Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 24

Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Miðvifcudagur 3. febrúar 1965 Victoria Holt: Höfðingjasetrið — Pabbi má ég fá lánaðan bílinn og hárkolluna þína í kvöld? Ég hafði ekki augun af Larn ston-fjölskyldunni aila messuna og áður en henni var lokið, vissi ég að hverju Johnny var að gá. >að var Hetty Pengaster! Ég gat skilið það með Mellyoru og Justin. En_ Johnny og líetty Pengaster! Ég gat skilið það með Mellyoru og Justin. En Johnny og Hetty Pengaster! Síðdegis þennan dag var hlýtt og Mellyoru langaði til að fara út Hún var eitthvað alverleg í skapi og mér datt í hug, hvort það stæði í nokkru sambandi við það, að hún hafði séð Justin í kirkjunnL Ég var orðin það ver aldarvön, að ég efaðist um, að það mundi þykja viðeigandi fyr ir mann eins og Justin Larnston að eiga prestsdóttur. Ég varð hissa þegar Mellyorti fór með okkur inn í kirkjugarð- inn. —- Til hvers eigum við að vera að fara hingað? spurði ég — Mig langar að sýna • þér nokkuð. Hún gekk síðan kring um kirkjuna og stanzaði við leg stein. „Mary Anna Martin“, las ég. „36 ára“. — Hún var móðir mín, sagði hún. — Hún var grafin hérna fyrir tíu árum.'Lestu nú nafnið fyrir neðan. „Kerensa Martin.M. Kerensa! Hún kinkaði kolli til mín, brosandi. — Kerensa! Mér þykir svo vænt um nafnið þitt. Mér þótti vænt um það um leið og ég heyrði það. Manstu ekki eftir því? Þú stóðst þarna í Klaustur múr m, þar sem beinin af nunn unr fundust. Justin spurði mig h\ .. þetta væri og þú svaraðir, að það væri ekkert „þetta“. >að er Kerensa Carlee. >essi Kerensa Martin var systir mín. >ú sérð þarna, að hún hefður verið 3ja vikna og 2ja daga gömul. — Dó hún mamma þín þegar hún fæddist? Mellyora kinkaði kolli. — Mig langaði svo að eignast systur. Ég var fimm ára og mér fannst ég vera búin að bíða eftir henni árum saman. Og þegar Kerensa fæddist var. ég svo spennt. En það fór svona illa. Hún dó og mamma líka, og aUt breyttist. — Ég skil. — >essvegna var það, að þeg- ar ég sá þig standa þarna á markaðnum . . . og af því að þú hézt Kerensa. >ú skilur, hvað ég á við — Ég hélt, að þú hefðir ráðið mig af því að þú vorkenndir mér, sagði ég. — Ég vorkenni öllu fólki, sem stendur á ráðningarpallinum, en ekki get ég tekið það allt heim með mér, eða hvað? Pabbi hefur víst nógar áhyggjur af reikning unum sínum án þess. Hún hló. — _En ég er fegin, að þú komst. Ég horfði á legsteininn og dáð ist að þessari tilviljun, sem hafði gefið mér allt, sem mig langaði í. >etta hefði allt getað farið svo allt öðru vísi. Ef þessi Kerensa litla hefði lifað . . . ef hún hefði ekki heitið Kerensa . . . hvar stæði ég þá? Við vorum í ennþá innilegra sambandi eftir þetta samtal við leiðið. Mellyora vildi láta eins og ég væri systir hennar, og ég hafði ekkert á móti því. Meðan ég var að bursta á henni hárið, um kvöldið, leiddi ég talið að Justin. — Hvernig lízt þér á hann? spurði ég. og ég tók eftir því, að hún roðnaði snögglega. — Hann er laglegur. — Laglegri en Johnny — O . . . hann Johnny. >að var fyrirlitning í málrómnum. — Talar hann mikið við þig? — Hver? Justin? Hann er allt af almennilegur þegar ég kem þangað, en hann hefur svo mik ið að gera. Hann tekur próf í vor og þá fer hann að vera heima alltaf. — Lízt þér vel á hann? sagði ég- Hún kinkaði kolli og brosti. —y Betur en á . . . Kim? vog- aði ég að segja. — Kim O, hann er svo tryllt ur. Hún fitjaði upp á trýnið. — Mér líkar vel við Kim. En Justin, hann er alveg eins og riddari . . . Sir Galahad eða Sir Lancelot. Kim er ekki svoleiðis. Mér datt í hug, þegar Kim var að bjarga Jóa úr dýraboganum og bera hann á örmum sér gegn um skóginn og alla leið heim í kofann. Ég trúði því ekki, að Justin hefði nokkurntíma gert það fyrir mig. Mellyora kynni að vera hrifnari af Justin Larn- ston, en Kim mundi alltaf verða minn riddari. >ar sem ég var ráðin af séra Charles, sem lagskona dóttur hans, gat ég um leið verið vernd- ari hennar og oft yfirgáfum við ungfrú Kellow og fórum einar ú(t að ríða um móana. Einn góðviðrisdaginn riðum við lengra en við höfðum áður gert, og Mellyora stöðvaði ekki hestinn fyrr en við komum að einkennilegu steinvirki — þrír steinar stóðu uppreistir og sá fjórði var lagður ofan á þá. — Veiztu, hvað þetta er, Ker- ensa? >að er grafreitur. Pabbi hefur sagt mér, að Keltarnir hafi reist þá. Hún leit kring um sig með hönd fyrir auga. — Við getum ekki verið langt frá Derrise- landareigninni. — Hvað er það? spurði ég. — Farðu ekki að segja mér, að þú hafir aldrei heyrt Derrise- fólkið nefnt á nafn? sagði Melly- ora. — >að er ríkasta fólkið hér nærlendis. >að á fjölmargar ekrur lands. 7 ammmmm — Fleiri en Larnstonarnir? — Miklu fleiri. Ég held, að kletturinn þarna sé Derrise-klett urinn. Nú vorum við komnar á grýtta jörð og kletturinn stóð uppi á hól — einkennilega lagaður klett ur, sem tilsýndar gat litið ú,t eins og risavaxinn maður. >egar við höfðum riðið eins nærri honum og við gátum, fórum við af baki, bundum hestana við runn og klifruðum upp að klettinum. Mellyora rak upp siguróp. — >að var rétt hjá mér, að þetta er Derrise-landið. Sjáðu! Ég leit í áttina og gat séð stórt höfðingjasetur, sem líkt- ist mest kastala, á grænu eng- inu. — >etta er Derrise-höllin, sagði Mellyora. — Hún er eins og kastali. — Já, en enda þótt Derrise-ætt in sé einhver hin ríkasta í Aust- ur-Cornwall, er sagt, að hún liggi undir skapadómi. — Hvernig það með svona hús og alla þessa peninga? — Æ, Kerensa, þú leggur allt af veraldlegan mælikvarða á allt. Hlustarðu aldrei á ræðurnar hans pabba? — Hvaða dómur hvílir á þeim? spurði ég. — Brjálsemi. Það er sagt, að það sé geðveiki í ættinni. Henni skýtur upp öðru hverju. Það er sagt, að systir núverandi lávarðs ins sé brjáluð, að hún komi hér út á móana með fullu tungli og dansi kring um klettinn. Lík- lega er þetta bara kjaftasaga. En hvað sem öðru líður verða bráðum engir Derrisar til. Lá- varðurinn á ekki nema eina dótt ur, Judith,-og hún er sá síðasti af ættinni. Við héldum áfram að tala um svona þjóðsögur og sagnir, og ég spurði hana, hvort hún tryði á söguna um meyjarnar, sem urðu að steini. Hún hikaði. — Ja . . . þegar ég stend við þessa steina, sýnast mér þeir lifandi. Hún brostL — Og þarna þennan dag, þegar þú varst inni í múrnum, fannst mér þú vera sjöunda mærin, sem hafði verið múruð inni. — Þetta datt mér í hug. Þú varst svo skrítin á svipinn. — Veiztu, að næstu nótt dreymdi mig, að verið væri að múra þig inni í veggnum og ég reif steinana burt, þangað til blæddi úr höndunum á mér. Ég hjálpaði þér til að sleppa, Ker- ensa, en meiddi sjálfa mig af- skaplega á því. Hún sneri baki að útsýninu, sem fram undan okkur var. — Það er kominn tími til að fara heim, sagði hún. Við vorum þöglar á heimleið- inni. Ég held, að Mellyora hafi verið að hugsa um þennan draum sinn, sem hún hafði sagt mér frá. Og það var ég líka. Það bar sjaldan skugga á þetta stöðuga sumar, sem var meðan ég dvaldi á prestsetrinu. Þó kom einn þegar ég sá Jóa aka gegn um þorpið með dýralækninum. Hann stóð alltaf aftan á vagnin- um og mér fannst það auðmýkj- andi fyrir bróður minn að ferð- ast eins og vinnukind. Ég hefði heldur viljað sjá hann við hlið- ina á hr. Pollent, eins og vin eða aðstoðarmann. . Og ennþá hefði verið betra, ef hann hefði getað ekið í fína vagninum læknis- ins. Og eins var mér meinilla við þegar Mellyora fór í boð í fínasta kjólnum sínum. Mig langaði að fara með henni, en vitanlega bauð enginn mér heim. Við svona tækifæri var mér það ljóst, að enda þótt Mellyora væri góð við mig, var ég ekki annað en vinnukind af skárra taginu þarna í húsinu — en alls ekki nein fín dama, eins og mig langaði til að verða, sem fína fólkið tæki á móti sem jafningja. En þetta voru nú annars ekki nema smá-títu? prjónsstungur í þessu sælulífi mínu. Justin Larnston hafði nú ver ið heima í heilt ár, eftir háskóla- námið og við sáum hann oftar en áður. Oft hitti ég hann þegar hann ók gegnum þorpið. Væri Mellyora með mér, hneigði hann sig kurteislega og brosti jafnvel, enda þótt þetta væri fremur dauft bros. En hvenær sem við hittum hann, varð Mellyora ofsa kát. Kim, sem var ofurlítið yngri en Justin, var enn í háskólanum. Ég hlakkaði til þegar hann yrði búinn, þá gæti ég oftar fengið að sjá hann. En þá var einn daginn þessu viðburðalausa lífi okkar lokið. Við sátum úti með saumana okk ar, þegar Bess kom hlaupandi út og æpti: —. Hafið þið heyrt þess ar voðalegu fréttir frá Klaustr- inu? Mellyora fölnaði og lét saum- ana falla. — Hvaða fréttir? — >að er Sir Justin. Hann hneig niður inni í bókastofunni sinni, er sagt. Læknirinn er kom inn til hans. Hann er afskap- lega veikur og er talinn af, er sagt. Mellyora varð rólegri, þegar hún heyrði, að ekkert gengi að Justin. — Hver segir það — Ein af stúlkunum sagði frú Yeo það. Hún segir, að þarna sé allt í uppnámi. Þegar Bess var farin inn, sát- um við kyrrar í garðinum, en lít ið varð okkur úr verki. Ég vissL að Mellyora var að hugsa um þýð inguna, sem þetta gæti haft fyrir Justin. Hann yrði Sir Justin, ef faðir hans dæi og eignaðist Klaustrið. Ég var að hugsa um, hvort hún mundi vera hrygg, af því að nú væri Justin henni enn fjarlægari en nokkru sinni áður. Það var ungfrú Kellow, sem fékk fyrst næstu fréttirnar. Hún kom inn í kennslustofuna með dagblað í hendi. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai. Ey jaf jörð og víðar. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 Hfeðalholt Lindargötu Háteigsveg Skolavörðustígur KALLI KUREKI •*— - -K— Teiknari: J. MORA .Skjótið ekki. Leyfið mér að fara." - „Ég skal hjálpa þér svo ferðin heá ara þar, sem þú xerð núna heJdur gangi greiðar. Það mun jafnvel vera en hér er núna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.