Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 6

Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 6
6 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 21. marz 1965 Duvalier forseti Haiti tekur sér keiseranafn FYKÍR nokkru bárust þau tíð- indi frá S-Ameríku ríkinu Haiti að Dr. Francois Duvalier, for- seti lanclsins hefði útnefnt sjálf- an sig keisara. Með hliðsjón af því ástandi sem á Haiti ríkir, verður þessi atburður óneitan- lega grátbroslegur. Haiti — hinn vestri as frjó- samari hluta eyjarinnar Hispani ola í Karabíahafi — byggja á að gizka fjórar milljónir manna, — raglulegt manntal hefur ald- rei farið þar fram. Landið er að flatarmáli á stærð við Wales og landslag ekki ósvipað. Hvern ig, sem á er litið, er Haiti skemmst á veg komið allra ríkja Ameríku og lífsskilyrði reyndar langt áð baki því, sem gerist víðast í Afríku og Asíu. Mestur hluti íbúanna lifir — eða dregur fram lífið — á land- búnaði og útflutningur er sára- Htill. Meira en 90% íbúanna eru ólæsir og óskrifandi, — ^ jafnvel í höfuðbonginni Port- au-prince, sem er heldur hrör- leg ásýndum, þegar kemur út fyrir hinar fáu aðalgötur í mið- borginni, búa flestir íbúanna í hálfgerðum kofaskriflum og eru gersamlega menntunar- snauðir. Hið opinbera mál ríkisins er franska, en langflestir tala mál, sem er einhvers konar blanda af mállýzkum frá Norður-Frakk landi og Afríku. Hreina frönsku tala eingöngu menntamenn ag embættismenn, en þeim hefur á síðustu árum farið fækkandi ▼egna vaxandi einræðishneigð- ar og ofbeldis Duvaliers og nán ustu fylgismanna hans. Sem dæmi má nefna, að fleiri lækn- ar frá Haiti eru starfandi í Frakkalandi og Bandaríkjunum heldur en í landinu sjálfu. Einn ig er til þess tekið, að starfs- menn Sameinuðu þjóðanna frá Haiti, sem sendir hafa verið til starfa í Kongó eru einu S.f*. ^ mennirnir, sem tekið hafa fjöl- skyldur sínar með sér þangað — þeir hafa talið konur sínar og börn óhultari í Kongó en heima á Haiti. Duvalier, sem kallaður hefur ▼erið „Papa Doc“, er Afriku- maður í húð og hár. Hann stund aði nám í læknisfræði og mann fræði og starfaði við lækning- ar úti í sveit, áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Hlaut hann þá viðumefni sitt, þar sem hann þótti ljúfur maður og að mörgu leyti föðurlegur í framkomu við sjúklinga sína. Hann er nú 55 ára að aldri Námsstyrkur HásfeóHnn í Köln býður is- * lenzkum stúdent styrk til su<m- ardvalar þar við háskólann frá 1. maí til 31. júlí þ.á. Styrkur- inn er 350 DM á mániuði eða saantals 1050 DM. Kennslugjald þarf styrkþegi ekki að greiða, og reynt verður að útvega honum vist á stúdentagarði. Stúdent, sem leggur stund á germönsk fræði, mun að öðru jöfnu ganga fyrir. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands ekki síðar en 30. marz n.k. og hefur losað sig gersamlega við þessa ljúfmennsku læknis- ins og reyndar flesta aðra þá eiginleika, seha menntamenn prýða. Er haft fyrir satt, að mjög hafi ágerzt afskipti hans af galdralækningum og galdra trú, sem hófust í einhverjum mæli þegar í upphafi ferils hans sem stjórnmálamanns, er hann þurfti að vinna til liðs við sig hjátrúarfulla bændur. Með því að gera sjálfan sig að keisara, er Duvalier eflaust að minna íbúa Haiti á liðna daga og söguhetjuna Henri Cristophe, keisara, sem ríkti á norðurhluta landsins með mik- illi pomp eftir að þrælum hafði verði gefið frelsi og hin svarta hetja þeirra Toussaint L *Over- ture hafði hrakið Frakka úr landi. Til þess tíma hafði Haiti verið ,,stærsti gimsteinninn í frönsku krúnunni“. En það voru einungis frönsku sykurplant- ekrueigendurnir, sem þrifust — lifðu í vellystingum praktug- lega á kostnað hins ódýra vinnu afls, þrælanna, er sættu hinni verstu meðferð. Bylting Haitibúa, sem átti rót að rekja til frönsku byltingar- innar, er blóðugasta en jafn- framt athyglisverðasta tímabil- ið í sögu þjóðarinnar, því að Haiti varð fyrsta frjálsa blökku mannaríki heims. En fljótt seig á ógæfuhliðina. Hið nýja negra- ríki staðnaði og mannvíg voru tíð. Forsetar tóku við hver af öðrum, með örskömmú milli- bili — voru það ýmist fram- kvæmdalitlir menntamenn eða heimskir og óhæfir hershöfð- ingjar. Og þjóðin sökk æ dýpra ofan í svaðið. Á árunum 1915-1934 var land ið undir stjórn bandaríska sjó- liðsins, en það lét sér nægja að halda þar uppi lögum og reglu og framfarir urðu litlar sem engar. begar yfirráðum þess. lauk var stolti íbúanna full- nægt, — annað breyttist ekki. Þegar Duvalier tók völd ár- ið 1957, að afloknum „kosning- um“, sem ekki voru sem lýð- ræðislegastar, ríkti í landinu Óánægjuraddirnar bældi hann fljótt niður með hörku, kom sér upp einskonar lögregluliði, skip megnasta öngþveiti og óánægja. uðu einvalaliði þorpara, er hafa víðtækt umboð til þess að berja á íbúunum. Sjálfur hefur Du- valier um sig 500 mana líf- vörð. Tiltæki hans, að nefna sjálfan sig keisara, er eins og skop- mynd af hinum fáu velmegunar árum Haiti, en hefur engin á- hrif — fremur en hans fyrri gjörðir — í þá átt, að bæta úr hinni sáru nauð, hörmulegu heilbrigðisástandi eða þeim botnlausa menntunarskorti, er þegnar hans eiga við að búa. Tiltækið er broslegt, en að baki býr mikill harmleikur — harm leikur vingjarnlegrar þjóðar og glaðværrar að upplagi. (OBSERVBR: J. Halcro Ferg uson — öl réttindi áskilin). ■SVFI BJÚRCVNAnHHÍNGUR C 3.. 111 K4ÐÁLSÍ IG Slysavarnafélagið er að setja upp við Reykjavíkurhöfn kassameð kaðalstiga og bjarghring og einnig krókstjaka á 6—8 stöð-um við höfnina, þar sem hæst er af bryggjum. Er tilgangurinn að hægt sé að grípa til þeirra í snatri, ef maður fellur í höfnina.Meðfylgjandi mynd sýnir kassa na, en ruglingur varð á myndummeð fréttinni í gær. •jc Tunglið næst Síðasta geimferð Rússanna hefur vakið mifela athygli, enda var hér stigið enn eitt skrefið i áttina lengra út í geiminn. Samt er það nú svo, að nafn fyrsta geimfarans er mönmim efst í huga — og þótt aðrir, sem síðar komu — hafi gert meira en Gagarin, munu nöfn þeirra gieymast mifelu tyrr en nafn Gagarins. Geimfarinn, sem skyggja mun á hinn smávaxna Gagarin, verður sá, sem fyrstu stígur fæti á tunglið. Næsta takmark í geimferðum er lending á tunglinu og allt hringsól manna umhverfis jörðu á næstu árum verður að ein- hverju leyti undirbúningur und ir tunglferðina. Síðasta afrek Rússanna styrk ir þá trú, að Rússamir verði á undan til tunglsins ,en Bandaríkjamenn vonast til að verða þar a.m.k. skömmu síðar — koma í tæka tíð til að £á sína hlutdeild í þessum næsta nágrannahnetti okfear. Þykir ekki óeðlilegt, að tunglinu verði þá skipt í vestur- og aust ur-tungl — og verður austur- tungl fyllsti ins. þá væntanlega dular- hluti alls himingieims- -jc Sama leyndin Þegar gerður er samanburð- ur á framkvæmd geimferða Rússa og Bandarífej amanna fer ekki hjá því, að þessi leynd og allt þetta pukur í Rússun- um dragi stórlega úr áróðurs- giidi afreka þeirra. Rússar til- kynna aldrei fyrirfraan hve- nær áformað er að senda geim- skip á braut uröhverfis jörðu — greinilega til þess að efckert vitnist, ef illa tekst Þess vegna f á sögur um alls kónar óhöpp og dauða geimfara (fleiri en eins) byr imdir báða vængi. Það er ekkert, sem afsannar þessar fréttir — og svo sann- arlega hafa Rússar ekki látið af pukrinu. Síðasta diæmið er lending geimfaranna í vik- unni. Ekki vitnaðist að lend- ingin hefði tefeizt fyrr en fjór- um stundum eftir að hún var gerð. Þetta var óvenjulöng bið og vafalaust haia gildar ástæð- ur legið til grundvallar. En það, sem valdið hefur, vitnaðist ekki. Aðeins góðax fréttir eru sendar út. •jt Mistök mannleg Enda þótt Bandarikjamenn hafi ekki rutt brautina á þessu sviði og orðið að endurtaka flest af því, sem Rússar voru búnir að gera áðux, hafa þeir fengið fullt eins mikið fyrir sina peninga og Rússar — þ.e.a. s. hvað áróðurinn snertir — og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er sú hlið málsins ekki Iwað léttvægust. En ástæðan til að Bandarikjamenn standa ekki jafnihöllum fæti og þeir gætu gert, er §ú, að allar þeiixa geimferðir hafa verið fram- kvæmdar fyrir opnum tjöldum og almenningur um víða ver- öld hefur fengið að fylgjast með frá upphafi. Auðvitað er mikil áhætta fólgin í slíkri framkvæmd máls ins, þegar miðað er við allar varúðarráðstafanir Rússa. Það er mannlegt að gera mistök og hví gætu ekki orðið mistök á þessu sviði sem öðrum? + Æsandi ævintýri Fyrir nokkrum árum var ég ásamt fleiri blaðamönnum á fundi með nokkrum framá- mönnuan í utanríkis ráðuneyt- inu bandartíska, í Washington, og þá var einmitt varpað fram þeirri spurningu, hvers vegna Bandarífejamenn hefðu ekki meiri leynd yíir geimferðum sinna manna og „tryggðu“ sig á þann hátt gegn hiugsanlegum slæmuim fréttum í blöðum, út- varps- og sjónvarpsstöðvura um allan heim að hætti Rússa. Spurningunni var svarað á þá lund, að þetta geimtferða- feapphlaup væri dýrt og það vaeri kostað af almannafé. Al- menningur ætti þvi heimtingu á að fá að fylgjast með öllum gangi málsins. í öðru lagi var talið, að þrátt fyrir áhættuna hefði það mjög jákvæð áhrif úti í hinium stóra heimi að fram- fevæma allt fyrir opnum tjöld- um. Og síðast en ekki sízt töldu hinir bandarísku talsmenn. að það væri bókstaflega rétt og sanngjarnt, án tilHts til allrar áhættu, að leyfa heimsbyggð- inni að fylgjast nákvæm.lega með gangi mannsins út í him- ingeimirm. Þetta væri svo stór- brotið og æsandi ævintýri, að kynslóðin, sem stæði að upp- hafi gei mfe-rðasögiu mannsins, ætti að njóta þeirrar sögu eins og hægt væri — og þar sem fjarskipti og upplýsingatæki væru komin á það stig að all- ur heimurinn gæti fylgzt með sama atburði um leið og hann gerðist, væri eðlilegt að nota þá aðferðina fremur en að senda söguna út eftir að allt væri um garð gengið. Bosch þokuluktir luktargler í ökuljós. sívalar eða kantaðar, einnig BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Simi 11467"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.