Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 2
r 2 MORCUN 8 LAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1965 Geysifjölmennur fundur um stóriiju og erlent fjármagn á íslandi STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur >og Stúder.taráð Háskóla íslands ®engust fyrir fundi í gærkvöldi Mm stóriðju og erlent ijármagn á Islandi. Frummælendur voru jþeir ritstjórarnir Eyjólfur Kon- ráð Jónsson og Magnús Kjartans- :soni, og var fundurinn geysifjöl- sóttur. í framsöguræðu sinni sagði lEyjóIfur Konráð Jónsson meðal annars, að benda á hvernig ís- lendingar væru nú settir, ef þeir Ihefðu á sínum tíma hrindið í framkvæmd aðeins hlut.a af þeim stórkostlegu framfarahugmynd- mm, sem Einar Benediktsson barð ist fyrir á sírinm tíma. Auk þess sem þær hefðu reynzt þjóðinni Jhin mesta lyftistöng á árum at- vinnuleysis og efnahagsörðug- leika, hefði framkvæmd aðeins Hítils hluta þeirra einnig haft það í för með sér, að frá árinu 1940 hefði þjóðin haft árlegar tekjur af þeirri stóriðju, sem Einar barð ist fyrir á sínum tíma, og hefðu þær tekjur verið um 800 millj. Ikróna árlega og með 6% vöxtum hvorki meira né minma en sam- tals 47 þúsund millj. króna, auk þess sem virkjanir og mannvirki öll væru nú hrein, skuldlaus eign Íslendinga. Þá lýsti Eyjólfur þeim samn- ingum, sem nú standa yfir við Svisslendinga um byggingu alúmínbræðslu á íslandi og virkj un Þjórsár við Búrfell í því sam- bandi. Kvað hann það alrangt, >að sem haldið hefur verið fram, að Svisslendingar hafi farið fram á að fá einhver sérréttindi varð- andi skatta. Ræða Eyjólfs Konráðs Jónsson ar er birt í heild á bls. 17 í blað inu i dag. Form. Stúdentafélags Reykja- víkur setti fundinn og skipaði dr. Gunnar G. Schram ritstjóra fund arstjóra, og fundarritara þá Ás- geir P. Ásgeirsson, stud. jur. og Benedikt Blöndal cand. jur. í»ví næst flutti Eyjólfur Konráð ræðu sína og þá Magnús Kjartansson. Magnús Kjartansson hóf mál sitt með því að segja, að stóriðja á íslar.di og erlent fjármagn væri í áróðrinum jafnan hjúpað róman tískum blæ draumórann.a, sem fremur stjórnuðust af tilfinning- um en kaldri rökhyggju. Reynt væri að gylla fyrir landsmönn- um, með því að telýi þeim trú um, að erlent fjármagn gæti skap að þeim auðæfi, án þess að nokk- uð þyrfti fyrir því að hafa. Svo væri ekki; erlerit fjármagh í ís- lenzkt atvinnulif væri enginn ó- væntur happdrættisvinningur, heldur bláköld viðskipti. Um Búrfellsvirkjun sagði Magnús Kjartansson, að al- gerlega hefði verið van- metið hverjar truflanir gætu orð ið í raforkustöðinni af völdum ísingar og aurskriðna. Verið gæti, að þær truflanir yrðu svo mikl- ar, að stóran hluta af orku þeirri, serri alúmínbræðslan mundi kaupa af íslendingum, yrði að framleiða í varastöðvum, sem nota mundi t.d. olíu við orku- framleiðslu og af þeim sökum einum gæti framleiðslan orðið svo dýr ,að við yrðum jafnvel að borga með raforkunni til hin svissneska fyrirtækis. Þá var Magnús þeirrar skoð- unar, að útreikningar stóriðju- nefndar á virkjunarkostnaði væru allt of lágir miðað við ört hækkandi verðlag í landinu, og því væri ekki annað fyrirsjáan- legt en að íslendingar mundu bíða beint fjárhagslegt tjón af virkjuninni við Búrfell miðað við það verð, sem gert væri ráð fyrir, að alúmínbræðslan greiddi fyrir raforkuna. Hún yrði hins vegar greidd í erlendum gjaldeyri og kvaðst Magnús þess vegna ekki fá séð að ríkisstjórnin réðist út í þetta fyrirtæki nema af þeirri ástæðu, að hún hyggði á stór- fellda gengisfellingu. Þannig mundi erlent fjármagn hafa þau áhrif ein á íslenzkt atvinnulíf að brjóta það niður. Þá sagði Magnús Kjartansson einnig, að í upplýsingum þeim, sem stóriðjunefnd hefði gefið um væntanlega alúmínbræðslu við Straum sunnan Hafnarfjarðar, væri ekki gert ráð fyrir neinni hreinsunarstöð, en hún væri þó nauðsynleg sökum skaðsamlegra eiturefna, sem mynduðust við vinnslu á alúmíni. Slík hreinsun arstöð mudi kosta um hundrað milljón krónur og væri fyrirsjáan legt, að það kæmi í hlut íslend- inga að bera kostnað af byggingu hennar. Sagði Magnús, að stóriðjunefnd hefði við kostnaðaráætlanir allar haft þann hátt á að ákveða fyrst, hver útkoman skyldi verða og síðan sett dæmið þannig upp að hin fyrirfram ákveðna útkoma yrði niðurstaða þess. í ræðu sinni sagði Magnús Kjartansson ennfremv.r. að rekst ur alúmínbræðslu á lsiandi yrði engan veginn sú lyftistöng ís- asta virkjun, sem völ væri á í landinu. Þegar að því kæmj að íslendingar þyrftu að virkja í sína eigin þágu eingöngu yrði alla vega um mup dýrari fram- kvæmd að ræða. Kvaðst hann þeirrar skiðunar, að íslendingar hefðu átt að ráðast í virkjun Þjórsár á eigin spýtur. Það mundi ekki kosta nema sem sam svaraði tíunda hluta af heildar- fjárfestingúnni í úandinu. í dag væri fjárfesting öll í landinu mjög skipulagslaus og því mundi verða unnt að ráðast í stórfyrir- tæki sem þetta án þess að fórna of miklu til, með því aðeins að taka upp skynsamlegt skipulag lenzkum hagsmunum liði. Erlent fjármagn á íslandi mundi fljót- lega fá hér mjög mikil pólitísk og efnahagsleg völd, enda væri hér gert ráð fyrir tiltölulega miklu meiri fjárfestingu en dæmi væru um í öðrum iÖndum nema þá helzt nýlendum og háL£ nýlendum. Taldi Magnús, að þeir draum- ar, sem forfeður okkar bundu við efnahagslega uppbyggingu ís- lands hefðu rætzt mikiu betur en þeir sjálfir hefðu nokkru sinni þorað að vona, og að við þyrftum ekki að skammast okk- ar af samanburði við aðrar þjóð ir í þeim efnum. Að loknum ræðum frummæl- enda íóku margir aðrir til mála og stóðu þær umræður enm yfir, er blaðið fór í prentun. Verður nánar sagt frá þeim í bíaðinu síðar. Frá hinum fjölmenna fundi í gærkveldi um stóriðju og erlent fjármagn á íslandi. lezkum atvinnuvegum, sem hald ið hefði verið fram. íslenzkir at vinnuvegir yrðu að kaupa raf- magnið nær helmingi hærra verði en hinn svissneski auðhring ur og ættu því aðeins þann kost að búa ver að launþegum sínum, sem þeirri upphæð næmi. Hring urinn hefði neitað, að sætta sig við ákvæði íslenzkra skattalaga og krafizt þess, að skattar þess- yrðu ákveðnir fyrirfram sem fast gjald. Vegna einokunaraðstöðu sinnar á erlendum mörkuðum gæti hringurinn ákveðið að eigin geðþótta í hvaða landi hann félli. Þá sagði Magnús Kjartansson, að samkvæmt útreikningum Raf- orkumálastofnunarinnar væri stórvirkjun við Búrfell hagkvæm Fíugmenn sjá greini- legi ísbjarrsa traðk - á ísjökum á Þistilfirði - Sum sporanra * skammt frá landi - Isbirnir taSdir skatmmt undan AÐ aprílgabbi og sitt- hverju fleiru í þeim dúr gengnu hafa nú þær fregn- ir borizt, sem nær óyggj- andi má telja, að bjarndýr séu skemmra undan ströndum Norðurlands en margur kann að hyggja. A milli klukkan 13 og 14 á miðvikudag er Douglas- flugvél Flugfélags Islands var að fara frá Sauðanes- flugvelli við Þórshöfn, sáu flugmennirnir, Ríkharður Jónatansson, flugstjóri, og Gunnar Berg, aðstoðar- flugmaður, greinileg ís- bjarnaspor á hafísjökum undan Sauðanesi, og voru sporin aðeins um 100—200 metra frá landi, þau seni næst voru. Mbl. átti í gær tal við flug- mennina. Ríkharður. Jónatans son sagði, að þeir hefðu sér- staklega veitt sporunum at- hygli skömmu eftir flugtak af Sauðanesi. Sporin hefðu sézt á mörgum jökum næst landi um 110 metra út af Sauða- nesi, en einnig hefðu þeir séð greinileg spor rétt utan við Raufarhöfn, er þeir flugu þar yfir. Þarna eru jakarnir ekki tiltölulega stórir og þéttleiki íssins frá 8/10 til 9/10. Rík- harður, sem oftlega hefur flogið til Grænlands og ber vel kennsl á ísbjarnaslóðir, kvað það erfitt að gera sér í hugarlund að sporin, sem þeir sáu, væru eftir nokkurt dýr annað en bjarndýr, og gjör- ólík bælum þeirn, sem selir skilja eftir sig í ís. Hins veg- ar sagði Ríkharður að ekki þyrftu sporin að segja þá sögu, að dýrin hefðu verið á þessum jökum síðustu daga. Sporin gætu hafa komíð í ís- inn fyrr, og áður en hann bráðnaði að því marki sem nú er. Hins vegar sýnir þetta ljóslega, að ísbirnir gætu naumast verið langt undan landi. Gunnar Berg veitti spor- unum fyrst athygli i aðflugi vélarinpar að Sauðanesflug- velli. Hann tjáði Mbl. í gær- kvöldi, að þeir flugmennirnir hefðu hugað nánar að þessu í flugtakinu, og sagði að er þeir fóru yfir Þistilfjörð, hefðu spor sézt greinilega víða, og á sumum jökum hefði verið mikið traðk. — Gunnar hefur einnig verið í Grænlandsflugí, og þekkir ís- bjarnarslóðir af reynslu þar um slóðir. Hann kvaðst m.a. hafa séð jaka með sporum tiltölulega skammt frá höfn- inni í Raufarhöfn í fyrradag. á fjárfestingunni í landinu og viðhafa nokkra hagræðingu. Þá vék Magnús Kjartansson að reynslu forfeðra okkar af erlendu fjármagni. Það hefði aldrei reynzt landsmönnum til neinnar blessunar, því að erlendir fjár- magnsaðilar hefðu jafnan hugs- að um það eitt að fá sem mestan gróða í sinn hlut, hvað sem ís- *>- prí'«abb úlvarpinu í hádegisútvarpinu í gær var til- kynning um að Stúdentafélags- fundi um stóriðjumál væri frest- að til sunnudags. Þetta var mein legt aprilgabb, sem auglýsinga- stjóri varð illa fyrir. Auglýsingastofunni er lokað, fyrir tilkynningar í hádeginu, kl. 11 fyrir hádegi og allar síma- auglýsingar teknar upp á segul- band, sem berast fyrir þann tíma. Síðan skeði það að kurteis. maður hringdi kl. 11:30 og bað um það frá Stúdentafélagi Reykjavíkur að aflýst væri fund inum, sem halda skyldi í gær- kvöldi á Hótel Borg, sökum veik inda. Auglýsingaskrifistofunni fannst sjálfsagt að verða við þess'um vinsamiegu tilmælum og var auglýsingin fjóriesin í há- degisútvarpinu. Strax að loknum tilkynninga- lestri varð öllum þeim er a’ð fundinúm stóðu hverft við. Eng- inn vissi um þessa tilkynningu, enda var hún eintómt gabb. SomiiÍBgafHBbði LdtleiðamaBBa BLAÐI® áttí í gærkvöldi satn tal við Kristján Guðlaugsson stjórnarformann Loftleiða á skrifstofu félagsins og spurðist fyrir um kaupdeilu þá er risin er upp milli flugstjóra félags- ins, sem fljúga hinum nýju gtóru vélum þess, og fyrirtæk- isins. Kristján varðist allra frétta um málið. Sáttasemjari, Torfi Hjartar son, sagði að sáttafundur hefði hafizt í gærkvöldi kl. 8:30 milli samninganefnda flug- manna á hinum nýju flugvél- um Loftleiða og stóð sá fimd- ur enn er blaðið fór i prentun og var ckkert af honum að segja. Hélt á brot frá slysi UM kl. 3 í gærdag var ekið í telpu á Digranesvegi ná t barnaskólanum. Ökumaður var á | skellinöðru, en ók á brott e. r slysið. Þeir, sem kynnu að geta. | gefið upplýsingar um slysið, eru beðnir að snúa sér til lögreglunu j ar í Kópavogi. - .r-A ..: ■ )\'< > nk J___________- /if, itti -v ■ > VINDUR var hægur SA og A hulinn þoku og hreyfast lítið. víðast hér á landi. ísinn fyrir Hlýjast á landi var í Reykja- norðan og austan virðist víða vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.