Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNSLAÐIÐ Fimmtudagur 18- marz 1965 m * A Aiaknlng TollgæzSimnar: 10 Iveröi vaníar Samial v/ð Unnsfe'n Beck TOLLGÆZLAN í Reykjavík jfékk heimild á þessa árs fjár- lögum til að' baeta við 10 toll- vörðum. Hefur verið augtýst eftir mmsóknum um stöður þessar. Frestur er til 20. marz. í tilefni af þessu átti Morgunblaðið í gæc samtal við Unnstein Beck, sem «r yfirmaður tollgæzlunmr úti ium land og hér í Reykjavík, sem fuiltrúi tollstjóra. — Tala tollvarða hefur aldrei fylgt þörfinni' sagði Unnsteinn. — Síðast er fjölgað var, árið 1957, vorum við komnir í algjört mannahrak. Þá voru tollverðir 48. og hefur sú tala haldizt til þessa dags, enda þótt verkefnin hafi aukizt geysilega. Þá hefur aukningin 1957 ekki komið að miklu haldi við beina tollgæzlu, a.m.k. ekki nema fyrst í stað. Astæðan er sú, að flestir þeirra, sem þá bættust í hc<pinn, hafa þurft að sinna alls krnar af- greiðslustörfum, sem mjög hafa orðið umfangsmeiri á síðustu ár- um. Þremur mönnum hefur orðið að bæta við í flugfragtinni ,tveim ur á tollpóststofuna og þrír til fjórir eru bundnir við eftirlit í Tollvörugeymslunum. Af þessu leiðir. að ekki vinna nema ein- um til tveimur mönnum fleira nú við almennu störfin, þ.e.a.s. skipa- og vörueftirlit en fyrir 1957. Einnig hefur mikill vinnu- kraftur bundizt er nýja tollskrá- in kom, þar sem þá voru tekin upp miklu nákvæmari vinnu- brögð við tollflokkun. A árunum 1957 til 1954 jókst tala kaupskipa, sem komu frá er lendum höfnum til Reykjavíkur, úr 270 í 424, koma íslenzkra fiski skipa frá erlendum höfnum úr 39 í 180, og lendingar millilanda flugvéla á Reykjavíkurflugvelli jukust úr 876 í 1023. Árið áður höfðu lendingar verið 1301, þar sem Loftleiðir notuðu þá enn Reykjavíkurflugvöll. — Annað vandamál, sem við höfum við að glíma. er það, að meðalaldur tollvarða er að verða alltof hár, þar sem um- sækjendur um þær stöður, sem losnað hafa á undanförnum ár- um, hafa verið langt yfir þeim aidri, sem æskilegt væri. Mjög fáir tollverðir eru nú undir fer- tugu og veldur það því, að erfitt er oft og tíðum að færa mennina til í starfi og láta þá læra nýja starfshætti ,þar sem þeir hafa vaxið inn í sérstaka þætti starf- seminnar. —Hefur taka smyglvamings aukizt að undanförnu? — A þeim 14 árum, sem ég hef gengt þessari stöðu, var mest um töku smyglvarnings 1958 til 1960, sem sagt eftir aukninguna og áð ur en þurfti að binda menn meira við sérstörf. Fyrst eftir aukn- inguna komum við upp sérstök- um gengjum til að starfa, þar sem afgreiðsluvakt þraut og með henni. Þá gátu þau gengi fórnað I degi eða dögum við leit í sama skipi, ef ástæða þótti til að ganga rækilega til verks. Þess á milM fylgdust þau með affermingu í lestum, skrifuðu upp vörurnar og reyndu að sjá um það, að ekk ert væri falið í farmi skipanna. Síðar neyddumst við að leggja niður þessi gengi, vegna mann- eklu. — Við höfum einnig tekið nokkru meira af smyglvarningi í skipum á síðastliðnu ári en ár- in þar á undan. Ástæðan er sú, að slakað hafði á eftirlitinu af áðurgreindum orsökum og á- fngissmygl farið mjög í vöxt. Tók um við því að leggja í aukinn kostnað og boða menn á auka- vaktir til að leita í þeim skipum, sem við höfum ástæðu til að bú- ast við slíkum farmi L — Hefur lögreglan ekki komið ykkur nokkuð oft á sporið upp á síðkastið? — Jú, það hefur borið við nokkrum sinnum, að lögreglu- menn hafi fundið smyglvarning í bifreiðum ,sem þeir hafa stöðv- að einhverra hluta vegna hér við höfnina eða annarsstaðar. Þá höf um við framkvæmt leit í þvi skipi, sem vörurnar komu úr, og oft fundið talsvert magn, eink- um af áfengi. MJÖG harður árekstur varð á veginum frá IngólfsfjaJli niður að Selfossi um 9 leytið í gærkvöldi. Þar ók stór 6 manna Ford bifrcið aftan á Volga-bifreið með þeim afleiðingum að a.m.k. þrennt slas aði.st nokkuð og þurfti að flytjast á sjúkrahúsið á Selfossi til rann- sóknar. Tildrög árekstursins voru þau, að lögreglan á Selfossi hafði feng ið fréttir af ökuþór nokkrum og vissi að hann var á þjóðveginum við Ingólfsfjall og hélt því þang- að. — Sjálfir höfum við mjög slæma aðstöðu til að grípa menn, er þeir eru á leið í land mpð smyglvarning á hafnarbakkan- um. Við höfum aðeins einn bíl, og sökum mannfæðar verðum víð iðulega að senda alla vaktina í einu um borð í skip eða út á flug völl. Það er tiltölulega auðvelt fyrir þann, sem ætlar sér að koma einhverju í land, að reikna út, hvenær þessar eyður eru í gæzlunni. Það eru ekki sizt þess ar eyður, sem við hyggjumst fylla með aukningunni nú. Lög- reglan stendur þarna betur að vígi, þar sem þeir hafa bíla í eftirlitsferðum um höfnina öðru hverju. Hins vegar er oft heppi- legur tírni til að gera leit í skipi, er menn eru farnir að koma varn ingnum í land, þar sem þeir eru þá venjulega búnir að grafa hann upp úr felustöðum, sem erfitt eða næstum ógerlegt hefði verið að finna ella. — Áfengi og tóbak eru lang- algengustu vörutegundirnar og þar næst koma sjónvarps- og út- varpstæki og hverskonar heimilis tæki. Sennilega er miklu minna smyglað af fatnaði og ýmsum smávarningi, síðan tollarnir voru lækkaðir. — Nægir það, að bæta 10 mönn um við Tollgæzluna? — Nei, líklega ekki. Starfs- mannafjölgunin, sem nú er í vændum leysir væntanlega ekki þarfir okkar að fullu, eins og þær eru í dag og alls ekki til langrar framtíðar. Jafnvel þótt takist að fá alla þá menn sem heimild er fyrir, en eins og sakir standa er mjög tvísýnt að við fáum fulla tölu hæfra umsækjenda. Þegar lögreglan var komin nokkurn spöl út fyrir þorpið sá hún Volga-bifreið koma á móti á fremur hæigri ferð en og Ford- bifreið á eftir á ofsahraða. Lögreglan gaf stöðvunarmerki með ljósum og hægði Volga-bif- reiðin ferðina og hugðist stanza, en í þeim svifum lenti Ford-bif- reiðin aftan á henni af miklu afli. Eru báðar bifreiðarnar tald- ar nær ónýtar. í Ford bifreiðinni meiddist piltur, sem skall á fram rúðuna, en í Volgabifreiðinni meiddist kona og maður einnig. Mjög harður árekstur skammt frá Selfossi t Siníóníuhljómleikai í kvöld Jörg Demus einleikari SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur tónleika í Há- skólabíói í kvöld og hefjast þeir kl. 9 e.h. Stjórnandi sveit- arinnar er Igor Buketoff, en einleikari verður austurríski píanóleikarinn Jörg Demus. Demus hefur hlotið afburða- góða dóma fyrir píanóleik sinn aHsstaðar þar sem hann hefur leikið og er talinn í fremstu röð yngri píanóleikara í Ev- rópu. Til íslands kemur Dem- us úr 9. tónleikaför sinni til Bandaríkjanna. Á efnisskránni er Klassíska sinfónían eftir Prokofieff, Pianókonsert nr. 28 í Es-dúr, K 482 eftir Mozart og Sinfó- nía í D-dúr eftir Arriaga. heim úr Sváþfé&carf&r FORSETI Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kom heim í fyrrinótt frá Osló, en hann var viðstaddur útför Louise Svíadrottningar í Stokkhóimi si. laugardag. Hefur forsetinn nú tekið við stjórnar- störfum á ný. Á móti honum á Keflavíkur- flugvelU tóku þeir Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra. Þórður Eyjólfsson, forseti Hæstaréttar. og Birgir Finnsson, forseti Sam- einaðs þings. Myndina tók Heimir Stígsson. Fiskskoríur íyrir norðan og austan AFLI hefur verið mjög misjafn undanfarnar vikur, sums staðar mjög góður eins og t. d. í Ólafs- vík, en annars staðar hefur varla sézt fiskur og hefur fólk fyrir norðan og austan orðið að reyna að útvega sér nýjan fisk í soðið úr fjarlægum byggðar- lögum. Hér fara á eftir frásagnir nokkurra fréttaritara blaðsins um aflabrögðin og fiskileysið: Keflavík, 17. marz. x—□—x FRAM til þessa hefur afli verið fremur rýr hjá bátum héðan. Fram til 15. marz voru komin 5.300 lestir hér á land í 765 sjó- ferðum 43 báta. Á sama tíma í fyrra voru 9.722 lestir komnar hér á land í 1439 sjóferðum, en allan janúarmánuð í ár ríkti verkfall á bátaflotan- um. Hæstu bátar nú eru Gunnar Hámundarson með 278 lestir í 38 róðrum, Freyja með 236 lestir í 34 róðrum, en báðir þessir bátar voru að róðrum í janúar, því þeir voru skráðir fyrir utan verk- fallssvæðið. Þriðji báturinn er Árni Geir með 231 lest í 24 sjó- ferðum. Undanfarna daga hefur afli verið rýr og er aðeins einn bátur með línu og hefur afli hans verið lítill, en annars eru allir með net og nót. Gæftir sem af er vertíð hafa verið fremur góðar og var afli í dag með bezta móti, en var þar um að ræða tveggja til þriggja nátta netafisk. Frá 1.—15. marz nú er aflinn 2.480 lestir í 351 sjóferð, en á sama tíma í fyrra var aflinn 3.655 lestir í 411 sjóferðum. Frystihúsin vinna hvergi nærri af fulium krafti og var engin fisk vinnsla í dag nema í frystihúsi Atlantors h.f., sem fékk sendan fisk frá Þorlákshöfn. — hsj. x—□—x ísafrði, 17. marz. AÐ undanförnu hefur verið treg ur afli hjá netabátunum, frá 8—• 21 lest, en þeir sækja allir vestur á Breiðafjörð. Tveir bátar eru hér á línu og veiða steinbít og hafa aflað vel, 6—9 lestir L róðri, enda er mikill steinbítur genginn hér á miðin, en sjómenn telja hættu á því, að hann fari að leggjast vegna þess að óvenju- mikil loðna er gengin. Mikill steinbítsafli hefur verið hjá bátum í Súgandafirði að und anförnu. — H.T. x—□—X Akureyri, 17. marz. HÉR sézt ekki nýr fiskur á borð- um og hefur ekki sézt í margar vikur, nema þá helzt að hann hafi fengizt frá fjarlægum stöð- um. Trillubátar héðan komast ekki á veiðar sökum lagnaðaríss á PolUnum og íshroða á innanverð- um firðinum. x—□—x Húsavík, 17. marz. EKKI er hægt að segja að neitt hafi verið farið á sjó hér í þess- um mánuði og það litla sem róið hefur verið hefur aðeins verið til matar en ekki framleiðslu. Þessu hefur valdið ísinn og ógæftir. Engin vinna hefur verið í frystihúsinu þennan mánuð, en atvinna er oft sæmileg þegar komið er fram í marz. Hugur er nú í mönnum um að leggja grásleppunetin og vetð ur tekið til óspilltra málanna, þegar norðanáttin hefur gengið yfir. Fréttaritari. x—□—x Neskaupstað, 17. marz. VIÐ hér á Neskaupstað höCum ekki séð nýjan fisk síðan í hau.it Framhald á bls. 27 KALDUR loftstraumur úr vindur hægur. Sunnan iands o norðaustri liggur yfir landið. var hiti nálægt íroatmarki og ' Nyrzti hluti hans hefur kom- víðast úrkomulaust. Lægðin 1 izt í snertingu við hafísbreið- suð-vestur í hafinu hreyfist í t una, því að 10 til 11 stiga frost stefnu á Bretiandseyjar, svo L var á annesjum norðan lands, að búast má við áframhald- / og þar var hríðarveður, en andi kuldum. 7 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.