Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Eaugardagur 27. febrúar 1965 Victoria Holt: Höfðingjasetrið — Mér þótti ekkert vænt um hana lengur, af því að hún var ekki alvörufíll, og nú er hún far- in. — Farin hvert? — Það veit ég ekki. — Hún hlýtur að vera í barna herberginu. Hann hristi höfuðið. — Ég leit- aði að henni, en hún var þá bara horfin. Ég vil fá Nelly aftur en nú er hún farin. — Ég skal fara að finna hana, sagði ég. — Vertu hérna hjá henni ömmu á meðan. Ég skildi þau svo eftir saman, og Carylon hafði sýnilega látið huggast og hlustaði nú á ömmu sína segja uppáhaldssöguna hans. Undir eins og ég kom inn í húsið, fann ég einhvern ískyggi- legan fyrirboða — eða það sagði ég að minnsta kosti sjálfri mér á eftir. Þarna var svo þögult. Allt heimilisfólkið var fjarver- andi. Aðeins Judith mundi liggja í herberginu sínu, með úfið hárið og þennan innantóma svip á andlitinu, sem er einkenni drykkjusjúklingsins. Ég fékk hroll, enda þótt hlýtt væri .í veðri. Mig langaði út i rósagarðinn til sonar míns. Bless að barnið. Ég gæti dáið fyrir hann- En svo brosti ég að þessari tilfinningasemi. Að hvaða gagni yrði ég honum dauð Hann þarfn aðist mín til að ráða fyrir sér og veita honum það líf, sem hann verðskuldaði. Hvað hann yrði kátur þegar ég rétti honum fílinn hans og hann gæti endurtekið, að sér þætti ennþá vænt um hann. Ég fór inn í barnaherbergið, en leikfangið var ekki þar. Ég hafði séð Carylon með fílinn um morguninn. Veslings Nelly! Hún hafði verið fallin í ónáð. Þetta hafði verið þegar Mellyora kom með hann inn til mín á leiðinni út. Svo höfðu þau gengið saman eftir aðalganginum og síðan nið- ur stóra stigann. Ég rakti þessa leið og bjóst við, að hann hefði bara sleppt bandinu einhversstaðar á leið- inni. Þegar ég kom fram á stiga- gatið, sá ég fílinn. Hann lá á annarri tröppunni ofan frá og skór kræktur í hann. Ég kom nær. Háhælaður skór, kræktur í fóðrið á fílnum? Hver gat átt hann? Ég reis upp og hélt á fíinum í annarri hendi en skónum í hinni, en um leið sá ég eitthvað liggja fyrir neðan stigann. Ég fékk svo ákafan hjartslátt, að það var eins og ég ætlaði að springa, þegar ég hljóp niður. Þar fyrir neðan stigann, lá Judith. — Judith! hvíslaði ég. Hún lá grafkyrr. Hún andaði ekki og ég vissi alveg, að hún var dáin. Nú fannst mér eins og allt húsið væri að, horfa á mig. í annarri hendi hélt ég á skónum, en í hinni á fílnum. Ég sá þetta allt saman fyrir mér. Fíllinn hafði legið frammi á stigagatinu og Judith hafði komið þar að, þéttkennd, og ekki séð hann. Ég sá alveg fyrir mér, hvernig hæll inn á henni festist í fóðrinu og hún missti jafnvægið og datt . . . og dó. Og allt þetta vegna þess, að sonur minn hafði skilið eftir leikfangið sitt á stigagatinu — það var gildran, sem sakleysing- inn hafði sett upp. Ég lokaði augunum og fór að hugsa um allar hvíslingarnar! Drengurinn bar ábyrgðina á dauða hennar, ef svo mætti segja. Svoria sögur voru yndi og eftir- læti fólksins og á þeim gat það lifað árum saman. Og hann fengi að vita það, og enda þótt segja mætti, að það væri ekki honum að kenna, yrði það skuggi á hamingju hans að vita sig vera í sök í dauða henn- ar. En hversvegna átti að tefla hamingju hans í tvísýnu þó að drukkinn konuræfill dytti niður stiga og hálsbryti sig? Þessi dauðaþögn í húsinu dró úr mér allan kjark. Ég heyrði tifi$ í klukkunni, er ég kraup á kné hjá Judith. Það var ekki um að villast: hún var dauð. Ég var fljót að ákvarða mig. Ég setti skóinn upp í tröppuna, en fór með fílinn inn í barnaher bergið og skildi hann þar eftir. Enginn skyldi geta sagt, að son- ur minn hefði ráðið Judith bana. Svo hljóp ég út úr húsinu eins og fætur toguðu, til að ná í Hilliard lækni. Læknirinn svaf úti í garðinum sínum. Ég tafsaði eitthvað um að það hefði orðið slys í Klaustrinu og hann þurfti ekki annað en líta á mig til þess að flýta sér af stað með mér. Það var dauða- þögn í húsinu. Skórinn lá óhreyfð ur við hliðina á Judith. Ég stóð við hliðina á lækninum meðan hann snerti dánu andlitinu á henni. — Þetta er hræðilegt, tautaði hann. — Hræðilegt. Síðan leit hann upp stigann og sá skóinn. — Hún hefur verið að drekka, tautaði hann. Ég kinkaði kolli. Hann rétti sig upp. — Ég get ekkert fyrir hana gert. — Heldurðu, að hún hafi dáið strax? spurði ég. Hann yppti öxlum. — Það er sennilegt. Það heyrði hana víst enginn detta, eð hvað? Ég útskýrði fyrir honum, að allt fólkið væri a^ heiman og húsið manntómt. — Hvar er Sir Justin? — Það veit ég ekki. Og mað- urinn minn fór til Plymouth, í sambandi við eignina og frú Larnston er í garðinum og sonur minn. Hann kinkaði kolli. — Við verðum að ná í Sir Justin eins fljótt og við getum. Hvar skyldi hann vera? Ég vissi vel hvar hann var . . . með Mellyoru. En þá greip ótt- inn mig í fyrsta sinn. Nú var hann frjáls maður . . . og gat gengið að eiga Mellyoru. Eftir eitt ár — það var nægur tími — mundu þau giftast. Og eftir annað ár mundu þau kannski 27 eignast son. Ég hafði verið svo uppfull af því að koma leikfang- inu hans Carylons undan, að mér hafði ekki dottið í hug þetta, sem ég óttaðist mest af öllu. Hillard læknir var að tala og gefa fyrirskipanir, en ég stóð bara kyrr og það var rétt eins og allt húsið væri að hæðast að mér. Seinna sama dag komu for- eldrar Judith í Klaustrið. Mamma hennar var mjög lík henni, tiguleg og með sama kvalda augnaráðið. Hún gekk þangað inn, sem Judith lá og ég gat heyrt ofsalegar ásakanir hennar. — Hvað hafið þið gert við hana dóttur mína? Hversvegna sleppti ég henni nokkurntima í þetta hús Þjónustuliðið heyrði þetta líka. Ég sá frú Rolt á tröppun- um og hún horfði til jarðar, svo að ég skyldi ekki sjá spenning- inn í augnaráði hennar. Svona Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 Lambastaðahverfi Skúlagata Háteigsvegur — Hvers vegna hættuð þér að starfa sem næturvörðnr? atvik var þessa fólks ær og kýr. Hneyksli á hærri stöðum. Þegar það færi að tala um dauða Judith, mundi þar fylgja með sama sagan af því, sem hún bun- aði út úr sér í afbrýðissemi sinni gagnvart Mellyoru, framan í öllu þjónustufólkinu. Jane Carwillen, gamla fóstran hennar Judith, kom inn til að sjá litlu stúlkuna sína í síðasta sinn. Þegar hún fór ú.t, mætti hún Sir Justin og ég gleymi aldrei hatrinu, sem skein út úr augum hennar. Frú Rolt beið niðri í gangin- um. Hún leit ’forvitnum augum á Jane gömlu. — Mér var að detta í hug, hvort hungfrú Car- willen vildi ekki fá sér eitt glas af víni til að hressa sig á. — Það getur enginn hresst mig með neinu framar, svaraði Jane. að láta bera sorgiria með sér, — Það er alltaf huggun í því sagði frú Rolt. — Þú úthellir þínu hjárta fyrir okkur og við okkar fyrir þér. Átti hún eitthvert erindi með þessu? Þýddi það sama, sem, að við vissum eitthvað, sem þið ætt- uð að vita og gagnkvæmt? Lík- lega hefur Jane haldið það, því að víst er um það, að hún þá glasið. Hálftíma seinna, þegar ég vissi, að hún var ekki farin, gerði ég mér erindi niður í eldhúsið. Ég vissi alveg, að hitt fólkið hafði verið að segja Jane frá þessu atviki, þegar Judith var að ásaka manninn sinn og Melly- oru um að vera elskendur. Og þarna var í fyrsta sinn sagt, að andlát Judith væri ekki nein til- viljun. Við réttarhaldið var úrskurð- að, að þetta hefði verið slys. Konan virtist hafa verið undir einhverjum áhrifum áfengis og síðan misst fótanna og dottið niður. Ég kom fram sem vitni, þar eð ég hafði komið fyrst að henní, og skýrði frá, hvernig ég hefði farið inn í húsið að leita að leikfangi sonar míns, og séð þá Judith liggjandi fyrir neðan stig- ann, en annan skóinn hennar á einu stigaþrepinu. Enginn rengdi þetta, enda þótt ég væri hrædd KALLI KUREKI -K- ~Xr~ Teiknari: J. MORA At THE APPO/NTED HOUR, REDAKlD THE OU-TIMER ARMUeM TOVJK) FOZ THE &UK) DUEL WITH ODE-SHOT SCHLA&EL, WOULD-BE BAD MAK)-" „Kalli, það er ennþá tími til að hætta við þetta all/. saman. Við skul- um fara aftur heim.“ „Og láta alla kalla þig hugleys- ingja. Nei vinur nú verður ekki aft- ur snúið. En það er engin ástæða til að vera hræddur.“ „Heldurðu að það þýddi eiö hvað að ég bæðisi enn einu sinni aisoKun- ar.“ „Uss, þama er hinn mentaðargjami vinur þinn mættur á sínum stað.“ „Halló, drápsmaður.“ „É-Ég átti ekki von á þér. Ég deildi við hann en ekki þig.“ um, að taugaóstyrkurinn mundi koma upp um mig. Sir Justin virtist hafa elzt um tíu ár. Ég gat séð, að hann ásak- aði sjálfan sig. Og Mellyora leit út eins og afturganga. Hún var svo miður sín út af þessu, sem gerzt hafði, að hún virtist alveg vera búin að gleyma þessu við- tali sínu. Hvað hún gat verið ólík mér! Ég fullvissaði mig um, að í henn ar sporum hefði ég verið frá mér numin af gleði, þar sem ég sæi framtíðina brosa við mér. Eg mundi láta kjaftæðið í vinnukind unum eiris og vind um eyru þjóta. Hvað var að óttast, þegar maður var bráðum orðin hús- móðir í húsinu og gæti rekið þær, hverja af annarri- En órólegasta manneskjan í öllu húsinu var nú samt ég sjálf. Þarna var .framtíð sonar míns í veði; Nú var hann mér fyrir öllu. Ég kærði mig ekki um að athuga mitt eigið líf og nákvæm lega. Hjónabandið mitt var ekki sem æskilegast. Ég þoldi að vísu Johnny, en ég elskaði hann ekki — og hafði aldrei gert. En nú þurfti ég á eiginmanni halda, sem ég gæti snúið mér til, sem gæti elskað mig og gert líf mitt einhvers virði, jafnvel þótt metnaðardraumar mínir færu út um þúfur. Aldrei hafði ég verið eins einmana og um þessar mundir, þegar ég hafði séð það svart á hvítu, fyrir eitt lítið atvik, hvernig draumar gætu að engu orðið. Mér hafði fundizt ég vera sterk og með hæfileika til að fá forlögin til að láta allt eftir mér, sem ég girntist. En nú var ég vesæl og ósjálfbjarga, og þráði einhvern sterkan arm til að styðja mig. Ég var alltaf að hugsa um Kim. Þarna um kvöldið, þegar ég var svo ung og óreynd, hafði ég út- valið hann. Ég hafði aldrei getað gleymt honum fyrir fullt og allt. Dýpst í huga mínum var trúin á það, að hann mundi koma aftur . . og til mín. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafoarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.