Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 27. febrúar 1965 MORGUNBLADIÚ 23 GeysimiKíð’ loðnumagn hefur borizí til Akraness uunaamarn.a daga. Hai'a allar f>r*r lyllzt og pví orðið að gríj>a til þess ráðs að aka loðnunni á tún nokkurt, Bræðrapartstúnið. Eru þar nú um 10 þúsund tunnur af loðnu. Ljósm.: Indriði Valdimarsson. Tveir handteknir vegna morðsans á Malcolm X Drengur fyrir bíl á Miklubraut l>AÐ SLYS var í gserkvöldi á gatnamótum Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar, að bifreið, sem ekið var þar inn á Miklu- braut lenti þar á dreng á litlu vélhjóli. Drengurinn meiddist á fótum og var fluttur á Slysavarð- stofuna. — Hætta Rússar Framhald af bls. 1 Rúmenar hyggist senda þangað fuUtrúa. Haft er eftir rúmenskum og kínverskum heimildum, að hvor- ug þjóðanna hyggist senda menn til þátttöku í ráðstefnunni. Til Moskvu eru þegar komnar, að sögn vestrænna fréttamanna, sendinefndir frá Italíu, Austur- Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Pól- landi, Ungverjalandi og Kúbu. Upphaflega bauð Sovétstjórnin flokkum 25 ríkja að senda full- trúa til ráðstefnunnar, sem halda átti í desember sl., en var frestað. Fréttamaður AP segir, að vest- rænum stéttarbræðrum í Moskvu segi svo hugur um, að Sovétstjórninni sé mest í mun að hætta við þessa ráðstefnu, a.m.k. nú um stundir, þar sem lítils ár- angurs sé af henni að vænta. Byggja þeir þessa hugmynd sína m.a. á því, að sovézk blöð og fréttastofnanir minnast vart á hana og hafa ekki skýrt frá komu sendisveitanna. Þá vekja þeir at- hygli á grein, er birtist í dag í timaritinu „Kommunistinn". Þar er hvatt til þess að styrkja vin- áttuböndin milli Moskvu og Pek- ing og sagt, að Sovétstjórnin geri allt, sem hún geti, til þess að efla einingu innan kómmúnistahreyf- ingarinnar. Er hvatt til þess að Rússar og Kínverjar skiptist á upplýsingum er varða utanríkis- mál og samræmi aðgerðir sínar, með það fyrir augum að samein- ast í jákvæðri baráttu gegn heimsvaldasinnum. Segir blaðið slíka samvinnu geta orðið frið- samlegri samvinnu ríkja, er búi við ólík þjóðhagskerfi, drjúglega til framdráttar. Loks sakar blaðið heimsvaldasinna um að reyna að kljúfa fylkingu kommúnískra ríkja og hvetur til eflingar sam- heldni og einingar kommúnista- rikjanna með það fyrir augum að gera að engu svikráð heimsvalda- smna. í Peking kveður hinsvegar við annan tón. Fregnir þaðan herma í dag, að Dagblað alþýðunnar hafi í dag birt harðorða árás á Nikita Krúsjeff og sakað núverandi valdhafa í Kreml um að fylgja eftir stefnu hans. New York, 26. febrúar. — (NTB-AP) — » í DAG var handtekinn í New York blökkumaður, að nafni Norinan Butler, grunaður um morðið á Malcolm X um síðustu helgi. Áður hafði annar maður, Talmadge Thayer að nafni, verið handtekinn, grunaður um aðild að ódæðinu. ♦ Butler þessi er talinn hafa framið annað morð — hefur hann um hríð gengið laus gegn tryggingu. Hann tilheyrir hreyf- ingu Svörtu Múhameðstrúarmann anna — og er kunnur fyrir tryggð og hlýðni við yfirboðara hennar. Lík Malcolms X hefur síðustu þrjá daga legið í líkstofu í New York — í kistu með glerloki og hafa a.m.k. 14.000 manns gengið þar framhjá til þess að votta hon- um virðingu sína. Útförin fer fram á morgun, laugardag. Er ótt azt að til átaka komi þá milli hinna ýmsu fylkinga blökku- manna og hafa kaupmenn í Har- lem verið beðnir að hafa verzl- anir sínar lokaðar á morgun. Séra Martin Luther King hélt ræðu í Hollywood í gærkveldi og hvatti til friðar. Sagði hann baráttu blökkumanna vonlausa, ef þeir ætluðu að halda stefnu blóðhefndar. Hundrað lögreglu- menn héldu vörð um King með- an hann talaði. Hafði það borið við nokkrum klukkustundum fyrr, að maður nokkur hringdi til dagblaðs eins í Los Angles, kvaðst hafa stölið 6-700 kg af sprengiefni og hyggðist nota Á LAUGARDAG var opnað að Laugavegi 147 nýtt raftækja- verkstæði. Eigendur eru útvarps- virkjameistararnir Sveinn Guð- bjartsson og Þorgeir B. Skaft- fell en þeir hafa um langt skeið rekið radióverkstæðið og verzl- unina VÉLAR OG VIÐTÆKI. — Hefur starfsemin lengst af verið til húsa að Laugavegi 92. Skömmu eftir að fyrirtækið hóf rekstur, beindi það innflutn- ingsviðskiptum sínum til Svíþjóð- ar og hefur það síðan átt stöð- ugt aukin viðskipti við sænsk fyrirtæki. T.d. flytur fyrirtækið inn hin þekktu sjónvarps-, út- varps- og segulbandstæki frá eitthvað af því til þess að koma King fyrir kattarnef og hitt til þess að sprengja upp öll þau hof, sem svöru Múhameðstrúar- mennirnir hefðu komið sér upp í Los Angeles. Lögreglan upp- lýsti fljótlega, að sprengiefni þessu hefði reyndar verið stolið, en það hefði fundizt fljótt og tveir hvítir menn væru örunaðir um þjófnaðinn. Varðbergs-ráð- stefnan hefst í dag Ráðstefna Varðbergs um „Kjaramál í Atlantshafsríkjun- um“ hefst í dag kl. 13.30 - Glaum bæ við Fríkirkjuveg. Mun þá formaður félagsins, Hörður Ein- arsson stud. jur. setja ráðstefn- una, en að því lokn-u mun Oiav Brunvand, aðalritstjóri norsku jafnaðarmannablaðanna, flytja fyrirlestur, en hann er gjörkunn ugur kjaramálum austan tjalds og vestan. Síðan mun Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnaðarmálastofnunar íslands flytja erindi, sem nefnist, „Hlut- ur hagræðingar í efnahagsþróun og kjarabótum". Stjórnandi ráðstefnunnar verð ur Sverrir Hermannsson, við- skiptafræðingur. Á sunnudag verður ráðstefnan í Sigtúni við Austurvö l og hefst með hádeg- isverði. LUXOR-verksmiðjunum og inn- anhústalkerfi af SINTUS-gerð, og eru þau víða um landið, þar á meðal stærsta talkerfið, sem tek- ið hefur verið í notkun á íslandi enn sem komið er. Hið nýstofnaða fyrirtæki mun starfa undir nafninu RADÍÓ- VERKSTÆÐIÐ s/f og annast alla þjónustu á ofangreindum vörum. Á veVkstæðinu starfa auk eig- enda fimm menn, en einnig er í athugun að ráða hingað sænska fagmenn. Verkstæðið er búið fullkomn- um tækjum til þjónustunnar, meðal annars eru um 30 mæli- tæki af ýmsum gerðum. Nýtt radíóverkstæði að Laugavegi 147 Bjðrninn skrí^ar úr híðinu iKrúsieíf bregðusr fyrir í Moskvii Moskvu, 22. febrúar, — NTB: — HELDUR HEFUR veíið hljótt um Nikita Krúsjeff, fyrrum nær alvalda forsætisráðherra í Sovétríkjunum, síðan hann var sviptur embættum og æru sl. haust. Hefur hann að mestu dvalizt á sveitasetri sínu, sem er í eigu ríkisins en var ekki af honum tekið, nokk uð utan við höfuðborgina, en stundum skroppið í bæinn svo lítið bar á. í Moskvu hefur hann til umráða fimm her- bergja íbúð eins og þær ger ast beztar, ekki langt frá Kreml og býr þar líka á veg- um ríkisins. Einnig hefur for sætisráðherrann fyrrverandi álitlegan lífeyri sér til fram- færis. Hlýtur þetta að vera mikil huggun þeim sem nú etja kappi um völdin í Sovét- rikjunum að mega eiga von á slíkum viðurgerningi að lokn um ósigri í vaidabaráttunni og er nú af sem áður var, að hver var feigur sem ekki kom fyrir kattarnef kcppinautum sínum þegar í stað. En af því tilefni birtum við nú mynd af birninum gamla er hann skreið úr híði sínu um daginn og fór með frú Nínu að skoða „Minnismerki Geimfaranna“, sem er mikið minnismerki og veglegt í út- jaðri höfuðborgarinnar. Forsætisráðherrann fyrrver andi kom akandi í smábíl og engar sérstakar öryggisráðstaf anir voru viðhafðar vegna þangaðkomu hans. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Nikita Krusjeff Krúsjeff kemur fyrir almenn ings sjónir í höfuðborginni síð an honum var vikið frá völd j um. — Kosygln Framhald af bls. 8. átökin í Vietnam flijótt sprengja af sér þann ramma, sem þau hafa verið í til þessa. Ennfrem- ur sagði Kosygin, að það væri algert skilyrði fyrir því, að tek- ið væri til athugunar að leysa Vietnam málið á friðsamiegan hátt, að Bandaríkjamenn hættu árásum sínum á N-Vietnam. Þá sagði sovézki forsætisráð- herrann, að heimsókn sín til N- Vietnam væri merki um heils- hugar stuðning Sovét'itjórnar- innar við stjórnina í Henoi. Kvaðst hann sannfærður um, að vinskapar og samskipti stjórn- anna myndu fara vaxandi í nán- ustu framtið. — Þáttaskil? Framhald af bls. 1 ir, sem með þetta hafi verið gerðar sl. ár. kunni að valda þáttaskilum í baráttunni gegn krabbameini. Tilraunir þessar hafa farið fram í rannsóknarstöð í Floirac- Bodeaux í Suðvestur-Frakklandi og hafa verið gerðar með hinni mestu leynd. Bar svo við fyrir réttu ári, að ungum, óþekktum verkfræðingi, Antoine Priore, tókst að lækna með rafsegulöld- um rottu, sem sýkt hafði verið krabbameini. Vakti sá árangur þegar athygli og tóku fleiri þátt í rannsóknum. Rottur, sem sýkt- ar voru, læknuðust á 25—37 dög- um, ef þær fengu rafsegulöldu- meðferð 20—40 mínútur á dag. Sjúkar rottur, sem ekki fengu þessa meðferð dóu eftir 22—30 daga. Rottur, sem mjög voru sýktar leukemi — blóðkrabba — læknuðust að fullu éftir mánaðar meðferð. Fengu þær geisla í 80 mínútur daglega. Ekki hefur enn tekizt að finna sambandið milli geislanna og hinna krabbameinssýktu vefja. Benda vísindamenn á, að í Banda ríkjunum einum séu 14 rann- sóknarstöðvar í lífeðlisfræði, þar sem slíkar krabbameinsrannsókn ir fari fram og spyrja, hvers- vegna þetta hafi ekki tekizt þar. Er hugsanleg skýring, að Priore verkfræðingur hafi af tilviljun notað rétt orkumagn og rétta bylgjulengd. — Kinverjar Framhald af bls. 1 — segir áfram í formálanum — „einmitt margsagt, að Krús- jeff hefði stuðlað að þróun Marxismans og Lenínismans — að hann væri framúrskar- andi hæfur leiðtogi og hug- takafræðingur — og að hann bæri í brjósti hina mestu um- hyggju fyrir einingu komm- únista? En aðeins nokkrum dögum síðar kasta þeir bókum hans á bál. Hverjum tilgangi þjónar það að gera upptækar bækur og brenna þær? Getur slíkt athæfi sannað, að endur- skoðunarstefnu Krúsjeffs hafi verið varpað fyrir borð? Fall Krúsjeffs var tákn um gjald- þrot endurskoðunarstefnunn- ar — en andi Krúsjeffismans er ekki horfinn. Þrátt fyrir allt eru meiri og minni háttar hópar manna í öllum löndum — í Sovétríkjunum og jafnvel hér í Kína — sem trúa á end- urskoðunarstefnu Krúsjeffs. Endurskoðunarstefnan á ekki rót að rekja til eins manns — né er hún orðin til fyrir neina tilviljun — hún er barn sín.s tíma“, segir að lokum í for- málanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.