Morgunblaðið - 03.02.1965, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.1965, Side 8
4 8 MORGU N BLADID Miðvikudagur 3. febrúar 1965 / Rætt um launaskatt í Ágreiningur um skilning á frumvarpinu MIKIiAR umræður urðu í gær í Neðri deild um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um launaskatt, en það var þar til 2. umræðu. For- maður heilbrigðis- og féiagsmála nefndar, Guðlaugur Gíslason gerði grein fyrir nefndaráliti um frumvarpið. í umræðum á eftir kom í ljós, að mikill ágreiningur ríkir meðal ýmissa þingmanna um, hvort vörubílstjórar eigi að greiða Jaunaskatt samkv. frum- varpinu, ef þeir aka eigin bif- reiðutn. Þá gerðí forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson í upphafi fundar grein fyrir frumvarpi um samkomudag Alþingis þar sem gert er ráð fyrir því, að það komi saman h. 9. okt. 1965 og var frumvarpinu vísað til 2. umr. I Efrideild var aðeins eitt mál á dagskrá, frumvarp um leik- listarsarfsemi áhugamanna, sem var þar til 3. umr., en var tekið út af dagskrá vegna óska, sem icomið höfðu fram um það. LAUNASKATTUR Bréf Landsambands Vörubifreiðarstjóra. Formaður heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar, Guðlaugur Gíslason (S) gerði grein fyrir áliti nefndarinnar sem áður seg- ir og sagði m.a. að hann hafi haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir á þingskjali nr. 3 um launaskatt. Nefndin hefur hefur orðið sammála um að mæla með frv. um lítils háttar breytingu við 3. gr. þess. „Launaskattur af aflahlut greiddum í peningum greiðist þó hálfs árslega innan 15 daga eftir 30. júní og 31. desember ár hvert“. Varðandi þessa breytingartil- lögu vil ég taka fram að hér er ekki' um neina grund- vallarbreytingu að ræða, heldur telur nefndin, að framkvæmd laganna verði gerð auðveldari, ef t-ill. verður samþykkt. Vitað er, að bæði á vetrarvertíð og eins við síldveið- arnar að sumrinu og haustinu til, hafa greiðslur til sjómanna oft farið fram að verulegu leyti fjarri heimahöfn bátsins eða bát anna og þar sem reikningshald þeirra er. Ef launaskattur ætti að gerast upp ársfjórðungslega af launum sjómanna, eins 3. gr. frv. gerir ráð fyrir, yrði í mörg- um tilfellum um hreina ágisk- un að ræða, af hvaða útborguð- um launum skattinn ætti að greiða. Útgerð hagar svo til hér á landi, eins og kunnugt er, að um tvö veiðitímabil er að ræða, vetrarveiðar og sumar- og haust- veiðar. Nefndin telur, að t. d. 30. júní ætti sá aðilinn, sem skattinn á að greiða, að vera búinn að fá í sínar hendur öll gögn um launagreiðslur á vetr- arvertíð og því getað gert skatt- inn upp af raunverulega greidd- um launum þetta úthaldstíma- bil. Sama gildir um sumar- og haustveiðarnir. Um áramót ætti að liggja fyrir, hvaða laun sjó- anönnum hafa raunverulega verið greidd síðari hlúta ársins og skatturinn því að greiðast af þeirri upphæð, sem hann ber að greiðast af sáhikv. þessum lög- um, en ekki af ágizkunarupp- hæð. Af þessari ástæðu er þessi brtt. flutt. Frv. þetta er til staðfestingar bráðabirgðalögum, sem ú.t voru gefin hinn 30. júní s.l. og til fullnægingar einu atriði júnísam komulagsins svonefnda. .Nefndin sendi frv. því ekki til umsagnar, en heilbr.- og félmn. barst bréf varðandi málið frá stjórn Lands- sambands vörubifreiðastjóra. Er bréfið dagsett 21. október s.l. Las Guðlaugur síðan upp bréfið, sem er þannig: „Hinn 30. júní s.l. voru sett bráðabirgðalög um launaskatt, er renna skal til byggingarsjóðs ríkisins. Skatturinn skal lagður á launagreiðslur, þ.e. atvinnu- rekendur. Frv. til laga um stað- festingu bráðab.laga þessara hefur nú verið lagt fram á Al- þingi og var frv. að lokinni 1. umr. vísað til heilbr.- og félmn. Neðri deildar. Nú þegar hefur risið ágreiningur um, hver greiða skuli launaskatt þennan af launum sjálfseignarvörubif- reðiastjóra. Vegagerð ríkisins hefur t d. neitað að borga skatt- inn af kaupi þeirra sjálfseignar- vörubifreiðastjóra, er hjá henni starfa, og haft mótmæli Lands- sambands vörubifreiðastjóra í þessu efni að engu. Telur Vega- gerðin að sjálfseignavörubifreiða stjórar eigi sjálfir að greiða skattinn. Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest þennan skilning vegagerðarinnar og vísað þar til reglugerðarákvæðis, sem seg- ir, að í vafatilfellum skuli eftir því fara, hver borgi slysatrygg- ingaiðgjöld vegna vinnunnar til Tryggingastofnunar ríkisins. Landssamband vörubifreiða- stjóra telur út af fyrir sig hæpið, að reglugerðarákvæðið þetta eigi stoð í lögum. Ökumenn borga yfirleitt sjálfur slysatrygginga- iðgjöld sín, þótt enginn vafi leiki á því, að þeir séu launþegar. Miklu eðlilegra hefði verið að miða við það, hver greiðir ið- gjald til atvinnutryggingasjóðs, en það gera vinnuveitendur sjálfseignarvörubifreiðastjóra. Landssamband vörubifreiða- stjóra leyfir sér hér með að fara þess eindregið á leit við hátt- virta heilbr,- og félmn. að hún beiti sér fyrir breytingu á 2. gr laganna í þá átt, að skilmerki- lega verði fram tekið, að þeir, sem hafa sjálfseignavörubifreiða stjóra í þjónustu sinni og greiða þeim laun, skulu einnig borga launaskattinn. Til frekari árétt- ingar skal þetta tekið fram. Sjálfseignarvörubifreiðastjórar hafa enga launþega í sinni þjón- ustu og kaupgjaldið er fyrir þeirra eigin vinnu, er miðað við Dagsbrúnartaxta, en að auki taka þeir leigugjald fyrir vörubifreið- um. Sjálfseignar- og vörubifreiða stjórar mynda stéttarfélög og gera samninga við vinnuveitend- ur um kaup og kjör. Þeir eru félagsbundnir innan Alþýðusam- bands íslands. Þegar haft er í huga, að bráðabirgðalögin um launaskatt eru grundvölluð á samnimgi milli ríkisstj. og Al- þýðusambandsins, en með þeim samningi átti m.a. að tryggja það, að skatturinn yrði ekki bor- inn upp af launþegum. Verður það að teljast mjög ranglátt, ef sjálfseignarvörubifreiðastjórar ættu einir launþega í larvdinu að greiða skatt þennan." Neðri deild Þá sagði Guðlaugur Gíslason, að þetta atriði hefði verið sér- staklaga ‘rætt við ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytisins. Hann upplýsti, að samkv. reglu- gerð, sem út hefði verið gefin í sambandi við framkvæmd þess- ara laga, væri gengið út frá því, að þeir, sem greiddu trygginga- iðgjöld til Tryggingastofnuhar ríkisins, skyldu einnig greiða um ræddan launaskatt. Taldi heilbr.- og félmn. ekki ástæðu til að at- huguðu máli að flytja breytingar tillögu varðandi þetta atriði. Þá kom fram í nefndinni fyrir- spurn um, hvort ákvæði 3. megr. 3. gr. frv. mundi einnig ná til greiðslu launa í sláturhúsum og mjólkurbúðum. En þessi migr. hljóðar þannig: „Undanþegin skattskyldu eru laun eða þóknun fyrir störf við landbúnað, jafnt vinnu bóndans sjálfs og þeirra, sem hann greið- ir laun, ennfremur vinnulaun vegna jarðræktarframkvæmda og byggingarframkvæmda á bú- jörðum. Samkv. upplýsihgum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu- neytisins er ekki gert ráð fyrir í umræddri reglugerð, að svo sé, að laun við mjólkurbúið og slát- urhúsið séu undanþegin og taldi meirihl. nefndarinnar heldur ekki að athuguðu máli ástæðu til að flytja breyt.till. varðandi þetta atriði. Bréf Landssambands isl. útvegsmanna Eftir að nefndin hafði skilað áliti, barst henni bréf frá Lands- sambandi ísl. útvegsmanna, en aðalefni þess er, að aðalfundur L.Í.Ú. mótmælir harðlega launa- skattinum, sem lagður var á laun með bráðabirgðalögunum sl. sumar, þar sem hann verkar bæði til lækkunar fiskverðs og hækk- ar allan innlendan tilkostnað út- gerðarinnar, svo og raskar hluta- skiptum útgerðarinnar um Vt.%. Felur fundurinn stjórn samtak- anna að fá skattinn felldan nið- ur eða a.m.k. að hann verði ekki reiknaður af öðru en kauptrygg- ingarupphæðum hjá bátum og tilsvarandi upphæðum hjá tog- urum. Guðlaugur Gíslason tók það fram, að einnig þetta atriði hefði verið mjög ýtarlega rætt í heil- brigðis- og félagsmálanefnd, pó ekki á þeim grundvelli að fella alveg niður launaskatt af tekj- um sjómanna, heldur að miða skattinn við kauptrygingu hvers og eins skipverja. Sagðist Guð- laugur hafa rætt ,þetta atriði við félagsmálaráðherra, sem fram- kvæmd þessara laga heyrir und- ir. Taldi hann, að slík breyting mundi verða talin brot á því samkomulagi, sem gert var 5. júní sl. milli atvinurekenda og ríkistjórnar annars vegar og fultlrúa launþegasamtakanna hins vegar. Auk þess, sem það mundi skerða nokkuð tekjur út- lánakerfis Húsnæðismálastjórn- ar, en þangað á launaskatturinn að renna óskertur, eins og kunn- ugt er. Að fengnum þessum upp- lýsingum félagsmálaráðherra, taldi meirihluti nefndarinanr sig ekki hafa aðstöðu til að flytja breytingartill. varðandi þetta atriði, sem hlýtur að skoðast sem eitt af grundvallaratriðum júní- samkomulagsins. Guðlaugur tók það fram, að ef samkomulag gæti orðið milli umræddra samnings- aðila um að breyta þessu ákvæði í þá átt að launaskattur yrði að- eins greiddur af kauptryggingu en ekki aflahlut, þá hefði hann ástaeðu til þess að ætla, að um það gæti einnig orðið samkomu- lag í nefndinni. Ágúst Þorvaldsson (F) gerði grein fynr afstöðu Framsóknar- manna til frumvarpsins. Sagði hann, að bænd- ur yrðu látnir bera þyngri byrðar en aðrir, ef þeir yrðu látnir greiða launaskatt' og hefði hann borið fram breyting- artillögu ásamt Jóni Skaftasyni um, að laun greidd starfsfólki mjólkurbúða og sláturhúsa yrðu undanþegin launaskatti. Jón Sltaftason (F) sagði m. a., að sjávarútvegurinn byggi við algjöra sérstöðu, með því að hann yrði að sæta erlendu markaðsverði. Gerði hann grein fyrir breyt ingartill., sem hann er flutn- ingsmaður að ásamt Birni Páls syni við frum- varpið, að launa greiðendur skuli ekki greiða launaskatt af tekjum skráðra sjó manna á fiskiskipum. Kvaðst Jón ekki skilja hvers vegna sjáv- arútvegurinn þyrfti að greiða launaskatt, en landbúnaðurinn ekki. Hannibal Valdimarsson (Albl.) ságði, að sem allir vissu, þá væri launarskatturinn lagður á til lausnar húsnæð- ismálunum. Árgeiningur væri hins vegar kominn upp um það, hvort vöru- bílstjórar ættu að greiða launa- skatt, þegar þeir ækju eigin bif- reiða eða hvort þeir ættu að greiða skattinn, sem keyptu vinnu þeirra. Kvaðst hann sammála þeirri skoðun, sem fram kom í bréfi vörubíl- stjóra. Þá taldi Hannibal, að sá sem keypti vinnu bílstjóra ætti að greiða launaskattinn og áskildi hann sér rétt til að bera fram breytingartillögu við frumv. í samræmi við þessa skoðun sína. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvaðst álíta það nauð- synlegt að leiðrétta þann mis- skilning, sem fram hafði kom- ið hjá Ágústi Þorvaldssyni, um að bændum væri ætlað að greiða launa- skatt ofan á stofnlánagjald landbúnaðarins. Tók ráðherrann það skýrt fram, að þessi skoðun Ágústs Þorvaldssonar væri al- gerlega á misskilningi byggð, enda hefði slíkt aldrei komið til greina. Emil Jónsson félagsmálaráð- herra sagði að það væri grund- vallaratriði af sinni hálfu, að þetta frumvarp yrði afgreitt full komlega í sam- ræmi við júní- samkomulagið, þar eða frum- Varpið væri kom ið fram vegna þess, og því gæti hann ekki fallizt á þær breyting- artillögur, sem fram hefðu kom- ið við frumvarpið. Sú væri ástæð an fyrir því að launaskatturinn væri ekki lagður á bændur samkv. frumvarpinu, að skattin- um væri ætlað að renna í hús- næðismálasjóð, sem hafði ekki afskipti af byggingum í sveitum. Varðandi ummæli Hannibals Valdimarssonar sagði ráðherr- ann, að það væri viðkvæmt niál, en það væri álit félagsmálaráðu- neytisins, að sá aðilinn, sem greiddi tryggingariðgjald af bif- reið greiddi launaskattinn. Lagði hann til, að þær breytingartil- lögur, sem fram kæmu og í bága færu við júnísamkomulagið yrðu felldar. Eðvarð Sigurðsson (Albl.) gat þess í upphafi máls síns, að frum ií varpið væri fram komið í sam- i| bandi við júní- samkomulagið. Kvaðst hann vera Hannibal V aldimarssyni Sammála um það, að ekk! ætti að líta á vörubílstjóra sem atvinnurek- endur. Kvaðst hann ennfremur vera því and- vígur, að launaskatturinn yrðl miðaður við kauptryggingu en ekki aflahlut. Þórarinn Þórarinsson (F) kvaðst álíta, að það lægi ljóst fyrir, að atvinnubílstjórar seldu vinnu sína og þess vegna gæfi það auga leið^ að atvinnubíl- stjórar væru Jj launþegar en ekki atvinnurek endur. Af þvl leiddi að þeir ættu ekki að greiða launa- skattinn, heldur þeir sem keyptu vinnu þeirra. Kvaðst hann vilja beina þeirri fyrirspurn til þeirra, sem gerðu júnísamkomulagið þ.á.m. forseta Alþýðusambands- ins, hvort það væri ekki skiln- ingur hans, að vörubílstjórar ættu ekki að greiða launaskatt- inn. Emil Jónsson sagði, að ef skoð- un sín bryti á einhvern hátt f bága við júnísamkomulagið, þá myndi hann fús til að taka slíkt til athugunar. Urðu síðan enn nokkrar um- ræður um málið, þar sem til máls tóku Ágúst Þorvaldssori, Ingólf- ur Jónsson landbúnaðarráðherra óg Skúli Guðmundsson. Sagði landbúnaðarráðherra þá m. m., að Ágúst Þorvaldsson hefði mis- skilið það sem fram hefði komið áður í umræðunum, að því hefði aldrei verið neitað í 6 manna nefnd að tala tillit til skattsins. Sagði hann ennfremur, að í 6 manna nefnd væri leitazt við að láta af hendi þann dreifingar- kostnað, sem vinnslustöðvunum nægði, til þess að bændur gætu fengið 6 manna nefndarverðið. Að lokum var frumvarpinu vísað til 3. umræðu. Var breyt- ingartillaga heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar samþykkt en breytingartillögur Framsóknar- manna felldar. Samkomudagur Alþingis. Útbýtt hefur verið frumv. um samkomudag reglulegs Alþingis 1965, og er það efni þess, að reglulegt Alþingi 1965 skuli koma saman laugardaginn 9. okt. 1965, hafi forseti íslands eigi tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu. í athugasemdum með frum- varpinu segir, að verði eigi ann- að ákveðið með lögum, skal reglulegt Alþingi 1965 koma sam an eigi síðar en 15. febrúar. Þar sem Alþingi því, er nú sit- ur, mun eigi verða lokið fyrir þann tíma, bar nauðsyn til að ákveða annan samkomudag. Lagt er til að Alþingi komi saman I síðasta lagi 9. okt 1965. ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU* Svæðaskipulagning Unnar Stefánsson og Benedikt Gröndal eru flutningsmenn þings ályktunartillögu um svæða- skipulagningu. sem er þess efnia, Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.