Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 19
íriðjudagur 23. marz 19S5 MORCU N BLAÐID 19 — Orkufrekur Framhald af bls. 17 ugt er, framleitt úr bauxíti, sem fyrst er breytt í alúminíum-oxíd, en alúminíum-oxídinu er síðan breytt í alúminíum með rafgrein- ingu. Við breytingu bauxíts í alúminíum-oxíd þarf allmikla Ihitaorku og var sú framleiðsla áður fyrr venjulega staðsett, þar sem ódýr kol voru fyrir hendi. Nú hefur hins vegar tekizt að spara hitaorku við þessa fram- leiðslu, svo að það er farið að borga sig betur að byggja alú- miníumoxíd verksmiðjur nálægt bauxítnámunum, en með því sparast mikill flutningskostnað- ur, þar sem alúminíum-oxídið er helmingi fyrirferðarminna en bauxít. Þannig hafa tæknifram- farir gjörbreytt staðsetningarvið- horfum í þessari framleiðslugreiri. Það má til gamans geta þess hér, að það hefur verið athugað, hvort það mundi borga sig að fram- leiða alúminíum-oxíd úr bauxíti hér á landi, með aðstoð jarðgufu. SMiðað við orkuþörfina fyrir 15- 20 árum hefði þetta tvímælalaust bórgað sig, enda komu þá full- trúar frá Swiss Aluminium hing- að til lands til þess að athuga þetta mál. Nú hefur hins vegar tekizt að lækka gufuþörfina svo mikið, að það mundi ekki bonga sig að flytja bauxít hingað til lands til vinnslu, jafnvel þótt gufan væri alveg ókeypis. Um síðara stig framleiðslunn- ar gegnir öðru máli. Til hennar þarf geysimikla raforku, og enn eem komið er virðist orkukostn- aðurinn mikilvægasta atriðið varðandi staðsetningu á alúminí- umbræðslum. Stafar þetta m.a. af því, að bauxítnámur, sem hingað til hafa verið notaðar, eru kjarnorkan. Hingað til hefur hún reynzt dýrari en kol og jarðgas, en það er álit flestra sérfræðinga, að framleiðslukostnaður kjarn- orkustöðva muni fara jafnt og þétt lækkandi, jafnvel svo að hann nálgist ódýra vatnsorku eft ir einn til tvo áratugi. Ef þessi þróun heldur áfram, er líklegt að alúminíumframleiðsl an færist með tímanum annars vegar til markaðslandanna, en hins vegar til þeirra svæða, þar sem hráefsið er fyrir hendi. Ef hægt er að framleiða ódýra raf- orku nálægt bauxítnámunum mundi það tvímælalaust reynast hagkvæmasta framleiðsluaðferð- in. Hins vegar verður engu spáð um það, hve fljótt þróunin muni falla í þennan farveg. Annað atriði, sem hefur áhrif í þá átt að rýra samkeppnisað- stöðu landa með ódýra vatnsorku, eru þær tækniframfarir, sem sí- fellt eiga sér stað í alúminíum- bræðslu. Með bættum aðferðum hefur raforkuþörf við framleiðslu á einu kg. af alúminíum lækkað á 10 árum úr rúmlega 20 kwst. ofan í 15 kwst. Telja má víst, að þfessi þróun haldi enn áfram um stund, en þó er varla talið hugs- anlegt, að raforkuþörfin fari nokkurn tíma niður úr 11-12 kwst. á kíló af alúminíum. Slík lækkun mundi þó verða til þess, að ódýr raforka mundi vega miklu minna en áður varðandi staðsetningu á alúminíumbræðsl- um. Af þessum athugunum öllum má draga tvær meginályktanir. í fyrsta lagi er alúminíum- bræðsla sú grein orkufreks iðn- aðaf, sem langlíklegast er, að upp geti risið hér á landi á næstu árum. Hefur þetta reyndar feng- izt áþreifanlega staðfest í því, að hendi, koma e.t.v. aldrei aftur upp í hendur okkar. Alúminíumbræðsla á fslandi Að loknu þessu almenna yfir- liti mun ég nú snúa mér að því að ræða nokkur meginatriði varð andi þær áætlanir, sem nú liggja fyrir um byggingu alúminíum- verksmiðju hér á landi. Um þetta mál hafa að vonum örðið miklar umræður og er ekki að furða, þótt .sitt sýnist hverjum í þessu efni sem öðrum. Inn í þetta flétt- ast m.a. umræður um það, hvort hættulegt muni vera að leyfa flutning erlends fjármaigns inn í landið í svona stórum stíl. Eg vil ekki blanda mér í þær pólitísku deilur, sem þessu eru samfara. Hins vegar vil ég benda á það, að aldrei hefur komið til mála að veita hinum erlendu aðilum nein ótakmörkuð réttindi til atvinnu- reksturs hér á landi, heldur yrðu gerðir við þá samningar um til- tekið árabil, er kvæðu skýrt á um réttindi þeirra og skyldur. Slík- an samning yrði að leggja fyrir Alþingi til staðfestingar, og mundi hann því ekki á nokkurn annan hátt opna öðrum erlendum fyrirtækjum leið inn í íslenzkt atvinnulíf án vilja íslendinga. Við eigum hér að visu í skiptum við öflugt fyrirtæki á heimsmarkaðn um, en það er í eigu og undir stjórn Svissléndinga, hlutlausrar smáþjóðar, sem sízt er líkleg að sækjast eftir áhrifum hér á landi. Hér skiptir mestu, að vel sé frá öllum samningum gengið, svo að sem minnstar deilur þurfi að vera um það í framtíðinni, hver sé rétt ur hvors aðila um sig. • Sú skoðun hefur einnig víða komið fram, að í fyrirætlunum um alúminíumbræðslu hér á landi og stórvirkjanir komi fram hér á landi 30 þús. tonna alúm- iníumverksmiðju, er fengi orku frá nýrri stórvirkjun við Búrfell í Þjórsá. Slík alúminíumverk- smiðja yrði líklega staðsett við Straumsvík fyrir sunnan Hafn- arfjörð, en þar eru samgönguað- stæður góðar og tiltölulega ódýrt að sjá fyrir hæfilegri hafnarað- stöðu fyrir verksmiðjuna. Allt útlit er nú fyrir það, að alúmin- íumverksmiðjan yrði stækkuð mjög fljótlega upp í 60 þús. tonna ársafköst, enda getur 30 þús. tonna verksmiðja tæplega talizt samkeppnishæf stærð. Gert er ráð fyrir því, að samið yrði við svissneska fyrirtækið um föst raforkukáup til a.m.k. 25 ára, hvort sem fyrirtækið þarf á raf- orkunni að halda eða ekki. Mundi 30 þús. tonna verksmiðja þurfa um 55 þús. kw orku, en orkunotkun mundi vera um 450 millj. kwst. Fyrir 60 þús. tonna verksmiðju mundu þessar tölur Vera helmingi hærri, svo að 60 þús. tonna verksmiðja mundi taka 110 þús. kw af 210 þús. kw, sem framleidd yrðu í hinni nýju Búrfellsvirkjun. Hagnaður af stórvirkjun Þegar meta skal efnahagsleg áhrif af byggingu alúminíum- verksmiðju hér á landi, er eðli- legast að byrja á raforkumálun- um. Hina hagstæðu þróun í öfl- un raforku fyrir þéttbýlissvæðin á Suð-Vesturlandi undanfarna þrjá áratugi má að verulaga leyti þakka hinum óvenju hagstæðu skilyrðum, sem Sogið hefur upp á að bjóða til virkjana í hæfi- lega stórum áföngum. Nú er hinsvegar svo komið, að Sogið er að kalla fullvirkjað, svo að leita verður nýrra leiða til þess að fullnægja vaxandi raforku- þegar í upphafi, svo að komizí yrði hjá stórhækkun raforku- verðs, á meðan virkjunin væri að litlu leyti nýtt. Hins vegar mundi raforkusamningur við raf- orkufyrirtækið greiða mjög fyrir fjáröflun til virkjunarinnar og tryggja nægan erlendan gjaldeyri til þess að standa undir öllum er- lendum lántökum til hennar. Niðurstaðan hefur því orðið sú, að raunverulega væri aðeins um tvo raunhæfa kosti að velja í raforkumálum á næstu árum, annars vegar smávirkjanir, en hins vegar stórvirkjun við Búr- fell ásamt byggingu alúminium- verksmiðju. Rétt er að reyna að gera sér nokkra grein fyrir fjár- hagslegum mismun þessara tveggja leiða. Ef við lítum á stofnkostnað, þá mundi 210 þús. kw Búrfells- virkjun ásamt stækkun vara- stöðva kosta rúmlega 1700 millj. kr., en virkjunin mundi líklega verða byggð í 3—4 áföngum á átta árum. Af framleiðslugetu stöðvarinnar mundi rúmlega helmingur, eða 110 þús kw, verða notuð í þágu alúminíum- verksmiðjunnar, en árlegar tekjur af sölu raforku til hennar mundu samkvæmt því verðalagi, sem um hefur verið talað, nema um 100 millj. kr. á ári, en orkusölusamningurinn mundi verða í erlendum gjaldeyri. Ef við reiknum með því að greiða stofnkostnað raforkuverðsins niður til fulls á 25 árum með 6% vöxtum, mundi slíkur raf- orkusölusamningur standa undir rúmlega % stofnkostnaðarins. Það þýðir með öðrum orðum, að íslendingar mundu fá í sinn hlut 100 þús. kw orkuver fyrir 600 millj. kr. eða tæplega 6 þús. krónur á hvert kw. Verði Stöðvarhús Búrfellsvirkjunar þeirrar, sem ráðgerð var þegar Einar Benediktsson lagði mest kapp á að koma upp virkjun í Þjórsá. Norðmaðurinn Sætersmoen, sem hér var við rannsóknir 1915—1917 gerði þá, ásamt fleiri verkfræðingum og arkitekt, þessa stórkostlegu virkjunaráætlun við Búrfell, á sama stað og nú er áformað að virkja, en stöðvarhúsið átti að staðsetja á ofurlítið öðrum stað en nú. flestar í löndum, þar sem lítil eða engin ódýr orka er fyrir hendi. Hefur því bongað sig að flytja alúminíum-oxídið til landa, eins ög Kanada og Noregs, þar sem orka er mjög ódýr, frekar en að vinna það nálægt hráefnisnám- unum. Það hefur heldur ekki 6kipt miklu máli, að alúminíum- bræðslur væru staðsettar nálægt inörkuðunum, þar sem alúminí- um er mjög léttur málmur og dýrmætur miðað við þyngd, svo að flutningskostnaður verður til- tölulega lítill á hinni fullunnu vöru. Þessi þróun mundi þó hafa gengið enn lengra, ef ekki kæmu til tollar á alúminíum, en þeir eru verulegir, bæði á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hef- ur því á báðum þessum svæðum vaxið upp verulegur alúminíum- iðnaður, þrátt fyrir hærri fram- leiðslukostnað, en í þeim lönd- um, þar sem ódýrust vatnsorka er fyrir hendi. Ýmislegt bendir til þess, að gamkeppnisaðstaða landa með ódýra raforku muni á þessu sviði fara versnandi, eftir því sem fram líða stundir. Hér kemur einkum tvennt til. í fyrsta lagi virðist bilið í raforkukostnaði fara síminnkandi. Fyrir 10-20 ár- um gátu Norðmenn og Kanada- menn boðið raforku fyrir minna en 10 aura á kwst., en þá kostaði raforka frá kolakyntum og olíu- kyntum stöðvum 25-30 aura á kwst. Síðan hefur raforkukostn- aður frá kolakyntum stöðvum farið sífellt lækkandi, svo að hann er sums staðar kominn nið- ur fyrir 20 aura á kwst. Jafn- framt hafa komið til ódýrar gufu- stöðvar, er brenna jarðgasi. Enn nýr keppinautur er svo kominn fram á sjónarsviðið, en það er þetta er eini orkufreki iðnaður- inn, sem erlend fyrirtæki hafa sýnt nokkurn áhuga á að koma upp hér á landi. Hafa á undan- förnum árum mörg helztu alú- miníumfyrirtæki heimsins kann- að aðstæður hér á landi meira eða minna, enda þótt raunveru- lagir samningar hafi aldrei kom- izt verulega áleiðis fyrr en nú, f öðru lagi er ljóst, að sam- keppnisaðstaða landa með ódýra orku hefur farið rýrnandi á und- anförum árum bæði vegna tækni framfara og lækkandi orkukostn- aður annars staðar. Áburðarfram leiðsla er þegar úr sögunni fyrir íslendinga, og mörg rök benda til þess, að það muni reynast eftir því erfiðara að komast á stað í alúminíumiðnaði, sem lengra líður. Af þessu tvennu hafa Norð- menn dregið þá eindregnu álykt- un, að þeim beri að legigja eins mikla áherzlu á það, eins og mögulegt er, að efla alúminíum- iðnað sinn og fá erlend fyrir tæki til þess að byggja alúminí- umverksmiðju þar í landi, á með an samkeppnisaðstaðan er sæmi- lega góð. Hafa Norðmenn lagt í gifurlegar virkjunaráætlanir til þess að ná þess umarkmiði. Ég er í engum vafa um það, að okkur íslendingum beri að draga sömu lærdóma af þróun- inni, eins og Norðmenn hafa gert. Ef við viljum, að hin mikla ódýra orka íslenzkra fallvatna, skapi grundvöll öflugra og fjöl- þættara atvinnulífs hér á landi, er í rauninni aðeins um eitt að ræða, eins nú horfir, en það er uppbygging alúminíumiðnaðar í samvinnu við erl-enda framleið- endur í þeirri grein. Og við meg- um ekki gleyma þvi, að þau tæki færi, sem nú kunna að vera fyrir vantrú á þeim atvinnuvegum, sem fyrir eru í landinu. Þessa röksemd á ég því miður mjög erfitt með að skilja. Hún virðist byggjast á því að við lifum í stöðnuðu þjóðfélagi, þar sem eng inn geti vaxið, nema á annarra kostnað. Þetta er fjarri öllu lagi. Við búum þvert á móti í þjóð- félagi, sem er í örri þróun á öll- um sviðum, þar sem fólkinu fjölg ar ört og kröfur þess til lífsins eru sívaxandi. Og það hefur bein línis orðið okkur til bjargar á undanförnum áratugum, að fs- lendingar eru ekki hræddir við að leita nýrra leiða og auka fjöl- breytni framleiðslu sinnar. Sjálf- ur er ég sannfærður um, að þró- un orkufreks iðnaðar hér á næstu árum þurfi alls ekki að verða á kostnað áframhaldandi uppbygg- ingar annarra atvinnuvega þjóð- arinnar, heldur geti hann orðið til að styrkja heildina og þar með orðið öllum til góðs. f slíkum efnum má þó aldrei byggja á fullyrðingum, hvorki þeirra, sem eru með, né hinna, sem eru á móti. Ef við ráðumst í alúminíumiðnað og stórvirkjun hér á landi er okkur skylt að færa fullnægjandi rök að því, að það muni verða til þess að styrkja efnahag þjóðarinnar. Við verðum bæði að gera okkur full- komna grein fyrir þeim hagnaði, sem slík þróun mundi hafa í för með sér, en jafnframt huga vand- lega að því, sem við kunnum að fórna til á móti. Mun ég nú reyna að gera þessum atriðum nokkur skil. Er þá rétt að byrja á því að lýsa í örstuttu máli þeim áætlun- um, sem nú liggja fyrir. Rætt hefur verið um það við hið svissneska fyrirtæki, að það reisi þörf landsmanna. í þessu efni virðist nú vera um þrjá meginkosti að velja. f fyrsta lagi að byggð verði röð tiltölulega lítilla orkuvera svo sem virkjunar við Efstadal 1 Brúará, Kljáfoss í Borgarfirði, gufuvirkjun í Hveragerði og meðalstór virkjun í Laxá. Slíkar virkjanir mundu hafa þann kost, að ekki þarf að ráðast í stóra eða erfiða áfanga, en þær eru allar tiltölul-ega dýrar á orkueiningu miðað við stórvirkjanir. í öðru lagi getur komið til greina að ráðast í fyrsta áfanga stórvirkjunar við Búrfell fyrir innanlandsnotkun eina og án alúminíumiðnaðar. Fyrsti áfangi Búrfellsvirkjunar mundi hins vegar óhjákvæmilega verða mjög stór miðað við raforkuþörf- ina í landinu, svo að ekki yrði hjá því komizt, að raforkuverð hækkaði mjög mikið fyrstu árin, eftir að_ slík virkjun tæki til starfa. Á hinn bóginn mundi ávinningurinn síðar koma fram í hagkvæmum stækkunarmögu- leikum virkjunarinnar. Vegna hins háa byrjunarkostnaðar mundi reynast mjög erfitt að afla fjármagns til slíkrar virkjunar, sem mundi kosta um 850 millj. kr. Hafa menn því komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki yrði mögulegt að ráðast í slíka virkj- un í náinni framtíð, svo að varla væri um annað að ræða en smá- virkjunarleiðina, nema mögu- leikar til sölu á raforku til orku- freks iðnaðar væru fyrir hendi. Þriðja leiðin er svo stórvirkj- un við Búrfell samtímis bygg- ingu alúminíumverksmiðju. Með henni er hægt að tryggja tvennt, annars vegar nægan markað fyrir raforku frá stórvirkjun farin smávirkjunarleiðin mundi stofnkostnaður á kw, miðað við jafnlangan nýtingartíma, vera um það bil tvöfalt hærri, ef mið- að er við þær virkjunaáætlanir, sem fyrir liggja. Eftir nýjustu orkuspám mun- um við þurfa þessa 100 þús. kw viðbótarorku til að fullnægja innanlandsþörf á næstu 10 árum, en samkvæmt framangreindu mundum við geta fengið hana um 600 millj. kr. ódýrari í stofn- kostnaði fyrir fyrir okkur sjálfa, ef ráðizt er í stórvirkjun ásamt byggingu 60 þús. tonna alúmin- íumverksmiðju, heldur en ef far- in er smávirkjanaleiðin. Það er því enginn vafi á því, hve mikla þýðingu þetta hefur fyrir þróun raforkumála, og eftir að komið er yfir byrjunarhjallann, mundi þessi leið geta orðið til þess að trytggja hvort tveggja, áframhald- andi stórvirkjanir íslenzkra fall- vatna og lægra raforkuverð en ella hefði verið mögulegt. Úr hinu verður framtíðin að skera, hvort við viljum þá leggja meiri áherzlu á lækkun raforkuverða ellegar örari þróun í virkjunar- málum og orkufrekum iðnaði. Tekjur af alúminíumverksmiðja Auk raforkukaupa mundu tekjur af alúminíumverksmiðj- unni vera fyrst og fremst skatt- greiðslur og greiðsla fyrir vinnu- laun og ýmsa aðra þjónustu, sem verksmiðjan þyrfti að kaupa hér innanlands. Áætlað hefur verið, að skattgreiðslúr 60 þús. tonna verksmiðju mundu nema yfir 50 millj. kr., á meðan verið er að afskrifa hana, en hækka síðan upp í a.m.k. 90 millj. kr. á ári. Skattgreiðslur á vinnandi mann í fyrirtækinu mundi því í upp- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.