Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 32
l/envrootf
CHEF
K>r|5W#fei(3i|^
69. tbl. — Þriðjudagur 23. marz 1965
Sflag/wtt/
Ketla brann til
grunna
asamt 400 hænuungum
og ýmsum verðmætum
Hellu, 22. marz.
AÐFARANÓTT laugard. brann
íbúðarhúsið að Ketlu á Rangár-
völlum, ásamt gömlu fjósi og hey
blöðu, sem áföst voru húsinu. í
fjósinu brunnu inni 400 hænu-
ungar. l>á brunr.u einnig ein-
hverjar birgðir af fóðurbæti og
fleiri vevðmæti. Ekkert fólk hef
ur búið í Ketlu í vetur, en Sand-
græðslan í Gunnarsholti leigir
jörðina og hefur þar sauðfé og
nautgripi. Þegar starfsmenn
Gunnarsholts komu til gegninga
á laugardagsmorgun, voru áður-
greind hús brunnin til grunna.
Einn af starfsmönnum Sand-
græðslunnar, Birgir Jónsson,
hugðist hefja búskap í Ketlu í
vor og hafði hann flutt hænu-
ungana þangað ásamt fóðurbætin
um. Einnig brann þarna hluti af
Bjarndýirsslóð
á Melrakka-
sléttu ?
FRIÐbJÓFUR Þorsteinsson |
frá Raufarhöfn var í gær á ,
ferð milli bæjanna Skinna-
lóns og Rifs, nyrzt á Meirakka '
sléttu. Taldi hann sig hafa séð I
slóð eftir bjarndýr utan af isn i
um á land upp og yfir ísi lagt .
vatn, sem þarna er. Hríð var '
í gær, skyggni vont og fennti |
I slóðir, svo að ekki var tekið |
að huga að þessu fremur fyrr ,
en í dag. Þá fór Guðmundur'
Magnússon, bifreiðarstjóri, og I
gekk með byssu milli bæjanna |
en varð einskis var.
E. J.
„Opið hús“ hjá
Heimdalli í kvöld
í KVÖL.D verður hið nýja fé-
lagsheimili Heimdallar opið í
fyrsta skipti, en það var vígt síð-
astliðinn þriðjudag, svo sem
kunnugt er. Síðan hafa verið
haldin nokkur kynningarkvöld
dyrir skólanemendur, og hafa
þau heppnazt mjög vel. Veitingar
verða seldar vægu verði. Ungu
fólki er bent á að koma og skoða
þessi nýju salarkynni, en þau
verða opin frá kl. 8.
húslóð Helga Hannessonar, sem
lengi var ráðsmaður í Ketlu. —
Ibúðarhúsið var 35 ára gamalt,
að mestu úr steini, en gólf og
milliveggir úr timbri. Viðgerð
stóð vfir á húsinu um þessar
mundir.
Rafstöð var í Ketlu og var hún
í gangi um nóttina, vegna hJenu-
unganna. Er talið, að kviknað
hafi í út frá rafmagni.
Ketla er eign Rangársands s.f.
en aðaleigandi þess fyrirtækis er
Vilhjálmur Þór.
Húsin, hænsni, fóðurbætir og
húsmunir voru vátryggð.
J. Þ.
Vaxandi ísrek
Raufarhöfn, 22. marz.
í GÆR og nótt tók talsverðan
ís að reka upp að landi norðan
Melrakkasléttu og er nú land
föst spöng milli Rifstanga og
Hraunhafnartanga. Hins vegar
mun isinn ekki ná langt út,
þar sem Stapafell sigldi vest-
ur um í morgun og Herðu-
breið er á leið austur um frá
Akureyri í dag.
E. J.
Vatnsskortur
á Akranesi
Akranesi, 22. marz.
NÍU STIGA frost var hér niðri
í bænum kl. 7:30 í morgun. Berja
dalsá er að verða þurr. Kl. 19:30
í gærkvöldi varð vatnslaust í bæn
um og hélzt það ástand í alla
nótt. Kl. 2 í dag fór að fást vatn
á efri hæðum húsa hér í bænum.
Starfsmenn Akranesbœjar unnu
í allan nótt við að hreinsa burt
íshröngl, sem sezt hafði á botntn
inn og síurnar í vatnsgeymi bæj-
arins uppi í Berjadalsárgljúfrum.
Haldi þurrkarnir og frostið lengi
áfram, er ekki annað sjáanlegt
en að tilfinnanlegur vatnsskort-
ur verði á Akranesi. — Oddur.
Snarræii 13 ára telpu
bjargaii litlum dreng
— úr vók á Akureyrarpolli
Akureyri, 22. marz.
ÞRIGGJA ára drengur, Bjarni
Hallgrímsson, Strandgötu 41, var
mjög hætt kominn í dag, er
hann fór niður um ís á Akur-
eyrarpolli. Snarræði 13 ára
telpu, Gíslínu Benediktsdóttur,
ísinn rekur inn Þistilf jörð
>ór#iöfn, 22. marz — ís er nú
kominn inn á Þistilfjörð og nær
ísspöngin þvert yfir fjörðinn inn
að miðju, en ísbreiðan er á
hraðri leið inn.
Hér á legunni liggja 4 bátar,
um 18 tonn að stærð, og verð-
um við að vona að ísinn komi
ekki inn að þeim. Hér er en.g-
in höfn til að Doka fyrir, enda
engin tæki til þess — Birgir
Dagur Loftleiða á Kastrup
flugvelli í Kaupmannahöfn
Einkaskeyti til Mbl. frá
Rytgárd.
ROLLS ROYCE 400 fíugvél
Loftleiða, Vilhjálmur Stef-
ánsson, var í dag sýnd full-
trúuim ýmissa ferðaskrifstofa
í Kaupmannaihöfn, blaðamönn
um og fulltrúum annarra
Cugfélaga, sem Loftleiðir eiga
samskipti við hér í borginnL
Buðu Loftleiðir til kynnis-
ferðar yfir Kattegat til Ála-
borgar og yfir Jótland og
Fjón og aftiur til Kaupimanna
(hafnar. Ferðin tók klukku-
stund og liuku menn miklu
lofsorði á fliuigvélina og
f ramm i.s t öóu hennar. (Með
Kynntu þar RR-400 flug-
vélar sínar í gær
vélum þeim sem SAS notar á
innanlandsleiðum í Dammörku
tekur ferðin frá Kaupmanna-
höfn til Álabargar nærri
klukkustund, svo munurinn
er mikill). Veður var eins og
bezt varð á kosið, bjart og
vorlegt, glaða sólskin og far-
þegar, sem voru svo margir
að vélin stóra var nærri fuli-
skipuð, nu.tu ferðarinnar í rík-
um mæli.
Tekið var til þees að fíug-
félagið SAS sendi á vettvang
háttsetta fulltrúa sina þó far-
arstjóri Danmerkiudeildarinn-
ar, Johannes Nielsen, hetfði
sjáifur sent afboð og sagt
sér þætti miður að geta ekki
komið, en hann ætti einmitt
að standa fyrir svipaðfi kynn
ingu á vegum félags síns þenn
an dag. Það var lýðum IjÓ6t,
að SAS gerði ekkert það er
spillt gæti fyrir kynxúng'U
Framh. á bls. 2
varð til að bjarga lífi hans á
síðustu stundu.
Bjarni litli var að leika sér
á þríhjóli á isnum sunnan við
Oddeyri ásamt nokkrum litlum
börnum, þegar hann hjólaði út
á mjög veikan ís, þar sem frá-
rennslið frá Hríseyj argötu kem-
ur fram í sjóinn, en þar verður
jafnan afæta. Fór hann á bólakaf
en enginn fullorðin nálægur.
1 þessuim svifum kom 13 ára
telpa, Gíslína Benediktsdóttir,
Strandgötu 43, út úr húsinu núm
er 41, þar sem foreldrar Rjarna
litla búa og var á leið heim til
sín. Sá hún þá af tilviljun, hvar
barnshöfuð var að sökkva í vök-
inni og hljóp umsvifalaust út
á ísinn barninu til hjálpar, þar
til ísinn brast undan henni og
hún stóð í mitti í ískölduun sjón-
urn. Var Bjarni litli þá alveg
sokikinn, a.m.k. í annað sinn og
var að berast inn undir ísskör-
ina. Gíslína náði til hans og
hélt honurn upp úr sjó, en gat
ekki komið honum upp á skör-
ina, því að ísinn brotnaði alltaf
undan þunganum.
Nú átti Ottó Snæbjörnsson,
blikksmiður, leið um Strandgöt-
una í bíl sínum og verður litið
fram á ísinn. Sér hann strax,
að þar er eitttwað óvenjulegt
að gerast, stöðvar bílinn, snax-
Framh. á bls. 2
r
Isstaðan breytist
lítið
Samkvæmt upplýsingum frá
Jónasi Jakobssyni, veðurfræð-
ingi, var vindur hægur í gær og
engar stórbreytingar á stöðu íss-
ins fyrir norðan landið.
Kl. í gærdag sagði í skeyti
frá Grímsey, að samfelld is-
breiða sæist frá norðvestri til
austurs, 4 til 6 sjómiílur undan
landi, og ræki til suðvesturs.
Norðanátt var þá í Grímsey.
Stapafell tilkynnti um kl. 4 í
gærdag mikið ísrek á siglinga-
leið, margar ísspangir, frá Rauf-
arhöfn vestur fyrir Melrakka-
sléttu. Væri siðasta ísspöngin 15
sjómúlur vestur af Rauðunúpum,
í gærmorgun sást ísbreiða eins
langt og skyggni leyfði frá Hom
bjargsvita.
Slæmar horfur
um Donwood
ILLA horfir nú um björgun
skozka togarans Donwoods, sem
strandaði í Vestmannaeyjum og
situr fastúr i fjörugrjótinu við
Heimakiett, þar sem kominn var
austan kaldi í gær og nokkuð tek
ið að brjóta á skipinu.
Landhelgisgæzlan lýsti því yf-
ir í síðustu viku, að vonlaust
væri að ná skipinu á flot, enda
hafa grjóthnullungar gengið
gegnum kjöl togarans og hann
hálffuilur af sjó.
Á sunnudag kom til Eyja lítið
norskt björgunarskip, Ajilleas,
sem eigendur og vátryggjendur
Donwoods höfðu hvatt á vett-
vang. Lá björgunarskipið aðgerð
ariaust i Frjðarhöfn í gær og
litlar horfur á þvi, að veðrið bata
aði í dag