Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. marz 1965
Erlendur Jónsson:
UM BOKMENNTIR
ísland og Norðurlönd
i
BJARNI JÓNSSON’, sá er rektor
var í Skálholti á seinni hluta
ótjándu aldar, kvað upp úr með
það álit sitt, að íslendinigar legðu
niður sína gömlu feðratungu og
tækju í staðinn upp dönsku sem
þjóðmál.
„Ég álít það ekki aðeins ónauð-
•ynlegt, heldur einnig mjög baga-
legt, að íslenzku máli sé við hald-
ið,“ sagði hann.
Færði þann þau rök fyrir máli
■ínu, að íslendingar hefðu- verið
mikils metnir til forna, meðan
þeir töluðu sömu tungu og aðrir
Norðurlandabúar. Nú væru þeir
hins vagar lítils metnir af öðrum
þjóðum sakir málfarslegrar ein-
angrunar.
Eflaust hefur uppástunga
Bjarna rektors verið sprottin af
góðum hvötum. Fráleitt hafa
nokkur annarleg sjónarmið
blandazt þar við, þó okkur, sem
nú lifum, þyki hugmynd hans
fjarstæð eða jafnvel fáránleg.
í tíð Bjarna rektors var ís-
lenzka ekki töluð og skilin af
fleirum en þeim fjörutíu til
fimmtíu þúsund hræðum, sem þá
hjörðu í landinu. Og satt að segja
voru ekki horfur á, að sú tala
breyttist til hækkunar í fyrirsjá-
anlegri framtíð.
Högum þjóðarínnar var svo
háttað, að menn gerðu sér enigar
gyllivonir um framtíð íslenzkrar
menningar. Fáir munu hafa gert
sér í hugarlund, að ísland yrði, að
hálfri annarri öld liðinni, sjálf-
stætt ríki með vaxandi þjóð.
Sömuleiðis er ósennilegt, að
hvarflað hafi að mönnum, að
sjálft Danaveldi yrði á sama tíma
lítils megandi smáríki og dönsk
tunga yrði ekki í hinum stóra
heimi gizka meira metin en ís-
lenzkan.
í>að er hægt að hugsa sér, að
ekki hefði þurft nema eindreginn
vilja og viðleitni nokkurra kyn-
slóða á íslandi til að leggja nið-
ur íslenzkuna og tileinka sér
dönsku. Ólíklegt er þó, að upp
hefði verið tekin hrein danska.
Útkoman hefði líklega orðið ein-
hvers konar skandínavíska, sem
hefði í hagstæðasta tilfelli skil-
izt á Norðurlöndum, það er
danska með íslenzkum framburði,
eins og einn af ráðherrum okkar
komst að orði nýlega.
Setjum svo, að þetta hefði gerzt
— að við töluðum nú skandína-
vísku í stað íslenzku, þannig að
við gætum fyrirhafnarlítið skilið
Dani, Norðmenn og Svía og látið
þá skilja okkur á svipaðan hátt
otg þeir skilja hver annan inn-
byrðis.
Væri okkur betur borgið með
slíka skandínavísku? Mundi
rödd okkar heyrast betur? Væri
tekið meira mark á okkur? Vær-
um við meira metnir sem þjóð?
Fylgdumst við betur með þvi,
sem gerist í heiminum?
Þessum spurningum er óger-
legt að svara. Gagnslaust er að
gizka á, hvað orðið hefði við ein-,
hverjar ólíkar aðstæður. Og þó.
Mörg smáþjóðin hefur glatað
tungu sinni oig tekið upp tungu
voldugri nágrannaþjóðar. Og
hvað hefur þá ekki gerzt? Smá-
þjóðin hefur um leið sogazt inn
í stærri heildina. Stærri þjóðin
hefur gleypt hana, eins og stór-
fiskur gleypir smáfisk.
í því sambandi freistast maður
að minna á örlög eyjanna norður
af Skotlandi, enda hefur oft verið
til þeirra vitnað — einmitt í
þessu sambandL
n
Á Norðurlör.dum eru nánust
menningarleg samskipti með
Dönum, Norðmönnum og Svíum.
Nálæigðin veldur nokkru. Samt
hygg ég, að skyldleiki tungumál-
anna valdi þar enn meira. Þess-
ar þjóðir njóta óumdeilanlegra
þæginda að nota hver sitt mál
innbyrðis.
Finnar og fslendingar standa
utan þessa hrings. A norrænum
þingum og ráðstefnum þykir
sjálfsagt, að þeir notizt við eitt-
hvert hinna þriggja rnála,,
dönsku, norsku eða sænsku. Það
veldur þeirri óhjákvæmilegu
fyrirhöfn, að Finnar og fslend-
ingar verða að kenna í skólum
sínum eitthvert þessara þriggja
mála og eyða þar með dýrmætum
námstíma, sem hinar þjóðirnar
geta notað til annarra þarfa. fs-
lendingar og Finnar stæðu jafnar
að vígi, ef mál þeirra væru jafn-
aðgengileig hinum þrem og skild-
ust í öllum löndunum.
Margur islenzkur ferðamaður
mundi telja það ekki lítið hag-
ræði að mega tala sína eigin
tungu um alla Skandínavíu, eins
og var til forna. Maður væri eins
og heima hjá sér, hvar sem mann
bæri niður á þeim slóðum. fs-
lenzk skáld gætu flutt kóngum
kvæði, ef kóngar kynnu að meta
bragsmíð.
Þá má vera, að einhverjir
teldu okkur mundu standa betur
að viigi í handritadeilunni, ef
Danir skildu hvert orð, sem hér
er skrifað og sagt um það mál. Og
fleira mætti telja.
En það má líka setja dæmið
öðru vísi upp. Ósennilegt er, að
nokkrum íslendingi kæmi nú til
hugar að krefjast handritanna, ef
við gætum ekki fremur en Danir
lesið þau fræði, sem þar eru
skráð. Þá gilti einu hvar þessar
fornu skinnbækur væru geymd-
ar. Handritamálin hefði aldrei
komizt á dagskrá.
Þjóðernisvakning hefði hér
engin orðið á nítjándu öld. Fjöln-
ismenn hefðu látið nægja að
skrifa um hreppana á fslandi og
göturnar í Reykjavík.
Ég hygg, meira að segja, að fs-
land væri ekki enn orðið sjálf-
stætt ríki, hvað þá meira. Hér
væri enginn háskóli, ekkert þjóð-
leikhús, ekkert innlent ríkisút-
varp, ekkert menntalíf, að heitið
gæti, aðeins kuldalegar verstöðv-
ar með ströndum fram og hverf-
andi eymdarbúskapur í sam-
göngulausum sveitum. íbúafjöld-
inn stæði í stað, þegar bezt léti.
Þeir fáu, sem efni hefðu á
langskólagöngu, hyrfu til náms
í Danmörku. Og þaðan ætti fæst-
ir þeirra afturkvæmt. íslending-
ar væru því verr settir en Fær-
eyingar eru nú, sem þeir væru
lenigra frá höfuðstað sínum og
hámenntasetri.
Sem þjóð værum við ekki
teljandi betur staddir en á
átjándu öld. Þá hillti undir forn-
öldina með „feðranna frægð“. Nú
væri hún komin í hvarf. Hér væri
ekkert framundan nema einangr-
að og menntasnautt mannlíf á
hjara veraldar.
En óþarft er að fjölyrði meir
um það, sem aldrei varð. Ekki
skulum við heldur hneykslast á
uppástungu Bjarna rektors. Það
er of seint, hafi hann nokkurn
tíma átt það skilið.
Við skulum heldur virða fyrir
okkur, það sem er.
Hver er staða íslenzkunnar á
okkar dögum? Er hún ekki jafn-
einangrað mál og hún var á
átjándu öld? Getum við kannski
hugsað svo hátt, að hinar Norður-
landaþjóðirnar taki að læra hana
í svipuðum mæli og við lærum
þeirra mál?
Þannig mætti lengi spyrja, án
þess að svara sé að vænta. Síð-
ustu spurningunni, hygg ég þó að
flestir mundu svara afdráttar-
laust neitandi og minna um leið
á þær gamalkunnu staðreyndir,
sem hnýtt er aftan í flestar ræð-
ur um íslenzk þjóðernismál —
sem sé fjarlægð og fámenni. Þau
órð eru ótrúlega máttug.
En það er skammsýni að ein-
blína á líðandi stund. Éikkert
hefur staðið í stað síðustu öld-
ina. Ef aðstæður og viðhorf
breytast viðlíka næstu hundrað
árin —t okkur í hag — hví þá ekki
að láta eftir sér að vera bjart-
sýnn?
Það er að vísu rétt, að fjarlægð
og fámenni valda því, að okkur
er erfiðara en flestum öðrum að
koma á framfæri menningar-
verðmætum okkar og afla þeim
viðurkenningar með öðrum þjóð-
um. En þá verður einnig að við-
urkenna, að við höfum lítið að-
hafzt í þeim efnum, enn sem
komið er. Hingað til höfum við
bundið von okkar við frumkvæði
annarra þjóða í okkar þágu. Við
höfum talið, að hugsanlegt eigið
framtak yrði svo lítils megnugt,
að betur væri heima setið en af
stað farið.
Ekki er því að nsita, að fá-
mennið háir íslenzkum bóka-
markaði, til dæmis, þó íslending-
ar teljist nú fjórfalt fleiri en á
átjándu öld.
Fáir s'kilja mál okkar utan ís-
lands. Þó skipta þeir tugum þús-
unda, ef allt er tíundað. Ber þá
fyrst að telja nokkur þúsund eða
tuigþúsund manns í Vesturheimi,
íslenzka útflytjendur og afkom-
endur þeirra þar í álfu. Nokkur
þúsund Færeyingar, sem hérhafa
dvalizt um lengri eða skemmri
tíma skilja og tala íslenzku.
Þá má telja fáein þúsund fs-
lendinga, sem flutzt hafa til
fastrar búsetu erlendis. Útlend-
ingar þeir, sem lagt hafa stund
á íslenzku, eru á hinn bóginn
fáir og þar að auki dreifðir um
allar jarðir.
Láta mun nærri, að saman-
lagður fjöldi þeirra, heima og er-
lendis, sem mæltir eru að læsir á
íslenzka tungu, nemi rífum tvö
hundruð þúsundum.
Möguleikar íslenzks bókamark
aðar takmarkast við þann mann-
fjölda. Láig er sú tala á mæli-
kvarða milljónaþjóða. Hins veg-
ar má vera, að Bjarni rektor
hefði endurskoðað uppástungu
sína, ef hann hefði haft hugboð
um svo margfaldan framgang
síns lítilsvirta móðurmáls.
Hér á landi koma árlega á
markaðinn bókatitlar, svo hundr-
uðum skiptir, auk tímarita, viku-
blaða, dagblaða og annars les-
máls. Flestar bækur munu vera
prentaðar í eitt til þrjú þúsund
eintökum. Sum blöð og tímarit
eru gefin út í stærra upplagi.
En íslenzkir bóka og blaðaút-
gefendur njóta ekki einokunar
með vöru sína. Þeir eiga við sam-
keppni að stríða. Fjöldi íslend-
inga les erlend mál, einkum
ensku, Norðurlandamál, þýzku
og frönsku.
Hér er á boðstólum gnótt bóka
og blaða á öllum málum, sem hér
eru lesin að gagni. Enskar ame-
rískar og skandinavískar bækur
þekja heila veggi bókabúða.
Amerísk myndablöð eru eftirsótt.
Og dönsk heimilisblöð kváðu
vera einkar vinsæl. Allt er þetta
mikið keypt.
Menntamenn sumir, sem num-
ið hafa erlendis, halda trygigð við
bókmenntir þeirrar þjóðar, sem
þeir námu af, eftir að heim kem-
ur. Unglingar, sem orðnir eru
stautfærir á ensku, pæla í gegn-
um enska og ameríska reyfara
og hyggjast með því slá tvær
flugur í einu höggi: hafa nokkra
skemmtun af, um leið oig þeir
verða læsir á heimsmál, sem þeir
telja sig ekki mega án vera.
Metsölubækur heimsfrægra höf-
unda seljast hér á frummálunum
í hundruðum eintaka.
Ekki veit ég, hversu mikið er-
lendar bækur og blöð seljast hér
á móti innlendu lesefni. En ég
gizka á, að það hlutfall sé hreint
ekki svo lágt.
Hvernig standa íslenzkir út-
gefendur að vígi gagnvart þessu
útlenda bókaflóði? Hvað er að
segja um verzlunarjöfnuðinn á
þessu sviði? Eru íslenzkar bækur
og blöð flutt út til jafns við það,
sem inn er flutt af sama efni?
Ekki alveg. Útflutningur is-
lenzks lesefnis er nokkuð, sem
ekki þekkist. Möguleiki á slíkum
útflutningi er varla orðaður,
hvað þá meir. íslendingar hugsa
ekki svo hátt, enn sem komið er.
íslenzkur bókamarkður einskorð-
ast við heimalandið.
Mér er að vísu kunnugt, að
einn útgefandi reyndi lítillega
fyrir sér um bókasölu til Vestur-
Islendinga í Ameríku. En árang-
ur þeirra tilrauna varð alls eng-
inn.
Líklega gegnir sama máli um
íslendinga, sem flutzt hafa til
fastrar búsetu í öðrum löndum;
þeir kaupa ekki islenzkar bækur.
Færeyingar, sem hér dveljast,
kaupa eilítið af íslenzku lesefni.
Sennilega eru þeir einu útlend-
ingarnir, sem það gera. Ætli við
mættum ekki gefa því örlítið
meiri gætur?
Færeyinigar eru ekki aðeins
fiskiþjóð. Þeir eru líka bókaþjóð.
Sagt er, að þeir hafi lært margt
af okkur um fiskveiðar. Og hví
skyldu þeir ekki eins gefa gaum
að bókmenntum okkar.
Við þurfum að koma á fót
bókasafni í Þórshöfn í Færeyjum.
Þar mætti jafnframt vera að-
staða til að flytja fyrirlestra um
íslenzk málefni og sýna íslenzkar
kynningarmyndir. Þess konar
smámenntastofnun yrði varla svo
dýr, að okkur drægi um kostn-
aðinn. Árangurinn kynni að
verða sá, að íslenzkur bókamark-
aður næmi þar land, áður en
langt um”liði.
Á Norðurlöndum mættti líka
kynna íslenzkar bókmenntir stór-
um betur en gert hefur verið
hinigað til.
Nýlega ákváðu Norðmenn að
kenna íslenzku í norskuna
menntaskólum í stað forna máls-
ins, sem þeir kalla gammelnorsk.
í þeirri ákvörðun felst viðurkenn
ing, hvað sem úr framkvæmdum
verður. Vera má, að vinum okk-
ar Norðmönnum fari þá að skilj-
ast, að íslertzkar fornbókmenntir
eru íslenzkar og ekkert annað, að
þær voru samdar af íslendingum
á íslandi og hvergi annars staðar.
Fyrir skömmu rakst ég á tíma-
ritsgrein eftir norskan mennta-
mann. Greininni fylgdi mynd af
islenzku skinnhandriti, sem
geymt er í Kaupmannahöfn. í
texta þeim, sem myndinni fyligdi,
var þess getið til skýringar, að
handrit þetta væri fært í letur af
íslenzkum — skrifara!
En hvar í veröldinni hafðl
sjálft ritið verið samið? Hvaða
þjóð lagði til andann í verkið; og
höfundinn?
Að því var ekki vikið einu
orði í umræddum skýringar-
texta.
Þetta kemur heim við það, sem
lesa má í fjölmörgum norrænum
fræðibókum, að hlutur fslend-
inga í norrænum fornbókmennt-
um hafi einkum verið sá, að þeir
hafi „uppteiknað" þær á móður-
máli sinu.
í sumum ritum eru fornbók-
menntir okkar kallaðar „fælles-
nordisk litteratur". Um hand-
ritin er sagt, að þau séu „ned-
skrevet pá Island“.
Danir eru svo kómískir, að
Egil okkar á Borg kalla þeir nú
bara Egil Skallegrimsen; rétt
eins og hann hafi verið danskur
bruiggari eða sútari.
Sú staðreynd, að frændur okk-
ar á Norðurlöndum meta okkur
ekki eins og við þykjumst eiga
skilið, mun vera meginástæðan
til þess, undirvituð að vísu, að
hér er ekki lengur móðins að
vera kominn af Noregskóngum
og Óðni. Nú stritast menn við
að halda því fram, að skáld-
hneigð íslendinga með meira sé
runnin frá írum.
Sumum hafa sárnað þau lítils-
virðingarorð, sem danskir vís-
indamenn hafa viðhaft um okkur
upp á síðkastið vegna handrita-
málsins. En þeim er vorkunn.
Mér þætti næstum óeðlileigt, að
Danir skiluðu handritunum orða-
laust. Bægslagangur fáeinna
Framh. á bls. 20
HEMILL
nýkomið úrval varahluta í
COMMEK, HILMAN & SINGER.
Bremsuborðar Startkransar
Bremsuslöngur Startbendixar
Bremsuniplar Startrofar
Hjóldælur Hraðamæiissnúrur
Höfuðdælur Hosur
Hjóldælusett Þurrkublöð
Höfuðdælusett Pakkdósir
Loftniplar Hurðarhúnar
Kóplingsdælur Mótorlegur
Kóplingskol Stimpilhringir
Kóplingspressur Gírkassapúðar
Stýrisendar Fjaðrafóðringar
Spindilkúlur Vatnsdælusett
Handbremsubarkar Vatnslásar
Gírkassahlutar Straumlokur
Startarar Platínur
Dínamóar Þéttar
Háspennukefli Kveikjulok
Hjöruliðir Stenfuljósarofar
Viftureimar
Sendum gegn póstkröfu hvert á Iand sem er.
HEMILL
Elliðaárvog 103 — Sími 35489.