Morgunblaðið - 18.03.1965, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.03.1965, Qupperneq 13
Fimmtudagur 18. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 TÓNLEIKAR RAGNAR BJÖRNSSON ORGELTÓNLEIKAR Ragnars Björnssonar í Dómkirkjunni á mánudag, þriðjudag og fimmtu- dag í síðustu viku voru stórátak af hans hálfu. Ragnar hefur áð- ur sýnt, að hann er bæði djarfur og dugandi söngstjóri, hljóm- sveitarstjóri og organleikari, en þó mun hann ekki öðru sinni hafa færzt meira í fang en nú. Á tónleikum þessum kynnti hann áheyrendum þrjú mjög ólík timabil orgellistarinnar. Hinir íyrstu voru helgaðir stórmeist- ara orgelsins, Joh. S. Bach, og leiknar eftir hann fjórar tokk- ötur. Á öðrum tónleikunum var rómantíkin í öndvegi: verk eftir Max Reger, César Frank og Henry Mulet. Á þriðju tónleik- unum voru flutt verk eftir tvo samtímahöfunda, finnska tón- skáldið Erik Bergman (f. 1911) og franska tónskáldið Olivier Messiaen (f. 1908). Voru þessir siðustu tónleikar forvitnilegastir. Exsultate, op. 43, eftir Bergman reyndist vera nýstárlegt og all- rismikið verk og sýndist vera þéttslungið og þrauthugsað. En ekki er það aðgengilegt að sama skapi og sýndist litlu aðgengi- legra við aðra heyrn, en það var endurtekið á tónleikunum. Verk Messiaens, sem ber nafnið „Fæð- ing frelsarans" er af allt öðru sauðahúsi, enda mun það vera 30 éra gamalt. Hér voru fluttir að- eins sex af níu þáttum verksins, en þó var þetta fyrirferðarmesta verkið á efnisskrám þessara tón- leika, og mun flestum hafa þótt það nógu iangt. Messiaen hefur getið sér orð fyrir að vera tals- vert trúartónskáld, en ekki þykir mér þetta verk styðja það rykti. Ef ekki væri nafn þess og ítar- legar biblíutilvitnanir í efnis- skrá, mundi fáum detta í hug að setja það í samband við þann atburð, sem nafnið bendir til. Verkið sjálft er glamurkennt og á köflum furðulega „banalt“; — ef fallizt er á, að saga verði sögð í tónum, þá var hér sögð háleit og heilög saga með algerlega ó- viðeigandi „orðavali". En sem „orgelstúdia" mun verkið hafa ýmislegt til síns 'ágætis, enda er höfundurinn sagður góður organ- leikari. Eins og v-ikið var að í upphafi mega tónleikar þessir í heild telj- ast áfrek af hálfu Ragnars Björnssonar. Þrennir* tónleikar með svo ólíku efnisvali, haldnir á fjórum dögum, mundu vera mikil þrekraun hvaða organista sem væri. Þeir krefjast áræðis, úthalds og fjölhæfni, auk þeirr- ar kunnáttu og þeirra hæfileika, sem nauðsynlegir eru til að hafa vald á þessu margbrotna og mikilúðuga hljóðfæri. Dálítill taugaóstyrkur á fyrstu tónleik- um, sem meðal annars kom fram í ónákvæmu eða að minnsta kosti óvenjulegu hraðavali, sýndi að- eins að listamanninum var ljóst, hve mikið hann hafði færzt í fang, en kom annars ekki veru- lega að sök. Síðan óx honum ás- megin við hverja raun. Ragnar Björnsson er nú á för- um til dvalar erlendis um skeið. Honum fylgja að heiman hinar beztu óskir. GUÐRVN TOMASDOTTIR Guðrún Tómasdóttir sópran- söngkona efndi t.il tónleika í Gamla bíó sl. fimmtudag. Við hljóðfærið var Guðrún Kristins- dóttir. Efnisskráin var fjölbreytt en smekkleg. Hún hófst með lög- um eftir Hándel og Caldara, síð- an komu tvær aríur úr óperum eftir Mozart, þá fjögur íslenzk lög eftir Markús Kristjánsson, Jón Nordal og Fjölni Stefánsson og þjóðlag í útsetningu Ferdin- ands Rauters, loks nokkur lög eftir Schubert, Hugo Wolf og Richard Strauss. Það var mildur, listrænn og menningarlegur blær yfir þess- um tónleikum öllum. Söngurinn var tárhreinn og fágaður og allt- af hófsamlegur: kannske hefði svolítið meiri skaphiti og snerpa sumstaðar komið í góðar þarfir, líka svolítið opinskárri húmor. Mér er nær að halda, að allt þetta sé til staðar og eigi eftir að koma fram með meiri sviðs- reynslu. Ef svo verður, án þess það komi niður á þeim innileik, hlýju og hófsemd, sem nú er höf- uðstyrkur Guðrúnar Tómasdótt- ur, má mikils af henni vænta. Guðrún Kristinsdóttir aðstoð- aði nöfnu sína af mikilli nær- færni og listfengi. Jón Þórarinsson. Nýjar bækur Meffal nýrra bóka, sem komið hafa síðustu daga eru: Gilot & Lake: Life wiíh Picasso, 280,00. Arth- ur Miller: After the Fail (Syndafallið), 168,00. Britain, an official Handbook 1965, 128,00 (ób.), 220,00 (innb.). Agatha Christie: A Caribbean Myst- ery, 128,00. The Radio Amateur’s Handbook 1965, 308,00. Current Therapy 1965, 650,00. Motor's Auto Repair Manual 1965, 497,50. Gerhardsen: Fisker- iene i Norge, 314,00. Huggins: Aluminium in Chang ing Communities, 440,00. The Northmen Talk, a choice of Tales from Iceland; transl. J. Simpson, foreword bæ Eric Linklater, 240,00. The Observer revisited, (m.a. grein um Surtsey eftir Matthías Johannessen, ritstjóra), 168,00. Útvegum allar fáanlegar erlendar bækur. Hafnarstræti 9. Símar 11936 og 10103. Snttbjörnlíónsson&G).h.f THE ENGLISH BOOKSHOP A Lundi var hof | í ÁRSRITI Fornleifafélagsins, I sem kom út fyrir síðastliðin jól, er grein eftir Knstján Eldjárn, I þjóðminjavörð, um uppgröftinn i á Lundi i Lundarreykjadal. Skilst í ms. GULLFOSS - sumaráæflun 1965 Frá Kaupm.höfn . 8/5 22/5 5/6 19/6 3/7 17/7 31/7 14/8 28/8 11/9 25/9 Frá Leith 10/5 24/5 7/6 21/6 5/7 19/7 2/8 16/8 30/8 13/9 27/9 Tii Reykjavíkur . 13/5 27/5 10/6 24/6 8/7 22/7 5/8 19/8 2/9 16/9 30/9 Frá Reykjavík ,, 17/4 15/5 29/5 12/6 26/6 10/7 24/7 7/8 21/8 4/9 18/9 2/10 Frá Leith — 18/5 1/6 15/6 29/6 13/7 27/7 10/8 24/8 7/9 21/9 5/10 Til Kaupm.hafnar 22/4 20/5 3/6 17/6 1/7 15/ 7 29/7 12/8 26/8 9/9 23/9 7/10 - DRAGIÐ EKKI AÐ TRYGGJA YÐUR FARMIÐA MEÐAN ENNÞÁ ERU LAUS FARÞEGARÚM I FLESTUM FERÐUNUM hj^. J2itniliipaiéiaa J)iianJi FARÞEGADEILD Sími 21460 mér að hann haldi þar fram stað- hæfingu Voionmaas, finnska forn leifafræðingsins, sem sá um upp- gröftinn á Lundi sumarið 1939. Ég, sem þessar línur rita, var með Finnanum og merkti hjá mér alla lýsingu hoftóftarinnar. Hoftóftin, sem ég tel vera, er fremst á brekkubrún, 7—8 m hárri, sem hefur brekkuhalla kringum 22° horn. Tóftin mældist mér öll um 100 fet á lengd og lítið eitt aðdregin fremst. — Lágur grjótbálkur var þvert yfir miðja tóftina. Fremri hluti hússins virtist vera lagður smá- hellum, þó sérstaklega miðpart- urinn. Til hiiðana voru velkant- aðir steinar reistir upp á rönd, eins og settir væru undir sæti. Það var um 3 fet á millum sæta- raðanna og engar hellur þar und ir. Fremst við dyrnar beggja megin var röst af birkikubbum. Innri hlutinn var ekki hellulagð- ur. Þar var öskuborinn botn. Þar hvorum megin, undir þekjunni.Á . millum stoðanna öðrum megin voru þrír stórir steinar í röð i'nn eftir gólfinu, og ofan í þá var klöppuð hola, tomma á vídd. Taldi ég að þar höfðu goðin verið fest á. Steinar þessir voru í kring um 400 kg. á þyngd. Við austur- hlið hússins var smáhús með inn- gangi í aðalhúsið. Þar voru hlóð- ir og mikil aska. Fundum við þar hestabein í gólfskáninni og mikla hrúgu af hrossbeinum utan til við vegg þessarar útbyggingar. Má nú hver ætla sem vill af lýsingu minni, hvað þetta hús hafi verið. Ég verð aldrei sam- mála finnska fornleifafræðingn- um það að þetta hafi verið fjós og hlaða. Ef svo hefði verið mætti ætla að gripirnir hafi hálsbrotn- að að ryðjast út og niður í snar- bratta brekkuna. Voionmaan var ungur og hafði litla þekkingu á íslenzkum forn- byggingum og þar með hofum. Ég get varla haldið að þjóðminja vörður haldi stíft fram áliti finnska fornfræðingsins. Allir sem þekkja íslenzk gripa hús sjá að þetta er ekkert fjós og hefur aldrei verið. ______ Jón Arnfinnsson. Mjög mikið úrval — Margar stærðir — Margir litir. M.a. jakkakjólar úr blúndwefni. Ens\ir fermingarkjólar Mikið úrval — Nýjasta tízka. E.is’iir ullarkjálar Eíiskir Eiaftar MARKAÐURINN I.augavegi 89.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.