Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 23. marz 1965 MORCUNBLAÐIÐ Halldór Gröndal og Ib Wessman. Talið frá vinstri: Geir Zoega, IMýir framkvæmda- sijórar IMausts ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Geir Zoega yngri og Ib Wessman taki við framkvæmdastjórn veitinga- hússins Nausts h.f. af Halldóri Gröndal, sem verið hefur for- stjóri þess frá stofnun, en er nú ráðinn framkvæmdastjóri Ice- land Food Centre í London, eins og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu. Geir Zoega mun hafa prókúru- timboð í fyrirtækinu og sjá um öll fjármál þess. Hann er einn af eigendum Nausts og hefur setið í stjórn þess frá byrjun. Ib Weiss man mun verða verklegur fram kvæmdastjóri Nausts, en hann hefur um nokkurra ára skeið ver ið yfirmatsveinn veitingahússins. Geir Zoega og Ib Weisman munu taka við stjórn Nausts, er Halldór fer utan í sumar. — / Viet Nam Framhald af bls. 1 Útvarpið í Hanoi sagði í dag að Bandaríkin og S-Vietnam- stjórn beittu „eiturefnum" í styrjöldinni við Viet Cong í Suð- ur-Vietnam. Sagði útvarpið að „eiturefnum“ þessum hefði ver- ið dreift yfir mörg þorp í Ven Tre-héraðinu og hefðu yfir 30 manns veikzt og tré fellt laufið. Sagði útvarpið að 27. febrúar sl. hefði „marglitum blöðrum með eiturefnum" verið dreift yfir þorpið Tharxh Phuoc í héraðinu Mac Hoa og hefði barn, er hand- samað hefði slíka blöðru, þegar í stað bólgnað upp í andliti og feng ið mjög slæman höfuðverk. Sagði útvarpið, að Bandaríkjamenn og leppar þeirra í S-Vietnam hefðu dreift svipuðu eiturefni þrisvar sinnum í héraðinu Quang Nam og fjöldi fólks veikzt en upp- skera og gróður allur skaddazt mikið. Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í Saigon í dag, að beitt hefði verið gasi í baráttunni við skæruliða Viet Cong og sagði að einkum hefði gas þetta, sem væri svipað táragasi, verið not- að í hernaðinum undanfarið, þar sem S-Vietnamstjórn vildi forð- ast mannfall óbreyttra borgara, er skæruiiðar leyndust innan um þá sér til varnar. Sagði talsmað- ur þessi gasið hafa verið notað oftar en einu sinni undanfarnar vikur. Aðspurður kvaðst hann ekki kunna á því nánari deili, það væri tímabundið í verkan sinni, orsakaði uppköst og van- líðan og gerði menn óvíga um stundarsakir, en væru ekki skað- legt að öðru leyti, enda notað viða um heim til að bæla niður uppþot og óeirðir. Sagði hann að gasinu myndi dreift úr iofti, t.d. með þyrlum. í London eru menn undrandi á fréttunum af gashernaðinum eystra. Brezka útanríkisráðu- neytið hefur ekkert viljað um málið segja, en heimildarmenn AP í London hafa það eftir starfs mönnum þess að hvorki Banda- ríkjamenn né S-Vietnamstjórn hafi sagt Bretum neitt af gas- hernaðinum og er talið að Wil- son muni leita upplýsinga sem skjótast til að verja sig frekari ákúrum stjórnarandstæðinga vegna stuðnings hennar við stefnu Bandaríkjamanna í S- Vietnam. „Dagblað þjóðarinnar“, mál- gagn kínverska kommúnista- flokksins, vísaði í dag á bug til- lögum um samningafundi vegna Vietnam, að því er fréttastofan „Nýja Kína“ skýrir frá í dag. Segir í blaðinu í ritstjórnar- grein, að Bandaríkjamönnum væri hollara að hafa sig á brott úr S-Vietnam áður en þjóðin þar í landi taki sig til og reki þá af höndum sér. Eins væri það ekki annað en óskhyggja, að halda að sprengjuaustur yfir Norður-Viet- nam bætti eitthvað úr skák eða glepti mönnum sýn á ósigrana sunnan landamæranna. Þá gat „Dagblað þjóðarinnar“ einnig um útifund, sem haldinn hefði verið í Hanoi í gær til að mót- mæla „heimsveldisstefnu Banda- rikjanna. — í blaðinu Nhan Xdan, sem er málgagn N-Viet- nam stjórnarinnar, eru gagn- rýnd tilmæli Breta um vopnahlé og samningaumleitanir og sagt að Bretar hafi í raun og veru stutt Bandaríkjamenn með ráð- um og dáð. Maxwell Taylor, sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, sagði í dag að Bandaríkjamenn myndu ekki fara frá Suður-Vietnam en þeir myndu heldur ekki ana í blindni út í þriðju heimsstyrjöld- ina. Til væri meðalvegur þessa tveggja og hann myndu Banda- rikjamenn halda. Taylor sagði að nú væri þjarmað að Norður-Viet- nam með árásum S-Vietnam- stjórnar og Bandaríkjanna, en sagði að árásunum myndi hætt þegar sýnt væri, að einhver bil- bugur fyndist á andstæðingun- um. Kvaðst Taylor halda að senn myndi draga til tíðinda í S-Viet- nam og sagðist marka það af ýmsu, m.a. mjög auknum skæru- hernaði N-Vietnamstjórnar und- anfarið, undirróðursstarfsemi innan hersins og ítrekuðum til- raunum til að hluta landið í tvennt frá Kontum til Qui Nhon og ógnanir við héraðið milli Hué og Da Nang. „En þrátt fyrir alla aðstoð Bandaríkjamanna, eru úr- slitin að sjálfsögðu undir S-Viet- nambúum sjálfum kornin", sagði Taylor, og bætti því við að eink- um væri það þrennt sem gera þyrfti: í fyrsta lagi að ráða nið- urlögum Viet Cong með öllum til tækum ráðum, í öðru lagi að binda endi á stuðning stjórnar- innar í Hanoi við skæruliða Viet Cong og loks yrði að koma á styrkri stjóm í Saigon og úti um land. Taylor kvað óhugsandi að setjast að samningum við komm- únista eins og málum væri nú háttað, þannig að þeir gætu not- ið ávaxta íhlutunar sinnar og of- beldisverka. „Slíkt og þvílíkt væri móð'gun við réttlætið í heiminum og mannkynið allt“, sagði Taylor, — Gangan Framhald af tls. 1 Montgomery á .fimmtudag. Um fimm þúsund manns voru í göngunni er áð var til nætur- innar á engi nokkru um 12 km. vegar frá Selma. Flestir sneru aftur til Selma, eftir að hafa hlýtt á ræðu leiðtoga síns, Dr. Martin Luther Kings, sem sagði m.a., að allir væru göngumenn aðilar að hreyfingu sem ekki yrði stöðvuð úr þessu, en um 300 manna hópur lét fyrirberast um nóttina þarna á enginu. í morg- un komu svo aftur þeir sem sof- ið höfðu í Selma til að ganga annan áfangann, en fengu ekki allir að fara hann, því á þessum hluta leiðarinnar er þjóðvegur- inn ekki nógu breiður, og urðu því margir frá að hverfa, en koma aftur á morgun til að ganga þriðja áfanga leiðarinnar, er vegurinn breikkar aftur. Koma langvegu frá: Um helgina hafði fólk streymt að hvaðanæfa, jafnvel alla leið frá Hawai, til að taka þátt í göng unni og svo mikið var um her- menn og lögreglu, að smábærinn Selma, sem alla jafna telur um 30.000 íbúa, virtist allur í hers höndum. Gangan hófst tveimur stundum eftir tilsettan tíma, því viðbúnaður tafði. Dr. Martin Lut her King fór fyrir göngumönn- um er lagt var upp frá lítilli kirkju í Selma áleiðis til Montgo mery, en við hlið honum gekk Dr. Ralph Bunche, sá er áður hlaut friðarverðlaun Nobels. Þeg ar flest var, munu göngumenn hafa verið um 10.000. Auk her- liðs, ríkis- og borgarlögreglu og þjóðvarðiiðs ríkisins, sem stjórn- að er bemt frá Washington, var herlögregluvörður á öllum vega- mótum og yfir göngunni flugu þyrlur úr hernum og könnunar- vélar. Lítil flugvél dreifði yfir göngu menn áróðursbæklingum frá sam tökum hvítra manna í Tusccloose í Alabama, þar sem mælzt var til þess að þjarmað yrði að. blökkumönnum og fylgismönn- um þeirra með ýmsum ráðum. Fjórar sprengjur í Birmingham Snemma sunnudagsins fundust í blökkumannahverfi í bænum Birmingham í Alabama fjórar öfl ugar, heimatilbúnar sprengjur, sem fyrir tilstilli sérfróðra manna úr hernum tókst þó að gera óvirkar í tæka tið. Lögregl- an hóf þegar húsleit og mikla rannsókn til þess að ganga úr skugga um hvort ekki væru ein- hverjar fleiri sprengjur þar um slóðir og var fólk 'allt flutt á brott á meðan. Sprengjur þessar voru tímastilltar, og áttu allar að springa þegar hæfist gangan mikla i Selma. Einni sprengjunni hafði verið komið fyrir skammt frá kaþólskri kirkju í hverfinu, annarri rétt hjá útfararstofu; súþriðja fannst hjá gagnfræða- skóla blökkumanna og fjórða sprengjan átti að splundra heim- ili þeldökks lögfræðings Arthur Shores, og er það ekki í fyrsta skipti sem honum er sýnt slíkt tilræði. Útfararstofan sem eina sprengjuna átti að fá, er rétt hjá baptista-kirkjunni, sem varð fyr ir sprengjutilræði í hitteðfyrra, er fjórar litlar telpur, þeldökk- ar, biðu bana. — Þá fannst einn- ig sprengja skammt frá heimili séra A. D. Kings (bróður Dr. Martin Luther Kings), sem heima á í Birmingham; og í dag mánudag. fannst sjötta sprengj- an þar í borg. — Birming- ham er 130 km. fyrir norðan Selma. Þar hefur áður komið til alvarlegra kynþáttaóeirða. Wallace ríkisstjóri í Alabama, hefur heitið 1000 dala verðlaun- um hverjum þeim, er veitt geta upplýsingar um sprengjutilræðin í Birmingham. Hljómtaikar Akranesi 22. marz. TVAÍR ungar listakonur komu í fyrsta sinn fram á Akranesi, síðastliðinn sunnudag á hljóm- leikum Tónlistarfélagsins hér í Bíóhöllinni. Tóku þær áheyrend ur með trompi, svo að allra augu beindust til þeirra, meðan þær léku, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Annia Áslaug Ragnars- dóttir á píanó. — Oddur. Stewart og Rusk: Víðræður b Washington Washington, 22, marz, AP. Michael Stewart, utanríkisráð- herra Breta, hóf í dag viðræður sínar við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Dean Rusk, sem standa munu í tvo daga. Töluð- ust ráðherrarnir fyrst við eins- lega í eina og hálfa klukkustund en kölluðu sfðan sér til áheyrnar aðstoðarmenn sína og stóðu þær viðræður í klukkustund og kortér. Bar þar margt á góma en einkum var þó rætt um Viet- Nam, afvopnun, Sameinuðu Þjóðirnar og vandamál Atlands- hafsbandalagsins í sambandi við k j arnarku viopnábúnað. Aðspui'ður um viðræður sínar við Gromyko í fyrri vikur, bar Stewart mjög á móti því að þær hefðu ekkert gagn gert og sagði að víst hefðu þær verið nytsam- legar. Stór jaki á grunni Borgarfirði Eystra, 22. marz. EINN stór hafísjaki stendur nú á grunni sunnan til við fjarðar- botninn. Mikið ísrek hefur sézt í dag utan við fjar'ðarmynnið á leið suður með landi. Bylur var fram yfir hádegi en hefur nú birt upp. Lítill og jafnfallinn snjór er nú hér, en haglaust vegna storku. Eldur \ prestsetri Borgarfirði Eystra, 22. marz. LAUST fyrir hádegi í dag kom upp eldur í læknisbústaðnum Ásbyrgi, þar sem sóknarprestur- inn Sr. Sverrir Haraldsson býr. Kviknað hafði í olíukynditækinu að því er viTðist vegna spreng- ingar og breiddist eldurinn um kyndiklefann, og læsti sig í hurð og glugga. Maður nokkur, Hannes Eyjólfsson, sem staddur var í hús inu, varð þegar var eldsins og gekk rösklega fram í því að slökkva hann ásamt fleirum, sem kallaðir voru á vettvang. Slökkt var með því að moka snjó inn í kyndiklefann. Mikill reyjcur varð í húsinu, en ekki mun teljandi tjón hafa orðið á efri hæ’ðinni. Kyndiklef- inn skemmdist talsvert og olí- kynditækið gereyðilagðist. Næsta herbergi, sem notað hefur verið í vetur til kennslu fyrir unglinga deildina hér, skemmdist lítilshátt ar af reyk og hita. Skemmdir á raflögn og fleiru eru ekki full- kannaðar ennþá. — 1.1. V orboðal)?zariiiii VORBOÐAKONUR i Hafnar- firði halda hinn vinnsæla Vor- boðabazar sinn í kvöld kl. 8:30 í Sjálfstæðishúsinu. Undanfarið hafa Vorboðakonur verið að und- ir búa bazarinn og koma þær með muni sína í Sjálfstæðishúsið kl. 2, í dag. Ef að vanda lætur verður hægt að gera þar góð kaup á ýmiskonar fatnaðarvörum " á börn og fullorðna ásamt ýmis- konar öðrum varningi. Sinubruni veldur tjóni AÐFARANÓTT sunnudags var lögreglunni i Hafnarfirði tíl- kynnt um eld norðan við Skáta- skálann. Þegar þeir ásamt Slökkviliði Hafnarfjarðar komu á staðinn, sáu þeir hvar eld- tungur stóðu upp úr tóftum, þar sem áður höfðu staðið gamalt fjárhús og hlaða, um 30 ferm. á stærð. Annað hús var sambyggt þessum, en þeim tókst að bjarga. Mikið var brunnið af sinu í grennd við húsin, svo að til þess mun eldsupptökin að rekja. Ekk- ert er vitað um það, hver kveikti í sinunni. Eigandi fjárhússins, Gunnlaug- ur Stefánsson, kaupmaður, kveðst hafa geymt þarna tals- vert af mótatimbri, sem brunnið hafi til ösku. Hvorki húsin né timbrið voru vátryggð. — Snarræði Framhald af bls. 32 ast út úr honum og hleypur Gisl ínu til hjálpar. Isinn brotnaði líka undan Ottó, en hann náði drengnum upp og hljóp með hann heim til hans ,þar se«n hlúð var að honum. Ekki varð Bjarna litla verulega meint af volkinu. Hann var með futlri rænu, en eitthvað hafði hann drukkið af sjó. Gíslínu varð held. ur ekkert um baðið. Þegar þetta gerðist, var umn 12 stiga frost, en sólskin. Poll- urinn var allur ísi lagður og er ísinn yfirleitt alltraustur, nema helzt upp við landið og þar sem skip hafa brotið vakir. Allmarg- ir hafa sézt draga fiska upp uim göt á ísnum, en ekki er aflinn mikill. Sv. P. - /Jbróttir Framh. af bls. 30. Hjá KFR voru Sigurður og Þórir beztir eins og áður var sagt með 12 og 19 stig, og Marinó með 14 stig átti einnig mjög góðan leik. Það virðist sem úthaldið sé helzti veikleiki liðsins og ætti að vera vandalaust að bæta úr því fyrir næstu vertíð. I. deild. KR—Ármann. Vonir áhorfenda um að þeir fengju að sjá skemmtilegan leik milli þessara tveggja liða, urðu að engu, þegar á fyrstu mínútutn leiksins, þegar dómararnir tveir Ólafur Geirsson og Guðjón Magn ússon hófu að leika tvíleik á flautu fyrir áhorfendur, ef svo má að orði komast. Dæmdu þeir óspart á alls kyns pústra og handapat og var það til þess að leikmenn komust aldrei í gang og var leikurinn heldur slakur og ljótur á að horfa. Fimmtíu viliur dæmdar tala skýrustu máli um gang leiksins, þegar al gengt er að um 20 villur séu dæmdir í venjulegum 1. deildar leik. KR-ingar náðu í upphafi forystunni og juku allan leikinn til enda og sigruðu með 17 stiga mun 55:38. í hálfleik var staðan 28:19 fyrir KR. Áberandi var að þrátt fyrir þetta villuflóð var lítið skorað úr vitum eða aðems nýtt 17 skot af 51 og er það hörmulegt í 1. deild. Beztir voru hjá KR Gunnar, Kolbeinn og Kristinn, en hjá Ármanni átti Birgir beztan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.