Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 2
5
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 21. marz 196&
Hákon Bjariiasofi:
Skógræktin og
uppgræðsla londs
UNDANFARIÐ hafa ýmsar
hjáróma raddir verið að
ympra á því í blöðum og út-
varpi, að nær væri að verja
meira fé til sandgræðslu og
minna til skógræktar, því að
skógræktin væri tilgangslítil.
Þeir, sem þannig tala, virð-
ast ekki vita að innan skóg-
ræktargirðinganna fer fram
allmikill uppgræðsia lands,
og því skal þessum þætti lýst
nokkuð nánar.
Girðingar Skógræktar ríkis-
ins taka yfir tæpa 30.000 hekt-
ara lands. Af þessu er skóg-
lendið aðeins á milli 400 og
þúsund hektarar. Hitt landið
er ýmist eytt og örfoka eða
holt, berar skriður og annað
lítið gróið land. Skógræktar-
félögin hafa alls girt tæpa
4 þúsund hektara. Þeirra
lönd eru yfirleitt meira gróin,
en þó fást sum þeirra nokkuð
við almenna uppgræðslu.
Þegar sandgræðsla hófst á
íslandi, fór hún einkum fram
á þann hátt, að moldarbörðum
var lokað til að stemma stigu
fyrir jarðvegsfoki og melgresi
var sáð í lausan sand og mold,
sem var á hreyfingu. Nú á síð-
ustu árum var tekin upp gras
fræsáning ásamt áburðargjöf
og áburðargjöf á hálfuppgróin
lönd. Að öðru leyti var treyst
á sjálfgræðslu landanna.
Þetta hefur sumt borið góð-
an árangur. Sjálfgræðslan er
að vísu mjög seinvirk nema
þar, sem raki er nægur, en
ftýta má fyrir henni með
áburðargjöf. Þó liggja ekki
fyrir neinar tölur mér vitan-
lega, sem sýna hversu slík
uppgræðsla borgar sig.
Þar sem kostur er á að nýta
gras til búskapar er unnt að
græða upp slétta sanda og
breyta í tún og hafa nokkurn
hagnað af. Annað mál er, að
enn vita menn furðu lítið um
hvort það borgi sig að rækta
lönd einvörðungu til beitar
á þennan hátt.
En það, sem erfiðast er við
slíka ræktun og þessa, er ein-
mitt áburðargjöfin. Hún þarf
að endurtakast annaðhvort ár
lega eða á fárra ára fresti til
þess að gróðurinn koðni ekki
niður á ný. Þær grastegundir,
sem hér hafa verið notaðar,
geta ekki lifað sjálfstæðu iífi
í íslenzkri náttúru til lang-
frama.
í löndum skógræktarinnar
hefur yfirleitt verið byggt á
sjálfgræðsluaðferðinni þótt
seinvirk sé. Höfuðástæðan er
sú, að skógræktin telur það
ekki hlutverk sitt að reka bú-
skap, og því er grasræktin
engin nauðsyn.
Hinsvegar hefur töluvert
verið fylgzt með sjálfgræðzl-
unni á ýmsum stöðum til þess
að ganga úr skugga um, hvar
hún muni eiga við og hvar
ekki.
Samtímis þessu hafa smá-
svæði verið tekin til meðferð-
ar á ýmsan hátt, bæði með ein
tómri áburðargjöf, með gras-
fræsáningu og áburðargjöf,
með grasfræ og birkifræsán-
ingu samtímis og svo með
lúpínu.
í sambandi við uppgræðslu
eyddra landa virðist það höfuð
nauðsyn að nota þær plöntur
til uppgræðslu fyrsta kastið,
sem geta lifað sjálfstæðu lífi
við islenzk náttúruskilyrði
jafnframt því, sem þær geta
aukið kyn sitt og breiðst út
Vilji menn grípa til áburðar
til áð flýta fyrir uppgræðsl-
unni, verða menn að geta nýtt
grösin og gróðurinn fljótlega
á einhvern hátt, sem borgar
bæði áburðinn og fyrirhöfn-
ina.
Á grasreitum þeim, sem
skógræktin hefur sáð til og
borið á, hefur grasið viljað
koðna niður og erlendar gras-
tegundir deyja út á nokkruna
árum, eftir að áburðargjöf er
hætt. Koma þá rotplöntur
eins og hundasúra og eyði-
leggja rætur grasanna. fs-
lenzku grastegundirnar hjara
áfram en vaxa lítið. En þar,
sem birkifræi hefur verið sáð
með græsfræinu, heldur birk-
ið áfram að vaxa þótt grasið
dvíni. Birkið myndar nýjan
jarðveg og breiðist út.
Og birkið hefur gert betur
en þetta. Þar sem nægilegt
fræfall er af hinum gamla
birkigróðri er birkið ein allra
fyrsta plantan til þess sá sér
í skriður og á mela. Birkið
er ásamt sauðvinglinum bezta
plantan í hinu íslenzka gróð-
urríki til þess að græða upp
eytt land, og það myndar ágæ.
an jarðveg. Að visu tekui
vöxtur þess nokkurn tíma, en
það þarf ekkert fyrir því að
hafa nema að friða landið.
Auk birkisins má bæði nota
blæösp og bergfuru til að
græða upp mela með lítilli
fyrirhöfn.
Þar sem sauðvingull og
nokkrar aðrar plöntur eru
komnar á rekspöl með að
þekja mela má flýta mikið
fyrir útbreiðslu þéirra með
áburði. Hefur þetta verið gert
á allmörgum stöðum, en fram
að þessu hefur það verið
meira fyrir augað en gagníð.
Enda má ekki skerða blöð
landnámsplantanna með beit
eða á annan hátt, ef að þær
eiga að halda áfram að breið-
ast út og vaxa. íslenzkar plönt
ur eru yfirleitt seinvaxta auk
þess, sem hin eyddu lönd eru
yfirleitt mjög ófrjó.
Svo virðist, sem ýmsar trjá
tegundir, þar á meðal er birk-
ið og bergíuran, lifi í nánu
sambýli við ýmsar tegundir
sveppa, er greiði fyrir upp-
töku köfnunarefnis. Er þetta
nærtækasta skýringin á því
að birkið heldur áfram vexti
sínum og eykur hann stöðugt
þó að grösin koðni niður
þegar áburðargjöf sleppir. En
það er líka til stór hópur
plantna, sem hefur bakteríur
á rótum sínum, er miðla köfn-
unarefninu beint úr loftinu. í
þessum hópi eru lúpínur og
önnur ertublóm. Lúpinan frá
Alaska hefur verið reynd á
ýmsum stöðum sér á landi á
undanförnum árum. Af því að
hún er sótt til staða, sem hafa
svipað veðurfar og hér er, þá
blómgast hún snemma ár
hvert og ber fullþroska fræ.
Þess vegna veitist henni auð-
velt að sá sér i islenzka jörð
og breiðast út, ekki hvað sízt
á eyddum löndum.
Komið hefur í ljós, að þessi
lúpína getur vaxið á stöðum,
sem enginn íslenzkur gróður
getur fótað sig í nema á óra-
löngum tíma. Þannig fer hún
yfir harða mela og grjótskrið-
ur á fáum árum. Á þriðja og
fjórða ári eru rætur hennar
komnar 60 — 70 sentimetra
ofan í jörðina, og á fáum ár-
,um myndar hún frjóan jarð-
veg á líflausri jörð. Þegar hún
hefur búið um sig, kemur
ýmis annar gróður og festir
rætur í návist hennar. Lúpían
þarf engan áburð, og meira að
segja þolir hún ekki köfnun-
arefnisáburð.
Ekki er nokkur vafi á, að
með tilkomu lúpíunnar höfum
við fengið einhverja hina
beztu plöntu, sem kostur er á
til að græða upp örfoka og
eydd lönd. Sumir hafa viljað
Framhald á bls. 3
Svo sem kunnugt er er sífelldur skortur á bilastæðum hér í höfuð-
borg vorri, því stöðugt fjölgar bílum borgarbúa. Reynt er þó eftir
föngum .að fjölga bílastæðum og hér er verið að ganga frá einu
þeirra, sem er við Bergstaðastræti skammt ofan gatnamóta þess
og Skólavörðustígs. (Ljósm. Sv. Þ.).
Ársþingi iðnrek-
enda lauk í gær
Jóbannes IMordal talaði i*m
aluminverksmiðjti
ÁRSÞINGI Félags íslenzkra iðn-
rekenda lauk með sameiginlegu
hádegisverðarborðhaldi í Þjóð-
leikhúskjallaranum i gær, en
þingið hefur staðið yfir undan-
farna daga í húsnæði félagsins í
Iðnaðarbankahúsinu.
Lánsfjármál og tollar voru
einkum til umræðu á þessu þingi
Félags ísl. iðnrekenda. Þá var
Iðnlánasjóður og efling hans
einnig mjög ofarlega á baugi.
Á fundinum í gær flutti Jó-
hannes G. Nordal, seðlabanka-
stjóri, erindi um alúminíumiðnað
og annan orkufrekan iðnað. —
Hann gat þess í upphafi ræðu
sinnar, að þessi mál væru en á
byrjunarstigi og varðandi mörg
atriði í sambandi við þau hefði
ekki verið tekin afstaða enn þá.
Þá minntist Jóhannes Nordal á
það, að ef komið hefði verið upp
verksmiðjum, sem hagnýttu sér
vatnsfallsorkuna hér, snemma á
þessari öld, væri ekki nokkur
vafi á því, að þessar verksmiðj-
ur væru nú komnar í eigu ís-
lendinga. Þá myndum við og
einnig eiga nú þjálfaða stétt sér-
fræðinga á ýmsum sviðum orku-
freks iðnaðar og mætti því vel
vera Ijóst, að af einhverju hefð-
um við misst.
Einnig gerði Jóhannes Nordal
nokkrar framleiðslutegundir, sem
mikla orku þarf við, að umtals-
efni sínu, svo sem framleiðslu
köfnunarefnisáburðar, og gat
þess að sú framleiðsluaðferð
vær nú senn úrelt og mætti bú-
ast við því, að bráðlega myndi
ekki borga sig að koma upp frek
ari áburðarframleiðslu hér.
Alúrrúníumbræðsla væri hins
vegar sú tegund orukfreks iðn-
aðar, sem nú væri í mestum upp-
gangi, en eitt mikilvægasta at-
riðið fyrir staðsetningu slikrar
verksmiðju væri raforkan. Hing-
að til hefði ekkert getað keppt
við vatnsfallsorku að þessu leyti,
en raforka framleidd með kjarn-
orku yrði stöðugt ódýrari og eftir
svo sem einn til tvo áratugi
mætti búast við því, að slík raf-
orka nálgaðist það, að verða sam
keppnisfær við vatnsfallsorkuna.
Það myndi því ekki borga sig
fyrir íslendinga að bíða með að
koma upp orkufrekum iðnaði,
heldur mætti einmitt búast við
því, að kringumstæður yrðu síð-
ar óhægstæðari en nú.
— Heimavarnatið
Framhald af bs. 1 *
halda uppi lögum og reglu með-
an á göngunni stendur.
Wallace, ríkisstjóri í Alabama,
lét sig að nokkru leyti seint í
gærkveldi. Hann tilkynnti John-
son, forseta að hann skyldi kalla
út heimavarnarliðið, en stjórn-
Hinrik Jónsson
sýslumaður lútinn
S. L. FÖSTUDAG andaðist í
sjúkrahúsi hér í Reykjavík Hin-
rik Guðmundur Jónsson sýslu-
maður í Stykkishólmi. Hinrik
hafði kennt vanheilsu um nokk-
urt árabil, en veiktist skyndilega
fyrir viku og var þá fluttur á
sjúkrahús hér í Reykjavík.
Hinrik var sonur Jóns Hin-
rikssonar barnakennara og síðar
framkvæmdastjóra í Vestmanna-
eyjum og konu hans Ingibjargar
Theodórsdóttur Matthiesen. Hin-
rik varð stúdent 1928 og lauk lög-
fræðiprófi 1936. Hann gerðist
framkvæmdastjóri kaupfélagsins
Fram í Vestmannaeyjum 1929 og
var það til 1933. Gerðist mál-
færslumaður í Vestmannaeyjum
1936 og var kjörinn bæjarstjóri
þar 1939 oig gengdi því starfi til
1945, en stundaði síðan lögfræði-
störf í Vestmannaeyjum. Hann
var skipmður bæjarfógeti í Nes-
kaupstað 1947 og síðan skipaður
sýslumaður í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu 1949 og gegndi
því embætti til dauðadags.
Hinriki Jónssyni voru falin ýms
trúnaðarstörf auk hina opinberu
embætta. Hann var formaður
Orator 1934-5, í stjórn Björgun-
arfélags Vestmananeyjum 1930-
47, í stjórn Vöruhúss Vestmanna-
eyja um skeið og kjörinn var
hann í yfirkjörstjórn Vestur-
landskjördæmis 1959.
Kvæntur var Hinrik Unni
Magnúsdóttur formanns oig rit-
stjóra í Vestmannaeyjum Jóns-
sonar og lifir hún mann sinn.
in 1 Washington yrði að bera
allan kostnað af verndarviðleitni
þess.
Wallace hefur gert allt, er
hann mátti, til þess að koma X
veg fyrir göngu þessa. En sL
mi'ðvikudagskvöld kvað alríkis-
dómstóll í Montgomery upp þann
úrskurð, að gangan væri heimil
og ríkisstjóri Alabama skyldi sjá
göngumönnum fyrir tilhlýðilegri
vernd.
í gær reyndi Wallace að fá
verndarákvæðið ógilt, en árang-
urslaust. Hann staðhæfði, að til
þyrfti a.m.k. sex þúsund manna
lið og hundruð bifrei'ða — og
yrði kostnaður af þessu verndar
starfi gífurlegur.
I gáerkvöldi voru 350 mann3
handteknir í Selma. er þeir fóru,
í trássi við bann borgaryfirvald-
anna, í mótmælagöngu að heimili
borgarstjórans, Joseph Smit'her-
manns. Meðal hinna handteknu
voru margir hvítir menn, sem
komnir eru til Selma til að taka
þátt í mótmælagöngunni til Mont
gomery.
XXX
Sem fyrr ségir er þetta í
fimmta sinn frá því árið 1957 að
Bandaríkjaforseti kveður ót her-
lið í Suðurríkjunum vegna bar-
áttu blökkumanna fyrir réttind-
um sínum. Tvívegis áður hefur
herlið verið kvatt út í Alabama,
en einnig í Arkansas og Missis-
sippi.
Fyrsta útboð herliðs var í
september 1957, þegar Eisen-
hower, þáverandi forseti, bók í
stjórnarinnar hendur 10.500
manna herlið er til átaka kom
við Orval Faubus ríkisstjóra í
Arkansas vegna skólagöngu
blökkubarna í Little Rock.
Fimm árum síðar, í október
1962 kallaði Kennedy þáverandi
forseti út 8000 manna lið til að
tryggja innritun blökkusbúdenta
i Mississippi-háskóla í Oxford.
Næsta ár kalla'ði Kennedy tví-
vegis út herlið í Alabama. I
fyrra skiptið í júní til þess að
tryggja innritun blökkustúdenta
í Alabama-háskóla og svo aftur
mánuði seinna.
Starfsfræðslu
daj»urinn
í DAG verður haldinn í Iðn-
skólanum, hinn almenni starfs-
fræðsludagur og verður þar leið-
beint í 170 starf.sgrei.nuim. Eru
leiðlbeinendur beðnir um að
mæta í Hátíðarsal Iðnskólans kl.
13.20. Þetta er tíunda árið sem
starfsfræðsludagurinn er haldinn
en til hans var fyrst stofnað 18.
marz 1956. Af þessu tileifni miun
forseti íslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson flytja ávarp í Hátíðar-
sal og stúlknakór undir stjórn
Jóns G. Þórarinssonar syngur en
siðan mun drengjahljómsveit
leika í anddyri skólans unidir
stjórn Karls O. Runólfssonar.
fylgir blaðinu í dag. Efni tiennar
cr sem hér segir:
Bls.
— 1 Raufta-Kína auglitl tU aug-
litis. Heimsókn til Mao Tse-
Tung, eftir Edward Behr
— 2 Svipmynd: Konrad Aden-
auer.
— 3 Sólardagur, smásaga eftir
Önnu Maríu Þórisdóttur
— - Haf, ljóð eftir Erlend Jóns-
son.
— 4 Bygging Hótel íslands. Jafets
hús og Jörgensens greifa-
þjóns -v og Coghillshús. Eft
lr Svein Benediktsson.
— 5 Bókmenntlr: Anna Akhmat-
ova. Drottning silfurskeiðs-
ins, efttr Thor Vilhjálmsson.
— - Rabb, eftir SAM.
— 7 Lesbók Æskuimar: Nwnend-
1 ur Hagaskóla sýna Gullna
hliðið.
— 8 Á fornum slóðum vlklnga,
efttr Magnús Magnússon,
Önnur grein.
— 9 Gísli J. Ástþórsson: Eins og
mér sýnist.
— 10 F'jaðrafok
— 15 Sögur af Ása-Þór, telknlngar
eftir Harald Guðbergsson-
— - Ferdinand.
— 16 Krossgáta
— - Brídge.