Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 10

Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 21. mar? 1965.. Farsæld fólksins ekki undir því komin að allar óskir uppfyilist Rætt við Kristjönu Hannes- dóttur í Stykkishólmi, sem verður sjötug á morgun KENNSLAN og leiðbeining hefir verið hennar aðaláhugamál frá því fyrsta. Hún var ekki gömul, þegar hún miðlaði öðrum fróð- leik og því sem að igagni gat kom ið í lífinu. Hún sagði við mig um daginn þegar óg spurði hana hvort þeir væru ekki orðnir marg ir nemendur hennar frá því fyrsta: „Jú, þeir eru orðnir marg ir. Ég geng varla svo hér um bæ- inn að ég mæti ekki einhverjum þeirra og víða annars staðar hitti ég gamla nemendur, sem muna eftir mér. Ég fékk til dæm- is kveðju frá gömlum vini í Fær- eyjum i sumar, en þar kenndi ég 1926. Maður héðan hafði verið á leið milli Danmerkur á Færeyja. Þá hitti hann Jóhannes, son Simunar av Skarði. Þegar hann vissi að maðurinn var frá Stykk- ishólmi ritaði Jóhannes á lítið blað kveðju, sem hann bað fyrir til mín. annig berast kveðjurnar úr öllum áttum. — Kenrtsluferill þinn er orðinn langur og margbrotinn? „Hann er í það minnsta lang- ur. Ég var 17 ára, þegar ég byrj- aði að kenna í eyjunum hér á Breiðafirði og í Daigverðarnesi. Og skömmu síðar fór ég svo í Kennaraskólann og lau'k þaðan prófi. Svo hófst starfið fyrir al- vöru. Ég varð farkennari í Helga fellssveit og síðar forfallakennari í Stykkishólmi. >á fór ég vestur á firði. í þrjú ár kenndi ég á Suðureyri í Súgandafirði og 5 ár á Patreksfirði. Á þeim árum fór ég námsferð til Norðurlanda og dvaldi þar í hálft annað ár. Fyrst var ég í Lýðháskóla í Svíþjóð og tók þátt í handavinnu, vefnaði, matreiðslu og garðyrkju. Síðan fór ég um Svíþjóð og þá til Nor- egs og Danmerkur. Á þessum ferðum kynnti ég mér kennslu- fyrirkomulag í barna-, mið- og húsmæðraskólum. Ég reyndi að nota tímann vel, enda varð hann mér mikils. virði síðar. Á heim- leiðinni hafði ég viðdvöl í Fær- eyjum og kenndi við Lýðháskóla Simunar av Skarði. Ég á margar og góðar minningar frá ölium þessum löndum og vinátta Sim- unar av Skarði og fjölskyldu hans hefir enzt alla tíma síðan. Simun var merkilegur maður og naut mikils trausts oig álits í Færeyj- um. Þarf ég ekki að iýsa því nán- ar svo kunnugur varð hann jafn- vel út fyrir land sitt af skóla- málum sínum o.fl. Ég var beð- in að kenna við þennan skóla síðar, en það gat ekki orðið vegna heilsubrests.“ — En þegar þú komst til baka? „Þá byrjaði ég að kenna aftur á Patreksfirði. Tók þá einnig aukatíma og hefi ég ef til vill ekki kunnað mér hóf, því ég varð veik og varð að hætta kennslu í tvö og hálft ár. — Kenndirðu svo ekki víðar? „Árið 192'9 varð ég kennari við Alþýðuskólann á Laugum og þar kenindi ég í 3 ár og eitt ár var ég við Reykjaskóla í Hrútafirði. En eftir það fór ég í umferða- kennslu í saumum, vefnaði og garðyrkju á vegum Sambands sunnlenskra kvenna, Sambands breiðfirzkra kvenna og Búnaðar- sambands Snæfells- og Hnappa- dalssýslu, en þessi samtök héldu uppi slíkri kennslu í nokkur ár. Síðar kenndi ég svo við hús- mæðranámskeið í Varmahlíð í Skagafirði. En svo var það árið 1944 að ég réðist sem forstöðu- kona húsmæðraskólans að Stað- arfelli og því starfi gegndi ég í, 5 ár. Skólinn var jafnan fullset- inn þau ár og á ég þaðan mangar ógleymanlegar og indælar minn- ingar. Því miður varð ég að hætta þar vegna heilsunnar og hefi síðan átt heima hér í Stykk- ishólmi.“ — Þú hefir tekið mikinn þátt í félagsstörfum um dagana? „Það hefir allt komið af sjálfu sér. Ég hefi ef til vill fentgið þennan félagsáhuga í arf. Pabbi minn var mjög félagslyndur mað ur og móðir mín líka. Ég og systur mínar fórum snemma í Kvenfélagið í Stykkishólmi og sl. 12 ár hefi ég haft formennsku þess félags á hendi. Mér þykir vænt um ef einhverju er hæigt að þoka í menningarátt með fé- lagsstarfið og þó mér finnist oft afköstin minni en ættu að vera þá er ekki rétt að vanþakka það, sem gert hefir verið. Félagsand- inn hefir verið ágætur oð það er gleði mín að félagið hefir jafn- an átt mikil ítök í bæjarbúum. Ég byrjaði snemma að starfa fyr ir aðra og því fannst mér eðli- legt að starfa í félögum.“ — Fleiri áhugamál? „Já, það get ég sagt. Kirkjan og Kristindómurinn. Æskuheimili mitt bar mikla virðingu fyrir kirkju og kristni, og því var snemma komið inn hjá okkur krökkunum að hugsa um kirkj- una okar. Heimilisandinn var þannig að guðsóttta oig góða siði bar þar hæst. Veganesti foreldra minna hefir enzt mér síðan. ÉS hefi því haft mikinn áhuga á að Kvenfélagið ynni fyrir kirkjuna og það hefir verið gert svo sem tök hafa verið á.“ — Viðhorf þitt til dagsins í dag? „í fljótu bragði virðist manni hugsunarháttur yngri kynslóðar- innar vera ólíkur okkar sem upp eru vaxin um aldamótin. En það gerir hraðinn og tæknin. Innst inni held ég að mannfólkið sé mjög líkt því sem áður var. Við áttum ung okkar óskir og drauma, sem vissulega voru að mörgu leyti kröfur til framtíð- arinnar. Nú hafa kröfurnar bara aukizt með vaxandi framförum og meiri tækni. Við megum gæta okkar að heimta ekki of mikið. — Og þegar þú lítur til baka? „Þá er ég þakklát fyrir þá birtu og hlýju, sem ég alltaf hef svo auðveldlega fundið hjá sam- ferðafókinu. Ég tel að ég hafi verið gæfumanneskja og þá að eitthvað hafi stundum á móti blásið, þá eru það gömul og ný sannindi að farsæld fólks er ekki undir því komin að allar ósk ir verði uppfylltar. En guðs ráð- stöfun er í hverjum hlut og hans handleiðsla er það eina sem aldrei igregst. Þess vegna hefi ég alltaf verið bjartsýn.“ Og ábyggilega er þetta rétt hjá Kristjönu. Ég minnist ekki að hafa hitt hana nokkurn tíma öðru vísi en í góðu skapi og sann- færzt hefi ég um að hún kann vel að tala við þá sem hún leið- beinir, svo að eftir er tekið og ekki gleymist. Ég mun lengi minnast jóla- kvöldvöku er við í stúkunni héldum fyrir nokkurm árum oig fengum Kristjönu til að tala og segja frá atvikum úr æsku sinni. Þá hlustaði unglingahópurinn með andagt, og þó áttu mörg skemmtiatriði að verða á eftir. Ég bjóst því við að andlitin myndu sýna óþolinmæðt. Nei, þvert á móti. Eftirtektin var hin sama frá upphafi til enda. Þann- ig gat Kristjana unnið huiga þeirra sem hún talaði til. Það var eins og þetta væri algerlega fyrir hafnarlaust. Kristjana Hannesdóttir er fædd að Ögri við Stykkishóm 22. marz 1895. Foreldrar hennar voru Ein- björg Þorsteinsdóttir og Hannes Kristjánsson, sem lengi bjuggu i Nesi við Stykkishólm. Hanne3 var völundur bæði á tré oig járn og vann mikið fyrir bæjarbúa i þeim efnum. Þóttu handtök hans betri en margra annarra. Hann var lengi póstur frá Stykkis- hólmi og út um Snæfellsnes. Kristjana er því fæddur Hólmari og ekki get ég hugsað meér ann- að en hér verji hún þeim dögum sem eftir eru, sem ég vona að verði bæði margir og bjartir bæði henni og okkur, sem vin- áttu hennar njóta til gagns og gleði. Henni berast vafalaust margar kveðjur og óskir á morg- un á sjötugsafmælinu, því þeir eru margir sem eru í þakkar- skuld við hana og nutu kennslu og leiðsagnar. Þeir gátu svo vel treyst hennar áttavita. Og að síðustu lýk ég þessum línum með þökk fyrir skemmti- lega oig góða samleið og ósk um heill og hamingju i framtiðinnL Árni Helgason. Geðveikur maður verður f jórum að bana ■ Moregi Meðal þeirra sem létust voru móðir hans og systir Arendal, 19. marz (NTB). MAfiUR eiiuii í Arendal í Noregi Ole Magne Röiiid, skaut í morg- un til bana fjórar manneskjur og særði tvær. Þeir, sem létust voru móðir skotmannsins, systir hans, mágur og systurdóttir. Röilid hef ur ekki verið heill á geðsmun- um og verið í geðveikrahælum alltaf af og til s.l. fimm ár. Ole Magne Röilid hefur búið á heimili systur sinnar, Anne Danielsen, frá þvi að hann út- skrifaðist úr geðveikrahæli eftir að hafa verið þar frá því í des- ember, þar til fyrir mánuði. Hef- ur Röilid alltaf verið rólegur milli þess, sem hann hefur þurft að vera á hælum, en í morgun óð hann inn í eldhús systur sinn- ar, þar sem fjölskylda hennar var að matast og skaut allt í kxing um sig. Við morgunvérðarborðið sátu frú Danielsen, maður hennar, Arne Danielsen, 45 ára bifreiða- stjóri, móðir frú Danielsen og skot mannsins, Marie Röilid, og þrjár dætur Danielsen-hjónanna. Tvær dætranna komust lífs af úr skot- hríðinni, en liggja báðar særðar í sjúkrahúsi. Þær eru 22 og 20 ára, en systir þeirra, sem léjrt, ásamt foreldrutm sínum og ömmu er 18 ára. Frá húsi Danielsens hljóp Röilid, sem er 29 ára, inn í annað hús í nágrenninu og miðaði byss unni á heimafólk, en heimilisföð urnum Peder K. Oland og sonum hans tveimur, tókst að hafa Röilid undir og hringja á lög- regluna áður en hann ynni skaða. Er Röilid nú í vörzlu lögreglunn- Mcmnréttindavika Æskulýðssambonds íslands I GÆROAG var unnið að þvi að ná inn á Laufásveginn gömlu timburhúsi, sem verið hefur á móts við fatahreimsun ina Glæsi. Voru 2 stórir krana bílar notaðir við verkið og mun húsið verða flutt til Keflavíkur. Átti að reyna að flytja húsið þangtað s.I. nótt. Ljósm.: Sv. Þ. Æskulýðsisamlband íslands U íðaði fyrir sköimmu blaðanmenn til fundar vegna Mannréttinda- viku, sem sambandið ætlar að gangast fyrir. Hefst hún 22. þessa mánaðar og lýkur henni þann 28. þ.m. Sunnudaginn 21. marz eru lið- in fimm ár síðan fjöldamorðin í Sharpeville í S-uður-Afríku áttu sér stað og þykir vel við eiga að byrja Mannréttindavik- una þann dag. Á fundi sambandsins með blaðamönnum kom eftirfarandi fram: Æskulýðssamband íslands er þátttakandi í WAY, alþjóðasam- tökum æskulýðs í 56 löndum. Samtök þessi hafa fordæmt mann réttindabrot í öllum löhdum og álfum og benda á þýðingu þess, að öllum sé óréttlætið ljóst, og beiti sér gegn því. Þýðing slíikr- ar árvekni og baráttu kemur þeim að gagni, sem við óréttinn búa og eins hinum, sem nú búa við mannréttindi. Æskulýðssam- band íslands vill vekja æsiku landsins og alla þjóðina til um- hugsunar um þessi málefni og bendir sérstaklega á eitt skýr- asta dæmið um brot mannrétt- inda og réttlætis, ástandið í Suð- ur-Afríku. Stjórn Æskulýðssambands ís- lands skipaði hinn 17. nóvember 1964 nefnd til athugunar og að- gerða hérlendis til stuðnings því fólki og þjóðum, sem við skert mannréttindi eða kynþáttamis- rétti búa. Verksvið nefndarinnar hefur verið að fjalla um ástand þessara mála í Suður-Afríku, eins gleggsta og þekktasta dœm- is á þessu sviði, jafnframt því að taka til meðflerðar þau mál, hvaðanæva að úr heiminum, sem skapast vegna þess, að fólki af ólíkum kynþætti eða litarhætti er mismunað. Þá hefur nefndin til meðferðar hvert það mál í þessium efnum, sem hún sjáli kann að vilja taka til athugun- ar, eða stjórn Æ.S.Í. vísar til hennar. í nefndinni eiga sæti: Einar Hannesson, frá íslenzkum ung- templurum, og er hann formað- ur hennar, Elías Snæland Jóns- son, frá Sambandi ungra fram- sóknarmanna, ritari nefndiarinn- ar, Hörður Zóponíasson, frá Saitn ban^k ungra j afnaðarman.na, HallvlHg Thorlacius, frá Æsku- \ lýðsfylkingunni, og Jón H. Ragn ) arsson, frá Sambandi ungra SjáJf j stæðismanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.