Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1965 Þorsteinn Jónsson, Laufási heihursborgari Vestmannaeyja Minning ÞEGAR yztu útverðir þeirrar kynslóðar, sem fæddist fyrir tæp- um níutíu árum hníga til foldar, er ástæða til að nema staðar um stund og hugleiða hvað islenzka þjóðin á þessum kjörviðum mik- ið að þakka. Þetta háaldraða fólk hefur lif- að það tímabil í sögu þjóðarinn- ar, sem einstæðast mun vera tal- ið, frá upphafi landsbyggðar. I>að fæðist og elst upp við svo bág kjör á allan hátt og sárafátækt, *ins og saga þjóðarinnar sýnir gleggst. Fólkið sem ólst upp við þetta harðræði varð eigi að síður aterkir stofnar sem skilað hafa nútíðinni dýrmætum arfi til ávöxtunar. Einn úr þessari öldruðu sveit hefur nú ýtt úr vör í hinsta sinn, Þorsteinn Jónsson, Laufási í Vestmannaeyjum. Og eigum við þar bak að sjá, einum af Eyjanna beztu sonum. Þorsteinn var flest- um þeim kostum búinn, sem úr- valsmenn mega prýða. Var hann greindur Oig gjörhugull, eftir- tektarsamur og minnugur svo af bar, ákveðinn, rólegur og rétt- sýnn, einstakt prúðmenni, ekki fasmikill en fór sínu fram. Öll framkoma Þorsteins mótaðist af hógværð og festulegum höfðing- skap, honum var svo eðlilegt að leiðbeina og leggja mönnum ráð, á« þess að viðkomandi finndist hann vera þigigjandi. Og þegar út í starfið kom, bæði á sjó og landi, ▼eitti hann upp>örfun á því sem ▼el var gjört og jók þannig áhugann fyrir því að leggja sem mesta alúð við starfið. Þorsteinn hafði einstaka hæfileika til að leiða samtöl inn á brautir sem strax vöktu áhuga þess, er hann ræddi við. Hann hafði mikla gleði af að fræða og segja frá liðnum atburðum. Og var frásagnarhæfi- leiki hans í orði og rituðu máli einstakur, svo hvert málefni, sem um var fjallað varð ljóst og lif- andi. Aldamótaárið hóf Þorsteinn formennsku á áraskipinu Isak, sem hann stjórnaði þar til hann ▼arð meðal upphafsmanna þess, að fyrsti vélbáturipn kom til Eyja og fyrsta róðrinum sem far- inn var 3. febrúar 1906, hefur hann m.a. lýst á eftirfarandi hátt: „Við héldum vel djúpt suður með Heimaey þó að logn væri. Svo var rík tortryggni okkar gjálfra í garð vélarinnar. Þetta ▼ar líka eðlilegt, því um margar hrakspár höfðum við orðið áskynja í sambandi við þessa ný- breytni. En allt fór vel og ekkert sérstakt kom fyrir. Línan var Kgð og dregin. Yfirleitt var þetta allt svo einfalt að við lá, að við jrrðum fyrir vonbrigðum........ Þess skal getið að ég og hásetar mínir vorum í góðu skapi yfir þessum velheppnaða róðri, sáum ▼ið í anda hilla undir marga slíka og með Guðs hjálp urðu það meira en aðeins hillingar. Þegar við komum að landi þenn- an minnisverða dag og höfðum fleyigt fiskinum, sem voru 280 þorskar og 30 ýsur, upp á hina mjóu Austurbúðabryggju; sýndist aflinn rfteiri en hann var í raun og veru, þar sem hann lá út- breiddur, enda fór svo, að hann margfaldaðist í augum hinna mörgu áhorfenda, en fáir komu niður á bryggju til að fregna hið «anna“. Þennan fyrsta vélbát sinn, sem ▼ar rúm 7 tonn, nefndi Þorsteinn UNNUR og báru aðrir bátar hans sama nafn. Það er löngu viðurkennt, að með þessum fyrsta róðri á vélbát, hafi verið brotið blað í útgerðar- eöigu Eyjanna, því næstu vertíð á eftir voru komnir 20 vélbátar og sýnir það gleggst hin miklu þáttaskil, sem hér urðu, og má fullyrða að ekkert hafi frekar gtuðlað að framþróun byggðar- lagsins og bættri afkomu fólks- ins. Um hálfa öld stundaði Þor- steinn útgerð og formennsku og var jafnan í fremstu röð, feng- sæll og farsæll alla sína löngu fprmannstíð. Fylgdi sú gifta hon- um, að hann skilaði ætið skipi og skipshöfn heilu í höfn. Mann hylli hafði Þorsteinn slíka, að sumir af áhöfn hans, voru með honum um áratugi. Þarna mynd- aðist kjarni úrvalsmanna, sem urðu samhentir og ábyrgir um velferð og veiðiskap, og varð það að sjálfsögðu útgerðinni til mikilla heilla. Það má segja um Þorstein, að hann hafi lifað tíma tveggja kym slóða. Séð bátanna stækka frá áraskipunum oig upp í það, sem þeir eru í dag. Og Eyjarnar vaxa úr litlu fiskiþorpi við hafnlausa strönd, í stærsta útgerðarbæ landsins með fullkomna höfn. Og fólkið hefja sig úr örbirgð til bjargálna, Islenzku þjóðina hrista af sér danska kúgun og skapa fullvalda menningarríki. Þorsteinn er löngu þjóðkunnur maður fyrir sín heillaríku störf í þágu lands og þjóðar. Eftir hann hafa komið út 2 bækur: For- mannsæfi í Eyjum 1950 ag Alda- hvörf í Eyjum 1958, sem eru ágrip af útgerðarsögu Eyjanna frá 1890 til 1930, gefin út af bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þetta eru stórmerkar bækur, sem geyma mikinn fróðleik um þá efnahagslegu þróun, sem gerð ist á þessum tíma og verða óborn- um kynslóðum söguleg heimildar- rit. Jafnfarmt sinum umfangs- miklu störfum hélt Þorsteinn daigbækur um aflabrögð og veiði- skap alla sína formannstið. Mun þessa ekki dæmi, að aðrir, sem unnið hafa hörðum höndum, hafi lagt á sig slík aukastörf, en skýrslur þessar þykja nú af fiski- fræðingum hinar gagnlegustu og einstakar í sinni röð. » Þorsteinn naut ekki annarar skólagöngu, en tvo vetur í barna- skóla, en segja má að allt líf sitt hafi hann verið að mennta sig eins og störf hans bera ljóst vitni. Ég sem þessar línur rita kom ékki oft á Laufásheimilið, en nógu oft til þess að finna að þeg- ar ég var kominn inn, þar sem Þorsteinn ásamt konu sinni Elin- borg Gísladóttir, tóku á móti gestum, sem strax fannst hann vera kominn heim. Svo einlæg var gestrisni þeirra og framkoma, enda mótuð af glæsimennsku og þjóðlegri gestrisni. Hygg ég að £á hjón hafi verið samhentari en þau, enda bar heimilisbragur- ur því glöggt vitni, að þar ríkti gleði og friður. Þau hjón eignuð- ust 12 böm og ólu upp dótturson. Börn þeirra Laufáshjónana eru öll_ myndarfólk, sem munu I minningunum um æskuheimilið líta á það, sem heilagt vé. Á heimilinu voru mikil umsvif, oft á vertíðum yfir 20 manns. til merkis um mannhylli Laufás- hjónanna iget ég þess, að 1906 réðust til þeirra tvær vinnustúlk- ur og var önnur á heimilinu til dauðadags 1928, en hin til 1941. Sýnir þetta betur en orð fá lýst, þann heimilisanda, sem þar var ríkjandi. Og ekki sízt hvað snerti Elinborgu húsfreyju, sem varð að sjálfsögðu að stjórna öllu bæði úti og inni vegna starfa Þorsteins á sjónum. Einnig tók Elin'borg mikinn þátt í féla’gsmálum, var t.d. í stjórn Kvenfélagsins Líknar um áratuigaskeið, og gjaldkeri 42 ár. Þorsteinn í Laufási gegndi mörgum trúnaðarstörfum um æfina. Hann sat í fyrstu hafnar- nefnd Eyjanna og starfaði þar í áraraðir, einnig í hreppsnefnd og í stjórnum margra félaga. Árið 1929 var Þorsteinn sæmd- ur riddarakrossi fálkaorðunnar, 1950 var Þorsteinn kjörinn heið- ursborgari Vestmannaeyja og Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja kaus hann heiðursfélaga á 90 ára afmæli sínu. Þorsteinn Jónsson var fæddur að Gularáshjáleigu í Austur- Landeyjum 14. okt. 1880 oig flutt- ist til Eyja á barnsaldri. Hann kvæntist Elinborgu Gísladóttur (Engilbertssonar, verzlunarstj. á Tanganum) 1903 og lifir hún mann sinn. Þorsteinn andaðist 25. marz s.L Þorsteinn var einlægur trú- maður og bera bækur hans þvl ljóst vitni. Hann var kirkjunnar maður af heilum hug, og var eftir því tekið, ef hanri mætti ekki við allar messur í Landakirkju. Hann sagði mér það oft, að sér væri það sönn ánægja og hugarrót. Með Þorsteini I Laufási er igenginn úr garði maður, sem allir munu er til hans þekktu, minn- ast með hlýhug og virðingu. Þor- steinn leitar nú til þess musteris sköpunarvaldsins, þar sem í upp- hafi var sáð til þeirra dyggða í fari hans, sem hann á æfiferli sínum þroskaði og prýddi með verkum sínum í hljóðlátri önn, sín mörgu æfiár. Friðfinnur Finnsson Oddgeirshólum. IViagnús IMýlendu Hákonarson — IViinning HANN lézt hinn 11. október síð- astliðinn, að heimili sonar síns Einars, og eiginkonu hans Helgu Aðalsteinsdóttur, að Laugateig 12 hér í bænum, eftir frekar stutta sjúkdómslegu. Datt mér ei í hug, er við hittumst nokkrum dögum áður, á Landsspítala, báðir þá í rannsókn, að hann ætti svo stutt eftir, en það dugar ei að deila við dómarann. Mjög stutt- um tíma áður, hafði hann ásamt mörgum, fylgt fyrrverandi mági sínum Magnúsi Þórarinssyni til grafar. Eru þarna horfnir tveir merkis- menn, af Miðnesi ættaðir. BáJSir höfðu þeir barizt við æigisdætur um áratugi, og Magnús Hákonar- son alltaf á hinum opnu róðrar- skipum, á meðan hann stundaði sjó, og formaður lengi. Munu nú ekki vera lifandi nema fjórir hinna gömlu opnu skipa for- manna á Miðnesi, ef ég man rétt, sem að staðaldri stjórnuðu skip- um þessum út á miðin í Miðnes- sjó. Það var ekki neinum klaufum eða heiglum hent, að stjórna vel hinum opnu skipum undir segl- um, þegar kominn var stormur. Þegar ránardætur fóru að mynda 'klær úr kollinum á sér,' klær, sem oft urðu að hvítfyssandi brotsjóum, þá var betra að for- maður og seglamenn kynnu hvernig bezt væri að forðast faðmlöig þeirra, ef þess var kost- ur, annars að varast það, að afl þeirra næði of góðum tökum á skipinu. Þetta var list, sem nú er að týnast með hinum síðustu gömlu görpum opnu skipa tíma- bilsins. Magnús var fæddur að Ný- lendu 12. júní 1899, foreldrar hans voru Guðný Einarsdóttir frá Hömrum í Holtum, og Hákon Tómasson frá Hvalsnesi, en ætt hans mun vera hin svokallaða Kirkjuvogs eða Kotvogsætt. Voru þau hjón merkir íbúar Miðneshrepps. Að Nýlendu voru á þeim tíma, rúmbetri húsakynni, en víða annarsstaðar á Miðnesi, þar voru þessvegna oft brúð- kaupsveizlur haldnar, var all rúmgott stofuhús fyrir utan venjulega baðstofu, þar munu þau Guðný og Hákon hafa staðið fyrir veizlum þessum. Þar voru einnig oft viðíeguskip fyrri hluta vertíðar, frá Keflavík og máske víðar að. Sjómenn þessa mun Guðný hafa meðhöndlað, sem sín eiigin börn. Hákon var kirkju- haldari og meðhjálpari við Hvals- neskirkju um tugi ára. Munu prestar safnaðarins hafa metið mikils tillögur og ábendingar hans. Hann var orðheppinn svo orð lék á, en allt var það mein- laust, nema hvað þeir er framar- lega stóðu í þjóðfélaginu, og ef til vill notuðu sér meinleysi ann- arra, fengu oft meinlegar kveðj- ur, sém enn ganga á milli manna þar syðra. Þau Hákon og Guðný eignuð- ust einnig dóttur, Guðrúnu er giftist fyrst Jóni Jónssyni, sem hún missti eftir stutta sambúð, er síðar kemur fram, en seinni mað- ur hennar var Magnús Þórarins- son, formaður og útgerðarmaður í Reykjavík, er lézt síðastliðið haust, sem áður er getið. Magnús Hákonarson ólst upp við sömu störf og aðrir ungir menn þar syðrá. Sjósókn á vetr- arvertíðum, á hinum opnu ára- skipum, og á sumrin við hirðingu og þurrkun fiskaflans frá vetrar- vertíðinni. Einnig við slátt og hirðingu túrugresis, á flestum bæjum á Miðnesi var búskapur til sjós og lands, sem kallað var. Hinn 25. apríl 1911, varð æsku- heimili Magnúsar fyrir miklu áfalli, ásamt fleiri heimilum þarna í nágrenninu, en þann dag fórst á uppsiglingu frá Stafnes- djúpi, skipið Hafmeyja, sem gert var út af Nýlendu heimilinu, for- maður skipsins var Jón Jcnsson, eiginmaður Guðrúnar Hákonar- dóttur í Nýlendu. Þarna drukkn- uðu fimm menn, þarmeð Jón Jónsson í Nýlendu. Magnús Hákonarson var einn af þeim þremur sem björguðust, eftir að hafa velkzt í sjónum alllangan tíma, á kili skipsins og öðru floti, sem þeir náðu til, sumir voru með litla meðvitund, er þeir náð- ust. Björgun þessi varð fyrir merkilegt tilfelli, því togari þessi var kominn austur í Eyrarbakka- bugt, á heimleið, er mér tjáð, en sneri aftur norður í Miðnessjó, og mun jafnvel hafa leitað þar að skipinu. Magnús Hákonarson mun hafa byrjað formennsku nokkru eftir að áðurnefnt slys skeði. Var það sameiginleg útgerð Magnúsar og Kristins Jónssonar frá Loftsstöð- um, Miðnesi, mikils dugnaðar manns, er lézt síðastliðið haust í Keflavík. Gerðu þeir út saman nokkur ár, eða þartil útgerð þessara skipa, lagðist niður í því formi sem hún áður var. Skip þeirra hét Sigurfari, og mun hafa verið gott skip, og því vel stjórn- að, annars hefði það varla flotið sjóferð þá er nú verður greint frá í stórum dráttum. Það var á vertíðinni 1921, að Magnús kallaði skipshöfn sína til róðrar, eitt sinn sem oftar, þetta var 2 apríl, lína hafði legið beitt í bjóðunum nokkurn t,ma, því stunduð höfðu verið þorskanet, en nú skyldi skola af línunni sem kallað var, til að fá eitthvað uppi í beitukostnaðinn. Veður var lygnandi vestanátt, talsverð alda, og braut á grynningum og flúðum. Linan var lögð á venju legum opinna skipa miðum í Stáfnesdjúpi, Linan var ekki lát- in liggja lenigi, því frá því róið var hafði veður breytzt þannig, að nú var komin vaxandi austan- átt, eða beint á móti öldunni, sem við það ýfðist og varð óþægileg. Þegar dregin hafði verið línan, var einnig komin snjókoma, sem byrgði alla landsýn og grunnbrot á grynningum oig flúðum, og vaxandi vindur af suðaustri. Sett var upp frammastur, og siglt til norðurs, á rifuðu framsegli, og rifuðum klyver. Sigling var erf ið vegna öldunnar, sem vindur- inn kom beint á móti. Skipverjar munu hafa gert sér von um að hitta vélbáta, frá Sandgérði, eða Keflavík á leið til lands, hvorugt varð. Aðsteðjandi vetrarnóttin löng og dimm, Oig forðast varð landið vegna grunnbrota. Skip- verjar merktu á enn verra sjólag, er komið var norður fyrir Garð- skaga. Vindur mun þá hafa verið suðaustan. Magnúsi formanni tókst furðu vel að verja skipið áföllum stórum, að sögn skip- verja hans. Mun það engum klauf um hafa verið hent, að stjórna skipinu undir þessum kringum- stæðum, þeir einir skilja það er þekktu sjóhæfni þessara skipa. Síðla nætur snerist vindur til suðvesturs, og lygndi allmikið. Skömmu síðar rifnaði skipið að framan, neðst við stefnið, mun það hafa dottið ofanaf kviku, sem oftar þessa nótt, en nú þoldi það þetta ekki, kom svo mikill leki að því, að það næstum fyllti á svipstund. Magnús formaður reif af sér stóran trefil, o>g skip- aði að troða honum í rifuna, sama gerðu svo fleiri skipverjar. Svo var gengið í að ausa skipið með öllum þeim ílátum, sem tiltæki- leg voru, þarmeð lóðarbjóðum og fleiru. Með ótrúlegri þrekraun tókst skipverjum að halda skip- inu fljótandi, þar til þeir náðu landi á Akranesi, um klukkan sex að morgni. Þar var allt fyrir þá gert, sem þeir þurftu með, þarmeð að skipið var endurbætt, og þeir svo dregnir af vélbát til Reykjavíkur. Heim voru þeir komnir fimm dögum eftir að þeir fóru í. sjóferðina. Útgerð Maignúsar og nágranna hans, á hinum opnu skipum, lauk með því að þeir sameinuðust fleiri -um útgerð eins skips, og settu í það mótorvél, stóð sú út- gerð í nokkur ár, en áhugi unga fólksins snerist um ýms áhuga- mál, ekki sízt stærri skip, og vél- rænni störf. Magnús kvæntist 2. júní 1916, eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Steingrímsdóttur frá Krýsu- vík. Bjugigu þau allan sinn bú- skap að Nýlendu. Guðrún veitti honum friðsælt og gott heimili, þar sem var myndarbragur á öllu. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi, og eru nýtir þjóð- félagsþegnar. Sonur þeirra Há- kon, kvæntur Svölu Sigurðardótt- ur, býr nú að Nýlendu. Hefi ég enga trú á því að Hákon hlaupi frá búi sínu, fyrr en til þrautar reynir. Önnur börn þeirra hjóna sem ótalin eru: Steinunn gift Skúla Halldórssyni tónskáldi, Björg gift Ólafi Guðmundssyni birgðaverði, Gunnar Reynir endurskoðandi kvæntur Sigur- laugu Zophaníasdóttur, Bára gift Brynjari Péturssyni bifreiða- stjóra og Sólveig, skrifstofustúlka hér í bænum. Magnús Hákonarson var vel gefin, hæglátur athugull maður. Trygglyndur vinur vina sinna, en gat orðið hvass í svörum, ef svo bar undir. Það var ánægju- leigt að fá hann í heimsókn, þvl hann vakti oft upp léttar umræð- ur. Hann fylgdi alla tíð hinum frjálslyndu stjórnmálastefnum að málum. Blessuð sé minnig Magnúsar Hákonarsonar. Sveiabj. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.