Morgunblaðið - 06.03.1965, Side 1
28 síður
Enn þingað um
inlega yfirlýsingu
Lýkur einingarfundinum á
Lenínhæð í dag?
Hraðbátur brezkra hermanna
í Sarawak, Malaysíu, siglir
um Borneóána með jarlinn af
Mountbatten (annar frá
hægri) en hann er yfirmaður
herráðs Breta. Mountbatten
kannaði varnir Malaysíu um
sl. mánaðamót.
Söng Horst
Wessel — vur
rekinn úr Inndi
Hotterdam, 5. marz. — (NTB)
KOKKUR um borð í þýzku skipi
sem lá í höfn hér, hóf í morg-
am að syngja hinn gamla „þjóð-
söng“ nazista, „Horst Wessel“,
fuilum hálsi með þeim árangri,
að 15 hollenzkir hafnarverka-
menn lögðu niður vinnu. Skip-
stjórinn afhenti útlendingaeftir-
litinu kokkinn, og var honum
tafarlaust vísað úr landi.
Moskvu, 5. marz. — NTB.
ALLT benti til þess í kvöld að
alþjóðaráðstefnu kommúnista á
Leninhæð væri í þann veginn að
ljúka, og orðrómur var á sveimi
um það að í kvöld væri fulltrúum
ráðstefnunnar, sem haldin hefur
verið með mikilli leynd, boðið til
móttöku í Kreml. Ekki var það
þó með öllu talið víst að ráðstefn
unni lyki í kvöld, en heimildir
meðal kommúnista töldu öruggt,
að yrði svo ekki, myndi ráðstefn
unni örugglega ljúka á morgun,
laugiardag.
Ráðstefna þessi, sem boðað var
til af Sovétríkjunum í því skyni
að ræða eininguna í alþjóðahreyf
ingu kommúnista, er setin fulltrú
um frá 19 þjóðum. Er hún hófst
s.l. mánudag var við því búizt
að ráðstefnan myndi í mesta lagi
standa í tvo daga. Talið er víst
að ráðstefnan hafi dregizt svo
mjög á langinn sökum þess að
fulltrúar hafi ekki getað komið
sér saman um sameiginlega yfir-
Systkin eignast
harn í Svíþjóð
Vissu upphaflega ekki um skyldleikann
— Maburinn fangelsaður fyrir sifjaspell
Stokkhólmi, 5. marz (NTB)
SYSTKIN í sænska bænum
Gævie, sem ekki vissu um skyld-
leika cinn, hafa eignast barn
saman. Lau héldu sambandi sínu
áfram eftir að þeim varð kunnugt
nm skyldleikann og situr maður-
inn nú í fangelsi sakaður um
sifjaspell.
Það var í fyrra að maðurinn,
sem er 25 ára, og konan, sem er
tvítug, hittust. Þau urðu ástfang-
in hvort af öðru og stúlkan varð
ófrísk. Hún eignaðist barnið fyrir
skömmu.
Orsök þessa leiðindamáls mun
vera, að því er Aftonbladet
sænska segir, upplausn fjölskyld
unnar. Foreidrar systkinanna
skildu er þau voru börn að aldri,
og voru börnin send í fóstur, sitt
í hvora áttina. Systkinin hittust
síðan án þes að hafa hugmynd
og fjölskylduböndin og það var
ekki fyrr en stúlkan var orðin
ófrísk að þau uppgötvuðu hið
sanna í málinu.
Þau héldu engu síður áfram
sambandi sínu og þau óska þess
nú eins að fá leyfi til þess að
giftast. Hins vegar liggur ljóst
fyrir að það leyfi munu þau ekki
fá, því að sænsk lög banna gift-
ingu systkina.
Ákæruvaldið hefur ákært
manninn fyrir sifjaspæll á þeim
forsendum að hann hafi haldið
sambandinu við systur sína eftir
að þeim var ljós orðinn skyld-
ieikinn. Viðurlög við sifjaspell-
um eru allt að tveggja ára fang-
eisi. Ekki hefur enn verið ákveð-
ið hvenær mál þetta verður tekið
til dónas.
Hér sést flóttamaðurinn, sem
á miðvikudag sl. bjargaði sér
úr útópíu kommúnismans í
Austur-Þýzkalandi með því
að sveifla sér á reipi yfir
Berlínarmúrinn. Hann braut á
sér báða ökla, en virðist samt
hinminn höndum hafa tekið.
Bandaríkin tefja vernd.
sendiráðs síns ónóga
Washington, 5. marz (NTB)
BANDARÍSKA ríkisstjórnin lít-
ur svo á, að lögregluvernd sú,
sem Sovétstjórnin hefur veitt
bandariska sendiráðinu í Moskvu,
hafi ekki verið nægileg, sagði
talsmaður utanrikisráðuneytisins
í Washington í dag. Svo sem
kunnugt er var miklu tjóni vald-
ið á sendiráðsbyggingunni af stú-
dentum síðdegis á fimmtudag.
Talsmaður untanríkisráðuneyt-
isins sagði að Bandaríkin væntu
þess að sendiráðinu yrði látin í
té nægileg og örugg vernd-í fram
tíðinni. Á fimmtudag fu.llvissaði
Andrei Gromyko, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna Foy Kohler,
sendiherra Bandaríkjanna, um að
yfirvöld í Sovétríkjunum mundu
sameig-
lýsingu, sem gefa skal út í lok
hennar.
í dag virtust líkur benda til
þess að yfirlýsing ráðstefnunnar
yrði gerð heyrinkunnug nú um
helgina, en ekkert hefur frétzt
um á hvern hátt fjallað verður
um óeininguna, sem uppi er milli
Kínverja og Sovétríkjanna.
Framhald á bls. 27.
gera auknar ráðstafanir til vernd
ar sendiráðinu.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
ins sagði í Washington í dag að
Bandaríkin væntu þess í framtíð
inni að þær ráðstafanir, sem
Gromyko hefði nefnt, myndu
duga til þess að vernda sendiráð-
ið og starfsmenn þess. Ráðstafan
ir, sem ekki tryggðu að eignum,
lífi og limum væri borgið, væri
ekki hægt að telja nægilegar^.
sagði talsmaðurinn.
Eldgosá
Hawaii
Hilo, Hawaii, 5. marz — AP.
ELDFJALLIÐ Kilauea á
Hawaii tók að gjósa í morgun.
Ekki liggja nánari upplýsing-
ar en að gosið hafi hafizt í
hinum djúpa Makaopuhi-gíg,-
sem er um 25 km. frá Hilo.
Eldgosinu í þessu fræga eld-
fjalli fylgdu jarðhræringar,
sem stóðu í um tvær klukku-
stundir.
Líðan Svíadroltningar •
hrakaði enn í gærdag
Stokhólmi, 5. marz — NTB.
LÍÐAN Louise Svíadrottningar
hrakaði enn síffdegis á föstudag,
aff því er sagffi í tilkynningu
læknanna prófessors Clarence
Crafoord og Ulf Nordwall í
kvöld. Hjartsláttur drottningar
varff æ óreglulegri og allt ástand
drottningar hné á verri veg, líkt
og búizt hafffi verið viff, segir
í tilkynningu læknanna.
Talsmaður sænsku hirðarinnar
sagði í dag, að ástandið væri þó
ekki svo alvarlegt að læknarnir
tveir, sem ásamt fjórum læknum
öðrum framkvæmdu uppskurð á
drottningunni á fimmtudag, hygð
ust dvelja næturlangt við sjúkra-
beð hennar. Ný tilkynning um
líðan drottningar verður gefin
út fyrir hádegi á morgun, laug-
ardag.
f dag streymdu blóm, bréf óg
símskeyti til St. Görans sjúkra-
hússins í Stokkhólmi, þar sem
Louise drottning liggúr, en hún
er nú 75 ára gömul. Hún var í
gær skorin upp við blóðtappa í
hægra fæti.
Gústaf Adolf, konungur, sem
er 82 ára, heimsótti drottningu
í sjúkrahúsið í dag, en að ráði
lækna stóð heimsókn hans mjög
stutt. Var hann i sjúkrahúsinu í
um hálfa klukkustund. Hann
virtist þreyttur og áhyggjufuliur,
er hann yfirgaf sjúkrahúsið.
Dóttir Louise drottningar, -
Ingrid Danmerkurdrottning, kom
til Stokkhólnis í morgun, og hélt
rakleiðis til Drottningholmhall-
ar. Bæði hún og aðrir meðlimir
sænsku konungsfjölskyldunnar
fóru að ráði lækna og heimsóttu
ekki sjúkrahúsið í dag.
Sprengjuárásir á
skæruliða
Saigon, 5. marz. — NTB.
FLUGVÉLAR frá Bandaríkjaher
og her S-Vietnam gerffu í dag
miklar sprengjuárásir á mikiff lið
Viet Cong skæruliða kommúnista
um 400 km. NA af Saigon.
Eftir að flugvélarnar höfðu
kastað sprengjum sínum var liði
stjórnarhermanna flogið til svæð
isins og í dag og kvöld geisuðu
harðir bardagar þar.
Könnunarfiokkur stjórnarher-
manna komst að raun um að
Viet Cong
skæruliðar kommúnista héldu sig
á þessum slóðum, og voru þá flug
vélar sendar á vettvang til þess
að halda skæruliðasveitunum í
skefjum, þar til herlið kæmi á
vettvang.
Stjórnin í Saigon ákvað í dag
að kalla heim sendiherra sína
eriendis til þess að gefa þeim
skýrslu um stefnu sína. Góðar
heimildir herma að viðræður við
sendiherrana muni hefjast á
þriðjudag n.k.