Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 1
24 síðuv Stjórn Hollands segir af sér — eftir hörkudeilur um út- varps- og sjónvarpsmál Haag, 26. febr. (AP-NTB) | RÍKISSTJÓRN Hollands sagði af sér í kvöld eftir stormasaman ráðuneytisfund um útvarps- og sjónvarpsmál. Var skýrt frá því seint í kvöld, að dr. Victor Marijnan, for- sætisráðherra, hefði gengið á fund Júlíönu, drottningar, og afhent henni lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Deilurnar innan stjórnarinnar etóðu um það, hvort leyfa skyldi auglýsinga útvarp og sjónvarp með svipuðum hætti og tíðkast í Bandaríkjunum. Hefur stjórnin getið á aukafundum dag hvern frá því um helgí, til þess að reyna að leysa deiluna, en ór- angurslaust. Átti stjórnin að skila skýrslu til þingsins fyrir 1. marz nk. um útvarps- og ejónvarpskerfi ríkisins, en gat ekki komizt að samkomulagi um skipan þess. Stjórn Marijnan var skipuð í júlí 1963 eftir 70 daga stjórnar- kreppu. Var hún samsteypustjórn fjögurra flokka, Kaþólska þjóð- arflokksins, Frjálslynda flokks- ins, Andbyltingarflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, — en tveir þeir síðustu eru helztu flokkar Lútherstrúarmanna. Áð- ur höfðu þrír menn reynt stjórn- armyndun, án árangurs. ÍKosmos 58! í Moskvu, 26. febr. AP-NTB. / J • I dag skutu Rússar á \ \ loft enn einu Kosmos- gerfi-1 4 tunglinu 58. í röðinni, og þvíi l fimmta á fimm dögum. Er nú/ / uppi orðrómur í Moskvu um, I 1 að Sovétmenn búist til að» \ senda á loft mannað geimfar ( (innan tíðar. Af opinberri / / hálfu er því hvorki neitað né \ Ijátað. » Ulbricht. leiðtogi a-þýzkra kommúnista og Nasser, forseti Egyptalands aka um götur Kairó víð mikinn fögnuð. Hundruð þúsunda hafa veikzt af inflúenzu Hsetta Rússar við rúðstef nuna ? Moskvu, 26. febr. (AP-NTB) I FRÉTTAMENN í Moskvu hafa fyrir satt, að þangað séu komnar sendinefndir frá a.m.k. sex löndum, í því skyni að sitja alþjóðaráðstefnu kommúnista, sem hefjast á næstkomandi mánu dag. Í Hinsvegar benda þeir á, að sovézkar fréttastofnanir hafa ekki drepið einu orði á komu sendinefndanna og forðast yfir- Ieitt að minnast á, að ráðstcfnan standi fyrir dyrum. Segir þeim svo hugur, að Sovétstjórnin hug- leiði að fresta ráðstefnunni eða hætta við hana, þar sem ljóst virðist, að hvorki Kínverjar né Framhald á bls. 23 — Veldur henrti óþekkt af- brigði af A-2 veirustofni? London, 26. febr. AP-NTB. Inflúenzu faraldurinn, sem átti upptök sin í Sovétríkjunum í sðasta mánuði hefur breiðzt mjög víða. Hafa hundruð þúsunda manna tekið veikina. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Aiþjóða-heilbrigðis- málastofnunarinnar, að ekki séu fyrir hendi óyggjandi upplýsing ar um hvaða tegund inflúenzu % Kínverjar taka upp hanzk- ann fyrir Krúsjeff — og gefa út úrval ritverka hans Peking, 26. febr. (NTB) Ó í KÍNVERSKA alþýðu- lýðveldinu er nú verið að gefa út úrval ritverka Nikita Krúsjeffs, hins fallna leiðtoga Sovétríkj- anna — og kemur fram af hálfu útgáfufyrirtækisins mjög hörð gagnrýni á nú- verandi valdhafa í Kreml fyrir framkomu þeirra við Krúsjeff, um það bil er þeir steyptu honum af valda- stóli. Vekur gagnrýni þessi mikla athygli í Peking. Fréttastofan „Nýja-Kína“ skýrði frá því í dag, að út væri að koma úrval ritverka Krúsjeffs, sem dreift yrði um gervalt Kínverska alþýðulýð- veldið. Síðan birti fréttastofan Krúsjeff í heild formála útgáfunnar, þar sem kenningar Krúsjeffs eru harkalega gagnrýndar — en engu að síður gagnrýnd framkoma núverandi leiðtoga Sovétríkjanna við Krúsjeff, er þeir viku honum frá. í formála segir m.a., að end- urskoðunarstefna Krúsjeffs hafi verið sem „eitrað , ill- gresi“. „En“ — segir þar — „enda þótt við blöndum okkur aldrei í innanríkismál annarra landa, hljótum við að taka upp hanzkann fyrir Krúsjeff. Þeir, sem aldrei létu sitt eftir liggja að hrósa Krúsjeff og hengdu hvert heiðursmerkið af öðru á brjóst hans, skiptu skyndilega um skoðun eftir fall hans úr valdastóli og gáfu fyrirskipanir um að gera upp- tæk öll ritverk hans og eyði- leggja þau, svo og allar mynd- ir af honum. Þetta er ekki rétt mæt framkoma“. „Höfðu ekki þessir menn“ Framhaid á bls. 23 sé hér á ferff. Hefur verið talið, að hún væri venjuleg A-2 in- flúenza, sem sækir yfirleitt mest á börn — en svo hafi ekki verið í þessum faraldri. Hann hrjái engu síður fullorðna og kunni því að vera um að ræða óþekkt afbrigði af þessari veirutegund, og e.t.v. hættu’egri en til þessa hafi verið talið. Fregnir frá Finnlandi herma að þar bætist vi’ð daglega hundr- uð tilfella. Hefur skólum verið lokað í Helsingfors og mannekla orðin í mörgum verksmiðjum. í næstu viku á að hefjast í Hels- infors heimsmeistarakeppni í ís- knattleik og hefur keppendum verið ráðlagt að láta bólusetja sig fyrir komuna þangað. I Rúmeníu hefur veikin breiðzt mjög út og í Búlgaríu hafa yfir- völdin hafið úthlutun á grisju- grímum til almennings, til þess að draga úr útbreiðslu veikinnar. Einnig berast fregnir um, að þúsundir manna hafi veikzt á Ítalíu, í Noregi og Póllandi. I dag skýrðu heilbrigðisyfir- völdin í Varsjá svo frá, að 115.000 manns hefðu veikzt af infiúenz- unni og breiddist veikin óðfluga út, þrátt fyrir ýtarlegar varúðar ráðstafanir. Hafa verið skráð daglega 12.000 ný tilfelli síðustu daga. í Gdansk í Póllandi hafa 30—40 þús. manns tekið veik- ina síðustu þrjár vikurnar. Frá Monte Carlo berast þær fregnir að framhaldsskólum þar hafi verið lokað vegna inflúenzu faraldursins. Frönsk yfirvöld segja, að vægur inflúenzufarald- ur fari nú um miðhluta Frakk- lands og Bretagne. Sé vírusinn hinn algengasti inflúnzuvírus, sem flestir vinni fljótt bug á. Þáttaskil í baráttunni gegn krabbameini? Frönskum vísirtdamönnum hefur fekizt að lækna rottur, sýktar krabbameini París, 26. febr. (NTB) t FRÁ því var skýrt í París í dag, að frönskum vísinda- mönnum hafi tekizt að lækna rottur, er sýktar höfðu verið krabbameini. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig á lækn- ingum þessum stendur — en talið hugsanlegt, að verkfræ ingurinn, Antoine Priore, se tókst þetta fyrstum manr hafi fyrir tilviljun hitt á nota rétt orkumagn og rét byígjufengd. + I París er sagt. að tilrau Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.