Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 11
L.augardagur 27. febrúar 1965 MORGUNBLAÐID 11 íf ijartmar Guðmundsson ffrá Sandi skrifar um: Ævidaga Jóns á Laxamýri ## JÓN er nú 82 ára og hefur skrif- að mikla bók um langan æviferil, sem út kom á Akureyri fyrir jóiin í vetur. Hann er enn óbug- aður búskaparmaður og talar og ritar eins og sá, sem gilt getur úr fiokki talað vegna mikilsháttar sevistarfs. Enn hefur elli kerling ekki komið honum svo mikið sem á annað kné, hvað þá af fótun- um. Hann fæddist inn í ísaharð- Sndin ög mislingana 1882, um það leyti sem „hundrað þúsund kumla kirkjugarður" umkringdi landið ár eftir ár. Þegar hann leit fyrst Ijós þessa heims, lá móðir hans fárveik af mislingum og fólk hrundi niður úr þeirri piágu á bæjum í kring, þar á með- al 2 föðursystkini hans á blóma- aidri, Helga og Jón. Sagt er að hann hafi verið svo smávaxinn á fæðingardegi að andlitið hafi ver ið á stærð við matskeið eða spón blað, enda ekki fullaldra. Hjá vandalausum Að 10 ára aldri ólst Jón upp hjá foreldrum sínum á Helgastöð- lim og Höskuldsstöðum í Reykja- dal. Þá andaðist móðir hans um fertugt og lá leið hans þá til vandalausra eins og algengast var um fátækra manna börn, þegar þannig stóð á. Heimilinu varð að sundra. Hann fór viljug- ur en grátandi að heiman, því J>etta varð að vera. En fósturfor- eldrar hans voru úrvalsfólk. Hjá þeim vann hann fyrir sér og þeim tii 22 ára aldurs, seinni árin aðal SiOð heimilisins og eignaðist þar 7 kindur fyrir 6-8 ára vinnu eftir fermingu. Þannig var þetta þá. Allir urðu að vinna hörðum Hönd um. ef þeir vildu ekki fara á von- arvöl eins og Sigurður baggi eða Hrúta-Grímur. I'" -ar neyðin er stærst Eg drap á ísaárin og „landsins íora fjanda“. Aldarþriðjungi áð- nr var skurðarvorið 1849, illræmt og umtalað marga áratugi í hverri baðstofu í Reykjadal og um allt Norðurland. Þá gerðist það hjá afa Jóns og ömmu á Hallbjarnarstöðum þann dæma- lausa örvæntingardag, laugar- daginn fyrir páska, að afi hans tetiaði að farga sauðum sínum, er staðið höfðu inni gjaflausir í marga daga. Hey var þá þrotið á næstum hverjum bæ og örvænt- ing fólksins í algleymingi. Veð- og var þá eins og verst getur orð- jð og öll jörð á kafi í snjó. Kona Hallgríms á Hallbjarnarstöðum, Sigríður Ilugadóttir, gekk þá í veg fyrir hann og bað hann að íresta því óhuganlega starfi fram yfir hátíðina, Guð mundi bjarga þeim. Hún réði konan, sem treysti á Guðs hjálp, þegar neyð- in var stærst. A bæ móðurfor- eidra Jóns, Öndólfsstöðum, var húsbóndinn kominn með alla sína gemlinga heim í bæjardyr undir hnífinn þennan sama laug- »rdag. Hans kona, hins amma Jóns á Laxamýri, gekk þá fram í bæjardyr og skipaði að farið skyldi með gemlingana aftur út í lambhús, Guð mundi bjarga þeim og heimilinu á páskunum. Batinn kom eins og þær sögðu, þá voru sumar páskar, einhver dásamlegasti bati í allri íslands- sögunni. Gísli Súrsson segir í’ vísu, sem hann kvað helsærður á hamrin- um frammi fyrir ofsækjenda sínum Eyjólfi gráa, að faðir sinn hafi gefið sér herðuna og Ragn- ar loðbrók er stoltur af sonum sínum og mæðrum þeírra, Þóru borgarhirti og Áslaugu í hörp- unni, þar sem hann talar um, að hann hafi fengið þeim, drengjum sínum, þess móðernis að hjörtu þeirra hafi dugað í mannraunum. Ég veit ekki hvort Þorbergssynir hafa fengið sína herðu frá föður frændum eða móðurættum, elleg ar uppeldinu í þeim hraða lífs- skóla, sem ég drap á, líklega þó öllu þessu. En það er hamingju- samlegt að renna huga til kvenn- anna, sem aldrei létu bugast, þó öðrum finndist öll sund vera lok- uð og leggja svo saman tvo og þrjá, þegar hjartablóð beggja er orðið að einum sjó aldarþriðj- ungi síðar í æðum Jóns á Laxa- mýri, Hallgríms á Halldórsstöð- um og Jónasar fj’rrum útvarps- stjóra. „Þessi kennsla i föður- og móð- urhúsum ásamt fyrirbænum ömmu og mömmu og áminning- ar um Guðsótta og góða hegðun I varð grundvöllur þess að gera ig að manni“. Þetta segir Jón sjálfur um uppeldið og kringum- stæðurnar, sem mótaði hann. Utanferð. Skólavist í Noregi. Skotlandsför Tuttugu og fjögurra ára selur Jón aleigu sína, örfáar kindur, og ræðst til utanferðar, fyrst til Nor egs. Þar vinnur hann eitt ár á sauðfjárræktarbúi og gengur síð- an í lýðháskóla á Jaðri. Að því búnu liggur leið hans til Skot- lands að kynnast fjárrækt Skota. Félaus með annan fót sinn í gipsi og sprunginn legg lætur hann úr höfn í Noregi, sem nokkurskonar laumufarþegi á vegum góðra manna. Hann á alls ekki tilskil- inn farareyri. í Skotlandi vinnur hann síðan ýmist kauplaust eða mjög kauplítið á fjárbúum hjá misjöfnum bændum við hin ströngustu störf en kynnist ótrú- lega mörgu. Og eftir þriggja ára útivist 1909 er hann svo aftur kominn á heimleið með íslands- farinu „Sterling". Um þá nótt. er skipið hefur landsýn af íslandi, segir hann á bls. 72: „Þá nótt dreymdi mig að ísland væri að gráta, — — — fann ég mjög til þess hve íslendingar stóðu langt að baki öðrum þjóðum — — — Norðmenn vöknuðu um 1814, Skotar um 1770, en við íslending- ar skömmu fyrir 1900.“ Strax eftir heimkomuna fer hann á fund Þórhalls biskups, sem var einn aðaimaður í Bún- aðarfélagi íslands, og spyr hvort félagið hafi not fyrir sig til leiðbeininga við sauðfjárrækt. Nei, Búnaðarfélag íslands hafði ekkert handa honum að gera. Maður á vegum þess var úti í Danmörku að læra sauðfjárrækt af Dönum. Þó varð það um síðir að Bf. hét honum 150 króna styrk til að ferðast um Múlasýslur til- að tala við bændur þar um fjár- rækt næsta vetur. Fótgangandi í vetrarsnjó milli bænda Um haustið, 20. nóvember legg- ur hann svo upp í fyrirlestraferð um Austurland frá Akureyri. Sauðfjárræktin og það sem hon- um finnst að vera á því sviði. og umbætur, sem hann eygir, hefur tekið hug hans allan, svo hann má ekki kyrr vera. Það er kom- inn mikill snjór þegar hann legg- ur upp. Ýmist kafar hann snjó- inn eða notar skíði sín með bagga á baki, þar sem í eru ritföng, bækur og nauðsynlegasti fatnað- ur til ferðalags heilan vetur um strjálbýlar sveitir, fjöll og firn- indi í heilum landsfjórðungi. Leiðin liggur um Vaðlaheiði, Fnjóskadal, Kinn, Aðal-Reykja- dal og til Húsavíkur í þremur dgaleiðum, allströngum. Síðan um Tunguheiði, Kelduhverfi, Ax arfjörð, Axarfjarðarheiði að Sval barði í Þistilfirði. Þar á hann Jón á Laxamýri. sinn fyrsta fund með bændum, þann næsta á Sauðanesi. Svo fer hann um Langanesströnd, Bakka fjörð, Vopnafjörð og gengur hverja heiði, sem milli byggðar- laga liggur. Á Vopnafirði ræðst það að hin eiginlega yfirferð um Austfirði skuli hefjast á Horna- firði. Er skemmst frá þvi að segja að allan þennan vetur, snjóvetur- inn mikla 1909-1910, er þessi sjálf boðaliði á ferðinni fram að sum- armálum og mætti víst halda að þá hafi hann verið uppgenginn að knjám eins og Gyðingurinn gangandi. En það var nú ekki eins og enn átti eftir að sýna sig. f þessari Austfjarðarför hitti hann alla helztu bændur þar. boð aði til funda og leiðbeindi um lífs fjárval, um fóðrun og hirðingu, holdafar, ullarlag og útrýmingu á færilús og fjárkláða og margt fleira. Hann kom með nýj- ung til stór bóta við böðun og hafði uppdrætti að sund- baðkari sem þeir Hallgrímur á Halldórsstöðum, bróðir hans, inn- leiddu hér á landi. Hvað eftir annað var sent í veg fyrir Jón frá afskekktari bæjum og hann beðinn að koma þar við og ræða við bændur í fjárhúsum. Aðrir komu gangandi langa leið að tala við hann .spyrja hann, fræðast. Þetta var hin nytsama kennsla í veidi sínu. Hvar sem hann fer efl ist áhugi og von um bsetta af- komu með auknum afurðum bú- fjárins. Framfarahugur og um- bótaáhugi loga í sporum hans í snjónum um alla Aaustfirði. Þetta var hans fyrsta ganga í þágu ~islenzkra bænda, en ekki þó hin síðasta. Þegar til Akureyrar kemur um vorið er Jón gjörsamlega skild- ingalaus. Hundrað og fimmtíu krónur hafa hvergi nærri hrokk- ið fyrir brýnustu þörfum. Þá gengur hann inn í banka til Hann esar Hafsteins og biður um 35 krnur að láni. Nei, sagði banka- stjórinn. Þessi ferð, sem nú var á drep- ið varð upphaf að margra ára ferðalagi um þvert og endilangt ísland við fyrirlestrahald og bú- fjársýningar, sem allt of langt mál er upp að telja. Og þó það sé raunar hvergi sagt í bókinni, finn ur maður hvernig kraftur áhug- ans, ósérplægni og framfaratrú blæs lífslofti inn í blundandi glóð á hverjum bæ. Það er aldrei lítilsvert hvort athafnir samferða manna eru til uppörfunar eða hins gagnstæða. Sízt vil ég gera lítið úr gagnsemi og góð- um störfum ráðunauta okkar þessi árin, sem renna sér milli góðbúa á lökkuðum Willisjepp- um með danska skó á fótunum. Þeir gera mikið gagn, og fá von andi ekki sjálfir brauðfætur og blóðtappa af of smáu erfiði. En trúið mér til: Krafturinn, sem enga fyrirhöfn telur eftir sjálf- um sér, orkar þó margfalt meira til umbta, en stofumannalærdóm ur einn saman og útreikningur um launaflokka, hvort heldur er 8 launaflokkur eða 24. launa- flokkur. Búskápur á sfórbýlum En vel á minnst: Hugur Jóns hafði alltaf staðið til að verða stórbóndi, því hann hefur alltaf trúað því að bændum væru flest- ir vegir færir á íslandi. Hann kaupir Bessastaði gjörsamlega auralaus maður eftir að hafa starfað í þágu Búnaðarfélags og bænda í mörg ár. Á þeim árum var sá starfi ekki borgaður svo að til minnstu fjársöfnunar gæti dregið. Á Bessastöðum gerizt hann mikill bóndi og græðist fé, þó nokkurt. Þar hlaðast á hann störf hópum saman, svo hann er oft á fundi hluta úr degi, ekur á völl og ristir ofan af, allt sama dgginn. Hann fæst við útgáfu Freys, skrifar ótal blaðagreinar, gefur út bækur um landbúnað, stendur að stofnun félagsins Landnáms, sem var félagsskap- ur áhugamanna um stofunun ný- býla og undanfari laga um ný- býli og landnám. Hann situr á Búnaðarþingi og er aðalforkólf- ur búnaðarsamtaka suður þar og nálægum byggðarlögum. Og svo kaupir hann Laxamýri 1928, en selur stórbýlið Bessa- staði. Laxamýri hafa vist allir Þingeyingar, sem við búskap fást, litið girndarauga síðan Sigurjón gerði þann garð frægan. Þegar það úrvalsfólk, sem þar bjó fyrir 1928, varð að flytja burtu og selja, var enginn heimabúsettur Þingeyingur svo fjárhagslega sterkur eða áræðinn að hann treysti sér til að kaupa Laxa- mýrina fyrir 90 þúsund. Þá ríkti „kreppan" svokallaða í algleym- ingi. Fjörutíu aura kjöt qx 6-8 kr. dilkar Ekki verður svo við þessar hug leiðingar skilið að Jónsþáttur í verðiagsmálum bænda eftir 1930 liggi utan garðs. Vorið 1933 boðaði K.Þ. á aðal- fundi að dilkakjötið yrði borgað á 40 aura kg. og meðalverð siát- urdilka til bænda yrði um 8 kr. Þá kostaði að framleiða þann meðaldilk um 24 kr.,. ef bóndinn átti að fá verkamannskaup fyrir sinn vinnudag, sem þó var miklu lengri en vinnudagur verka- manna á mölinni. Um þessar mundir var leitun á þeim bónda á íslandi, sem heitið gæti mat- vinnungur. Meira en afurðir sauð fjárbúanna fór í kostnað eins og gefur að skilja. Eignir átust upp og skuld safnaðist við skuld í verzlunum, svo þær voru Hka að fara á hausinn. Saltkjötsverð í Noregi réði búvöruverði á ís- landi og bændur hugsuðu sem svo, flestir, að svona yrði þetta að vera, enda að þeim haldið í sumum blöðum. Á þessum kaupfélagsfundi hóf Jón baráttu fyrir því að búvöru- verðið yrði hækkað um helming eða tvo þriðju hluta. Hann kora með útreikninga, sem sýndu kostnaðinn svart á hvítu, boðaði til funda um allt héraðið til um- ræðu um þetta, barðizt fyrir mál- inu á Búnaðarþingi og í blöðum, en undirtektir voru víðast hvar mjög vantrúarkendar og blandað ar hleypidómum. Um sama leyti skapaðist Bændaflokkurinn með Tryggva Þórhallsson í broddi fylkingar, þann heilsteypta bændavin, Þorstein Briem, Jón í Stóradal, Guðmund á Stórahofi, Hannes Jónsson. Pálma Einars- son, Sigurð búnaðarmálastjóra, Halldór Stefánsson. þá Jón á Laxamýri og Hallgrím bróður hans og marga, marga fleiri á- gætismenn, sem of langt er upp að telja. Út frá þessari hreyfingu sköpuðust svo afurðarsölulögin nokkru síðar og verðlag á búvör- Framhald á bls. 15 OPIMUItl AFTUR I DAG ■ ný|um liúsakynnum Soffinn hff. Strandgötu 50, Hafnarfirði Sími 50462.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.