Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 23. marz 1965 Fordæmi Norðmanna og innlendur iðnaður eftir Hannes Pálsson, forstfóra Hampiðfunnar A NÝAFSTÖÐNU þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík, gagnrýndu fulltrúar EFTA landanna í ráðinu Breta harð- lega fyrir 15% viðbótartollinn á iðnaðarvöruim, en með tolli þessum varð öllum ljóst, að efnahagur Breta og innlendur iðnaður þeirra var ekki faer um að standa við gerða samninga EFTA um tollalækikanir. Reynt var að draga ísland inn í inn- byrðis deilur Fríverzlunar- landanna um tolla af iðnaðar- vörum, en hinsvegar skýrðu Norðmenn og Danir ekki frá því, á hvem hátt þeir halda innlenda markaðinum hjá sér #vo til óskertum fyrir innlend an iðnað, þrátt fyrir tollalækk •nirnar og framboð á ódýmm vörum, t.d. frá Portugal. Þótt Efnahagsbandalagið og Fríverzlunarbandalagið deili innbyrðis í viðskiptamálum, er afstaða þeirra til landa utan bandalaganna í meginatriðum sú sama. Eru hækkandi tollar af íslenzkum sjávarafurðum á- bending um, að fyrirhugað jafn rétti í milliríkjaviðekiptum við bandalögin, fæst aðeins með gagnkvæmum hagsmunasamn- ingum. Flestir munu samimála um, að stefna beri að frjálsum inn- flutningi með hæfilegri vernd fyrir innlenda starfeemi, en það er varhugavert að byrja framkvæmd hinnar nýju stefnu um skilyrðislausar tollalækkan- ir meðan við stöndum utan við samböndin. Bæði eðilegg- ur það samningsaðstöðu okkar með tilliti til sjávaraíurða síð- ar og einniig munu þær iðn- greinar, sem hafa óeðlilega litla vernd og standa næst því að vera samkeppnisfærar á frjálsum markaði, verða fyrstu fórnirnar fyrir hinum ört vax- andi iðnaði efnahagssamband- anna. Forstjóri Efnaihagsstofnunar- innar hélt fyrir nokkru fyrir- lestur hjá Félagi isl. iðnrek- enda um skýrslu norska sér- fræðingsins Arne Haarr, en I skýrslunni eru lögð drög að til lögurn um lætkkun innflutn- ingstolla og um leið lækkun tollverndar islenzks iðnaðar. Sérfræðingurinn gerir saman- burð á innflutningstollum hér og á Norðurlöndum og einnig reiknar hann út netto toll- vernd þeirra iðnaðarvara, sem njóta hér mestrar tollverndar. Hinsvegar sleppir hann öðrum, sem skipta verulegu máli fyr- ir islenzkan markað, en myndu óhagstæðar til samanburðar fyrir norskan iðnað. Eins og fram kemur hér á eftir hafa höfundar hinnar nýju viðskiptastefnu fundið ýms ráð til þess að verja sinn eigin iðnað og þar með gert 1|ollverndarsamanburð mark- lausan. Ekiki er ætlunin að ræða hér tillögur hr. Arne Haarr, enda hefur skýrslan ekki verið birt, þótt hafnar séu opinberar um- ræður um efni hennar. Hér verður fjallað um veigamikil atriði, sem skýrslan tekur ekki til meðferðar, en eru auðveld til samanburðar. Ef stefna Norðmanna í iðnaðarmálum á •ð vera til fyrirmyndar um starfeskilyrði og samkeppnis- hæfni þarf samanburður við aðstæður hér að vera gerður án undandráttar og með tilliti til staðreynda. Norðmenn og íslendingar eru meðal mestu fiskveiðiþjóða heimsins. Báðar þjóðirnar hafa stóran heimamarkað fyrir veið arfæri. Hver er stefna Norð- manna í málefnum veiðarfæra- iðnaðarins og hver er stefna ís- lenzkra stjómarvalda? Frá lokum síðustu heimstyrj- aldar hafa Norðmenn bygigt upp veiðarfaeraiðnað, sem full- nægir þörfum norskrar út- gerðar og hefur auk þess r»okk- urn útflutning, þar á meðal til fslands. Islendingar höfðu veiðarfæra iðnað, sem fullnægði þörfum fiskveiðanna á ófriðarárunum, en hafa síðan horft sljóum augum á allar veiðarfæraverk- smiðjurnar hætta störfum, nema eina. Er nú svo komið, að með óbreyttri stefnu eru endalok íslenzks veiðarfæraiðn aðar örugg og fljótvirk Innflutningur á fullunnum veiðarfærum til Noregs er mjög takmarkaður og segir því samanburður á tollvernd lítið um mismun á starfsskilyrðum þar og hér. Samkvæmt lögum frá 13. febr. 1953, greiðir „Stat ens Fiskeredskapsinport“ nið- ur veiðarfæri og efni í þau í N/oregL Ríkið hefur inhflutn- Vér höfurp áreiðanlegar heim ildir fyrir því, að norsku verk- smiðjurnar fá sumar tegundir af gerfiefnum og gerfiefnaþráð um svo til ókeypis til fram- leiðslu á veiðarfærum. „Stat- ens Fiskeredskapsinfprt" út- hlutar réttindum til að kaupa- frá stofnuninni og hafa nú um 50 aðilar í Noregi slíkan rétt til að kaupa niðurgreidd hráefni og hálfunninn veiðarfæri. Um erlenda samkeppni við norskan veiðarfæraiðnað á norska markaðinum er að sjálf- sögðu ekki að ræða og er fróð- legt að bera slík starfeskilyrði saman við samkeppnisaðstöð- una hér. Hingað liggur stöðuig- ur straumur sölumanna; jafn- vel frá fjarlægum þjóðum, sem náð hafa sér hefðbundnum frí- verzlunark j örum. Fulltrúi stórfyrirtækis í Jap- an er var hér á ferð s.l. sum- ar, en fyrirtækið selur hingað mikið af veiðarfærum, sagði að gefnu tilefni í sambandi við veiðarfæraiðnað, að þeirra skoðun væri sú, að íslenak stjómarvöld vildu ekki hafa veiðarfæraiðnað fyrir íslenzkar fiskveiðar á íslandi. Sagði hann fyrirtæki sitt mjög ánægt með það fyrirkomulag er nú rikti í tolla og viðskiptamálum á þessu sviði. Deildarstjóri brezkrar gerfi- efnaverksmiðju er framleiðir m.a, veiðarfæri sagði: „Við höf um engan útfllutning til megin- landsins, þau lönd hafa öll eig- ingseinkasölu á þessum vörum. Einkasalan selur umræddar vörur til norskra veiðarfæra- verksmiðja, einkasalan fær nið urgreiðslur sínar beint úr rík- issjóði og selur vörurnar með þeim mun lægra verði til verk- smiðjanna, sem niðurgreiðslun- um nemur. Á árinu 1964 nema niðurgreiðslur þessar í allt 27- 28 milljónum norskra króna, (162-168 millj. fsl. kr.). Það samsvarar í heild um 50% af innikaupsverði að meðaltali. Niðurgreiðslumar eru hærri á hrávörum en á hálfunnum vör- um. í einstaka tilvikum fá verk smiðjurnar niðurgreiðslu beint til viðbótar þeim, sem „Stat- ens Fiskeredskapsinport“ út- hlutar. Samkvæmt'reikningum „Stat ens Fiskeredskapsinport“ fyrir árið 1963, varvörusala stofnun- arinnar ,sem hér segir: in verksmiðjur, sem stjórnar- völd viðkomandi landa verja bæði með innflutnin.gstlollum og á annan hátt“. >að er aðeins eitt land í Evrópu að hans áliti, sem auka má útflutning til. Það er ísland, með stóran markað, en enga tollvernd. Hér var nýlega á flerð söliu- stjóri frá einni af stærstu gerfi efnaverksmiðju Kanada. Að- spurður sagði hann: „Við höf- um engan útfllutning til Ev- rópu en fengum upplýsingar um, hvað hömlulítið væri að komast inn á stóran markað hér, og var söluferðin ákveðin til að kanna réttlæti þeirra upp lýsinga“. Fortúgalar, sem hafa ódýrara hráefni en aðrir vegna nýlenda sinna í Afríku og vegna ódyrs vinnuafls, hafa sótt mjög á markaði annarra Evrópulanda á verði, sem talið er undir- boðsverð miðað við framleiðslu kostnað iðnþróuðu landanna. Á einhvem hátt verjast jáfnvel EFTA löndin þeirri samkeppni félaga síns, en undanfarna mán uði hafa Portúgalar náð veru- legum árangri í veiðarfærasölu hingað, sem valdið hefur stór- felldum samdrætti í innlendum veiðarfæraiðnaði. Erlendir framleiðendur, sem leita að við skiptanýlendum þar sem fyrir- staða er lítil, hafa reynslu fyr- ir því, að það er ódýrt að kæfa í fæðing.unni hverja tilraun til framfara í íslenzkum veiðar- færaiðnaði. Árið 1960 tóku Danir og Norðmenn höndum saman um undirboð til íslands á vörum, sem sv1o til eingöngu höfðu ver ið keyptar frá Danmörku, en innlend verksmiðja var að kaupa vélar og hefja fram- leiðslu á. Ekki var á þeim tíma gildandi lagalheimild til að verja íslenzkan atvinnurekstur fýrir slíkum árásum, en mein- lausar hliðarráðstafanir árið 1962, sem að vísu reyndust ó- framkvæmanlegar, urðu til þess að ambassador Dana í Reykjavík var látinn persónu- lega og bréflega mótmæla varn arráðstöfunum fyrir íslenzk- an veiðarfæraiðnað. En árið 1961 hafði 83% af öllum inn- flutningi til íslands af umrædd um vörum, komið frá Dan- mörku. Á tímum bátagjaldeyris 1952-1960, varð aðalhnignunar- tímabil íslenzka veiðarfæraiðn- aðarins, en á þeim árum stuðl- uðu íslenzk stjórnarvöld ó- beinlínis að uppbyggingu veið- arfæraiðnaðar fyrir íslenzka út gerð í Danmörku. Árið 1960 voru t.d. 95% af öllum fiskilín um, sem notaðar voru á ísilandi, innfluttar frá Danmörku og hafði verið svipað hlutfall um nokkurra ára skeið. En það ár var innfilutningurinn á sömu vöru frá Noregi aðeins 2Vá af notkuninnL Samt tóku Norð- menn þátt í undirboði til ís- lands og seldu langt undir Netahnýtlngavél, en 4 slíkar á Hampiðj- an. Þær hafa ekki verið í notkun frá því í nóvember sL verði á sörau vöru á heims- markaðL Ekki er vitað að Danir hafi reynt að hafa afskipti af starfs skilyrðum veiðarfæraiðnaðar- ins í Noregi eða óskað betri samkeppnisaðstöðu þar, eða hvort samvinna er um að keppa ekki við heimamarkað hvors annars. Hinsvegar er ljóst, að Hannes Pálsson, framkvæmda- stjóri sama tíma og vegið er að ís- lenzkum veiðarfæraiðnaði úr annari átt, en það minnir ó- neitanlega á liðinn tíma, en þá heppnaðist að gera framfar- irnar hér minni en áætlað var. Nú eru til lagaákvæði í 28. gr. tollskrórlaganna, sem íslenzk stjórnarvöld geta notað, ef þau vilja verja innlendan iðnað fyr ir undirboðum, sem sönnuð eru af starfemönnum utanríkisþjóa ustunnar og á annan hátt. Allt þetta mál er mjög at- hyglisvert fyrir áhugamienn um vaxandi innlendan iðnað, sem hlýtur að taka upp framleiðslu á rekstrar- og neyzluvörum, er hafa svo til eingöngu verið fluttar inn fyrir mil’ligöngu voldugra aðila hér og erlendis. Það eru ekki Japanir eða Portúgalar, sem geta ráðið þvL hvort Norðmenn hafa veiðar- færaiðnað eða ekki. Nprska Stórþingið hefiur talið þann iðnað sjálfsagðan fyrir fisk- veiðiþjóð og gert róðstafanir samkvæmt því. Hvað myndu íslenzk stjórn- arvöld gera, efi t.d. Portúgalar byðust til að selja hingað sem- ent fyrir hálfvirði í eitt til tvö ár, meðan verið væri að leggja starfsemi sementsverlcsmiðj- unnar niður og tækni- þjálfað starfsfólk hennar dreifðist í annan atvinnu rekstur? Það er hliðstætt þessu, sem verið er að gera við síðustu veiðarfæra- verksmiðjuna og tilræðið mun heppnast, nema stjórnarvöld taki upp jákvæða stefnu gagn- vart þeim iðnaði, sem hefur verið mismunað næstum í hvert einasta skipti, sem efnahags- ráðstafanir hafa verið gerðar til bjargar öðrum atvinnu- rekstrL Nú mætti spyrja hvaða gagn væri að veiðarfæraiðnaði hlið- stæðum þeim, sem Norðmenn hafia komið upp hjá sér? Svar við þessu er ekki hægt að rök- styðja í stuttu máli, en laus- lega skýringu gefur eftirfar- andi: Innflutningur samkv. hagskýr íslndi er með ólíkindum. slum 1964 Tollskr.nr. Tonn C.i.f. verð kr. 59-05-01 Fiskinet úr gerfiþráðum 769,1 145.746 þú.s 59-05-02 Fiskinet úr öðrum efinum 7,2 1.332 þús. 59-04-01 Færi og línur 282,8 11.649 þús. 59-04-02 Kaðlar 632,8 30.044 þús. 59-04-03 Öngultaumar 17,5 3.581 þúa. 1.709,4 192.352 þúa. Sala að frádregnum níðurgreiðslum Niðurgreiðslur frá ríkinu Nkr. 23.716.701,53 23.460.751,00 Samtals Nicr. 47.177.452,53 1. okt. s.l. endurtóku þessar bræðraþjóðir leikinn frá 1960 og lækkuðu verð á fiskilínum og köðlum til íslands, án til- lits til eigin framleiðslukostn- aðar eða birgða. Það er ef til vill tilviljun, að þetta gerist á Bf þessu til viðbótar er mið- að við að öll veiðarfæri verði flutt inn, eins og þróunin virð- ist nú benda til, mun ársinn- ftutningurinn nema um 230 millj. kr. Bkki ar hægt a§ Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.