Morgunblaðið - 06.03.1965, Page 6

Morgunblaðið - 06.03.1965, Page 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. marz 1965 Æsif rétt um stórhættu DAGBLAÐIÐ VÍSIR birti fyrir nokkrum dögum fregn um til- tæki nokkurra unglinga úr fjórða bekk Menntaskólans í Reykja- vík, sem fólst í því, að í skóla- selsferð þá fyrir stuttu hefði seg- ulbandsspóla verið tengd við út- varpsviðtæki á staðnum og þar lýst yfirvofandi styrjöld. Var þetta gert á svo eðlilegan hátt, að þeir er á hlustuðu gátu ekki greint annað en um eðlilegt út- varpsefni væri að ræða, eða svo segja fregnir. Þetta gerðist í þröngum hópi nemenda, og var ekki ætlast til að það hefði nein eftirköst útífrá. Ég ætla ekki að taka mér fyrir hendur að afsaka þennan verkn- að, en tel þó að hann eigi sér nokkurt fordæmi frá hinum full- orðnu. Á sl. ári birti „Vikan“, blað eftir blað hrollvekjandi lýs- inigu í löngu máli og myndum af því hvernig hér yrði umhorfs í og við Reykjavík þegar eldgos brytist út hér við fjöllin fyrir ofan. Ég heyrði þá, að mörgum var illa við þetta „græzkulausa grín“. Ég varð því meira en lítið undrandi, þegar ég af tilviljun sá Vísi frá 24. febrúar sl. Þar er á forsiðu stillt upp mynd af há- hýsum hér í bænum og undir henni fimm dálka fyrirsögn: „Eldgosahætta við borgina?" — undirfyrirsögn: „Tímaspursmál, segir Jón Jónsson jarðfræðingur“. Enda þótt einhver Snarfari Vísis fyndi hvöt hjá sér til að ganga á vit „sérfræðings" í jarð- fræði og leggja fyrir hann spurn- ingar í þessa átt, dreg ég mjög í efa að nokkur meðal vitiborinn maður mundi leggja nafn sitt við að svara þeim á þann hátt, sem Vísir telur Jón Jónsson hafa gert, og verður þá að hafa í huga, að almennt er meira gert með það sem sérfræðinigurinn segir en ef um einhvern spjátrung væri að ræða, sem hefði gama af að koma af stað múgsefjun (panik) meðal samborgaranna. Tímaspursmál, segir Jón Jóns- son jarðfræðingur. Hvað þýðir í almennu máli orðið tímaspurs- mál? Ég held að það sé almennt lögð sú merking í það orð, þegar sagt, — ja, það er aðeins tíma- spursmál þangað til þetta eða hitt verður gert eða gerist, þá sé átt við tiltölulega skamman tíma, eða eitthvað sem er á næsta leiti. Það kann að vera að í jarð- fræðilegu tilliti megi orða þetta svona, þótt átt sé við árahundr- uð. Það á við í vísindaritum frek- ar en blaðaviðtali, sem nær til samtíðarmanna samdægurs. Ef það er þessi merking, sem jarð- fræðingurinn vill leggja í um- mæli sín, þá gat Hrafna-Flóki með sama rétti sagt, að það væri tímaspursmál þangað til Surtsey yrði til, þó svo að það drægist rúmlega þúsund ár frá hans dögum. Snarfari Vísis spyr: „Hvað segirðu um háhýsin, ef til slíkra umbrota kæmi, þó að ekki væri miðað við hraunflóðshættu?“ Jarðfræðingurinn svarar: „Ég kalla óþarfa að byggja háhýsi á svæði, þar sem gera má ráð fyrir umbrotum t.d. snörpum jarð- skjálftum. Þó að slik hús séu vafalaust traust á alþin hátt, get- Málverkasýning Helga Guðmundssonar, bankaritara, í Bogasalnum hefur verið mjög vel sótt, og er aðeins ein mynd óseld. Nú fara að verða síðustu forvöð að skoða sýninguna, því að henni lýkur annað kvöld, sunnudag. Helgi sýnir þarna 33 olíumálverk, sem flest seldust þegar á fyrsta degi. Sýningin verður opin kl. 2—10 í dag og á morgun. Þessi mynd nefnist „Séð til Reykjavíkur" og er meðal þeirra, sem mesta athygli hefur vakið. Segír frá rjúpna rtuuisóknum í D A G heldur dr. Finnur Guð- mundsson fyrirlestur á vegum Fuglaverndunarfélagsins um rannsóknir sínar á rjúpunni. — Fyrirlestur þessi er ekki aðeins fyrir félagsmenn, heldur er hann opin öllum almenningi og hefst hann kl. 4 síðd. og verður í 1. kennslustofu Hásklóans. Ekki er að efa að dr. Finnur muni gera viðfangsefni sínu góð skil. Rannsóknir íslenzkra vís- indamanna á hinu íslenzka flugla . ... . . Ðr. Finnur Guðmundsson lífi þykir skemmtilegt og fróð- legt efni og ættu þeir er hug hafa á að hlýða á að koma tím- anlega. ur alltaf komið fyrir að þau skekkist á grunni oig verði þann- ig lítt íbúðarhæf.“ Hvað kemur jarðfræðingnum til að álykta, að háhýsin skekk- ist frekar á grunni en önnur hús, sem lægri eru?“ Háhýsin, t.d. við Sólheima, eru reist á blágrýtis- klöpp og meitluð niður í hana fjóra til fimm metra. Samfellt járnanet er frá neðstu undir- stöðu til efstu hæðar, byggt undir sérfræðilegu eftirliti, miðað við jarðskjálftasvæði. Hvaða tækni- legar líkur eru fyrir því að slík hús skekkist öðru frekar á grunni, oig verði lítt íbúðarhæft af þeim sökum? Hví sagði mað- urinn ekki frekar að þessi há- hýsi myndu bara hrynja? Það kemur ósjálfrátt upp í hugann, hvort ekki séu einhver önnur og annarleg sjónarmið á bak við þessa fimmdálka hroll- vekju í Vísi. Svo einkennilega vill tiL, að ritstjóri Vísis er íbúi einna þess- ara skaðlegu háhýsa, býr þar á elleftu eða tólftu hæð. Það er vel vitað mál, að efstu hæðir þessara húsa er mjög eftirsóttar og seldar háu verði, þá sjaldan að þær eru til sölu. Hafi ritstjórinn orðið fyrir óþægindum og átroðningi vegna aðgangsharðra kaupenda, sem vildu ólmir fá íbúð hans, get ég skilið að maðurinn sé að fæla frá sér til að hafa frið. Hugsanlegt er líka hitt, að Vísir hafi „hugsað sér“ að eignast íbúð í háhýsi og nota þessa hagkvæmu leið til að lækka kaupverðið. Hver er ann- ars ástæðan fyrir því að háhýsin ein eru skotmarkið í Vísisgrein- inni? Það er engin fyndni í því að koma af stað múgæsingu, og von- andi hefur svona æsifregn minni eftirköst en til er stofnað. Hafi verið ástæða til að vand- lætast yfir vafasömu gáskabragði unglinganna í Menntaskólaselinu á dögunum, er full ástæða til að fordæma gleiðletraða æsifregn um yfirvofandi hættu eða máska tortímimgu í viðlesnu dagblaði, sérstaklega þar sem beitt er fyrir sig vísindamanni og sérfræðingi í þessari grein til að árétta áhrif- in. SólVioirnum 27, 27/2. 1965. Þórður Halldórsson, 0 Einkennileg þjónusta Kona ein sendir Velvak- anda bréf og er heldur grimm í garð brauðabúða og mjólkur- verzlana. Margt af því, sem hún segir um mjólkursölu hér í borg, hefur verið rakið hér áður í dálkunum, án þess að þær umkvartanir hafi nokkurn árangur borið. Fer því sá hluti bréfsins í ruslakörfuna. Vel- vakandi hefur sem sagt gefizt upp! Hins vegar segir konan frá því, að hún hafi komið inn í stórt og þekkt bakarí á fleng- ingardaginn, sem nú hefur lengi verið kallaður bolludag- ur, a.m.k. á Akureyri og í Reykjavík. Bað hún um brauð, en afgreiðslustúlkan sagði þau ekki vera til. Konan hváði, en stúlkan sagði þá, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara, að nú væri bolludagurinn, og þess vegna engin brauð bökuð, held ur bara bollur! Konunni þótti þetta að von- um harla léleg frammistaða hjá bökurum. Ekki er víst, að allir kæri sig um að borða eintóm- ar bollur á bolludaginn, sumir vilja gjarnan fá venjulegt brauð, og brauðgerðarhúsin eiga að sjá um, að þau fáist jafnan. 0 Kurteisir og ókurteisir bílstjórar „Kæri Velvakandi. Ég er einn af þeim, sem Bandaríkjamenn kalla „comm- uter“, þ.e. maður, sem þarf að ferðast daglega á og frá vinnu- stað og er háður flutningatækj- um, í mínu tilfelli strætisvögn- um. Tvisvar á hverjum vinnu- degi þarf ég að bíða mislengi eftir strætisvagni, sem nemur staðar við mikla umferðargötu nokkurn spöl frá heimili mínu. Þetta er malargata, sem verður skraufþurr og rýkur í þurrk- um, en dregur í sig mikið vatn í vætutíð, svo að hún verður ein forarleðja. Meðan ég og nágrannar mín- ir bíðum strætisvagnsins, ekur mikill fjöldi bíla framhjá okk- ur. Flestir eru eins og við að flýta sér í vinnu og fara þvi all-geyst. En það er mikill munur á því, hvernig bílstjór- arnir aka fram hjó hópnum, sem bíður þolinmóður eftir sín um strætisvagni. Sumir aka al- veg á brúninni fast upp við okkur og hægja ferðina ekki hið minnsta. Þannig hagar til þama, að skurður er fyrir aft- an þá, sem bíða, svo að þeir geta ekki forðað sér undan slett unum, sem ganga undan bílun- um í rigningartíð, og rykgus- unum, sem þyrlast framan í þá í þurrkatíð. Aðrir bílstjórar fara öðru vísi að. Þeir hægja ferðina, áður en þeir koma að biðstaðnum, og sveigja aðeins inn á akbrautina, sem er mjög breið. Þessa bílstjóra þykir okk ur vænt um, og erum við farin að kannast við þá suma langt að. En einkennilegir mega hin- ir vera, sem bruna áfram og ausa vegfarendur auri vitandi vits. Við höfum stundum verið að hugsa um að skrifa upp bíl- númer þeirra og vita, hvað lög- reglan segir um slíka fram- komu, hvort hún mundi a.m.k. ekki gefa þeim áminningu. Svo er líka gott, að slíkir bílstjórar viti, að verði að senda föt í hreinsun vegna þeirra, verða þeir að borga reikning- inn. Mér finnst, eins og allt of fáir geri sér það atriði ljóst, en staðreynd er það sem bet- ur fer. 0 Beztir á R-númerum Að lokum vil ég segja frá einu, sem við höfum greinilega tekið eftir, og Reykvíkingar gætu verið stoltir af. Það er sú staðreynd, að flestir þeirra bíl- stjóra, sem sýna vegfarendum nærgætni, eru á R-númerum. Það er meira að segja áberandi, hvað bílstjórar á öðrunn núm- erum eru miklu dónalegri. Ekkl treysti ég mér til að segja, af hverju þetta stafar, nema þá e.t.v. af því, að mönnum sé kennt þetta hér í borg, eða þi að borgarlífið hafi gert þá um- gengnishæfari við náungann. — B. S“ B O SC H bakljós, ökuljós, stefnuljna og bremsuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.t Vesturgötu 3. — Sími 11467

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.