Morgunblaðið - 21.03.1965, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. mara 196»
Jlfaragpiitlplfifrtfe
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjóm:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti ð.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
HA GSTÆÐ
UTANRÍKIS VIÐSKIPTI
¥ grein, sem Þorvarður Jón
*■ Júlíusson, framkvæmda-
stjóri Verzlunarráðs, ritar í
Morgunblaðið í gær, ræðir
hann utanríkisviðskiptin 1964.
Útflutningur á því ári jókst
um 18% og telur greinarhöf-
undur, að rúmlega 10% af
aukningunni sé fólgin í verð-
hækkunum á erlendum mörk
jiðum, en til samanburðar sé
þess að geta, að meðalverð
innflutningsins hafi varla
hækkað nema um 3—4%. Hin
bættu viðskiptakjör hafa
þannig reynzt þjóðarbú-
skapnum mjög mikils virði.
Á árinu 1964 námu afborg-
anir af opinberum lánum
hærri upphæð en nýjar lán-
tökur. í afborganir voru
greiddar 230 milljónir króna
á móti 140 milljón krónum
nýjum lánum, svo að útistand
andi lán lækkuðu um 90
milljónir króna. Gjaldeyris-
staða bankanna batnaði um
281 milljón króna á árinu, og
í heild má segja að utanríkis-
viðskiptin hafi verið okkur
hagstæð, þrátt fyrir smávægi
legan greiðsluhalla, sem staf-
aði af því, að innflutningur
skipa og flugvéla jókst úr 380
milljónum 1963, í hvorki
meira né minna en 950 mill-
jónir 1964.
Útflutningur okkar á síð-
asta ári jókst mest til Vestur-
Evrópulanda, eða um 25%, og
er sérstaklega áberandi auk-
inn útflutningur til Norður-
landa, sem nam 65%. Þá jókst
útflutningur til Miðjarðar-
hafslanda einnig verulega, en
útflutningur til landanna í
Efnahagsbandalagi Evrópu
var aðeins minni á síðast-
liðnu ári en 1963, en aftur á
móti stórum meiri til land-
anna í Fríverzlunarbandalag-
inu.
Útflutningur til Bandaríkj-
anna jókst um 22%, en aftur
á móti var heldur minna flutt
til Iandanna í Austur-Evrópu
en árið á undan.
Hinsvegar er athyglisvert,
að síðastliðið ár jókst inn-
flutningur frá jafnvirðis-
kaupalöndunum í Austur-
Evrópu verulega, enda er nú
svo komið, að við íslendingar
erum komnir í skuld, t.d. við
Austur-Þjóðverja, en frá Aust
ur-Þýzkalandi fluttum við
inn vörur á síðastliðnu ári
fyrir 104 milljónir króna en
út fyrir 15 Vz milljón.
Sýnir þetta, að vandamálið
viðvikjandi viðskiptunum við
kommúnistaríkin, þ.e.a.s. að
við gætum keypt þaðan nægi-
legt magn til að geta selt þang
að þær afurðir, sem við þurf-
um að losna við, er ekki leng-
ur jafn brýnt og áður, enda
eru ýmis Austur-Evrópuríki
áð taka upp frjálsari við-
skiptahætti. Þannig reka t.d.
Pólverjar viðskipti á frjáls-
um grundvelli við flestar þjóð
ir, og fyllsta ástæða til að
ætla, að þeir séu til viðræðu
um að afnema vöruskipta-
verzlun við okkur og taka í
staðinn upp frjálsa verzlun.
Það er heldur enginn vafi á
því, að það er hagkvæmara
öllum aðilum að geta verzlað
á frjálsum grundvelii, og það
eru ríkisstjórnir Austur-Ev-
rópulandanna að gera sér
ljóst. Þessvegna eigum við
ekki að þurfa að hafa áhyggj-
ur af því, að við getum ekki
selt útflutningsafurðir okkar,
enda eru markaðir fyrir þær
stöðugt vaxandi í Vesturlönd
um.
LÆKKUN TOLLA
T niðurlagi greinar um við-
A skiptamál, sem Þorvarður
Jón Júlíusson ritar hér í blað
ið, fjallar hann um niður-
greiðslur og hugsanlega tolla-
lækkun. Hann segir m.a.:
„Niðurgreiðslur ríkissjóðs á
innlendu vöruverði eru orðn-
ar óeðlilega miklar. Ásamt
öðrum fjárframlögum stuðla
þær að framleiðsluaukningu,
sem að nokkrum hluta verð-
ur að selja til útlanda fyrir
mjög óhagstætt verð, er ríkis-
sjóður bætir upp. Með því
eru skertir möguleikar ríkis-
sjóðs til lækkunar á tollum,
sem styrkja mundu aðstöðu
íslenzkra útflutningsafurða á
erlendum mörkuðum, jafn-
framt því, að verð innfluttr-
ar vöru lækkaði. Sú lækkun
gæti verið meiri kjarabót en
samsvarandi niðurgreiðslur,
þótt hún kæmi ekki eins vel
fram í vísitölu framfærslu-
kostnaðar vegna þess, hve
grundvöllur hennar er orðinn
úreltur“.
Vissulega er ástæða til að
athuga hvort unnt væri að
draga nokkuð úr niðurgreiðsl
um, þótt það yrði til þess að
verð sumra landbúnaðaraf-
urða hækkaði nokkuð, ef í
staðinn væri unnt að lækka
einhverja tolla eins og Þor-
varður Jón Júlísson víkur að.
Þetta er þó mjög vandasamt
verkefni, en engu að síður er
ástæða til að athuga hvað
unnt væri í þessu að gera.
UTAN ÚR HEIMI
ÉLzSk
Hún stal til að geta
lifað ríkmannlega
Þriggja dra fangelsi fyrir 700 þús.
norskra króna þjófnað
10. marz, 1965.
Á MÁNUDAGINN var lauk
máli, sem rúmfrekt hefur ver-
ið á forsíðum norsku blað-
anna undanfarið. sakamálinu
gegn Anne M. Rischamann,
fyrrum gjaldkera í karl-
mannafataverzlun H. Mehren
í Osló. Hún var fundin sek um
að hafa dregið sér 700—800
þús. norskar krónur frá firm-
anu á undanförnum árum og
dæmd til að greiða firmanu
700.000 kr. innan 14 daga, og
ennfremur í 3 ára fangelsi, en
frá því dragast 190 dagar, sem
hún hefur setið í gæzluvarð-
haldi, síðan rannsókn málsins
hófst, Hún tók umhugsunar-
frest er hún var spurð um
hvort hún vildi skjóta málinu
til æðri réttar.
Sjálf hefur hún ekki játað,
að hún hafi dregið sér nema
70,000 kr. En rannsókn lög-
reglunnar hefur leitt í ljós, að
hún hefur notað til eigin þarfa
að minnsta kosti 700,000 kr.
umfram það sem tekjur henn-
ar leyfðu. Hvaðan fenguð þér
þær? spurði lögreglan.
Fyrir rétti hefur hún gef-
ið þá skýringu, að hún hafi
erft 200 þúsund eftir frænku
í Bergen, unnið stórfé í „tipp-
ing“ oig loks fengið nokk-
ur hundruð þúsund frá út-
lendri vinkonu sinni, sem hún
megi ekki nefna. Lögreglan
telur sannað að hún hafi ekki
fengið nema 15—20 þús. frá
frænkunni í Bergen og að
„útlenda ríka vinkonan" sé
aðeins heilaspuni. Ennfrem-
ur hefur ekki tekizt að færa
sönnur á, að frú Rischmann
hafi nokkurntíma unnið eyris-
virði í getraunakeppni.
-— En hinsvegar hefur það
sannazt að frúin fann aðferð
til að stimpla rangar tölur á
kassa-vélina. Ef einhver
viðskiptavinur keypti t.d. hlut
fyrir 252 krónur og borgaði
frú Rischmann, gat hún með
brellum kvittað fyrir upphæð-
inni með miða, sem sýndi
rétta upphæð, en á ræmunni
í kassanum, sem notuð var við
uppgjör að kvöldi, stóðu að-
eins 52 eða stundum aðeins 2
kr. Á þennan hátt stakk frúin
ýmist 90 eða 99% í sinn vasa,
en Herman Mehren fékk 10
eða 1 %!
— Annar gjaldkeri, sem var
í verzluninni og starfaði sam-
tímis frúnni, sagði upp stöðu
sinni í firmanu vegna þess að
hana grunaði að frú R. væri
ekki öll þar sem hún væri
séð. Firmað sjálft vildi líka
ganga úr skugga um þetta, og
réð til sín unigan mann (19
ára með verzlunarskólaprófi)
til.að bera saman sölulistana
sem verzlunarþjónarnir skila
Það kannast margir við
Hildegarde Knef, þýzku leik-
konuna, sem frægust varð af
frammistöðu sinni á Broad-
way New York-borgar forð-
um daga og margir spáðu
glæstri framtið í kvikmyndum
vestra.
En Hildegarde ílentist ekki
í Bandarikjunum heldur sneri
aftur heim til Þýzkalands. Þar
átti hún framan af við ýmsa
erfiðleika að etja og tókst
lengi vel ekki að finna verk-
gjaldkeranum á hverju kvöldi
saman við kassalistana. En
þessi unglingur hefur ekki
reynzt vaxinn starfi því, sem
hann átti að gegna. Þegar lög-
reglan fór að grúska í málimi,
kom það á daginn, að frú R.
hafði breytt sölulistanum til
þess að samræma þá við ræm-
urnar úr „kassa-registrinu".
— Þannig bárust að henni
böndin jafnt og þétt, en samt
meðgekk hún ekki nema
þessar 70 þúsund, sem hún
játaði á siig strax. Þegar lög-
reglufulltrúinn, sem var sækj-
andi málsins bar á hana sak-
irnar og sagði: „Þér hafíð
logið.......(þessu og þessu,
sem hún tíndi til) hallaði hún
sér upp að súlunni til hliðar
við sætið hennar og svaraði 1
brosandi: „Það er ókurteisi t|
að tala svona við kvenfólk"!
Ekki roðnaði hún, svo séð yrði, ð
Framhald á bls. 30
efnl sér við hæfi, en er nú 7i
sögð á uppleið aftur. 1
Hún er nú á ferðalagi um V
Vestur-Þýzkaland með leik- U
flokki frá Miinchen, „Miin- í
chen Schaubúhne“, er sýnir J
bandariska sjónleikinn „Mrs. I
Dally“, eftir William Hanley. k
Hildegarde leikur aðalhlut- il
verkið en leikstjóri er maður 7
hennar, David Cameroon, og |
myndinni fylgdi sú skýring á Í
tónlistariðkun þeirra hjóna, að |
það væri David að þakka, að (,
Hildegarde hefði nú „náð |
réttum tóni“ á ný. I
SÖLUMIÐST ÖÐ
í LONDON
CMns og skýrt hefur verið
frá í fréttum, hefur nú
verið stofnað hlutafélag, sem
nefnist íslenzka matvælastöð
in, eða „Iceland Food Center“,
og standa að því ríkissjóður,
Samband ísl. samvinnufélaga,
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins og Loftleiðir.
Tilgangur þessa félags er að
kynna íslenzkar afurðir, og
þó sérstaklega lambakjötið, á
heimsmarkaðinum og kynna
ísland sem ferðamannaland.
í þeim tilgangi er ætlunin að
opna kynningar- og sölustöð í
London í haust, og er nú unn-
ið að undirbúningi þess máls.
Hafa ágætir menn valizt til
forustu í þessu félagi og er
Ólafur Johnson stjórnarfor-
maður þess.
Félagið hefur nú nýlega
ráðið einn menntaðasta og
hæfasta veitingamann lands-
ins, Halldór Gröndal, sem
framkvæmdastjóra þessa fé-
lags, og mun hann vinna að
uppbyggingu miðstöðvarinn-
ar í London.
Er vissulega vonandi að vel
takizt til með þessa tilraun og
unnt verði í senn að kynna
rækilega íslenzkar fram-
leiðsluvörur og landið sem
ferðamannaland, enda enginn
efi á því, að við getum haft
stórfelldar tekjur af ferða-
mönnum, ef rétt er á málum
haldið og röggsamlega unnið
að því að bæta aðstöðuna um
allt land til móttöku ferða-
manna.