Morgunblaðið - 03.02.1965, Side 28
.. 3 : w . ,
I
KELVINATOR
KÆLISKAPAR
Júkls LAUGAVEGI
28. tbl. — Miðvikudagur 3. febrúar 1965
Sjálfvirkt símasam-
band til Akureyrar
1 DAG, 3. febrúar, klukkan 17.00
verður opnað sjálfvirkt talsíma-
samband milli Akureyrar og
Reykjavíkur svo og annara sjálf-
Virkra stöðva innanlands.
Notendur sunnanlands, sem
ætla að ná í símanúmer á Akur-
eyri, velji fyrst svæðisnúmerið
96 og strax á eftir númer not-
andans. Hinsvegar þurfa notend-
ur á Akureyri, sem ætla að tala
suður, fyrst að veija hlutaðeig-
andi svæðisnúmer (91) Reykja-
víkursvæðið, 92 Keflavíkursvæð
ið, 93 Akranes, 98 Vestmanna-
Skall með liöfuðið
í skjólborðið
SDYS varð í gær er verið var
að skip,a saltfiski um borð í
Drottn i ng u n a.
Tveir menn stóðu á bílpalli
og voru að setja krók í net, sem
saltfiskurinn var flutur í um
borð. í>arna var að vinnu Guðni
J. Bæringsson, Skólavörðustíg 42.
l>egar verið var að taka síðasta
netið af bílnum mun hann hafa
haldið í það um leið og híft var,
mi-sst af því og fallið aftur fyrir
sig og lent með höfuðið á skjól-
borði bílsins, en það er úr járni.
Guðni fékk slæman áverka á
höfuðið og var fluttur á slysa-
varðstofuna og síðar á Landa-
kotsspítala. Ekki var fullljóst í
gærkvöldi, hversu alvarlegs eðlis
meiðsli hans eru. Guðni er nærri
sjötugur að aldri, fæddur árið
1806.
eyjar) og notendanúmerið svo
strax á eftir.
Hverjar 6 sekúendur í sjálf-
virku langlínusímtali milli Akur
eyrar og stöðvanna sunnanlands
teljást sem eitt innanbæjarsím-
tal eða teljaraskref og kosta því
kr. 1.10, ef farið er yfir það tak-
mark (600 teljaraskref á ársfjórð
ungi), sem félagið er í fasta af-
notagjaldinu.
Frá atkvæðagreiðslu bátasjómanna um samkomulagii í sjómannaverkfallinu.
Sjómenn og útvegsmenn greiddu
atkvæði um samkomuiagiö í gær
Hveragerði
Sjálfstæðisfélagið „Ingólfur"
heldur almennan fund í kvöld
kl. 20:30. Ræðumaður Matthías
Á. Mathiesen, alþingismaður.
Sknut minkinn
ú 8 metio færi
Akranesi, 2. febrúar.
SÍÐASTLIÐINN laugardag kl. 11
um morguninn varð manni ein-
um gengið inn með sjó. Veður
var stillt og kyrrt með öilu. Og
því var engin furða að maður-
inn hrökk I kút, er minkur hent-
ist í loftköstum spölkorn fyrir
framan hann.
Maðurinn á morgungöngunni
var á leið á fuglaveiðar og hafði
byssu reidda um örl sér. Hann
var fljótur að hlaða, þótt hagla-
byssa væri, og hleypti af á 8
metra færi.
Skotið kom í haus minksins og
dýrið steinlá. „Tvö hundruð
kall þar,“ hrökk af vörum byssu-
mannsins. — Oddur.
Menn vongóðir um oð bábir aðilar hafi
samþykkt það, atkvæði verða talin i dag
Á FUNDI sáttasemjara með
fulltrúum sjómanna og út-
vegsmanna í fyrrinótt náðist
samkomulag um kaup og kjör
og í gærkvöldi voru greidd
atkvæði í félögum þeirra um
samkomulagið, sem undirrit-
að hafði verið með fyrirvara.
Atkvæði verða talin x dag kl.
2 ef þau hafa borizt fyrir
þann tíma. í gærkvöldi voru
menn vongóðir um, að báðir
aðilar myndu samþykkja
samningsuppkastið.
Sáttafundurinn hófst á mánu-
dagskvöld strax að lokinni taln-
ingu atkvæða um sáttatillögu
ríkissáttasemjara, en hún var
felld af sjómönnum. Fundinum
lauk klukkan 5,30 um morguninn
með samkomulagi, sem felur í
sér, að skiptaprósenta á hring-
nótaveiðum verði 1% lægri en
á síldveiðum. Hefur meirihluti
fiskmatsráðs gefið fyrirheit um,
að reglugerð verði breytt þannig
að ekki þurfi að slægja allan
fisk veiddan í hringnót.
Á línu- og netaveiðum verður
skiptahlutfallið þannig, að á 12
—20 tonna bátum verði 7 menn
og 40% hlutur; á bátum 20—30
tonn verði 8 menn og 34% hlut-
Garðahreppur
SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélags
Garða- og Bessastaðahreppa verð
ur í kvöld í samkomuhúsinu að
Garðaholti. Hefst það kl. 20,30.
Félagar taki með sér gesti.
ur; á 30—50 tonna bátum verði
10 menn og 29,5% hlutur; á 50
—130 tonna bátum á netaveið-
um verði 11 menn og 31% hlutur;
á 50 tonna bátum og yfir verði
á línuveiðum 11 menn og 31%
hlutur og á 130 tonna bátum og
yfir á netaveiðum verði 12 menn
og 31,5% hlutur.
Samkomulagið gildir út þetta
ár, en framlengist með tveggja
mánaða uppsagnarfresti.
Verkfallið hefur náð til 5 ver-
stöðva við Faxaflóa, 4 verstöðva
á Snæfellsnesi og Akureyrar. Á
öllum þessum stöðum voru haldn
ir fundir í sjómannafélögunum í
gærkvöldi. í Reykjavik lauk
atkvæðagreiðslu um samkomu-
lagið klukkan 10 síðdegis, en á
Snæfellsnesi á miðnæUi.
Framhald á bls. 27
195 tonn fyrir
1,7 milljónir
TOGARINN Maí frá Hafnarfirðl
seldi afla sinn í Grimsby í gær-
morgun.
Hann var með 195.5 tonn, sem
seldust fyrir 14.227 sterlingsjund,
eða ein milljón og 702 þúsund
íslenzkar krónur.
Þetta er nokkru lægra verð
miðað við aflamagn en togararn-
ir hafa fengið í Bretlandi að
undanförnu.
Fjórir soðningar-
bátar stöðvaðir
Grindavík, 2. febrúar.
ÞEGAR bátarnir komu hér að á
sunnudag voru fyrir til að mæta
þeim formaður sjómannadeildar
verkalýðsfélagsins hér og fleiri
úr stjórninni. Tilkynntu þeir fjór
um bátum, Ólafi, Kára, Gullfaxa
Og Búðafelli, að þeir fengju ekki
lengur að veiða í soðið, hvorkl
fyrir Reykvíkinga né aðra.
Þessir bátar fengu upphaflega
leyfi til að fiska í soðið á meðan
á verkfallinu stæði.
Á sunnudag gerðist það svo
fyrirvaralaust, að þessir bátar
voru stöðvaðir. — G.K,
Fjögur
íslenzk skip tefjast
verkfallsins vestra
vegna
Selfoss hefur legið í hofninni í IMew Vork
í rúmar þrjár vikur
VERKFALL hafnarverknmanna
í New York stendur enn yfir
og hefur Selfoss verið þar i höfn
innj frá 11. janúar s.l. og á bæði
eftir að losa farminn og taka
nýjan.
Þá er fyrirsjáanlegt, að Detti-
foss muni tefjast talsvert í New
Unnið að þáttföku íslands
i heimssýningu í Montreal
Norræna undirbúningsnefndin beldur
væntanlega fund i Reykjavik i vor
MORGIINBLAÐID hafði í gær
samband við Gunnar J. Friðriks-
son, framkvæmdastjóra, sem er
fulltrúi tslands í nefndinni, sem
annast undirbúning fyrir ríkis-
stjórnir Norðurlanda vegna
beimssýningarinnar, sem vænt-
anlega verður opnuð í maímán-
uði 1967 í Montreal í Kanada,
Gunnar sagði, að nefndin vinni
nú að fyrsta undirbúningi fyrir
sýninguna, sem ríkisstjórnir
íjölmargra landa verða aðilar
að. Norðurlöndin öll verði með
sameiginlegt sýningarsvæði og
verði á því allt hið helzta, sem
þessar þjóðir séu stoltar af og
vilji láta þekkja sig af. Ekki
verði sýndar beinlínis vörur ein-
stakra framleiðenda, nema þá
sem liður í heildarfnynd, t. d.
útfiutningi.
Gunnar sagði ennfremur, að
nefndin hafi haldið nokkra fundi
og sé gert ráð fyrir að hún haldi
fund í Reykjavík annaðhvort í
apríl eða maí í vor.
York, þótt verkfallið leysist
skjótlega, en skipið er nú í Wilm
ington á leið þangað. Svo mörg
skip hafa tafizt í New York höfn
vegna verkfallsins, að alllangan
tíma tekur að losa þau og hlaða
að nýju.
' Skip Jökla h.f. hafa alveg
losnað vlð tafir af verkfallinu
og hafa þau siglt til Glocester, en
þau losa frysta fiskinn fyrir dótt
urfyrirtæki SH vestra.
Jökulfell Skipadeildar SÍS hef
ur verið í Camden í vikutíma
og á að losa þar fisk og taka
kornvörur heim. Vonazt er til,
að verkfallið í Camden leysist
um eða upp úr næstu helgi, að
Tekur 2000 tunn-
ur á Rússlands-
markað
Akranesi, 2. febrúar.
HAFÖRN fiskaði í gær á línuna
3.7 tonn. Hingað kom ms. Katla
í dag og lestar 2 þúsund tunnur
af saltsíld á Rússlandsmarkað.
því er Hjörtur Hjartar, fram-
kvæmdastjóri Skipadeildar SIS,
tjáði Morgunblaðinu í gær.
Hann sagði ennfremur, að Arn
arfell sé nú í New Haven og hafi
átt að losa þar í dag, en ekki
sé ljóst hvernig ástandið þar er
við höfnina og má jafnvel búast
við, að Arnarfell stöðvist þar
í dag sökum verkfallsins.
Fyrsta loðnan
berst til Eyja
Vestmannaeyjum, 2. feþrúar.
FYRSTA loðnan barst til Eyja í
kvöld. Það var Víðir SU, sem
kom með 70 tunnur og verður
beitt með henni í kvöld fyrir
línubátana. Er þetta talsvert fyrr
en loðna hefur veiðzt hér undan-
farin ár.
Línubátar voru í dag með svip
aðan afla og að undanförnu, eða
5—9 tonn. Sl. laugardag var góð-
ur afli hjá línubátum. Þeir fengu
allt up í 15 tonn.
Síldarbátarnir voru byrjaðir að
veiða um kvöldmat, en fáir bát-
ar eru á miðunum, því margir
þeirra voru að landa hér í dag
sérlega góðri vinnslusíld.