Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 25
Þriðjudagur Í8. marz 1965 híQRGU NBLADIÐ 25 — Orkufrekur Framhald af bls. 19 Ihafi vera 100 þús. kr., en hækka í 180 þús. kr., eftir að afskrifta- tlmabilinu lýkur. Er óhætt að fullyrða, að þetta eru miklu hærri skattar á mann, en nokkurt iðn- aðar- eða framleiðslufyrirtæki ihér á landi borgar nú, enda er Ihér um mjög fjármagnsfrekan iðnað að ræða. Með því verðlagi, sem nú er á alúminium, mundi útflutnings- verðmæti 60 þús. tonna alúmin- íumverksmiðja nema 12S0 millj. kr. Ef gera á sér grein fyrir Ihreinum gjaldeyristekjum af fyrirtækinu, þarf að draga frá Iþessari upþhæð innflutt hráefni, afskriftir, vexti af lánum og ágóða. Kemur þá í ljós, að hrein- ar gjaldeyristekjur af fyrirtæk- inu muni nema 300—3-20 millj. kr. á ári, eftir að verksmiðjan er Ikomin upp í 60 þús. tonna árs- afköst. Við þetta bætast svo þær (gjaldeyristekjur, sem íslending- ar mundu hafa af byggingu verk- smiðjunnar, en þær hafa verið áætlaðar við 600 millj. kr. Á móti Iþessu er rétt að reikna rúmlega helming þess hluta stofnkostnað- ar Búrfellsvirkjunar, sem greiða verður í erlendum gjaldeyri, en hann er ríflega reiknaður á 600 millj. kr. Er hann því varla hærri upphæð en nemur þeim gjaldeyristekjum, sem íslend- ingar ættu að hafa af byggirugu alúminíumverksmiðjunnar sjálfr- ar. Mun því ekki fjarri lagi, að hreinar gjaldeyristekjur af verk- smiðjunni séu reiknaðar nálægt 300 mill. kr. á ári eða um 600 þús. kr. á hvern vinnandi mann. Þegar haft er í huga, að hér er um mjög stöðugan atvinnurekst- ur að ræða, mun sú framleiðslu- ferein vandfundin hér á landi, sem gefur jafnmiklar og örugg- er hreinar gjaldeyristekjur mið- að við þann mannafla, sem við hana er bundinn. Til saman- burðar má geta þess, að heildar- útflutningsverðmæti sjávarút- vegs og fiskvinnslu er varla yfir 300 þús. á vinnandi mann í þeim greinum, en sé allur erlendur rekstrarkostnaður, svo og af- skriftir og vextir af erlendum stofnkostnaði frá talið, munu hreinar gjaldeyristekjur á vinn- andi mann, reiknaður á sama hátt og hér hefur verið igert, varla nema hærri upphæð en 200 þús. kr. Innlendur iðnaður Ég kem þá að enn öðru atriði, sem sérstaklega varðar framtíð íslenzks iðnaðar. Á ég þar við þau tækifæri, sem skapazt gætu til þess, að upp komi í landinu ýmiss konar iðnaður úr alúmin- íum, einkum til innanlandsnot- kunar. Þótt ekkr hafi enn reynzt unnt að kanna þetta mál til neinnar hlítar, finnst mér freist- andi að fara hér um nokkrUm orðum. Öllum íslenzkum iðnrekendum hlýtur að vera ljóst, hve mikils virði það er fyrir alla iðnþróun, að eiga greiðan aðgang að hrá- efnum á jafnlágu — eða lægra verði en keppinautar í öðrum löndum. Slíkrar aðstöðu nýtur íslenzkur iðnaður því miður að- eins í fáum greinum, svo sem í ullar- og skinnaiðnaði, ef vinnslg sjávarafurða er frá talin. Allur málmiðnaður, tré- og plastiðnað- ur og meginhluti fataiðnaðarins verður að sækja hráefni sín til landa keppinautanna, svo að þau hækka í verði a.m.k. sem nemur flutningskostnaði. Hér kemur að sjálfsögðu á móti fjarlægðin frá öðrum löndum og hin náttúrlega vernd, sem það skapar islenzkum iðnaði á innanlandsmarkaði. Sé hins vegar litið til útflutnings, hlýtur aðstaða íslenzks iðnaðar ávallt að verða mjög erfið, nema hann hafi aðgang að hráefnum á jafnlágu eða lægra verði en keppinautar hans erlendis. Frá þessu sjónarmiði gæti bygging alúminíumbræðslu hér á landi haft verulega þýðingu fyrir þróun alúminíumiðnaðar. Verð á hráalúminíum hér á landi ætti þá að verða nokkru lægra en er- lendis, a.m.k. sem útflutnings- kostnaði nemur. Þetta ætti ekki aðeins að skapa góða aðstöðu til samkeppni við innfluttar alúm- iníumvörur, heldur einnig betri aðstöðu til útflutnings en á flest- um öðrum sviðum iðnaðar. í»að er einnig mikilvægt atriði í þessu sambandi, að alúminíum er mjöig samkeppnishæft við margar aðr- ar vörutegundir, sem nú eru fluttar til landsins. Má þar sér- stakiega nefna, að alúminíum ryður sér nú mjög til rúms í byggingariðnaðinum á kostnað stáls og timburs, en auk þess er það í beinni samkeppni við plast og ýmsar aðrar efnistegundir í öðrum greinum, Þegar haft er í huga, að við þurfum að flytja inn bæði timbur Oig stál með há- um flutningskostnaði, má búast við því, að notkun á alúminíum geti orðið almennari á íslandi en í öðrum löndum, enda hefur það mikla kosti sem byggingarefni í íslenzkri veðráttu, þar sem það tærist ekki, auk þess sem styrk- leiki þess miðað við þyngd er mjög mikill. Loks ryður alúrnin- íum sér mjög til rúms í fisk- iðnaðinum. Má þar t.d. nefna alúminíumkassa, þiljur í lestum fiskiskipa, yfirb-’ggingar fiski- skipa og niðursuðudósir. Nú er að sjálfsogðu öllum ljóst, sem til þekkja, að það er hvengi nærri auðvelt að koma á alúmin- íumiðnaði í stórum stíl. Til þess þarf bæði mikið fé, tækniþekk- ingu og greiðan aðgang að mörk- uðum. Hér er þó um miklu auð- veldara verkefni að ræða en byggingu alúminíumbræðslu, og ég tel því fulla ástæða til þess, að íslenzkir iðnrekendur taki sem fyrst til athugunar, hvaða aðgerðir séu líklegastar til þess að stuðla að því að byigging alúm- iníumbræðslu geti orðið til þess að upp rísi hér á landi verulegur alúminíumiðnaður. Er rétt að taka það fram, að Swiss Alúmin- íum hefur lýst sig reiðubúið til þess að aðstoða íslenzka aðila tæknilega við að koma upp slík- um iðnaði. Niðurstaðan af því, sem ég hef rakið um éhrif byggingar alúm- iníumverksmiðju á þróun raf- orkumála, gjaldeyristekjur þjoð- arinnar og iðnlþróunina bendir eindregið til þess, að bygging shkrar verksmiðju mundi hafa mjög mikla þjóðhagslega þýð- ingu. >á liggur næst að spyrja, hverju við þurfum sjálfir að fórna á móti þessum ávinningi. Hér er fyrst og fremst um tvær spurningar að ræða. í fyrsta lagi, hvort það vinnuafl, sem við þurfum að leggja í framkvæmd- ir og byggingu verksmiðjunnar, mundi verða dregið frá öðrum arðbærari frarnkvæmdum hér á landi. í öðru lagi, hvort þær lán- tökur, sem eru nauðsynlegar vegna Búrfellsvirkjunar, mundu draga úr möguleikum íslendinga til þess að fá lán til annarra nauðsynlegra framkvæmda. Mun ég nú ræða þessar spurningar hvora fyrir sig. Vinnsluaflsþörf Mannaflavandamálinu m á skipta í tvennt. Annars vegar vinnuaflsþörf vegna byggingar alúminíumverksmiðju og stor- virkjunar, en hins vegar vinnu- aflsþörf vegna reksturs verk- smiðjunnar, eftir að hún hefur verið byggð. Meginvandamálið í þessu sam- bandi er vafalaust hin mikla mannaflaiþörf til byggingar verk- smiðjuimar og virkjunarinnar, en báðar þessar framkvæmdir þurfa að vinnast samhliða. Bygging virkjunarinnar þyrfti að hefjast í lok þessa árs og verða lokið í árslok 1968. Mesta mannafla- þörf árið 1966 yrðu um 300 manns, 340 árið 1967 og 360 árið 1968. Bygging alúminíumverk- smiðjunnar mundi hins vegar hefjast í árslok 1966, en árið 1967 mundi mannaflaþörf vegna hennar vera komin upp í 320 manns, og komast hæst í 530 sumarið 1968. Allt eru þetta há- marksbölur mannafla á þeim hluta byggingartímans, sem framkvæmdir yrðu mestar. Alls yrði hámarks mannaflanotkunin vegna beggja framkvæmdanna 660 manns árið 1967, en um 890 á árinu 1968. Hér eru með taldir ýmsir erlendir sérfræðingar, sem væntanlega mundu vinna að upp setningu véla og tækja bæði í orkuverinu og verksmiðjunni, svo að hinn íslenzki mannafli yrði nokkru lægri en þetta. Einnig er rétt að hafa í huga, að allmikinn mannafla mundi þurfa til raforkufrnmkvæmda, þótt farin yrði smávirkjanaleið- in. Engu að síður er um mikla vinnuaflsþörf að ræða, og er því nauðsynlegt, að þetta vandamál sé athugað gaumgæfilega og við- eigandi ráðstafanir gerðar, svo að þessar framkvæmdir valdi ekki efnahagslegri röskun. Þær athuganir, sem gerðar hafa verið í þessu efni, benda til þess, að fullkomlega sé unnt að leysa þetta vandamál, ef tekið er tillit til þess, þegar mörkuð er stefnan í fjárfestingarmálum í heild á næstu fjórum árum. í fyrsta lagi er á það að benda, að framboð nýs vinnuafls fer nú mjög vaxandi, þar sem stórir nýir árgangar koma á vinnu- markaðinn á ári hverju. Þannig er gert ráð fyrir því, að fjölgun karlmanna við atvinnustörf á ár- unum 1965—1968 verði 4240, svo að hámain.svinnuaflsþörf vegna þessara framkvæmda á árinu 1968 yrðu um 20% af fjölgun vinnandi karla á næstu 4 árum. Jafnframt er áætlað, að á þessum sömu árum mundi aukning mann afla í byggingariðnaðinum einum nema um 1000 manns, svo að þessar framkvæmdir munu að- eins taka mannafla, sem er inn- an við áætlaða fjölgun í bygg- ingariðnaðinum einum næstu fjögur árin. Ætti því varla að þurfa að draga úr öðrum fram- kvæmdum. Þurfi engu að síður að grípa til sérstakra aðgerða, svo að fram kvæmdirnar hafi ekki áhrif á framboð vinnuafls til atvinnuveg anna væri heppilegasta leiðin sú, að nokkuð yrði dregið úr stærri opinberum framkvæmdum og varnarliðsframkvæmdum þau 2 ár, sem bygging virkjunarinn- ar og alúminíumverksmiðjunnar væri í hámarki. Að sjálfsögðu yrði slíkt þó því aðeins nauðsyn- legt, að sú mikla eftirspurn eftir vinnuafli sem nú er, haldist næstu fjögur árin. Vík ég þá að mannaflaþörf til reksturs alúminíumverksmiðj- unnar, en ekki virðist ástæða til að ætla, að hún muni valda nein- um vandkvæðum. Eins og áður segir, þarf 30 þús. tonna verk- smiðja á að halda innan við 300 manna starfsliði, sem er minna en mörg íslenzk fyrirtæki hafa nú í þjónustu sinni, og nemur þessi fjöldi aðeins um 6—7% af fjöigun vinnandi karla á næstu fjórum árum. Síðari hluti verk- smiðjunnar mundi svo ekki taka til starfa fyrr en nokkrum árum síðar, en þá mundi enn hafa orð- ið mjög veruleg fjölgun vinnandi fólks í landinu. Þegar haft er í huga, hve mikil verðmæti og hve mikinn gjaldeyri vinna þessara manna mundi færa þjóðarbúinu, er vandséð, hvorí hægt yrði að fínna þeim arðbærari verkefni nokkurs staðar annars staðar í atvinnulífinu. Hér er auk þess ekki um að ræða faglærða menn, nema að litlum hluta, heldur fyrst og fremst ófaglært fólk, sem verksmiðjan mundi þjálfa til sérstakra starfa á svipaðan hátt og átt hefur sér stað í Áburðarverksmiðjunni og Sem- ents verksmið j unnL Erlendar lántökur Ég kem þá að síðari spurning- unni, sem ég varpaði fram áðan, það er að segja, hvort hinar miklu lántökur til Búrfellsvirkj- unar muni draga úr öðrum mögu leikum íslendinga til þess að fá lánsfé til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Slíkt er að sjálfsögðu aldrei hægt að meta, svo að óyggjandi sé, en í endurteknum viðræðum, sem við höfum átt við Alþjóðabankann og aðrar lánastofnanir erlendis, hef ég komizt að þeirri almennu niður- stöðu, að lántökur til Búrfells- virkjunar, er seldi raforku til alúmjníumverksmiðju samkvæmt bindandi sölusamningi til margra ára, mundi alls ekki takmarka aðgang annarra atvinnuvega þjóð arinnar að erlendu lánsfé miðað við það, sem ella mundi vera. Meginrökin fyrir þessari skoð- un eru þau, að alúminíumverk- smiðjan mundi skapa þjóðarbú- inu öruggar tekjur í erlendum gjaldeyri, er væru langt umfram það, sem þyrfti til endurgreiðslu á vöxtum og afborgunum af lán- um til virkjunarinnar. Þessar tekjur mundu auk þess að veru- legum hluta vera í formi samn- ingsbundinnar skuldbindingar af hálfu mjög trausts erlends fyrir- tækis, en sú skuldbinding mundi geta staðið sem trygging fyrir þeim lánum, sem Islendingar þyrftu að taka til virkjunarinn- ar. f>að væri því fyrst og fremst verið að nota lánstraust hins er- lenda fyrirtækis. en ekki íslend- inga sjálfra í þessu sambandi. Þar að auki er á það að benda, að íslendingar mundu ekki sleppa við að taka stórar fjár- hæðir að láni erlendis til virkj- anaframkvæmda á næstu árum, jafnvel þótt hætt væri við bygg- ingu alúminíumverksmiðju. — Verði farið út í smávirkjanir, mundu lánin að vísu verða smærri og dreifast á fleiri ár, en til lengdar yrði lánsfjárþörfin líklega litlu minni, þar sem ráð- izt yrði í óhagkvæmari virkjanir, Þessar lántökur yrðu hins vegar eingöngu að vera út á lánstraust íslendinga sjálfra, enda mundu slíkar virkjanir ekki skapa nein- ar nýjar gjaldeyristekjur. í rauninni finnst mér lig-gja mjög nærri að álykta eftir þær athuganir, sem ég hef getað gert erlendis í þessu efni, að það mundi auka traust íslendinga út á við og þar með möguleika þeirra til að fá lán til anrtarra arðbærra íramkvæmda, ef þeim tækist að hrinda máli þessu í framkvæmd. Koma þar bæði til áhrifin af því, að nýjum stoðum hafi verið rennt undir gjaldeyris- öflun bjóðarinnar með byggingu alúminíumverksmiðju, og svo hitt að Alþjóðabankinn hafi sýnt íslendingum það traust að veita þeim lán til svo stórbrotinna framkvæmda. sem hér um ræðir. Lokaorð Ég er nú kominn að lokum þessa erindis. Tilgangur minn hefur ekki verið sá að gera grein Akranesi, 18. marz. HÉR í bæ er haldinn bæjar- stjórnarfundur í 3. viku hvers mánaðar. Á síðasta bæjarstjórn- arfundi var endanlega gengið frá fjárhagsáætlun bæjarins 1965. Tekjur eru áætlaðar 28,7 milljónir. Helztu tekjuliðir eru: Útsvör 17,9 millj., Aðstöðugjöld 3,4 millj. frá jöfnunarsjóði 4,5 millj. og fasteignaskattur 2 millj. kr. Gjöldin eru: Stjórn kaupsta'ðar ins tæp 1,9 millj. Stærsti liður þar er laun fastra starfsmanna fyrir stöðu þessa máls í smáatrið- um, né heldur að rekja þau marg víslegu samningsvandamál, sem upp hljóta að koma í sambandi við ,það og geta ráðið úrslitum um endanlega niðurstöðu þess. Það sem fyrir mér hefur vakað, er að bregða upp mynd af stöðu Islands varðandi framtíð orku- freks iðnaðar hér á landi og gera grein fyrir þeim tækifærum, sem líklegt er, að þar séu nú fyrir hendi. Ég er í engum va-fa um það, að orkufrekur iðnaður gæti átt miklu hlutverki að gegna í efnahagslegri framþróun þjóðar- 7 innar á komandi árum. En það er í þessu máli eins Og öðrum, að fyrstu skrefin eru alltaf erfiðust, því að þá fer saman bæði stórt fjárhagslegt átak og tortryggni í garð þess, sem er óþekkt. Sem betur fer hefur það ekki verið einn af veikleikum íslendinga undanfarna áratugi að forðast nýjungar, og þróun sjávarútvegs- ins og fiskiðnaðarins bezt dæmi um það. enda byggist velmegun þjóðarinnar í dag ekki hvað sízt á þeirri dirfsku og dugnaði, sem hún hefur þar sýnt. En það væri hörmulegt, ef menn drægju þá ályktun af afrekum þjóðarinnar í þeim greinum, sem fyrir eru í landinu, að nú sé nóg komið af nýjungum og engin þörf frekari' fjölbreytni í atvinnulífi þjóðar- innar. Sízt af öllu má slíkur hugs unarháttur verða til þess, að menn loki augunum fyrir raun- verulegum rökum í þessu máli. íslendingar eru vaxandi þjóð. Á næstu 10 árum mun vinnufæru fólki fjölga að meðaltali um yfir 2000 á ári. Það er því skylda okk- ar að athuga til hlítar öll tæki- færi, sem gefast til að skapa arð- bæra atvinnu og efnahagslegt ör- yggi fyrir kynslóðir framtíðar- innar. Fyrir utan hin gjöfulu en oft duttlungafullu fiskimið, er vatnsorkan ein þeirra fáu auð- linda, sem við erum enn sem komið er, ríkari af en flestar þjóðir aðrar. En sá auður verður okkur því aðeins mikils virði, að við höfum vilja og þor til að nýta hann þegar raunhæf tæki- færi gefast. 1,07 miilj. Höfnin 1,4 millj. fram- færslumál 960 þús. lýðtrygging- ar 5.022 millj. Menntam-ál helztu liðir: Barnaskólinn 1.791 þús. Gagnfræðask. 1.430 þ., Iðnskólinn 477 þús., Bjarnarlaug 725 þús., Bókasafn 270 þús, heilbrigðismál 185 þús, löggæzla 1.451 þús, brunamál 320 þús, þrifnaður 905 þús., styrkir ýmisskonar 837 þús. Tekjur hafnarsjóðs eru áætla’ð- ar 4.400 þús., tekjur vatnsveitu 1.340 þús. og tekjur Rafveitu Akraness 10.420 þús, — Oddur. Óhemju mikill fiskur hefur borizt til Ólafsvíkur að undanförau og hefur orðið að senda hluta aflans til Akraness til vinnslu. — Myndin var tekin í Hraðfrystihúsi Kirkjusands, Ólafsvík, af Ein- ari Magnússyni. Fjáa'KcgsáæSlun Akranesshaupstadar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.