Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. janúar 1965
MORGU NBLAÐIÐ
17
Guðríður Hannesdóttir
lUinningarorð
Fædd 26. október 1879.
Dáin 11. janúar 1965.
HINN 11. janúar s.l. andaðist á
ejúkrahúsinu Sólvangi Hafnar-
íirði merkiskonan frú Guðríður
Hannesdóttir eftir langa sjúk-
dómslegu. Útför hannar var gerð
frá Fossvogskirkju 18. þ.m.
Guðríður Hannesdóttir var
fædd 25. október 1879 í Reykja-
vík og voru foreldrar hennar
hjónin Kristin Árnadóttir ag
Hannes Hansson, póstur. Hún var
því í húð og hár Rey'kvíkingur,
sem sá bæinn sinn vaxa í borg.
Guðríður giftist Helga Björns-
syni, skipstjóra 16. okt. 1903. Þau
hjónin eignuðust 8 börn, þrjá
syni og fimm dætur, sem öll
Ikomust til ára og þar að auki ólu
þau upp systurson hennar.
Eftir 18 ára hjónaband missti
hún mann sinn og stóð ein uppi
imeð börn sín, sem var þungt
éfall fyrir barnstóra fjölskyldu.
í þá daga var oftast ekki ann-
ars úrkosta en að leysa upp heim-
ilin og koma börnunum fyrir. >á
lausn gat þessi stórhuga kona
ekki sætt sig við. Hún átti skap-
festu, þrek og vilja, sem gerði
henni kleyft að horfast í augu
við þá miklu erfiðleika, sem
hlutu að skapast við fráfall
elskulegs og nærgætins eigin-
manns. Dugnaður hennar að
hverju sem hún gekk var við
brugðið, enda varð nú að takast
1 hendur við lífið í sinni dapur-
legu mynd.
Guðríður varð nú að taka að
sér það vandasama hlutverk að
ganga einnig börnum sínum í
föðurstað. Hún hvatti þau til
samheldni og dáða otg umfram
allt varð að halda heimilinu
saman og allir sem gátu, að hjálp-
ast að.
Börnin urðu nú ung að aldri,
að horfast í augu við lífið, þáu
eldri gengu þegar út í brauð-
stritið, en þau höfðu í nesti
dugnað, heiðarleika og bjartsýni
frá foreldrum sínum. Aftur varð
hún fyrir þungu áfalli er upp-
eldissonur hennar fórst með tog-
aranum Leifi heppna 8. febrúar
1926.
Guðríði tókst að halda heim-
ili sínu saman, en til þess þurfti
hún og börnin að leggja mikið að
sér. Heimilið var ávallt efst í
h uga hennar og um það annaðist
hún af sérstakri nærgætni og al-
úð. Hún vann mikið að sauma-
skap, en klæðskeramennt aflaði
húri sér ung að árum.
Guðríður átti heimili sitt að
Laufásvegi 27, eftir að hún
— 60 ára afrnæli
Framhald atf bls. 8.
segja, að betri og hjálpsamari
nágranna var vart hægt að hugsa
sér og voru þ»u jafnan boðin og
búin af gnægð sinna elskuleg-
heita, enda þótt Sesselja hafi um
langa hrið tekið mikinn þátt í
félagsmálum, sem flestum þætti
bæði óf tímafrekt og erilsamt,
en hún er ein af þéim manneskj-
ura, sem alltaf virðast hafa tíma
til álls fyrir alla, Hún hefur ver-
ið kosin í fjölda trúnaðarstöðúr,
situr m.a. í bæjarstjórn Kefla-
víkúr fyrir Sjalfstæðisflokkinn,
er virk í kvenfélötgum, slysa-
varnafélagi og annast um rekstur
elliheimilisins í Keflavík, auk
safnaðarstarfa, starfa i barna-
verndarnefnd og á fleiri sviðum.
Þessi upptalning ætti að nægja
til að sýna, að Sesselja er ekki
innilokuð í sjálfa sig, en þó finnst
tnér hennar bezti eiginleiki vera
eú glaðværð og hjartahlýja, sem
af henni stafar og öllum yljar í
návist hennar, kennd sem erfitt
er að lýsa með orðum, en allir
•kynja þó.
Ég sendi henni beztu afmælis-
óskir á þessum tímamótum og
vona að hún megi um langan
• Idur enn halda áfram að varpa
bit-tu á umhverfi sitt.
Jón K. Jóhannsson.
missti mann sinn, en síðar er
börnin komust til ára, fluttist
hún að Laugavegi 20B og bjó
þar með yngsta syni sínum Haf-
steini, allt þar til hún fyrir þrem-
ur árum veiktist og fluttist að
Sólvangi í Hafnarfirði.
Heimili hennar bar með sér
alla tíð mikla hlýju og gestrisni
enda gátu yngri börnin alist upp
við hjartahlýju, iglöð og áhyggju-
laus. Guðríður heitin hafði ein-
staklega góð áhrif á þá er henni
kynntust. Hún var glaðlynd,
trygglynd og nærgætin að eðlis-
fari og mátti engan vita bág-
• Hvað er hægt
Framhald af bls. 15
þær unnið þýðingarmikið
brautryðjendastarf. Þó búa
sumar þeirra við ófullnægj-
andi húsakost, manneklu og
nauman fjárhag. Því hafa
þær eigi eflzt með eðlilegum
hætti eða geta unnið að að-
kallandi verkefnum með næg-
um krafti. Nýjar stofnanir
eiga erfitt uppdráttar, þó að
verkefni fyrir þær séu nær ó
þrjótandi, t.d. stofnun fyrir
náttúrufræðirannsóknir, og
ekkert eigum við fiskirann-
sóknarskipið enn. Ef við eig
um ekki að dragast enn meirá
aftur úr en orðið er, verða
að koma hér til myndarleg
fjárframlög eða fastir tekju-
hér á landi og vísindastörf
stofnar.
Engin visindaleg hefð er til
ekki mikils metin, enda laun
vísindamanna aldrei verið slík
að það vekti öfund annarra.
Læknar, sem nú stunda vís-
indastörf, eru t.d. ekki hálf-
drættingar í launum á. við
ýmsa stéttarbræður sína, er
öðrum störfum sinna. Hér er
endurbóta þörf, því þess er
vart að vænta, að til vísinda-
starfa veljist úrvalið af ung-
um menntamönnum — sem
vera þyrfti — við slíkar fjár
hagslegar framtíðarvonir.
Þeir eiga annarra kosta vol,
hér og erlendis.
Bjartar vonir eru tengdar
við Vísindasjóð,-en hann er of
févana. Vinnustyrkir, sem
veittir eru kandídötum að
loknu háskólaprófi til frekari
vísindalegrar þjálfunar,
nægja ekkj til framfærslu lít-
illar fjölskyldu, og allt að
helmingur umsækjenda fær
enga úrlausn. Efling sjóðsins
er því brýn.
Skort hefur mikið á sam-
vinnu og verkaskiptingu
þeirra stofnana, er kaupa vís
indarit og Háskóla bókasafn
skortir fé. Heildarskrá yfir
vísindarit eru engin til. Fátt
er þó nauðsynlegra við vís-
indastörf hér á hjara veraldar
en góður og vel skipulagður
bókakostur.
Virk þátttaka íslendinga i
þeirri öru þróun raunvísinda,
sem auðkennir okkar samtíð,
ræður e.t.v. meira en nokkuð
annað úrslitum urh það, hvort
okkur tekst að lifa sem siálf-
stæð menningarþjóð.
staddan. Hún miðlaði því sem til
var og vil ég þá sérstaklega
nefna hæfileika hennar til að
hvetja aðra til framtakssemi ag
dáða. Hún var réttsýn og gat
stundum verið hörð í horn að
taka finndi hún óheilyndi í orði
eða verki. Það drógust allir að
benni, vegna óvenjulegrar ljúf-
mensku og reisnar, sem ein-
kenndi allt hennar far. Guðríð-
ur var eins og fyrr var getið
mjög gestrisin og var gott að vera
gestur hennar enda oft martgt
um manninn á heimili hennar.
Hún var ræðin og glaðlynd að
eðlisfari enda kom hún öllum í
gott skap, úrræðagóð var hún og
oft spurð ráða ef vanda bar að
höndum og farnaðist þeim ávallt
vel, er þáðu hennar ráð. Þótt
börnin væru farin að heiman
hélst stöðugt órjúfanlegt tryggð-
arband við gamla ástríka heim-
ilið. Þangað komu börnin, barna-
börnin og barnabarnabörnin eða
þrír ættliðir. Aldrei var Guðríð-
ur ánægðari en að heyra ag sjá
öll litlu börnin samankomin hjá
ömmu og langömmu.
Guðríður tók veikindum sínum
með stilli og ró enda naut hún til
síðustu stundar aðhlynningar
barna sinna, starfsfólks sjúkra-
hússins og stofusystra.
Þessi fáu orð eiga að vera lítill
þakklætisvottur þeirra er átbu
því láni að fanga að kynnast
þessari merkiskonu.
Yið kveðjum hana hinni hinztu
kveðju og þöikkum henni ómetan-
legar lífsstundir.
Blessuð sé minning hennar.
P. A.
— Dómurinn
Framhald af bls. 13.
undanþága verði leidd af
neinum öðrum ákvæðum laga
eða reglugerða. Og jafnvel
þótt sú hefði verið ætlun
stjórnvalda þeirra er stóðu að
setningu umræddra reglna,
gæti það eigi ráðið úrslitum,
þar sem ekkert slíkt verður
lesið út úr hinum settu regl-
um. Verður því að telja, að
með því að vera að veiðum
svo sem í ákæru er lýst, hafi
ákærður gerzt sekur um fisk-
veiðibrot.
Hitt er rétt, að ákvæði um
þessi efni eru svo óskýr, að marg-
ir virðast hafa misskilið þau,
svo sem sýnt hefur verið fram á
af hálfu ákærðs. Verður síðar
tekin afstaða til þess, hver áhrif
þetta hafi á viðurlög fyrir
brot ákærðs.
• Utan innri markanna
Staðarákvörðun sú er varð-
skipið gerði kl. 7:42 sýnir b/v
Pétur Halldórsson skv. útsetn-
ingu Benedikts Alfonssonar á
sjókort 0.2 sjómílur innan fisk-
veiðitakmarkanna frá 1958. En
iþegar litið er til síðari álitsgerðar
Benedikts og svo til álitsgerðar
þeirra Zophoníasar Pálssonar og
Kristjáns Hauks Péturssonar
kemur í ljós að verulegur vafi
leikur á því hvort skipið hafi ver-
ið innan þessara marka. Sam-
kvæmt meginreglum íslenzks
réttar um sönnun verður að meta
efa þennan í hag sakborningi.
Verður því ekki talið sannað, að
ákærður hafi verið að veiðum
innan 12 mílna fiskveiðitakmark-
anna skv. rgl. 70/1958.
IV
• Niffurstöður dómarans
Samkvæmt því sem áður grein-
ir hefur ákærður með því að vera
að botnvörpuveiðum innan fis'k-
veiðilandhelgi íslands eins og
hún er ákveðin í reglugerð nr.
3/1961, 1. gr. gerzt brotlegur
við E-lið 1. gr. rgl. 87/1958 ®br.
1. 44/1948, og 1. mgr. 1. gr. 1.
5/1920 sbr. 1. gr. laga 6/1959, en
hins vegar eiga 1. migr. 1 gr regl.
87/1958 eða 1. 33/1922 hér ekki
við. Refsiákvæði eru rétt til
greind í ákæru. Þegar litið er til
þess vafa er áður var lýst um
skilning á réttarreglum þeim,
sem hér er um að ræða, verður
hins vegar að telja að á'kærður
hafi unnið verk sitt vegna afsak-
Jóna Franzdóttir
í DAG verður til moldar borin,
frú Jóna Franzdóttir. Hún and-
aðist að morgni þess 11. janúar.
Hún hafði átt við mikla van-
heilsu að stríða undanfarin ár, en
þrátt fyrir það að vinir hennar
ag vandamenn vissu að dauðann
gat að höndum borið hvenær sem
var, þá var andlát þessarar góðu
og glæsilegu konu, sem reiðar-
slag yfir okkur öll sem höfðum
notið vináttu hennar og styrks í
fjöldamörg ár.
Jóna var falleg og gáfuð kona,
sem skilaði því hlutverki sem líf-
ið hafði ætlað henni með mik-
illi prýði. Hún eignaðist 5 mann-
vænleg börn með fyrri manni
sínum Finnbaga Halldórssyni
skipstjóra. Þeim og honum bjó
hún yndælt heimili þar sem böm-
in nutu góðs uppeldis og ástrík-
is og blíðu, sem var svo ríkur
þáttur í eðli hennar. Móðurást
hennar og umhyggja fyrir börn-
um sínum gleymist þeim ekki
sem til þekktu. Fyrri mann sinn
missti hún fyrir tæpum ellefu
árum, eftir erfið veikindi og
sýndi hún þá bezt þann kjark og
manndóm sem í henni bjó. Fyrir
þrem árum giftist hún eftirlifandi
manni sínum Haraldi S. Norðdahl
tolleftirlitsmanni og veit ég að
þessi stutti tími var þeim ham-
ingjuríkur. Þeigar ég nú minnist
þín kæra vinkona, þá langar mig
að draga fram þá kosti sem mér
fundust svo ríkir í fari þínu,
vinfesti þín og hjálpsemi, um-
burðalyndi þitt og glaðlyndi og
það æðruleysi sem þú sýndir, ef
erfiðleika bar að höndum og
einnig hve vel þú kunnir að
meta það góða sem lífið gaf þér.
Þin er sárt saknað, en hinar góðu
minningar verða aldrei burtu
teknar. Ég votta eiginmanni
hennar og börnum og öðrum
vandamönnum mína hjartanleg-
ustu samúð.
Oddný Pétursdóttlr.
HRUKKUEYÐANDI
LOTION
anlegrar vanþekkingar eða mis-
skilnings á reglum þessum og
þykir rétt skv. 3. mgr. 74. gr. al-
mennra hegningarlaga að ákveða
að refsing ákærðs falli niður með
öllu.
Skv. 3. gr. 1. 5/1920 sbr. nú 1,
5/1951 ber að ákveða að veiðar-
færi b/v Péturs Halldórssonar,
þar á meðal dragstrengir svo og
allur afli innanborðs skuli upp-
tækur til handa Landhelgissjóði
fslands.
Þá ber að dæma ákærðan til
að greiða allan kostnað sakarinn-
ar, þar á meðal kr. 8000.— í
málsvarnarlaun til skipaðs verj-
anda síns, Benedikts Blöndal
hdl., og kr. 8000.— í málssóknar-
laun, er renni til ríkissjóðs, en
sókn og vörn fór fram í máli
þessu ag var fulltrúi saksóknara,
Bragi Steinarsson, sækjandi í
málinu.
Dómsorff:
Ákærðum Pétri Þorbirni Þor-
björnssyni verður ekki gerð refs-
ing í máli þessu.
Veiðarfæri b/v Péturs Halldórs
sonar RE-207, þar með taldir
dragstrengir, svo og allur afli
innanborðs skulu upptæk til
handa Landhelgissjóði íslands.
Ákærður greiði allan kostnað
sakarinnar, þar á meðal máls-
varnarlaun skipaðs verjanda
síns, Benedikts Blöndal héraðs-
dómslögmanns. kr. 8000.— og kr.
8000.— í málssóknarlaun, er
renni í ríkissjóð.
aff auglýsing
í útbreiddasta blaðina
borgar sig bezt.
HRUKKUEYÐANDI
LaSalle LOTION
Notkuna rreglur
FYRIR ÞA, SEM NOTA ANDLITSPOÐUte
1. Hristið LaSalle vel.
2. Verið þess fullviss að andlit yðar sé
vel hreinsað.
3. Setjið smádropa á fingurgóm yðar
og berið efniö yfir hrukkurnar.
4. (Aríðandi.) Dreifið LaSalle, með þvt
að strjúka efninu út frá hrukkunutn,
þar til efnið hverfur. *
5. Látið efnið þorna f 5 mínútur og
hreyfið andlitsvöðvana sem minnst
á meöan.
6. Púðrið að venju.
FYRIR ÞA, SEM NOTA
FLJÖTANDI MAKE-UP:
. 1. Berið í andlitið fljótandi make-uf»
allstaðar, þar sem þér ætliö Lkkl að
nota LaSalle.
2. Hristið LaSalle vel.
3. Beriö litið magn af laSalle' f lófan.
1 Ákvéðið blett þann, senri bera skal á,
og notið aðeins nægilegt magn tál
að hylja þann blett.
4 Bætið f lófan einum eða tveimur
dropum af fljótandi maké-up, svo a*
LaSalle efnið fái sama lit.
5. Blandið þessum efnum saman.
6. Berið blönduna á og jafnið úr hennl
með því að strjúka út frá hrukk-
unum, þannig að það make-up, sen«
áður var boriö á, jafnist við LaSall*
btönduna.
7. Látið þorna og hreyfið andlits-
vöðvana sem minnst á meðan.
Cætið þess að hota ekki of mikið magn
f einu af LaSalle. Með því móti fæst á
engan hátt betri árangur. Glas þetta ætti
með meðalnotkun að endast í nokkra
mánuði. LaSalle á að vera þyfekt, til að
réttur árangur náist. Reynið því ekki að
þynna efnið með vatni eða á annan hátt.
LaSalle hefur reynzt halda áhrifum sínum
til hrukkueyðingar að jafnaði í allt að
átta klukkulímum.
Heildsölubirgðir
0. Johnson & Kaaber hf.
sími 24000