Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 19

Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 19
Miðvikudagur 3. febröar 1965 MORGUHBLAÐID 19 Bjarni SigwTðsson Minningarorð 26/6 1875 — 26/1 1965. í DAG verður til moldar borinn Bjarrii Sigurðsson, Ökrum við INesveg, sem lézt 26. jan. á 90. aldursári. Hann átti að baki langa ævi, ekki ævi stórra við- burða eða mikils veraldarframa, heldur ævi látlausrar elju í sveit og borg, ævi harðrar lífsbaráttu á því erfiða tímabili sem nú er orðið íslenzkri æsku álíka fjar- lægt og torskilið og miðaldir. Bjarni Sigurðsson var fæddur á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði 26/6 1875, sonur hjónanna Sig- urðar Bjarnasonar og Salbjarg- ar Sölvadóttur. Hann var af skagfirzkum bændaættum langt í kyn fram, kominn í beinan karllegg af Hrólfi sterka á Álf- geirsvöllum; föðurafi hans var garpurinn Bjarni skytta Jónsson á Sjávarborg, sem snemma varð þjóðsagnahetja í Skagafirði. Bjarni Sigurðsson fór ungur að heiman og lengra en þá var títt, var um skeið í þjónustu Bene- dikts sýslumanns Sveinssonar á Héðinshöfða og síðar vinnumað- ur hjá sr. Jakobi Benediktssyni á Hallfreðarstöðum. Hann sneri þó bráðlega aftur til Skaga- fjarðar, varð vinnumaður hjá Jóni hreppstjóra Jónssyni á Haf- steinsstöðum érið 1900 og kvænt- ist dóttur hans Valgerði þremur árum síðar. Þau reistu bú í Glæsibæ 1903 og bjuggu þar í níu ár; síðan áttu þau heima á Sauðárkróki þangað til þau flutt- ust búferlum til Hafnarfjarðar 1925; ári síðar settust þau að í Reykjavík og áttu þar heima eftir það. Bæði á Sauðárkróki og í Reykjavík vann Bjarni að marg- víslegum störfum, en þó einkum „Uppá tindinn" BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Bandalagi íslenzkra skáta: Bandalag íslenzkra skáta tók fyrir nokkrum árum upp þá venju að nefna hvert starfsár skátanna ákveðnu nafni, sem sýndi þá þann þátt, sem aðal- áherzla væri lögð á hvert ár. Þannig hefir undanfarin þrjú ár verið lögð áherzla á hinar mis- munandi aldursgreinar skáta- starfsins. Það ár, sem nú stendur yfir, hefur hlotið nafnið „Upp á tindinn.“ Með þessu slagorði er ekki fyrst og fremst átt við tind í hinni eiginlegu merkingu orðs- ins, heldur er á yfirstandandi ári lögð áherzla á ýmis atriði, sem í fljótu bragði virðast lítilfjörleg og hversdagsleg, en eru þó nauð- synleg til að starf skátanna nái tilgangi sínum, að ala upp góða og nýta þjóðfélagsþegna. Verk- efnin, sem þarna koma fyrir, eitt í hverjum mánuði eru jafnvel sum þess eðlis, að þau takmark- ast síður en svo við skátastarfið, en koma fremur inn á ýmsa ósiði og óvenjur, sem allt of algengar eru í okkar þjóðfélagi. Hér meðfylgjandi er sýnishom af renning með verkefnum skát- anna í máli og myndum, en þess konar renning hefur verið dreift til allra skáta á landinu. Verk- efnin eru að sjálfsögðu mismun- andi fyrir hin ýmsu aldursskeið, en meðfylgjandi mynd sýnir verk efni skátanna, sem eru á aldrin- um 11 til 14 ára. Þegar upp úr áramótum hvert ár, fer fjöldi skáta á landinu að hugsa til hreyfings. Á hverju ári berast Bandalagi íslenzkra skáta nokkuð mörg tilboð að heim- sækja skáta I nágrannalöndum og taka þátt i minni og stærri mótum þeirra. f þeim tilgangi hafa islenzkir skátar ferðazt víða, heimsótt lönd eins og Mexfko, Bandaríkin, Frakkland, Sviss, Grikkland, en algengastar eru þó ferðir til Norðurlandanna og Englands. f ár er íslenzkum skátum boð- ið að heimsækja eft'rtalin lönd: Svíbjóð, Danmörk, Noreg, Finn- land. Sviss, Belgiu og England. Síðastliðið ár fór m.a. 132 manna hópur á slóðir forfeðra okkar og ferðaðist víða um Nor- eg. í ár er gert ráð fyrir að stærsti straumurinn liffgi til Svf- þjóðar, en f ágúst halda sænskir I skátar landsmót sitt og gera ráð fyrir allt að 12,000 manna þátt- töku. Eftir landsmótið er boðin dvöl á sænskum heimilum. Ferðir á erlend skátamót hafa alltaf verið mjög vinsælar og þeir eru ófáir fslendingarnir, sem fyrst hafa komið til annarra landa í skátahópi. Það má því búast við fjölmennri ferð til Sví- þjóðar í ágúst n.k. UPP ÁTINDINN S.KA’TAK 19S 4-1 1) * «. KAHZ Hinn nýi ambassador Sambandslýðveldisins Þýzk alands, herra Henning Xhomsen, afhenti í dag við hátíðlega athöfn handhöfum valds forseta íslands trúnaðarbréf sitt, að viðstöddum utanríkisráð- herra. að smíðum, enda var hann prýði- lega laghentur til allra verka sem hann tók höndum til; bók- band stundaði hann og öðru hverju allt fram á síðustu ár. Alla tíð var hann starfsmaður og ötull að hverju sem hann gekk og lét sér ekki verk úr hendi falla meðan heiláa leyfði. Bjarni var maður óvenju glað- lyndur og bjartsýnn; hann var manna gestrisnastur og hrókur <¥ alls fagnaðar, bæði heima og heiman. Söngelskur var hann alla ævi og góður söngmaður á yngri árum; var m. a. einn af stofnendum Bændakórs Skag- firðinga, sem mikið orð fór af í þá daga. Hann var hreinn í lund og falslaus; skapgerð hans var slík að hann lét aldrei and- streymi eða erfiðleika á sig ganga, ekkert af því tagi fékk dregið úr bjartsýni hans eða heft greiðvikni hans og hjálp- semi öðrum til handa. Því er eng- in furða að hann var vinsæll maður og vinmargur hvar sem hann fór, og margir eru orðnir gestir þeirra hjóna á sex ára- tugum. - Valgerður, kona Bjarna, sem lifir mann sinn, var honum tryggur lífsförunautur. Þau eign- uðust þrjú börn; Salbjörg dóttir þeirra lézt fyrir tæpum 30 árum, en hjá hinum tveimur, Steinari trésmið og Önnu, hafa gömlu hjónin átt athvarf síðustu ária og séð sístækkandi hóp barna- barna og barnabarnabarna vaxa úr grasi. Sá vaxtarbroddur var mesta gleði Bjarna í ellinni, og þá umbun langrar og eljusamrar ævi hygg ég að hann hafi vitað bezta. Bjarni kunni ávallt vel við sig í hópi yngri manna; því áttt hann marga vini ofan moldar ttt æviloka, og þeir minnast hans með þakklátum huga. Hann var svo heill og hreinn í gleði sinni Og bjartsýni að hann hlaut að láta aðra njóta góðs af. Slíkir menn eru sjálfum sér og öðrum gæfumenn. Jakob Benediktsson. Hin heimsfrœgu PRIMIIS gasfœki Nú er tíminn til að panta bessi eftirsóttu gastæki fyrir vorið. Þau eru ómissandi í ferða lög, í sumarbústaði, í veiði hús, í útilegu og til heimil isnotkunar. SUÐUTÆKI LJÓSATÆKI HITUNAKTÆKI „PRIMUS" er heimsþekkt vörumerki „PRIMUS" vörur eru seld- ar í verzlunum um allt land. IÐNADARTÆKI PRI MUS merkið er trygging fyrir vönduðum vörum. A B. BAHCO Stockholm UMBOÐ: Þórður Sveinsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.