Morgunblaðið - 06.03.1965, Side 27

Morgunblaðið - 06.03.1965, Side 27
Laugardagur 6. marz, 1965 MORGUNBLAÐIB 27 JJiíreiðaruar eftir áreksturiuo. (Ljósnx X.J.). Árekstur í Ölfusi var unnt að segja um hvort um alvarlegt slys væri að ræða. Ókumaður jeppabifreiðarinnar, sem var einn á ferð, meiddist, en ekki var það talið alvarlegt. V-þýzka stjórnin enn tvístígamii 7 afstöðu sinni til Egypta vegna heimsóknar Ulhrichts Bonn 5. marz. — NTB. VESTUR-ÞÝZKA stjórnin náði ekki sam.kosmul.igi í dag varðandi hvaða afstöðu V-Þýzkaland skyldi taka til Arabiska sam- bandslýðveldisins (Egyptalands). Eftir 14 klukkustunda fundi á fimmtudag og föstudag voru ráð herrarnir enn ósammála um hvort staðnæmst skyldi við efna j hagsráðstafanir eða hvort hleypa skyldi af stokkunum ráðstöfun- um stjórnmálalegs eðlis, vegna nýafstaðinnar heimsóknar Walt- er Ulbricht forseta A-Þýzkal. Menn biðu þess með eftirvænt ingu í Bonn í dag hver úrslita- ákvörðunin yrði, og hvor aðilinn í stjórninni yrði ofaná í þessts máii, en þar skiptast menn í tvo hópa. Annar hópurinn vill að öllu stjórnmálasambandi við Kairó verði slitið, en hinn hópur- inn æskir mildari ráðstafana. I dag vai boðuðum blaðamanna- fundi vegna þessa máls tvívegis frestað. Er taismaður v-þýzku stjórnar innar, Gúnther von Hase, loks greinii blaðamönnum frá málum, hafði hann ekki annuð að segja en að stjórnin hefði íiestað á- kvörðun sinni. Málið verður tek- ið fyrir á öðrum rikisráðsfundi, en ekkert hefur enn verið látið uppi um hvenær sá fundur muni eiga sér stað. Faníani nianrákis- ráðherra ítaián HARÐÚR árelcstur varð í gaer Ihjá Laugabökkum í Ölfusi. Bíla- leigubifreið úr Reykjavík rakst þar á jeppabifreið, sem valt út af veginum við áreksturinn. Skemmdust báðar bifreiðarnar mikið. Tildrög slyssins vorij þau, að tveir útlendingar, piltur og stúlka, voru á leið austur frá Reykjavík. Talsverð hálka var á veginum og þegar þau nálguð- í TILEFNI af 30 ára starfsaf- mæli Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, var gefið út myndar- legt og fróðlegt afmælisrit, sem séra Sigurður Einarsson í Holti tók saman. Segir þar frá stofnun Mjólkursamsölunnar og síðan rakin saga hennar fram á þennan dag. — Til skýringar efninu er fjöldi mynda, svo og af starfs- fólki Og þeim mönnum, sem þar hafa helzt komið við sögu. Af efnisyfirliti bókarinnar, sem er 301 bls. og í stóru broti, má nefna: Mjólkursamsalan — aðdragandi og þróun, Mjólkur- lögin 1934 og 1935, Stofnun mjólk ursamsölu, Baráttan um mjólkur stöðina, Fimm fyrstu starfsárin, Mjólkurbú og mjólkursamlög, Ný mjólkurstöð, Osta- og smjör- salan, Einstakar starfsgreinar og dagleg störf, Forstjórar Mjólkur- samsölunnar. í inngangsorðum segir meðal annars: Mjólkursamsalan í Reykjavík var sett á stofn 15. jan. 1935, samkvæmt lögum, sem Alþingi hafði samþykkt 19. des. 1934. Hún verður því 30 ára á þessu ári og þykir hæfa að minn- ast þess með því að gefa út af- mælisrit. Með riti þessu er að því stefnt að bregða upp mynd- um af þeirri félagslegu- og við- skiptalegu þróun, sem myndar aðdragandann að stofnun Mjólk- ursamsölunnar, því löggjafar- St jórnarkjör í Iéla«i flugmála- s*í*rfsmanna NÝLEGA fór fram stjómarkjör í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, og voru eftirtaldir menn kjörnir i stjórnina: Kristján Einarsson, formaður meðstjórnendur Andrea Hannes- dóttir, Hörður Davíðsson, Sig- mundur Sigfússon, Sigurður Þor kelsson, Guðmundur Óli Ólason og Jón Guðmundsson. Varastjórn: Árni Sigurðsson, Guðni Ólafsson og Valdimar Ól- afsson. ust beygju á veginum við Lauga bakka, hemlaði pilturinn, sem ók bifreiðinni. Við það missti hann stjórn á henni. Rann bif- reiðin yfir á hægri hluta vegar- ins og lenti þar framan á jeppa- bifreið, sem kom austan að. Við áreksturinn, sem var nijö'g harð- ur, valt jeppabifreiðin út af veg- inum. Báðir útlendingarnir í fólks- bifreiðinni slösuóust, en ekki starfi, sem frá öndverðu og allt til þessa dags er grundvöllur hennar, og þeim framkvæmdum, sem hún hefur haft með hönd- um. Tímabilið, sem sú saga nær yfir — þessir þrír áratugir frá 1935 — eru án efa stórkostleg- asta framfara- og umbreytinga- tímabil í íslenzkri sögu. Á öll- um sviðum menningarlífsins, at- hafna og félagshátta má segja, að á þessum árum hafi orðið gjörbylting. Og frá smávaxinni byrjun er Mjólkursamsalan á þessum áratugum orðin um- svifamesta viðskiptafyrirtæki landbúnaðarins á íslandi. Þessu riti er ætlað að gefa nokkurt yfirlit um helztu áfanga í þeirri þróun. Maughsun í sjúkiahús Nice, 5. mar. — AP. LIÐAN Sommerset Maugham er enn talin alvarlegs eðlis, og í dag tilkynnti einkaritari hans að skáldjöfurinn, sem nú er 91 árs að aldri, yrði fluttur í sjúkra- hús. Maugham þjáist af lungna bólgu, ilikynjaðri. Sjúkrahúsið, sem Maugham liggur nú í, er um 3 km. frá húsi hans á Cap Ferrat. Sundmót gagn- fræðanema á Akranesi Akranesi, 2. marz. HIÐ árlega sundmót gagnfræða- skólans hér var háð í Bjarna- laug kl. 8.15 í gærkvöldi undir stjórn Helga Hannessonar, sund kennara. Sundkóngur skólans varð Kári Geirlaugsson, Heiðar- braut 7, og sunddrottning Sigur- laug Jóhannsdóttir, Akurgerði 23. Þau hlutu að verðlaunum sitt hvorn farandbikarinn. — Oddur. Br id gekeppni verkamanna Á VEGUM Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fer nú fram sveita- keppni í bridge á milli vinnu- staða á félagssvæðinu. Reppnin hófst 15. febrúar sl. og taka þátt í henni 6 sveitir frá eftirtöldum vinnustöðvum: Sambandi ísl. samvinnufélaga, Áburðarverk- smiðjunni, Vélsmiðjunni Héðinn, Kópavogsbæ og tvær sveitir frá Eimskipafélagi íslands. — Eftir þrjár umferðir eru þessar sveitir efstar: Samband ísl. samvinnufé- laga með 17 stig, Áburðarverk- smiðan með 12 stig og Vélsmiðj- an Héðinn með 11 stig. í STAVANGRI hefur um árabil verið starfandi félag íslendinga og íslandsvina og nefnist Islandsk-Norsk Forening. Aðal- markmið félagsins er að halda uppi félagslífi meðal íslendinga og íslandsvina, en auk þess hefur félagið lagt ríka áherzlu á land- kynningu. Félagið heldur að jafnaði 4—5 skemmtifundi á ári og flest ár- in hefur það haldið þorrablót, og þá verið íslenzkur matur á borð- um. Hefur félagið þá boðið mörg- um gestum, og hafa þorrablótin vakið mikla athygli enda hefur verið vandað mjög til dagskrár, því félagið hefur fengið að heim- an ræðumenn og söngvara. Hef- ur félagið notið góðrar aðstoðar íslenzkra aðila til þessarar starf- semi, einkum hafa Loftleiðir hf. styrkt það með ráðum og dáð. Hinn 9. marz nk. verður þorra- blót félagsins haldið að Hótel Alstor í útjaðri Stavanger. Hef- ur félagið að þessu sinni fengið Harald Guðmundsson, fyrrv. sendiherra til þess að halda aðal- ræðuna, og Kristin Hallsson, óperusöngvara til þess að syngja. Á borðum verður íslenzkur mat- ur, svo sem hangikjöt, hvalur og skyr. Margir gestir verða á þorra blótinu, m. a. borgarstjórinn í Stavanger, fylkisstjórinn á Roga- landi og ambassador íslands í Ósló. Loftleiðir hafa að þessu sinni stutt félagið með því að flytja gestina fram og til baka og Síld og Fiskur hafa útvegað hangi- kjöt o. fl. Formaður félagsins er nú Thorleiv Skarstad, lektor, aðrir í stjórninni eru Johan Stange- land, fiskútflytjandi, sem lengst af hefur verið formaður, frú Bryndís Björnsdóttir Hope, Róm, 5. marz. — NTB. AMITORE Fanfani, fyrrum for- sætisráðherra Italíu, var í dag skipaður utanríkisráðlicrra lands síns í sambandi við nýskipan á stjórn Aldo Moros, forsætisráð- herra. Embætti utanríkisráðherra Italiu losnaði í desember s.l. er sósíaldemókratinn Giuseppe Sara gat var kjörinn forseti l.cndsins, en hann gegndi áður utanrikis- ráðherraembættinu. 1 dag var jafnframt tilkynnt að Giuseppe Medici, iðnaðar- og verzlunarmálaráðherra, hefði vik ið úr embætti fyrir sósíaldemó- kratanum Lami Starnutti. Christoffer Sörensen, ísl. konsúll og frú Tordis Jónasdóttir Knut- sen. Fer Krohg letinn Osló, 3. marz. — (NTB) — NORSKI málarinn Per Krohg, prófessor, lézt í kvöld, 75 ára að aldri. Hann hefur verið tal- inn með fremstu listmálurum Noregs — en var þó lengst af búsettur í París, og varð fyr- ir miklum áhrifum af franskri málaralist. Frá því árið 1946 hefur hann verið prófessor við Statens Kunstakademi í Osló. Per Krohg var sonur Christians Krohg listmálara, rithöfundar og prófessors og konu hans Odu, sem einnig var listmálari. Per Krohg stundaði listnám einkum við Academie Colarossi, þar sem / faðir hans kenndi. Hann tók J þátt í fjölmörgum samsýning- í um víða um heim, auk einka- I I sýninga er hann hélt m.a. í t l París, Brussel, Berlín, Kaup- ? / mannahöfn, Stokkhólmi, New 7 J York, Washington, San Frans- 7 k isco og Seattle. í L Á síðari árum var Krohg t ! meðal annars kunnur fyrir / / andlitsmyndir af ýmsum stór- » Ímennum, svo sem Noregskon- \ ungum, Hákoni og Ólafi. Árið l 1958 gerði hann málverkið í / dómkirkjunni í Niðarósi af 7 krýningu Ólafs konungs. Enn \ fremur er Krohg kunnur fyr- i ir þann þátt er hann átti í að l skreyta hinn stóra sal Örygg- / isráðs S. Þ. í aðalstöðvunum í J Fanfani, sem nú er 57 ára gam all, er leiðtogi vinstrisinnaðs hóps manna innan kristilega jafnaðar- mannaflokksins. Að því er góðar heimildir herma, kveðst hann hafa tekið að sér embætti utan- ríkisráðherra sökum þess að hann óski að ítalía megi nokkurt gagn hafa af persónulegri reynslu hans á erfiðum tímum. Fanfani hefur á þennan hátt gefið óbeint til kynna að hann sé ekki á stjórn ina kominn sem fulltrúi neins ákveðins hóps manna, heldur vegna persónulegra hæfileika. íanfani hefur verið forsætis- ráðherra lands síns fjórum sinn- um. I öðru ráðuneyti sínu 1958 gegndi hann jafnframt embætti utanríkisráðherra. í síðasta ráðu neyti sínu 1962—1963 naut hann stuðnings Nenni-sósíalista og á þann hátt varð ríkisstjórn hans undanfari Moro-stjórnarinnar, en sósíalistar eiga aðild að hennL — Enn þingað Framh-id af bls. 1 Kínverjar og fylgifiskar þeirra hafa ekki sótt ráðstefnuna, né heldur fulltrúar frá Rúmeníu, en það land reynir að vera „hlut- laust“ í deilu kommúnistastór- veldanna. Blöð í Kína hafa ekki minnzt einu orði á, að ráðstefna þessi hafi yfirleitt verið haldin, en hins vegar notuðu Kínverjar tækifær- ið, er ráðstefnan var sett, til harkalegri árása á Sovétríkin en sézt hafa lengi. Árásum sínum hafa Kínverjar síðan haldið á- fram daglega alla vikuna. Fyrr í vikunni töldu kommún- istar að sovézki kommúnista- flokkurinn væri reiðubúinn að reyna að draga úr því, að hávær deila væri uppi milli hans og þess kínverska, en ekki er Ijóst hvort leiðtogar Sovétríkjanna eru enn sama sinnis. Margir hinna 19 flokka, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni, búa þannig heima fyrir að klofnings- hópar, sem styðja Kínverja, vaða þar uppi innan þeirra, og er talið að margir þeirra flokka, sem við slíkt ástand búa. óski þess að harðari stefna verði upp tokin gagnvart Kínverjum, en aðrir flokkar eru taldir setja sig upp á móti því, að nokkur sú stefna verði mörkuð sem kæmi í veg fyrir að eining næðist í herbúð- um kommúnismans. Heimildir meðal kommúnista í Moskvu töldu í dag að aílt benti til þess, að yfirlýsing sú, sem menn vænta í ráðstefnulok, verði stutt, og segi ekkert um síðari og yfirgripsmeiri kommún istaráðstefnu, sem upphaflega hafði verið ráðgerð af leiðtog- unum í Kreml. Afmælisrit liijólkursam- sölunnar í Reykjavík Þorrablót í Stavanger

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.