Morgunblaðið - 21.03.1965, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Surmudagur 21. marr 1965
Leðurfatnaður
fyrir dömur og herra.
Óvenju hagstætt verð.
Herraföt, Fatamarlcaðuriim
Hafnarstræti 3.
Til leigu
Ný 3ja herbergja íbúð í blokk i Austurbænum til
leigu. Tilboð merkt: „H. H. — 7008“ sendist blaðinu
íyrir 25. 3.
IMýleg 4ra—5 herb. íbúð
í Vesturbænum óskast til kaups. Stærð 125—140
ferm. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins
merkt: „íbúð í Vesturbænum — 7007“.
íbúð
Einhleyp kona sem vinnur úti óskar eftir 1—2 herb.
íbúð til leigu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 24. þ.m.
merkt: „1000 — 7202“.
Til sölu
Stórt, gott skrifborð með aukahillu, skápuT með
hillum og skúffum allt úr teak, auk þess 1 skrif-
borðsstóll. Ódýrt ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 21775 alla daga.
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir
UNA ÞORSTEINSDÓTTIR
andaðist í Landsspítalanum 19. þessa mánaðar.
Ólafur Sigurðsson og born.
Móðir okkar,
ELÍN ODDSDÓTTIR
Breiðabólstað, Vestmannaeyjum,
lézt föstudaginn 19. marz.
Börnin.
Útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa
EINARS ÁGÚSTS GUÐMUNDSSONAR
Víðimel 52,
fer fram frá Fossvogskirkjunni, næstkomandi þriðjudag
kl. 3 e.h. — Blóm afbeðin.
F. h. aðstandenda.
Katrín Hreinsdóttir.
Hjartkær faðir okkar og afi,
HALLGRÍMUR JÓNSSON
járnsmiður,
sem andaðist að Kristneshæli 16. þ.m. verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h.
Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er
vinsamlegast bent á Blindravinafélag íslands.
Helena Hallgrímsdóttir,
María Hallgrímsdóttir,
Astr»d Jensdóttir.
Móðir okkar,
MARGRÉT B. ÞORSTEINSDÓTTIR
sem andaðist að Hrafnistu 15. þ.m. verður jarðsett frá
Fossvogskirkju 23. þ.m. kl. 1:30 e.h. — Fyrir mína hönd
og systkinanna. . '..‘jAú-
Seljum í dag og næstu daga sérstaklega
ódýrar
DREIMGJABLXUR
Verð aðeins kr. 195.—
Hsddy .
U toOiörr%
Aðalstræti 9. — Sími 18860.
Rúðugler
Nýkomið: tékknezkt og
þýzkt rúðugler.
3, 4, 5 og 6 mm.
Mjög hagstætt verð.
Heildsölubirgðir.
Vöruafgreiðslan
við Shellveg.
Sími; 2-44-59.
uorur
Karftöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó — Ommilettur.
Heimakjör Sólheimum
Atvinna
Ungur og reglusamur maður getur fengið fram-
tíðaratvinnu við stóra varahlutaverzlun. — Þarf
helzt að geta unnið nokkuð sjálfstætt og hafa ein-
hverja reynslu í verzlunarstörfum. — Þeir, sem
hafa áhuga á starfi þessu sendi tilboð til afgr. Mbí.
merkt: „Góð laun — 7360“.
N APIER
Forþjöppurnar
Útvegum allar tegundir af þessum viðurkenndu
forþjöppum. Veitum þjónustu sérfræðings ef
óskað er, og höfum jafnan fyrirliggjandi varahluta-
birgðir fyrir þær Napier forþjöppur, sem þegar eru
í notkun hérlendis.
S. Stefánsson & Co. hf.
Garðastræti 6
Reykjavík
Sími 15579
Pósthólf 1006.
Flugvél springur
St. Johns, Nýfundnalandi
19. marz (AP)
TVEGGJA hreyfla flugvél frá
flugfélaginu Air Manila sprakk í
loft upp yfir Atlantshafi, skammt
frá Nýfundnalandi, í nótt og féll
flak hennar í sjóinn. Tveir menn
voru með vélinni, sem var af
gerðinni DC-3, og létust þeir
báðir.
— Kosningar
Framh. af bls. 11
nokkrum dögum síðar _ var
leikið lag, sem heitir „Óður
asnans“ og þar fram eftir
götunum. Skipti nú fljótlega
um í stöðum hjá útvarpinu
allt frá embættum sendi-
sveina til forstjóra. Og í tón-
listardeildinni hafa verið út-
búnir ítarlegir listar yfir þá
tónlist, sem varasamt getur
verið að leika í útvarpið, án
leyfis stjórnarvaldanna. Her-
vörður er um aðalbyggingu
útvarpsins og útsendarar
stjórnarinnar í hverju horni.
Til þess að stuðla að því,
að kosningaáróður Samsteypu-
fylkingarinnar— og þá eink-
um Frelsisflokksins — nái
sem fjölmennustum hóp lands-
manna hefur stjórnin látið
flytja útvarpstæki flugleiðis
um allt land og hert mjög
áróður fyrir sölu þeirra.
Gegn þessu öfluga áróðurs-
tæki beita stjórnarandstæðing-
ar blöðunum og reyna eftir
megni að efna til kosninga-
funda og reka áróður meðal
einaða Þjóðarflokksins leggja
áherzlu á, að áframhaldandi
stjóm samsteypunnar muni
hafa í för með sér endalok alla
frelsis í Ceylon, málfrelsins,
prentfrelsins — og jafnvel
trúfrelsis, sem er afar við-
kvæmt mál.
Helztu trúarbrögð á Ceylon
eru Búddatrú. Játa hana um
það bil helmingur lands-
manna, sem taldir eru ellefu
milljónir. Hafa Búddamúnkar
tekið virkan þátt í kosninga-
baráttunni að undanförnu og
látið í ljósi ótta við hin
kommúnísku öfl i samsteypu-
stjórn frú Bandaranaike —
minnugir örlaga trúbræðra
sinna í Tíbet. Árið 1956 áttu
Búddistar mikinn þátt í því
að fella stjórn Sameinaða
Þjóðarflokksins — vegna þess
að þeir töldu flokkinn of mik-
ið undir áhrifum kristinna
manna — og koma Solomon
Bandaranaike til valda.
Engu að síður var það Búdda-
munkur, sem varð Bandara-
naike að bana.
1 Félagslíf
fí
Ferðafélag Islands
heldur kvöldvöku f Sigtúni
mánudaginn 22. marz. Húsið
opnað kl. ÍI0.
Fundarefni:
1. Frumsýnd verður litkvik-
myndin „Surtur fer sunnan“,
tekin af Osvald Knudsen,
texti dr. Sigurður Þórarinsson,
music Magnús Bl. Jóhannsson.
2. Myndagetraun, verðlaun
veitt.
3. Dans til kl. 24.
Aðigöngumiðar seldir í bóka
vrzlunum Sigfúsar Eymunds-
sonar og ísafoldar. Verð kr.
50.00.
Schannongs minmisvarðar
Biðjið um ókeypis vöruskrá.
Kþbenhavn 0.
Farmagsgade 42.
ÓLAFUR STEPHENSEN
LÖGGILTUR SKJAUVÞÝÐANDI
ENSK BRÉFAVIÐSKIFTI.
HAFHARSTRÆTI22 SIMl 21285