þessu var skýrt á árs- fundi í tilraunastöð danska ríkisins fyrir mjólk og mjólk- urafurðir í Hilleröd nú fyrir skömmu og sagði formaður samtakanna að stutt væri síð- an menn hefðu gert sér grein fyrir þessum breytingum á bragði matvaranna fyrir áhrif ljóssins. Kvað hann tilraunir hafa verið gerðar með pökk- un á smjöri í dökkar um- búðir, en sagði að jafnvel kol dimmar umbúðir kæmu ekki í veg fyrir bragðbreytingu á Forsætisráðherra Berundi myrtur Washington, 16. jan. NTB-AP BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið tilkynnti seint í gærkvöldi að því hefðu borizt fregnir frá bandaríska sendiráðinu í Bur- undi þess efnis að forsætisráð- herra landsins, Pierre Ngendand unrwe hafi verið myrtur í höfuð hæfustu og beztu menn telja að þjóðarheildinni sé fyrir beztu. Blaðið vill því enn ítreka þá skoðun sína að fulltrúar sjómanna, útvegsmanna og ríkisvaldsins ræði þetta mál til hlítar og hafi samvinnu við fiskifræðinga. Ætti á þann hátt að vera hægt að komast að lausn, sem allir gætu sæmilega sætt sig við. borginni Bujumbura, er hann var að fara frá sjúkrahusi þar sem kona hans liggur. Forsætisráðherrann er nýtek- inn við embætti og birti hann ráðherralista sinn í gær. Mwam butsa konungur hafði falið Ngendandumwe stjórnarmyndun eftir að stjórn Albin Nyamoyas baðst lausnar. í október 1961 var þáverandi forsætisráðherra Burundi myrt- ur. Fimm menn, þeirra á meðal fyrrum ráðherra, voru hengdir í janúar 1963 vegna þátttöku í morðinu. í Washington er á það bent að Burundi sé orðið helzta áróð- ursmiðstöð kínverskra kommún- ista í Afríku. Talið er að kín- verskir sendimenn noti landið sem miðstöð við stuðning sinn við uppreisnarmena í Kongó. innihaldinu. Niðurskorinn ostur í plastpokum varð und- arlegur og mjög óskemmtileg- ur á bragðið eftir tveggja til þriggja sólarhringa vist á ljós kæliborði. Sagði formaður samtak- anna að menn hefðu ekki áður gert sér grein fyrir því, hve skamman tíma þyrfti til þess að ljósiff næði að breyta bragði vörunnar og mæltist eindregið til þess að allir kaup menn, sem í auglýsingaskyni létu mikið og gott ljós skína á matvöruúrval sitt, tækju þess ar tilraunaniðurstöður til at- hugunar. Lízt vel á Gbeney Dar-es-Salaam, 14. jan. — NTB. FORINGI uppreisnarmanna í Kongó, Christophe Gbenye, hef- ur átt fund með þrem stjórnar- leiðtogum í Austur-Afríku, þeim Jomo Kenyatta,. forseta Kenya, Julius Nyerere, forseta Tanzania og Milton Obots, forsætisráð- herra í Uganda. Var fundurinn haldinn í Mbale í Uganda og skýrði Gbenye þar frá afstöðu sinni og manna sinna til mála í Kongó. Kvaðst hann feginn vildu hitta að máli fulltrúa nefnd ar Afríkuríkja um Kongómálið, ef iþað mætti verða til einhvers gagns. Nyere forseti sagði að sér hefði litist vel á Gbenye, hanrt væri ekki ábyrgðarlausari ert aðrir afrískir leiðtogar og Kenyatta og Obote tóku í sama streng. Miami, 18. jan. NTB. HÓPUR kúbanskra útlaga kveðst í gær hafa gert meiri háttar loftárás á sykurhreins- unarstöð og sykurekru í hér- aðinu Pinar del Rio á Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.