Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 2. apríl 1965 * Es!andsmótið í handknattleik: Auka úrslitaleikur hjá stúlkunum svo staðan var 6—3 Val í vil. Var nú tekið að halla á Ármanns- stúlkurnar sem skoruðu 2 mörk á fyrstu 3 mín. en síðan aðeins 1 til viðbótar á næstu 12 mín. Var það ekki síst að þakka ágæt- um leik Katrínar í marki Vals. í upphafi síðari hálfleiks náðu Ármannsstúlkurnar sér aftur á strik og söxuðu á forskot Vals. Eftir stutta stund var staðan 7—6 fyrir Val — ogvirtist nú allt geta skeð. En þá eygðu Valsstúlkurnar alvöruna og náðu góðum kafla og algerum yfirburðum litlu síðar og staðan breyttist í 12—6 fyrir Val áður en Ármann fékk skorað. Voru á þessum kafla ráð- in úrslit leiksins sem urðu 13—9. Langbezt í liði Vals og á vell- inum var Sigríður Sigurðardóttir fyrirliði Vals. Hún mótaði leik Valsliðsins og skoraði sjálf bróð- urpartinn af mörkum liðsins eða 6 talsins. Einnig áttu góðan leik Sigrún og Erla, sem só sýndi óöruggt grip — að ógleymdri Katrínu í markinu. Hjá Ármanni var Ása driffjöð- ur liðsins og skoraði 4 mörk nn einnig átti Liselotte Sóðan leik og athygli vakti línuspil Stein- unnar Hauksdóttur. Dómari var Björn Kristjánsson og dæmdi vel. FH vann Breiðablik 18-6 Valur vann Armann 13-9 f GÆRKVÖLDI lauk hinum reglulegu leikjum í L deild kvenna á íslandsmótinu í hand- knattleik. Eftir þá standa FH og Valur jöfn að stigum og verður aukaleikur að skera úr um hvoru megin Islandsmeistaratitillinn hafnar. Hefur mikil spenna verið í kvennakeppninni síðustu vik- nrnar eftir að FH tókst óvænt að sigra Valsstúlkumar með 1 marks mun, áður hafði Ármann unnið FH, og Fram lið Ármanns *vo útslitin voru óútreiknanleg. Fyrir leikina í gærkvöldi var FH í beztri stöðu, Liðið átti aðeins eftir að mæta Breiðabliki og var þar öruggt nm sigur eins og einnig kom á daginn, þar sem FH vann með 18—6. En Ármann og Valur áttu eftir að mætast og ef þau skildu jöfn var FH sigurvegari. En þannig fór dæmið ekki. Valur vann Ár- mann með 13—9 og aukaleik þarf milli FH og Vals til að fá úrsliL Ármannsst-úlkuruar virtust í upp hafi ekki eins taugaóstyrkar og sýndu yfirvegaðri leik sem gaf þeim tveggja marka forskot á fyrstu 2—3 mín. En fljótlega átt- uðu Valsstúlkurnar sig, náðu valdi á -leiknum og jöfnuðu. Var nú baráttan jöfn um sinn, Ár- mann skoraði en Valur jafnaði. og loks á 11. mín. nær Valur forystu í fyrsta sinn — og bættu svo við tveim mörkum fyrir hlé, Yfirhurðir FH hafði algera yfirburði í leiknum gegn Breiðablik. Liðið hafði fengið liðsstyrk með Sigur- línu Björgvinsdóttur, sem kom að beiðni FH heim frá Noregi, þar sem hún starfar nú, til að leika hina tvisýnu úrslitaleiki. Sigurlína reyndist í góðri þjálf- un og setti svip á liðið, en var nokkuð gróf í leik sínum og varð meðal annars að fara út af í 2 mín. vegna ítrekaðra brota. Og FH réð öllum gangi leiksins. í hálfleik stóð 8—3 og í leikslok 1&—6. Næst mættust Fram og Vík- ingur. Þar hafði Fram yfirburði og vann með 1-2—4 eftir að stað- an 1 hálfleik var 6—2. VaJur — Ármann Og þa kom að hinum spenn- andi „úrslitaleik". Hann bar og nokkurt merki þess hve mikil- vægur hann var báðum liðum. Unglingalandsliðið í handknattleik hélt til Norðurlandamóts unglinga í Danmörku í gær eins og skýrt hefur verið frá hér á síðunni. Mótið hefst í kvöld en ísl. liðið leikur ekki fyrr en á morg- un kl. 1.30. — Hér er ísl Iandsliðið ásamt þrekþjálfara liðsins Benedikt Jakobssyni. Magnús Thorlaeius hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9 — Sími 1-1875 Atvtnnuhúsnæði 4ra herb. á annarri hæð við Laugaveg til leigu. — Hentug fyrir skrifstofur, læknastofur eða léttan iðnað. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Lauga- vegur — 7213“. Húsnæði 3ja—4ra herb, íbúð óskast strax. Upplýsingar í síma 36238 eftir kl. 7. Dagskrá skíðalands mctsins ákveðin DAGSKRÁ Skíðamóts íslands 1965 sem fram fer á Akureyri, hefir verið ákveðin sem hér segir: Miðvikud. 14. apríl: 10 km ganga 15—16 ára. 10 km ganga 17—19 ára. 15 km ganga fullorðnir. Fimmtud. 15. apríl: Stórsvig unglinga. — kvenna. — karla. Föstud. 16. apríl: Skíðaþing. Laugard. 17. apríl: 30 km ganga. Svig kvenna. — unglinga. Sunnud. 18. apríl: Svig karla. Stökk í öllum flokkum. Mánud. 19. apríl: 4x10 km boðganga. Flokkasvig. Yfirdómari mótsins verður Bragi Magnússon frá Siglufirði. 18 IMÝJAR gerðir KVENSKGM FRA AF FRÖIVSKUM BOCAGE n*.ADE in f rance Austurstræti SigTiður leiddi lið sitt til sigurs — skoraði 6 mörk. Fimm menn sæmdir riddnrnkrossi FORSETI fslands hefir í dag sæmt eftirgreinda metin heiðurs- merkjum hinnar íslenzku fálka- orðu: Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Guðmund Karl Pétursson, yfir lækni, Akureyri, stórriddara- krossi fyrir læknisstörf. Kristin Ármannsson, rektor, riddarakrossi, fyrir störf að mennin garmálum. Jón Jónsson, fiskifræðing, riddarakrossi, fyrir störf að fiskirannsóknum. Jakob Jakobsson, fiskifræðing, riddarakrossi, fyrir störf að fiskirannsóknum. Reykjavík, 1. apríl 1965 Ferðastyrkir til Bandaríkjanna MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna á íslandi (Fulbright-stofn- unin) tilkynnir, að hún muni veita ferðastyrki íslendingum, sem fengið hafa inngöngu í há- skóla eða aðrar æðri mennta- stofnanir' í Bandaríkjunum á námsárinu 1965—66. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferða- kostnaði frá Reykjavík til þeirr- ar borgar, sem næst er viðkom- andi háskóla og heim aftur. Með umsóknum skulu fylgja afrit af skilríkjum fyrir því, að umsækjanda hafi verið veitt innganga í háskóla eða æðri menntastofnun í Bandaríkjunum, Einnig þarf'umsækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf umsækjandi að ganga undir sérstakt enskupróf á skrifstofu stofnunarinnar og einnig að sýna heilbrigðis-vott- orð. Umsækjendur skulu vera íslenzkir ríkisborgarar. Umsóknareyðublöð eru af- hent á skrifstofu Menntastofnun- ar Bandaríkjanna, Kirkjutorg 6, 3. hæð. Umsóknirnar skulu síð- an sendar í pósthólf stofnunar- innar nr. 1059, Reykjavík, fyr- ir 30. april n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.