Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 6
M0RCUNBLAÐ1O Þriðjudagur 19. janúar 1965 Nýjar kvikmyndir um Oræfasveit- ina og orninn sýndar á kvöldvöku F.l. f HAUST og vetur fékk Ferða- félag íslands að frumsýna tvser nýjar íslenzkar kvikmyndir: Sveitin milli stranda, eftir Os- vald Knudsen, og Við Arnar- stapa, eftir Magnús Jóhannsson, sína á hvorri kvöldvökunni. í>ær vöktu mikla athygli og aðsókn var svo mikil að margir misstu af miðum. Því hefur Ferðafélag ið ákveðið að sýna þessar mynd ir báðar á kvöldvöku í Sjálf- IHikið fjölmenni við ut- för Jóns Halldórssonar Vík, 9. jan. JON Halldórsson fyrrum kaup- maður í Suður-Vík, lézt að heim- ili sínu á gamláráskvöld, 81 árs að aldri. Hann var kunnar at- hafnamaður og naut mikilla vin- sælda, trausts og virðingar. Jón var alla ævi á ættaróðali sínu, Suður-Vík, nema tvo vetur, er hann stundaði verzlunarnám í Reykjavík. Hann tók við hinni þekktu verzlun föður síns Verzlun Halldórs Jónssonar í Vík árið 1926 og rak hana í aldar- fjórðung. Auk verzlunarinnar starfrækti Jón slátur- og frysti- hús í Vík. Einnig bjó hann búi Aætlanir um hafnar- mannvirki Akureyri, 16. jan. Á FUNDUM í hafraarnefnd Akureyrar nýlega var rsett uim nýja dráttarbraut og þar lagðar fram tillögur og áætlanir u>m nauðsyni'.eg mannvirki. Var hér um að ræða 6 misnnunandi áætl- anir, gerðar af Páli Lúðvíkssyni vólaverkfræðinigi og Ágústi B. Sigurssyni skipatækniifræðingi, en auk þeirra hefir Skatfti Ás- keliisson forstjóri SlippstöoVar- innar h.f. unnið að málinu. Allar áætlanirnar gera ráð fyr ir að hægt sé að taka á land ca, 450 lesta skip og bliðarfæirzlur séu fyrir 10 skip. Þær gera einn ig aBar ráð fyrir aðstöðu til stálskipasimíða, sem er mjög mik ilsvert mál fyrir Akureyri. Bkki hafa enn verið gerðar áæitlanir um klostraað við undir- stöðuibyggingar, eða lagfæringar og frágang á landi því, sem fer undir dráttarbraiuitina og önnur natuðsynileg mainnvirki því við- komandi. Fól hafnarnefnd Skafta Áskelssyni að vinna og annast áfram/haild athiugana og áætlana til undkbúnings þessu milklla naiuðsynjaimáli. Skal þeim hraða eins og kostiur er, helzt avo, að unnt verði að taka loka- ákvarðamir og hefja framkvæimd ir á þessu ári. Vitaimélastjóri sat einn fund nefnda.rinn.ar og var hennd til raðuneytis í máli þessu. Einnig v»r rætt um framitiðarstaðsetn- ingu hafnarsvæðis Akureyrar og haifnairTniannivirkja, þ.á.m. haf- skipabryggju og bátakví. Sv. P. sínu í Suður-Vik og var um skeið hreppsnefndaroddviti, hafði póstaígreiðsluna í Vík með hönd- um og gegndi fleiri störfum. Með Jóni Halldórssyni er horf- inn af sj ónarsviðinu héraðshöfð- ingi í Mýrdal, sem setti svip sinn á Víkurkauptún. Persónuleiki hans var óvenjulegur og sterkur og menn munu lengi minnast Jóns fyrir prúðmennsku hans, grandvarleik og drengskap. Útför Jóns Halldórssonar var gerð frá Víkurkirkju í dag að viðstöddu mjög miklu fjölmenni og voru ýmsir langt að komnir. Séra Jón >orvarðsson flutti hus- kveðjuna og ávarp í kirkju, en séra Páll Pálsson hélt líkræðuna og jarðsong. Að athöfninni lokínni var 511- um viðstöddum boðið á heimili hins látna og þágu þeir þar raunarlegar góðgjörðir. — Fréttaritari. stæðishúsinu annað kvöld, mið- vikudagskvöld kl. 8. Á eftir kvik myndasýningunum verður myndagetraun og síðan dans. Sveitin milli sanda er 20 mín- útna kvikmynd úr Öræfasveit- inni, gerð sem ferðalag um Öræif in, komandi að austan, um Breiðamerkursand. Til efnissöfn unar fór Ósvaldur Knudsen í 5 sumar austur og hefur nú nýlega sett myndina saman og gengið frá henni í eina fallega kvik- mynd. Magnús Blöndal Jóhanns- son samdi tónlistina við mynd- ina, en Sigurður Þórarinsson textann, sem hann les: „Ingólfs- höfði, heitinn eftir fyrsta land- námsmanninum, er útvörður þeirrar sveitar, sem löngum hef ur verið talin hin einangraðasta á Islandi. Framundan henni er háfnlaus og háskaleg sandströnd, vörðuð skipsflökum, að baki jökulkrýnt eldfjall, hið mesta á landinu, að austan og vestan jökulbreiður og svartir sandar. En innan sveitar eru friðsæl býli við fjallarætur og þar býr sviphreint fólk með falslaust viðmót. í»essi sveit heitir Öræfi". Og svo hefst frásögnin í mynd- um af jöklum, söndum og ám og fólkinu sem byggir þessa fögru sveit. í>ar sjást Kvískerja- bændur með fugla og skordýr, Mýrarmenn að heilskáraslætti á blautum engjum, Öræfingar að sela- og svartfuglsveiðum, kirkju fólk ríðandi að Hofi, þar sem er falleg torfkirkja, menn að viðar- kolagerð í Skaftafelli og svo framvegis. Myndinni lýkur „þar sem að baki eru Öræfi, sveit úfinna fjalljökla og ískaldra vatna, yfirvættis auðna og unaðs legra vinja, umgjörð friðsæls mannlífs í skjóli hins háa jökul- jöfurs". í>etta er falleg mynd. Ósvaldur hefur lagt á sig mikið Öræfingar veiða sel, sem geng-ur i árósa við ströndina. Láti hann ánetjast fær hann ekki fjöri foröað. — Úr kvikmynd. Osvaldar Knudsen úr Öræfasveitinni. erfiði og lagt í hana sína venju- legu natni. Þær eru nú orðnar nærri 30 kvikmyndirnar sem hann hefur gert, myndir sem eiga eftir að verða ómetanleg- ar heimildamyndir og margar þegar orðnar það. Við Arnarstapa kallar Magnús Jóhannsson kvikmynd sína, sem hann hefur tekið af erninum, háttum hans og siðum. Örnin er ekki í alfaraleið og Magnús hefur farið margar erfiðar ferðir með myndavélina í von um að festa hann á filmu. Einum merkasta kaflanum í myndinni, þar sem arnarmóðir er að rífa niður hræ og mata ungana sína, náði hann eftir 64 tíma bið við hreiðrið og bætti síðan 8 tímum við yfirleg- una við hreiðrið í von um að ná enn fleiri atriðum frá hreiðr- inu. Myndin hefst þar sem ein- mana ekkjufugl svífur yfir Kalda lóni, í nánd við æskustöðvar Magnúsar við Isafjarðardjúp, eft ir að eitrun fyrir ref hafði orðið maka hans að bana. Önnur at- riði • eru tekin við Arnarstapa 1 ísafjarðardjúpi og á Breiðafjarð- areyjum, þar sem þennan tignar lega fugl er enn að finna. Verk f alið öðrum verktaka BORGARRÁÐ heimilaði hita- veitustjóra á fundi sínum s.L föstudag að taka verkið aif verktaka við lagningu hitaveittt í 2. áfanga Múlalhverfis, Snæfelli h.f.. Hefur fyrirtæ-kið ekki get- að sta'ðið við verksamnintg. Verð- ur verkið falið öðrum. ¦k NÝ ÞÆGINDI FYRIR SKAUTAFÓLK KJARTAN Ólafsson, fyrrv. brunavörður, skrifar okkur eftirfarandi: „Undanfarna góðviðrisdaga hefur verið gott skautasvell á Tjörninni og hefur því verið vel við haldið, enda óspart notað, sérstaklega af börnum, og ungu fólki, og svo einstaka unnenda þessarar hollu íþróttar af eldri kynslóðinni. Alltaf finnst mér Tjörnin okkar einn skemmtileg- asti leikvöllurinn, sem við eig- um., þegar vel viðrar að vetrin- um, og hægt hefur verið að viðhalda þar góðum skautais. Oft hef ég fundið til þess, og minnst á það í smá fréttaklaus- um frá Tjörninni, að þar vant- aði þægindi fyrir skautafólk, og hefur slökkvistöðin mikið bætt úr því á liðnum árum. Bn nú virðist mér sem verið sé að bæta úr þessu á mjög smekk- legan og myndarlegan hátt, með því að innrétta rúmgóða og hreinlega snyrtiklefa 1 kjallara hússins Tjarnargötu 11, ásamt geymslu fyrir skófatnað og annað, sem fólk þarf að skilja við sig á meðan á skauta- ferð stendur. Er þetta sannar- lega lofsverð og þörf fram- kvæmd, sem ber að þakka og ástæða er til að gleðjast yfir. Verður sennilega sagt nánar frá þessu nú mjög bráðlega þegar þessi þægindi verða tekin í notkun fyrir almenning. Á leið minni út á Skauta- svellið, sé ég andapollinn við Lækjarósinn, en þar hópast þessir fuglar saman í þröngri vök, ásamt öðrum fuglum. Má stundum sjá þar fjóra svani af þýzkum stofni. Öll þessi fugla- hjörð veit um góða vini meðal borgarbúa, sem koma nær dag- lega með matargjafir til þeirra. Eru börn ag unglingar þar eng- in undantekning. Já, það er margt fallegt og skemmtilegt að sjá við Tjörnina og gildir það jafnt um allar árstíðir. Kjartan Ólafsson." ^ PÓSTHÚSHB VBB LANGHOLTSVEG Gunnar Ólafsson skrifar um póstinn og kemur með nýjar tillögur: „Velvakandi! Mig langar að minnast á hið nýja pósthús við Lanigholtsveg- inn. Þeir hafa opið virka daga kl. 10—17 og Laugardaga kL 10—12. Eins og sjá má er ógjörn- ingur fyrir einhleypt fólk, sem vinnur úti, að nota sér þjón- ustu þessa. >ó er það versta, að fá einhverja sendingu í ábyrgðarpósti, því það kostar viðkomandi að taka sér frí frá störfum (sem allir geta ekki). Ég er viss um að starfsemi útibúsins myndi aukast með ör- lítilli hagræðingu á opnunar- tíma og jafnframt styttingu. Mín tillaiga er þessi: Virkir dagar kl. 15—19, laug- ardagar kl. 12—14. Ef póst- stjórnin er í vafa um ágæti þessara tillögu, þá má minna á hina vinsælu opnun sparisjóðs Útvegsbankans eftir kl. 17. Gunnar Ólafsson." * UNDARLEGUR SIÐUR Og loks er hér bréf frá H.T. um umferðarmálin: „Kæri Velvakandi! Er nú við góðu að búast! í morgun um hálf átta leytið átti ég leið upp Bergþórugötuna frá Snorrabraut í bíl mínum. Gekk þá fullorðinn maður, en þó ekki mjög gamall á undar* mér eftir götunni miðri. Þetta var myndar náungi með staf og gleraugu. Ég vildi eikki flauta á hann svo snemma dags svo ég blikkaði með ljósunum, en hann vék ekki ur vegi. Fór svo að ég sá mér ekki annað úr- kosta, en að víkja yzt á vegar- kantinn til þess að komast framhjá manninum. Þegar upp á hornið kom nam ég staðar* fór út úr bílnum og sagði manninum, að hann hlyti að eiga götuna, svo sem hann nú gengi eftir henni. Já, hann hélt nú það, að hann ætti götuna eins og aðrir og mætti svo sannarlega ganga á henni miðri eins og bílarnir. Eru þetta nú ekki fádæml með fullorðinn mann að haga sér svona? Ekki verður hann sóttur til saka, þegar ekið hef- ur verið á hann og hann stein- dauður! Er nú við góðu að bú- ast af þeim sem yngri eru, þeg- ar þeir sem fordæmin eiga að skapa, haga sér svona? Nei, framkoma þessa manns er hon- um til mikils vansa og væri betur, að hann breytti um hátt- erni. H. T.« ^> fcfe -•«'" .. iV'Jí'.aS'' ' ^V'a-. } \ a ¦¦:«:•;•:¦;- .......ii Mio Bosch þurrkumótorar, þurrkuarmar mc þurrkublöð. BRÆÐURNIR ORMSSON k.f. Vesturgötu í, — Sími 11497.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.