Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. febrúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 MáSverkasýning í Bogasal Helgi Guðmundsson opnar málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins í dag. Á sýningunni eru 33 myndir, allar olíumyndir. Ber |>ar langmest á landlagsmyndum víða af landinu. Helgi er ungur maður, sem hefur allmikið fengizt við að mála. Hann stundaði náim í Myndlistaskólanum hjá Herði Ágústssyni. Þetta er fyrsta sýning Helga og er hún sölusýning. Helgi vinnur í Landsbankanum er kvæntur og á 3 börn. Málverkasýning Helga verður opin fram til sunnudags 7. marz á tímanum kl. 2 — 10. listamenn og mörg góð skemmtiatriði á boðstólum. Listamennirnir styrkja félagið með því að skemmta með upp- lestri, dansi, söng og fleiru. Reykvík- ingar geta í senn notið góðrar skemmt unar og stutt gott málefni með því að fjölmenna í Austurbæjarbíó kl. 2:30 á sunnudag. Aðgöngumiðar fást í | Austurbæjarbíói. KFUM og K í Hafnarfirði Almenn I samkoma á sunnudagskvöld kl. 8:30. | Séra Lárus Halldórsson talar. Kvenfélag Háteigssóknar býðuT öldr | uðum konum í sókninni á kvöldvöku félagsins í Sjómannaskólanum þriðju- daginn 2. marz kl. 8 M.a. sem fram fer er ávarp og upplestur Páls Kolka í læknis við sameiginlega kaffidrykkju | í borðsal skólans. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins í | Reykjavík heldur fund mánudaginn 1. marz 1 Sjálfstæðishúsinu. Til skemmt unar: Upplestur: Páll Kolka læknir. Sýndir þjóðdansar og leiikþáttur: Ung ar stúlkur úr Mýrarhússkóla. Fjöl- mennið. Stjórnin. Æskulýðsfélag Bústaðarsóknar. | Fundur í Réttarholitsskóla mánudags- ' kvöld kl. 8:30. Stjórnin. Kvenfélagskonur, Gaxðahreppi. Fundur þriðjudagskvöld kl. 8:30. Dama mætir á fundinum, sem leiðbeinir um snyrtingu og fleira. Félagskonur fjöl- mennið. Stjórnin. Biblíus^kýringar. Þriðjudaginn 2. | marz kl. B:30 hefur séra Magnús Guð- mundsson, fyrrv. prófastur biblíuskýr- I ingar í Féalgsheimili Neskirkju. Bæði 1 konur og karlar velkomin. Bræðra- félagið. Kristniboðsflokkur KFUM 25 ára. | Um þessar muudir minnlst flokkurinn 25 ára afmælis síns m.a. með því að halda samkomu í KFUM húsinu á sunnudagskvöld kl. 8:30 Ræðumerin | verða 3 meðlimir flokksins, þeir Ein- ar Th. Magnússon, Helgi Hróbjarts- son og Þorkell Pálsson. Karlakvart- | ett syngur. Kofinn, sem hvarf ■ JBm Á stríðsárunum síðustu var Skólavörðuhæðin nær alþakin herskálum Breta, sem nú eru all- ir löngu horfnir aftur, nema lít- ið. hlaðið hús, sem staðið hefir við hlið Hallgrímskapellunar. Þetta síðasta virki Breta á Skólavörðuhæð var loks rifið 4. þm. í sambandi við nokkra lag- færingu á kirkjulóðinni, sem nú er verið að framkvæma. Á forsíðumynd, sem birtist hér f blaðinu 17. f.m. má m.a. sjá þessar síðustu menjar frá striðs- timanum á Skólavörðuhæð. Er það eflaust sðasta myndin, sem tekin hefir verið af síðasta virki herstöðvarinnar á hæðinni. Hér birtist hluti áðurnefndrar myndar, sem tekin var úr lofti: Hallgrimskapella og siðasta virki Breta á Skólavörðuhæð — tcm nú er horfið. 90 ára er í dag frú Katrín Þorvarðardóttir frá Stóru Sand- vík nú til heimilis að Stóragerði 36. Leiðrétting Vegna mistaka féll niður nafn Þóris H. Jónssonar ljósmyndara undir 4 af 5 brúðarmyndum, sem birtust í gær. Er Þórir beðinn velvirðingar á þessu, og fólk, sem hlut á að máli a'ð athuga það. FRETTIR Kvenfélag Neskirkju vill minna fé- lagskonur og aðra velunnara félags- ins, á bazarinn, sem verður 6. marz n.k. Nánar tilkynnt síðar. Kvenfélag Keðjan heldur sikemmti- fund föstudaginn 5. marz kl. 8:30 í Tjarnarbúð. Til skemmtunar verður Bingó og dans. Vinningar m.a. gull- armband og transistortæki. Dregið verður í happdrættinu. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinéíhd. Geðverndarfélag íslands heldur skemmtun í Austurbæjarbíói á sunnu dag kl. 14:30 Þar koma fram margir Spakmœli dagsins Það er auðvelt að hugsa, en erfitt að framkvæma. Og að koma hugsun sinni í framkvæmd er það erfiðasta, sem til er. . — Goethe. Laugardagsskrítlan Það var í málfræ’ðitímanum. Pétur litli segir: — Ég hef engan blýant. Kennarinn grípur fram í: — I Ég hefi engan blýant, þú hefur [ engan blýant, við höfum engan | blýant. Skilurðu þetta? — Nei, ég skil ekki hvað hef- ur orðið af öllum blýöntunum! sá NÆST bezti Sýslumaður nokkur var áð yfirheyra mann, sem var ákærður fyrir að hafa markað lamb undir sitt mark, en hann þverneitaði að j hafa gert það. „Hverju ætlarðu að svara til þegar guð almáttugur fer að bera I það upp á þig, að þú hafir markáð lambið? Þar dugar ekki að j þræta“. „Það kemur ekki til. Hann fer ekki með ósannindi blessaður". Matsveinn óskar eftir plássi á góðu skipi. Aðeins gott pláss kemur til greina. Er vanur. Tilboð merkt: „Sem fyrst —9S69“. Tökum fermingarveizlur og aðrar smáveizlur. Send- um út veizlumat, snittur og brauð. Hábær, sími 21360. íbúð til leigu Þrjú herb. og eldhús, á góð um stað í bænum. Fyrir- framgreiðsla. — Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyr ir 8. marz, merkt: „1. maí —986S“. Tveggja herb. íbúð Kona sem vinnur úti, ósk- ar eftir tveggja herb. íbúð, helzt í nýju húsi. Upplýs- ingar í síma 33918. Málfundafélagið ÓÐINN heldur fund í Valhöll við Suðurgötu mánudaginn 1. marz kl. 20.30. Fundarefni: 1. Stofnað byggingarfélag. 2. Onnur mál. Athygli skal vakin á að stofnendur Byggingafélags- ins hafa forgangsrétt á íbúðum er félagið kynni að byggja. Stjórn Óðins verður til viðtals á skrifstofu félagsins í ValhöU sunnudag kl. 14 til 16 28. febrúar. STJÓRNIN. S K [ \! \! TII \ til kynningar og stuðnings geðverndar- málum á íslandi er í Austurbæjarbíói á morgun sunnudag kl. 14.30. Kynnir PÉTUR PÉTURSSON. Stutt ávarp: Ljóð: Píanó: Fiðla: Söngur: Upplestur: Nýr Gamanþáttur Ballet: Stjórnandi: Kristinn Björnsson, sálfr. Halldóra B. Björnsson. Rögnvaldur Sigurjónsson. Björn Ólafsson, Undirleikur Árni Kristjánsson. Svala Nielsen, Kristinn Ilallsson, Guðmundur Guðjónsson, Undirleikur Skúli Halldórsson. Herdís Þorvaldsdóttir, ljóð eftir Þorstein Valdimarsson. Jón Gunnlaugsson. Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir, Hlíf Svavarsdóttir, Jytte Moe- strup, Margrét Brandsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir. Undir- leikur Atli Heimir Sveinsson. Þórhildur Þorleifsdóttir. Sala aðgöngumiða (verð kr. 100—) er í Austurbæjar bíói, Bókabúð Kron og Bókabúð ísafoldar. Njótið góðrar skemmtunar um leið og þér styrkið gott málefni. Frost hf, Hafnarfirði vantar duglega verkamenn. Fæði og hús- næði til staðar. — Uppl. í síma 50165. Háseta vantar á landróðrabát frá Grindavík. Jón Gíslason sf. Sími 50865.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.