Morgunblaðið - 18.03.1965, Page 6

Morgunblaðið - 18.03.1965, Page 6
6 MORGU N BLADID Fimmtudagur 18. marz 1965 -.•Wí.'ii-1 **!■+# M/>.' - ***** 'é-. UTVARP REYKJAVÍK KONUR eru sprækastar til ásta 35—45 ára gamlar, en karlar 15—20 ára. Svo upplýsti Hannes Jónsson, félagsfræðingur, í er- indaflokki sínum, sunnudaginn 7. marz, auk margháttaðs annars fróðleiks. Hlýtur þetta að vera mörgum karlmanni íhugunar- efni, en konur virðast mega vel við una. Um kvöldið flutti dr. Þórður Þorbjarnarson mjög fróðlegt er- indi um fiskveiðar og fiskimjöls- vinnslu í Perú. Perú er þriðja stærsta land í Suður-Ameríku, ellefu sinnum víðlendara en ís- land, og íbúar eru um 12 milljón- ir. Það er nú orðið mesta fisk- veiðiland í heimi (hefur nýlega slegið Japan út), ef reiknað er í j aflamagni, en landsmönnum er j miður sýnt um að koma aflanum í gott verð, leggja enda mest kapp á fiskimjöls- og lýsisvinnslu. — Þórður kvaðst hvergi hafa séð ömurlegri fátækrahverfi en í þessu mesta fiskveiðilandi heims. Dr. Benjamín Eiríksson, banka stjóri, talaði um daginn og veg- inn á mánudagskvöld. Hann ræddi m.a. um það, er ísland komst undir Noregskonung, og taldi hann, að kirkjan hefði átt mjög drjúgan þátt í því. 1238 voru tveir erlendir biskupar sett- ir yfir kirkjuna hér, og aðeins 24 árum síðar gengur landið undir Noregskonung. Að sjálfsögðu taldi Benjamín einnig fram þær innanlandserjur, er áttu á þess- um tímum drjúgan þátt í að grafa undan sjálfstæði okkar, sem þá hafði staðið í nær 400 ár. Benjamín vék WM& að sjónvarps- málinu, en þar taldi hann þá lausn heppileg- asta, sem ríkis- stjórnin hefur gert áætlun um og koma mun, þ. e. íslenzkt sjónvarp. Ekki hafði hann trú á, að engilsax- nesku þjóðimar hefðu áhuga á að troða upp á okkur sinni menn ingu, enda sæi hann ekki, hvað þær gætu unnið við það. Þær kappkostuðu vinsamleg sam- skipti við okkur og mundu þau ekki verða greiðari né ábatasam- ari fýrir þær, ef þær reyndu að vega að þjóðerni okkar. Þá lét bankastjórinn í Ijós mik inn áhuga á endurreisn Skálholts staðar. Þar hefðu ríkisstjómin og Alþingi gengið á undan með góðu fordæmi. Nú væri það þjóð arinnar að láta ekki sitt eftir liggja. Dr. Benjamín taldi koma til greina að flytja menntaskól- ann frá Laugarvatni að Skálholti. Skálholt væri gamalt menntaset- ur, sambærilegt á ýmsan hátt við erlend menntasetur, svo sem Ox. ford, Cambridge, Uppsali og Lund. Skálholtssöfnunin gæfi fólki kost á að sýna vilja sinn til að standa vörð um hið þjóðlega gegn erlendum áhrifum. Ágætt erindi, en helzti hratt flutt. Síðar um kvöldið var svo þátt- urinn „Á blaðamannafundi" und- ir stjórn dr. Gunnars Schram. Ármann Snævarr, háskólarektor, svaraði fyrirspurnum, en spyrj Dr. Benjamín. endur voru blaðamennirnir Magnús Þórðarson og Sigurður A. Magnússon. Mátti með sanni segja, að ekki þyrfti að toga svörin út úr rektor, því að hann tók hverja spurningu þegar til afgreiðslu og reyndi að gera henni eins ýtar- leg skil og unnt var. Fór þar saman óvenjulegt næmi á eðli og markmið spurninganna, mikil þekking á málefninu og undir- hyggjuiaus og óþvinguð fram- sögn. Ég rek hér lauslega helztu upplýsingar rektors og skoðan- ir: Hann taldi, að fjárveitingar ríkisins til há- skólans og starf semi hans væru allt of lágar og hvergi nærri sambærilegar við nágranna- lönd okkar. Á fjárlögum 1965 væri háskólan- um úthlutað 25,2 milljónum króna í beinum fjárframlögum. Auk þess hafði hann 5—6 milljón króna tekjur af happdrættinu síðastliðið ár. Gunnar Schram upplýsti, að hið beina fjárframlag væri um hálft prócent af heildarútgjöldum rík- isins). Rektor sagði, að það þyrfti að stórauka kennaralið háskól- ans á næstu árum. Prófessorar við háskólann eru nú 38. Sagði rektor, að farið hefði verið fram á það við hið opinbera, að þeim yrði fjölgað upp í 55 á 10 árum, dósentum auk þess fjölgað að mun og öðrum kennurum. Þá væri kennslurými allt of lítið orðið og háskólabókasafnið of bókasnautt til að geta gegnt vel hlutverki sínu. Aðspurður taldi hann ekki ástæðulaust að athuga möguleika á byggingu nýs há- Ármann. skóla, og alla vega væri knýj- andi og bráð nauðsyn að auka verulega kennslurýmið. Um fjölgun útskrifaðra stúd- enta hér á landi síðustu áratugi gaf rektor m.a. þessar upplýs- ingar: 1921: 22 1931: 57 1941: 95 1951: 165 1961: 219 1964: 334 stúdentar stúdentar stúdentar stúdentar stúdentar stúdentar útskrifaðir útskrifaðir útskrifaðir útskrifaðir útskrifaðir útskrifaðir Árið 1972 taldi hann líklegt, að útskrifaðir yrðu tvöfalt fleiri stúdentar en 1964. Aðspurður taldi rektor það síæma þróun, hve margir há- skólamenntaðir menn settust að erlendis. Ekki hvað hann liggja fyrir nákvæmar heildartölur um þetta atriði, en gat þess,. að af 355 íslenzkum verkfræðingum væru nú 80 við störf erlendis. Eflaust flytti eitthvað af þeim aftur hingað, en margir mundu sjálfsagt ílendast úti. Til að koma í veg fyrir áframhald þess- arar þróunar, þyrfti að búa há- skólamenntuðum mönnum betri starfsskilyrði hér og bæta launa- kjör þeirra. Allt stefndi því að einum ósi með það, að háskólinn og háskólamenntaðir menn væru ekki nægjanlega vel haldnir fjáThagslega. Enn var rætt um nýjar kennslu aðferðir og fjölgun kennslu- greina á þessum skemmtilega og fróðlega fundi, en hér læt ég staðar numið. — En það hlýtur að vera mönnum alvarlegt íhug- unarefni, ef Háskóli íslands, stolt allra íslenzkra mennta- manna, og raunar þjóðarinnar allrar, stofnsettur í minningu þjóðhetju okkar — sóma íslands, sverðs og skjaldar — á hundrað ára afmæli hans, fær ekki til rekstrar síns nema hálft prócent af heildarútgjöldum ríkisins. — Hvernig væri nú að sýna einu sinni verulega rausn og skjóta prócenttölunni upp í 1? Það er myndarleg tala. Ávallt er gaman að hlýða á bréf frá hlustendum, sem Lárus Halldórsson les annan hvorn þriðjudag. Blessaðar húsmæðurn ar vilja breyta messutímanum á sunnudögum, segjast hafa lítinn tíma til að hlusta á messur milli kl. 11 og 12. Finnst líka kannske guðsblessunin ódrjúg til matar- gerðar, eins og Magnúsi sálar- háska. Vilja því láta syngja messurnar annað hvort kl. 10 f.h. eða eftir hádegi Ég mæli með fyrri timanum. Mörg fræðsluer- indi eftir hádegi á sunnudögum eru betri en nokkur bænagjörð. Á kvöldvöku miðvikudags var vísnaþáttur Guðmundar Sigurðs- sonar, með meiru. Að þessu sinni rakti Guðmundur m.a. léttar afmorsvísur, er fóru á milli þeirra Þuru í Garði og séra Ein- ars Friðgeirssonar á Borg á Mýr- um. Séra Einar Friðgeirsson (1863—1929) var ljómandi vel skáldmæltur. Eftir hann er þessi vísa: Augun tapa yl og glans, ástin fegurðinni, þegar bezta brosið manns botnfrýs einu sinni. Ingólfur Kristjánsson, rithöf- undur, annaðist þáttinn: „Raddir skálda“ á fimmtudagskvöldið. Var hann helgaður Kristmanni Guðmundssyni, lesið og sungið úr verkum skáldsins. Las Krist- mann sjálfur sögukafla eftir sig í lokin. Var þetta skemmtilegur þáttur. Einhvern veg- inn hefur maður það á tilfinning- unni, að Krist- mann hafi ekki að fullu hlotið þá viðurkenn- ingu, sem hann á skilið hjá löndum sinum. Bækur hans hafa verið þýdd ar á mörg tungu viðurkenningu Kristmann. mál og hlotið ýmsra þekktra bókmenntagagn- rýnenda. Það liggur heldur ekki lítið eftir hann, því að Ingólfur upplýsti, að hann hefði þegar gefið út milli 30 og 40 bækur, þar af 12 á norsku, en í Noregi dvaldi hann, sem kunnugt er, í 15 ár. Ég verð að vísu að viðurkenna, að ég er ekki vel lesinn í bókum Kristmanns yfirleitt, tók mig þó til og las ævisögubækur hans, einkum vegna þeirra skamma, sem hann hlaut fyrir þær hjá vissum aðilum. Því er ekki að neita, að Kristmann er nokkuð hvassyrtur og dómharður um vissa menn í ævisögu sinni. Slík skrif verða sjaldan mikill „litt- eratur", og hafa því kaimske þeir kaflar, þar sem hann grípur ó- þyrmilegast á meintum kaunum andstæðinga sinna, minna bók- menntagildi en aðrir. En „sann- leikanum verður hver sárreiðast- ur“ hlaut manni að fljúga í hug, er maður sá viðbrögð hinna sömu manna, því að naumast hefur nokkur íslenzkur rithöf- undur verið skammaður rækileg ar fyrir ritverk en Kristmann Guðmundsson fyrir ævisögu sína, nema ef vera skyldi Hall- dór Laxness, er hann reit sín mestu listaverk. Því fer auðvitað fjarri, að ævi- saga Kristmanns sé í hópi beztu verka hans frá bókmenntalegu sjónarmiði, enda benda viðbrögð þeirra, sem sökum voru bornir, til þess, sem fáir hefðu þó ætlað að óreyndu, að sakagiftirnar hafi ekki verið skáldskapur einn, þótt eitthvað kunni þær að vera stil- færðar. „Morgun lífsins" mun þekkt- ust af hinum eldri skáldsögum Kristmanns, og er hún af flest- um talin mesta bókmenntaafrek hans. Útvarpið á sérstakar þakkir skilið fyrir leikritið: „Munkarn- ir á Möðruvöllum" eftir Davíð I Fagraskógi, sem það fékk léð hjá Leikfélagi Akureyrar og varpað var út á laugardagskvöldið. Þótt sjálfsagt megi deila um efni leik- ritsins, þá staðfestir það enn, að allt varð skáldskapur, sem Davíð Framhald á bls. 19 * GÖMLU BRAUÐIN Húsmóðir í Austurbænum skrifar eftirfarandi: „Frá Því var greint í blöðun- um ekki alls fyrir löngu, að bakarí í Kópavogi mundu bráð- lega hefja sölu á niðurskornum brauðum í loftþéttum umbúð- um. Hér er um miklar fram- farir að ræða. Mér verður hugsað til verzl- unarinnar, sem ég skipti einna mest við, en hún selur alla mat- vöru, líka mjólk og brauð. Á hverjum morgni fær hún send- ingu af glóðvoligum, rjúkandi brauðum og ættu viðskiptavin- imir sjálfsagt að vera ánægðir með það. En hér gerist það hins vegar, að nýju brauðunum er stungið undir stól af því að eitt- hvað er óselt af eldri brauðum — og þau verða að seljast fyrst. Geri ég ráð fyrir, að nýju brauðin séu stundum orðin gömul, þegar þau koma fram í búðina. Með lagni er hætgt að toga nýtt brauð út úr afgreiðslu- fólkinu þótt þau gömlu liggi enn frammi — en verðið á þeim er auðvitað hið sama. Þar sem ég þekki til erlendis dytti bakaranum aldrei í hug að bjóða gamalt brauð á sama verði og nýtt brauð. Eins eða tveggja daga gamlar kökur og brauð falla þar alltáf í verði — og ætti engum að þykja það óeðlilegt. En sá háttur að reyna að koma út gömlu brauðunum eftir að þau nýju eru komin gerir viðskiptavinum gramt í geði oig spillir fyrir öðrum við- skiptum viðkomandi verzlun- ir BÁTAMYNDIR — LEIKARAMYNDIR Ég sá í blaðafréttum, að fyrirtækið Sólarfilma, sem á undanförnum árum hefur gef- ið út mikinn fjölda litskugga- mynda, hefur hafið útgáfu Ijós- mynda af íslenzkum fiskibát- um. Þetta er ekki óeðlilegt — og reyndar skemmtileg nýjung. íslendingar fylgjast vel með bátaflotanum og satt að segja finnst mér eitthvað meira vit í því, að strákar safni bátamynd- um fremur en væmnum glans- myndum af erlendum kvik- myndaleikurum. Strákar eru alltaf að safna einhverju — og hvort sem um er aS ræða frímerki. mynt eða landslagsmyndir — má segja, að þar sé um gagnleg, fræðandi og þroskandi tómstundastörf að ræða. En ég hef aldrei getað séð neitt merkilegt eða bætandi við söfnun þessara glansmynda af kvikmyndaleikurunum ag satt að segja finnst mér ekki óeðlilegt að hún fari í taugam- ar á öllu venjulegu fólki. — Og mér finnst að bátamyndirnar ættu að geta leyst „stjörnu- myndirnar“ af hólmi að ein- hverju leyti hvað strákana snertir. Þær geta vakið áhuga ungra manna á atvinnulífinu, leitt áhugann að nytsömum verkefnum. En ég vona að enginn takl upp á því að gefa út myndir af aflaklónum okkar ag leggja þar með grundvöll að einhvers konar dýrkun á þeim persónum. Ég held jafnvel, að skárra væri að láta börnin halda áfram með leikaramyndirnar. Meira fyrir augað. ★ YFIRBURÐIR OKKAR Ég hitti kunningja minn á götu í gær og sagðist hann hafa verið að koma úr stuttu ferða- lagi. Dvaldist hann á einu helzta hóteli utan Reykjavíkur og sagði mér m.a., að fyrir morg- unverð: Eitt glas af tómatsafa, kaffi, bacon, tvö egg og brauð- sneið. hefði hann greitt kr. 145,00 (hvmdrað fjörtíu og fimm krónur). Hann hefur mikið ferðazt í útlöndum og sagði, að á Hilton hóteli eða öðrum álíka dýrum, væri senni- lega ekki hægt að fá jafndýran morgunverð. Hvergi í heimin- um. Eftir þetta er þá ekki hægt að segja, að við séum eftirbátar annarra á öllum sviðum. BOSCH spennustillar, i miklu úrvalL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.