Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 12
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 3. febrúar 1965
r 12
Gengið
á fjörur
VIÐ Reykjanesskaga sunnan-
verðan svarrar sjórinn 'dag og
nótt. Þar er sjaldan kyrrt, en
síkvik alda læðist þar með
strönd, og þegar svo ber und-
ir hníga þar brimskaflar á
fjöru.
ísólfsskáli er þar miðja vegu
milli Grindavíkur og Krýsu-
víkur og á þar langar fjör-
ur. ísólfur bóndi gengur fjör-
urnar, þegar rekaátt er og
margt ber þar að landi.
Nú hefur um nokkurt skeið
verið týndur skozkur togari
og hefur ísólfur haft það í
huga, þegar hann hefur litið
á fjörur, ef nokkuð myndi
berast þangað, er gæti upp-
lýst hver örlög þessa skips
hefðu orðið. En það er ekki
alltaf sem réttar heimildir
berast eins og hjá Magnúsi á
Hrauni, þegar hann fann
bjarghringinn af Hans Hed-
toft.
Dimmbúin fjaran fyrir neðan ísólfsskála á Reykjanesi.
Að morgni mánudags bárust
á fjörur ísólfsskála lestarborð
og annað rekald, sem benti
til þess að úr starfandi skipi
væri. Þessi lestarborð sögðu
þó enga sögu því að þau geta
tekið út af skipi, sem er of-
an sjávar. En meðal annars
braks í fjörunni voru tveir
kassar grámáíaðir. Virtust
þeir vera undan meðulum
eða einhvers konar sjúkra-
kistur. Vöktu þeir sérstaka at
hygli ísólfs, en við nánari at-
hugun kom í ljós að þeir voru
ekki brezkrar ættar. Var
áletrun þeirra á rússnesku að
því er virtist og gáfu þeir
enga vísbendingu um örlög
hins skozka togara, sem sakn-
að er.
Á þessum stað er alltaf von
á einhverju, sem rekur á
land. Á stríðsárunum kom þar
margvíslegt brak og veldur
það nokkuð að bóndinn í Is-
ólfsskála gengur enn fjörur
og hyggur að því, sem sjór-
inn skilar á land. Oftast er
það ekki stórvægilegt, en
stundum má marka dálítið af,
ef aðgát er höfð.
— Hsj.
ísólfur Guðmunðsson, bóndi í ísólfsskála. Séð heim að bænum.
Síðasta hefti Kenn
aratals komið út
tJT ER komið sjötta og síðasta
hefti Kennaratals á íslandi, 192
bls., með 853 æviágripum, 474
karla og 379 kvenna. í heftinu
eru æviágrip þeirra kennara, sem
eiga Þ—Ó að upphafsstöfum, og
hefst það á Þór Vilhjálmssyni og
endar á Össuri Guðbjartssyni,
alls 159 æviágrip. Þá er í heftinu
viðbætir, en í honum eru ævi-
ágrip kennara, sem af ýmsum á-
stæðum hafa fallið úr eða þeirra
sem gerzt hafa kennarar, meðan
á samningu verksins stóð. Enn
fremur er í heftinu skrá um kenn
ara, sem lokið hafa kennaraprófi
árin 1962 og 1963, og að lokum
ritar ritstjóri Kennaratalsins,
Ólafur Þ. Kristjánsson, eftirmála,
greinargerð fyrir öllu verkinu. Þá
fylgir og titilblað fyrir H. bindi
Kennaratalsins.
1 sjötta hefti eru 842 myndir
(aðeins 11 myndir vantar) auk
10 mynda, af kennurum, sem til-
heyra öðrum heftum, þar af tvær
teiicnaðar myndir. í sjötta heft-
inu ber langmest á unga fólkinu,
sem er í yfirgnæfandi meirihluta.
ÍÞá er þess að geta, að upplýs-
ingar í æviágripum ná aðeins
til vorsins 1962.
13 ára starf.
Það var á útmánuðum árið
1952, sem fjórir menn voru skip
aðir í nefnd til þess að vinna að
undirbúningi að útgaíu Kennara
tals á íslandi. Hefur nefndin
starfað alla tíð síðan, en í hana
völdust Ingimar Jóhannesson full
trúi, formaður; Guðmundur í.
Guðjónsson, kennaraiskólakenn-
ari; Ólafur Þ. Kristjánsson, skóla-
stjóri, og Vilbergur Júlíusson,
skólastjóri. Ólafur var strax ráð-
inn ritstjóri verksins, og hefur
mestur þungi af samningu ritsins
hvílt á hans herðum.
Kennaratal á íslandi er safn
æviágripa allra kennara landsins,
við æðri sem lægri skóla frá því
um 1800—1962. í því eru upplýs-
ingar um ætt kennarans, mennt-
un hans og störf. Alls eru 4184
æviágrip í ritinu og 4105 myndir.
Vantar aðeins myndir af 79 kenn
urum, 72 körlUm og 7 konum.
Ritið er í tveim stórum bindum,
alls um 964 bls. með viðbæti og
eftirmála.
Kennarar eru þeir taldir, sem
stundað hafa eða stunda kennslu
við opinbera skóla, æðri sem
lægri, hvernig sem námi þeirra
eða prófum kann að hafa verið
háttað, og einnig þeir, sem lokið
hafa kennaraprófi (þar með talið
kennarapróf í sérgrein, svo sem
ííþróttuim, handavinnu o.fl.) þótt
Kennaratalsnefnd á fundum í Hótel Sögu í gær. Talið frá vinstri: Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri
verksins, Ingimar Jóhannesson, Guðmundur t. G uðjónsson og Vilbergur Júlíusson.
þeir hafi ekki stundað kennslu.
Kennaratalið er fyrst og fremst
mannfræðirit, en auk þess má
iinna í því upplýsingar um fjöl-
mörg atriði í fræðslu- og skóla-
málum þjóðarinnar. Kennaratal-
ið er stærsta mannfræðirit, sem
enn hefur verið gefið út á ís-
landi, og engin íslenzk bók geym-
ir fleiri mannamyndir.
Á fundi með fréttamönnum 1
gær, sem haldinn var í tilefni
áf útkomu síðasta heftisins, tóku
ýmsir til máls. ólafur Þ. Krist-
jánsson hafði orð fyrir nefndinni
og þakkaði öllum þeim aðilum.
sem hjálpað hefðu til við söfnuu
upplýsinga og útgáfuna. Nefndi
hann einkum Samband íslenzkra
barnakennara, fræðslumálast.ióru
ina, Hagstofu íslands, Þjóðskjala
safnið og Þjóðminjasafnið. Hið
síðastnefnda sagði Ólafur að
hefði verið ómetanlega hjálplegt
um útvegun mannamynda. Þá
þakkaði hann að síðustu Prent-
smiðjunni Odda h.f. og star.fs-
mönnum þess fyrir geysilega milc
ið og gott framlag til útgáfunn-
ar.
Helgi Elíasson, fræðslumála-
stjóri, þakkaði nefndarmönnum
og öðrum starf þeirra við \ erkið
og kvað framlag þeirra mikið til
íslenzks menningarlífs með út-
gáfu þessa merka heimildarrits-
Kvaðst hann aðeins kvíðinn um
áframhald verks þessa á kom-
andi árum. Þá tóku fleiri til
máls og fögnuðu útgáfu þessa
verks.
Fyrrí heftin á þrotum.
Útgefandi Kennaratalsins er
Prentsmiðjan Oddi h.f., Grettis-
götu 16, Rvík, sími 20280, og ann
ast hún sölu og dreifingu ritsins.
Geta áskrifendur í Reykjavík
sótt 6. heftið í prentsmiðjuna, en
öðrum verður sent það í póst-
kröfu næstu daga. Heftið koslar
kr. 300,00. Eigendur Kennaratala
ins geta fengið hefti sín bundin
í rexin eða skinn hjá Sveinabók-
bandinu, en það er einnig til húsa
að Grettisgötu 16, Reykjavík.
Mjög lítið er til af fyrri heftum
Kennaratalsins en nokkur ein-
tök af Kennaratalinu í tveim
bindum í rexínbandi verða til
sölu innan skamms og kosta kr.
2000,00.
Rannsóknarlög-
reglan lýsir efíir
vitnum
FYRIR nokkrum dögum voru
unnin skemmdarverk á bifreið-
inni R-5375, þar sem hún stóð á
bak við húsið nr. 30 við Baróns-
stíg. Bifreiðin, sem er ljós á lit,
Skoda ’56, var rispuð eftir endi-
langri annarri hliðinni. Þeir,
sem einhverjar upplýsingar gætu
gefið um verknað þennan, eru
beðnir að hafa samband við rann
sóknarlögregluna.
Milli kl. tvö og hálfþrjú i gær
var ljósblárri vörubifreið ekið
utan í dreng á hjóli á móts við
Fossvogskirkjugarðinn. Drengur-
inn féll í götuna og meiddist
smávægilega og ennfremur
skemmdust föt hans. Bifreiða-
stjóri vörubílsins, svo og sjónar-
vottar, sem voru að þessu eru
beðnir að gefa sig fram við rann-
sóknarlögregluna.
Bílstjóranám-
skeið í Bolungar
vík
Bolungarvík, 1. febr.
NÁMSiKEIÐ til undirbúningj
meiraprófs bílstjóra er að hefj-
ast hér í dag. Aksturspróf haf*
staðið yfir undanfarna daga. Um
35 manns munu sækja námskeið
ið. Forstöðumaður þess er Vil-
h'jálfur Jónsson frá Akureyri, en
auk hans kenna Hafsteinn Hann
esson frá ísafirði og Jón G.
Tómasson, lögreglustjóri.
— Hallur.