Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 12
1Z MOKGUNBLAÐIO 'Laugarclagur 27. febrúar 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j ór i: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STÓRAUKNAR UMBÆTUR í HTJSNÆÐISMÁLUM orvaldur Garðar Kristjáns- son, alþingismaður, gaf í fyrradag glöggar upplýsingar á Alþingi um stórauknar að- gerðir í húsnæðismálum lands manna. Rakti hann ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í þess- um efnum og skýrði frá því að rúmar 180 milljónir króna hefðu nú þegar verið lánaðar til húsbyggjenda af þeim 250 milljónum króna, sem ríkis- stjórnin hét að tryggja í þessu skyni samkvæmt júnísam- komulaginu í fyrra. En gert var ráð fyrir að sú lánsupp- hæð yrði lánuð til íbúðabygg- inga síðari hluta ársins 1964 og fyrri hluta þessa árs. Taldi hann að 250 milljónir króna mundu örugglega nægja til þess að fullnægja öllum lána- umsóknum, sem komnar voru eða höfðu borizt Húsnæðis- málastjórn 1. apríl 1964. Gerði hann jafnframt grein fyrir einstökum ráðstöfunum rík- isstjórnarinnar til þess að afla aukins fjármagns til stuðnings við íbúðabyggingar í landinu. Það er rétt, sem Þorvaldur Garðar gat um í lok ræðu sinnar, að núverandi ríkis- stjórn hefur gert meira en nokkur önnur ríkisstjórn hér á landi til þess að bæta ástand ið í húsnæðismálum þjóðar- innar. í skjóli ráðstafana hennar hafa þúsundir nýrra íbúða risið um land allt. Auk- in festa hefur komizt á alla byggingalánastarfsemi og á- herzla verið lögð á að fram- kvæma þá stefnu, að sem allra flestir einstaklingar geti búið í eigin húsnæði. Þessum staðreyndum er vissulega ástæða til þess að fagna. Þegar Viðreisnarstjórn in tók við var mikið verk að vinna í húsnæðismálum ís- lendinga. Vinstri stjórnin hafið reynzt úrræðalítil í þeim málum eins og öðrum. Mikill húsnæðisskortur ríkti víðs vegar um land og fjöldi fólks bjó í ófullkomnu hús- næði. Mikil breyting til hins betra hefur á orðið í þessum efnum. Mestu máli skiptir þó að grundvöllur hefur verið lagður að öruggri og víðtækri byggingarlánastarfsemi á næstu árum. Takmarkið í þessum efnum hlýtur að vera: Eigin íbúð til handa sem flestum fjölskyld- um í landinu. Á það hafa Sjálfstæðismenn jafnan lagt höfuðáherzlu. Góð og heilsu- samleg húsakynni eru eitt af frumskilyrðum mannsæm- andi lífskjara. Á því hefur Viðreisnarstjórnin haft glögg- an skilning og fulltrúar hennar í Húsnæðismálastjórn hafa unnið af dugnaði og festu að því að framkvæma stefnu hennar. LAND ELDS OG ÍSA 1 Tndanfarna daga hefur verið ^ blíðviðri um meginhluta landsins. Víða eru græn grös tekin að teygja sig varlega upp mót hækkandi sól. En fleira hefur verið að ger- ast í náttúrunnar ríki í þessu norðlæga landi. Hinn hvíti og kaldi floti íshafsins hefur greitt för sína að ströndum Islands. Allt frá vestanverð- um Hornströndum, austur með öllu Norðurlandi og aust- ur fyrir Austfirði getur nú að líta samfellda ísrönd tiltölu- lega skammt frá landi. Við Hornbjarg og önnur annes Vesturstranda er hafísinn landfastur þegar þetta er rit- að. Enginn veit hvert verður framhald þessarar sögu. Veð- urfræðingar telja íshættuna mesta austan lands, nema bregði til kröftugrar suðaust- anáttar. Hvöss norðanátt gæti hins vegar á skömmum tíma rek- ið ísbreiðuna upp að landinu, allt frá norðanverðum Vest- fjörðum austur fyrir Aust- firði. Hafísfregnir vekja jafnan ugg og kvíða í hugum íslend- inga. Hinn hvíti floti íshafs- ins hefur um aldir verið vá- gestur við íslandsstrendur, komið með kulda og harð- rétti. Enda þótt mótstöðuþrek þjóðarinnar hafi aukizt, sam- göngur batnað og alnÆnn vel- megun skapazt, getur hafís- inn þó enn þann dag í dag gert íslendingum þungar skráveifur. Hann getur lokað fiskimiðum og teppt sam- göngur við mikinn hluta landsins, truflað atvinnulíf og lagt lamandi hönd á líf og starf fólksins víðs vegar um land. íslendingar hafa enn einu sinni verið minntir á það áþreifanlega, að land þeirra er land hina miklu andstæðna, land elds og ísa. Fyrir Norð- urlandi liggur nú hafísbreiða, KVIKMYNDALEIKARINN heimskunni, Stan Laurel, sem fiestir muna eftir sem Gög í myndum Gög og Gökke lézt sl. þriðjudag, 74 ára að aldri. Hafði hann þá um árabil búið við fátækt, sem hljómar furðu lega þegar þess er gætt, að Gög og Gokke myndir eru enn sýndar um allan heim bæði í kvikmyndahúsum og í sjón- varpi. En þeir Oliver Hardy og Stan Laurel höfðu enga samninga, er tryggði þeim tekjur af sýningu mynda þeirra og lifðu því báðir við krappan kost á efri árum. Oli- ver Hardy, lézt árið 1957. Laurel og Hardy léku sam- an í u.þ.b. 300 kvikmyndum á 30 árum. Laurel var þeim fremri að greind oig leik- hæfileikum. Hann skrifaði mörg kvikmyndahandrit þeirra og stjórnaði mörgum beztu myndum þeirra. Skirn- nafn hans var Arthur Stan- ley Jeffersson og hann fædd- ist 16. júní 1890 í Ulverson í Englandi. Foreldrar hans voru bæði leikarar og voru stöðugt á feðalögum með leik- flokkum. Eyddi Stan því mikl- um hluta æskuáranna á járn- brautaferðalögum og í bún- ingsherbergjum. Síðar var honum komið í skóla, lauk menntaskólanámi oig var nokkur ár í háskóla. En leiklistin sagði snemma til sín. Þegar á barnsaldri kom hann fram á leiksviði og þeg- ar hann var sautján ára, hóf hann að starfa með frægum leikflokki, „Fred Karon's London Comedians“, sem eins og nafnið bendir til sýndi einungis gamanleiki. Fyrir þessum flokki var enginn ann- ar en Charlie Chaplin og var það hlutverk Stanleys að vera staðgengill hans, koma fram í hans stað, þegar hann væri veikur o,s,frv. En Chaplin varð nær aldrei veikur, svo að Stan stóð alltaf x skugga hans. Engu að síður var það að miklu leyti Chaplin að þakka að Stan komst í kvikmynd- irnar. Nokkru eftir, að Chapl- in kom til Bandaríkjanna og var orðinn vel metinn kvik- myndaleikari, rakst hann á Stan af tilviljun og brá skjótt við og greiddi götu hans til kvikmyndaveranna. Sviprík gúmmíandlit Stans vakti fljót athygli og þegar hann fékk að mótleikara Oliver Hardy varð framabrautin greið. Stan Laurel lék í mörgum kvikmyndum á árunum 1917- 1924 og það var ekki fyrr en árið 1925, að hann lék á móti Oliver Hardy. Hardy var ætt- aður frá Atlanta í Geongia og var álíka sver og Stan var magur, jafn kátur og sjálfum- glaður, sem Stan var oftast eymdin uppmáluð, a.m.k. í kvikmyndunum. Hann var reyndar heldur ekkert óska- barn lukkunnar í reyndinni, honum hélzt illa á fé — og konum, giftist fjórum sinnum. Yar því tíðum haldið fram af illkvittni, að Stan sækti til eiginkvenna sinna, hugmynd- ir að eymdarsvipnum og sár- saukafulla brosinu, sem var svo frægt. Þeir Gög og Gokke' náðu miklum vinsældum á dögum þöglu kvikmyndanna, en þegar talið kom til skjal- anna fór vegur þeirra fyrst hraðvaxandi. Þeir fengu Oscarsverðlaunin í samein- ingu árið 1932 fyrir myndina „The Music Box“. Kommúnistafulltrúar víða að til Moskvu Fundur hefst þar á mánudag til undir- búnings alþjóðaráðstefnu Moskvu, 25. feb. (NTB) FYRSTU sendinefndirnar af þcim 25, sem boðaðar hafa verið til undirbúningsfundar undir al- þjóðaráðstefnu kommúnista, eru nú komnar til Moskvu. Komu sendinefndir ítalíu, Austur- en fyrir strönd Suðurlands logar eldur í hafi. Gagnvart hamförum nátt- úrunnar stendur manneskjan enn veik og vanmáttug. En daginn er tekið að lengja, sól- in hækkar á lofti. Þess vegna er bjartsýnin, trúin á lífið, gróanda og framvindu ríkari í brjóstum fólksins en ugg- urinn gagnvart ísum og eldi. Þýzkalands og Tékkóslóvakíu þangað í gær, en í dag var sendi- nefnd Finnlands væntanleg. Full- ljóst þykir að Kínverjar og fylgi- ríki þeirra sendi ekki nefndir til fundarins. Fundurinn á að hefj- ast á mánudag. Sovézk blöð hafa enn ekkert skýrt frá komu fyrstu nefndanna, né heldur hvaða lönd hafi til- kynnt að þau muni senda íulltrúa til fundarins. Það er þó ljóst að hér verður ekki um neinn „toppfund" að ræða, og sést það á þeim nefnd- um, sem þegar eru komnar. Fyrir austur-þýzku nefndinni er Her- mann Matern, sem á sæti í Æðsta ráði fiokks síns. Formaður ítölsku nefndarinnar er Enrico Berlinguer, ein af riturum flokks- ins. Fyrir tékknesku nefndinni er Vladimir Koucky, einn af rit- urum miðstjórnar tékkneska flokksins. Finnska nefndin ec undir forustu flokksformannsins, Aimo Aaltonen, og frá Indlandi kemur formaður þess hluta flokksins, er fylgir Sovétríkjun- um að máli. Talið er sennilegt að um 20 ríki sendi nefndir á fundinn. • SALINGER AÐ SKLLJA Beverly Hills, Kaliforníu, 25. feb. (AP) PIERRE Salinger, fyrrum blaðafulltrúi Kennedys for- seta, staðfesti í dag orðróm um að hann og kona hatis muni fá skilnað á næstunni. Neitaði hann að gefa nokkrar frekari upplýsingar. • HARRIMAN í ÍSRAEL Jerúsalem, 25. feb. (NTB) ABERELL Harriman, sér- stakur sendifulltrúi Johnsons forseta, átti í dag langan fund með Levi Eshkol, forsætisráð- herra ísraels. Talið er að Esh- koi, hafi farið fram á beina hernaðaraðstoð Bandaríkj- anna vegn ákvöðunar Vestur- Þjóðverja um að hætta vopna- sölu til ísraels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.